Þjóðviljinn - 17.03.1984, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 17.03.1984, Blaðsíða 22
22 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Helgin 17. - 18. mars 1984 um helgina Gunnar Örn með sýningu Laugardaginn, 10. mars, kl. 14:00 opnar Gunnar Örn Gunn- arsson, myndlistarmaður sýningu á vatnslitamyndum og mono- typumyndum í Galleri íslensk list, Vesturgötu 17, Reykjavík. Þetta er fimmtánda einkasýn- ing Gunnars Arnar, en auk þess hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér heima og erlendis. Sýningin verður opin alla virka daga frá kl. 9:00 til 17:00, laugar- daga og sunnudaga kl. 14:00- 18:00. Sýningunni lýkur sunnu- daginn 1. apríl. Tónleikar Háskólakórsins Háskólakórinn heldur tvenna tónleika í Reykjavík um þessa helgi. Kórinn, sem nýlega hélt upp á 10 ára afmæli sitt, hefur á undan- förnum árum beitt sér fyrir því að flytja nýja íslenska tónlist og hef- ur nú m.a. gefið út hljómplötu sem hefur að geyma verk, sem sérstaklega voru skrifuð fyrir hann. Stjórnendur Háskólakórsins frá upphafi hafa verið Rut L. Magnússon, Hjálmar H. Ragn- arsson og núverandi stjórnandi, Árni Harðarson, sem tók við sprotanum í september síð- astliðnum eftir að hafa lokið námi í píanóleik og tónsmíðum í London. Efnisskrá tónleikanna að þessu sinni verður sem fyrr að mestum hluta nýleg íslensk tónlist og verður m.a. frumflutt nýtt ís- lenskt verk, Is there...?, sem Árni Harðarson hefur samið fyrir kórinn. Þá verða einnig flutt verk eftir John Speight, Jónas Tómas- son, Hjálmar H. Ragnarsson, Gunnar Reyni Sveinsson o.fl. Tónleikarnir verða á laugardag og sunnudag, báða dagana kl. 17.00, í Félagstofnun stúdenta- Sérstætt gallerí Gallerí Glugginn, Garðastræti 2 (Vesturgötumegin) sem hóf starfsemi laugardaginn 10. mars, með sýningu á verkum Kristjáns E. Karlssonar, er nýtt gallerí hér í bæ. Gallerí þetta hefur nokkra sér- stöðu þar sem ekki er þar sprang- að um sali, heldur geta lysthaf- endur þess í stað skoðað sýning- una í gegnum gluggarúðu á horni Vesturgötu og Garðastrætis. Fótgangandi fólki er heimilt að standa á gangstéttinni fyrir fram- an húsið, en ökumönnum er bent á að draga úr hraða er þeir aka fram hjá, ef þeir vilja berja sýn- inguna augum. Farþegum SVR á leið 2 er bent á að hafa samband við vagnstjóra og biðja hann að hægja á sér er hann ekur framhjá. Vonir standa til að framtak þetta verði Reykvíkingum til nokkurs yndisauka og ánægju. Andardráttur á Loftleiðum Andardráttur, sýning Alþýðu- leikhússins, verður sýnd að Hótel Loftleiðum í kvöld, laugardag, kl. 20.30. Sýningum fer nú óðum að fækka og fer nú hver að verða síðastur tilað sjá þessa sýningu, sem hlotið hefur góðar undirtekt- ir áhorfenda jafnt sem annarra gagnrýnenda. Andardráttur er samheiti tveggja stuttra leikrita (Kynórar og Tilbrigði við önd) eftir Banda- ríkjamanninn David Mamet, sem hvað mestar vonir eru nú bundn- ar við vestanhafs, sem leikskáld. Með hlutverkin í því fyrra fara Kjartan Bjargmundsson, Ellert A. Ingimundarson, Sólveig Hall- dórsdóttir og Sólveig Pálsdóttir. En í því seinna Helgi Björnsson og Viðar Eggertsson. Leikstjóri er Svanhildur Jóhannesdóttir. myndlist Listasafn ASI Síöasta sýningarhelgi á verkum Jóns Engilberts: Myndir úr lifi mínu. Opiö kl. 14-22 um helgina. Ásmundarsalur Sigurður Eyþórsson opnar í dag, laugar- dag, sýningu á 42 teikningum og mál- verkum, meöal annars nokkrum sem hann hefur málað með gömlum málara- aöferöum. Opin daglega kl. 14 - 22. Við opnunina í dag kl. 16 syngur Esther Helga Guömundsdóttir sópransöng- kona nokkur lög viö undirleik Jórunnar Viöar. Héraðsbókasafn Kópavogs Kynning á verkum Bjargar Atladóttur myndlistarmanns og mynd- menntakennara. Opiö út marsmánuö kl. 13 - 22. Alþýðubankinn Akureyri Listkynning með verkum Sigurðar Krist- jánssonar iönverkamanns. Aö kynning- unni standa Menningarsamtök Norö- lendinga og Alþýöubankinn. Mokka Páll Isaksson heldur sýningu á þrettán plasthúðuðum pastelmyndum á kaffi- húsinu Mokka á Skólavörðustig. Listasafn íslands Nú stendur yfir sýning á 17 grafíkverkum i eigu safnsins eftir norska málarann Edvard Munch. 14 myndanna voru gefn- ar af Christian Gierlöff, nánum vini Edvards, Ragnar Moltzau gaf þrjár myndir. Sýningin er opin á sunnudögum, þriöjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum frá kl. 13.30 - 16.00 Gerðuberg „Allir vilja eignast barn, en enginn ung- ling“ er yfirskrift norrænnar Ijósmynda- sýningar, sem staðið hefur yfir í Gerðu- bergi aö undanförnu. Sýningunni lýkur um helgina. Sólheimar I Sólheimum í Grímsnesi stendur yfir sýning á verkum Guömundar Ófeigs- sonar. Eru þaö hundrað vatnslitamyndir og fjörutíu teikningar. Guömundur sem nú dvelst áelliheimili varfyrrum vistmaö- ur á Kópavogshæli og dvaldist hann í mörg sumur í Sólheimum. Gallerí Glugginn Gallerí Glugginn nefnist nýtt gallerí. Þar er sýning á verkum Kristján E. Karls- sonar. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta Gluggagallerí, þ.e. sýningargestir geta skoöaö sýninguna gegnum glugga á Garöastræti 2. A horni Vesturgötu og Garðastrætis. Listmunahúsið Um helgina lýkur sýningu á Ijósmyndum Guömundar Ingólfssonar og Sigurgeirs Sigurjónssonar. Hún eropinkl. 14-18 í dag og á morgun. Nýlistasafnið I Nýlistasafninu viö Vatnsstig stendur nú yfir sýning á teikningum, keramiki og Ijósmyndum B. Gylfa Snorrasonar, og lýkur henni á sunnudag. Sýningin verður opin um helgina frá kl. 14.00 - 22.00. Tjarnarbær Barnaleikhúsið Tinna sýnir á sunnudag kl. 15 barnaleikritiö Nátttrölliö ettir Ragn- heiði Jónsdóttur. Kramhúsið 3ja árs nemendur í Leiklistarskóla (s- lands sýna Bara Ijón! í Kramhúsinu Bergstaöastræti 9b á laugardag og sunnudag kl. 15. tónlist Kjarvalsstaðir Nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík halda tónleika á þriðjudag kl. 21 með frumsaminni tónlist nemenda og á miö- vikudag kl. 21 með fjölbreyttri dagskrá tónlistar úr ýmsum áttum. Raufarhöfn Söngkonan Sigrún V. Gestsdóttir og Anna Norðmann píanóleikari halda tón- leika í samkomuhúsinu á sunnudag kl. 16. Gítartónleikar Gítarleikarinn Símon H. Ivarsson heldur tónleika á sal grunnskólans í Þorláks- höfn i dag, laugardag, kl. 16 og í Hvera- geröiskirkju á sunnudag kl. 17.15. Akureyri Þriðju tónleikar Tónlistarfélagsins á Ak- ureyri á þessu starfsári verða í Borgarbí- ói kl. 17 í dag, laugardag. Fram koma einsöngvararnir Michael J. Clarke og Þuríður Baldursdóttir viö undirleik Krist- ins Arnar Kristinssonar og Soffíu Guð- mundsdóttur. Hlégarður Skólahljómsveit Mosfellssveitar heldur upp á tvítugsafmæli sitt meö tónleikum í Hlégaröi laugardag og sunnudag kl. 14. Islenska óperan Rakarinn í Sevilla laugardag kl. 16 og sunnudag kl. 20. Félagsstofnun stúdenta Háskólakórinn heldur tónleika á laugar- dag og sunnudag kl. 17 undir stjórn Árna Haröarsonar. M.a. veröur frumflutt nýtt verk eftir stjórnandann. ýmislegt Þingholl Norræna félagiö í Kópavogi efnir til bók- menntavöku á sunnudagskvöld í Þing- hóli, Hamraborg 11. Þar verður kynntur sænski höfundurinn Göran Tunström sem hlaut bókmenntaverölaun Norður- landaráðs í ár. Heimir Pálsson cand. mag. kynnir höfundinn og Arnhildur Jónsdóttir les úr verölaunabók hans: Julaoratoriet í þýöingu Heimis. Þá syng- ur kór Menntaskólans í Kópavogi undir stjórn Martiel Nardeau. Menningarstofnun Bandaríkjanna Leikritahöfundurinn og Ijóðskáldið Mic- hael McClure mun lesa úr eigin verkum og flytja fyrirlestur mánudagskvöldiö kl. 20.30. Norræna húslð Finnski listamaðurinn Máns Hedeström sýnir um þessar mundir í Norræna hús- inu leikhúsveggtjöld sem hann hefur gert fyrir KOM-leikhúsið i Helsinki og önnur leikhús. Á sýninguni er hluti leik- mynda hans viö ballettinn Sölku Völku hjá Raatikkodans-leikhúsinu. Sýningin stendur til 25. mars og er hún opin dag- lega frá kl. 14.00 - 19.00. Gallerí íslensk list I sýningarsalnum Gallerí íslensk list stendur nú yfir sýning á vatnslita- og monotypumyndum Gunnars Arnar Gunnarssonar. Sýningin er 15. einka- sýning Gunnars Arnar og er hún opin um helgarfrá kl. 14.00 - 17.00 og alla virka dagafrá kl. 9.00 - 17.00. Gallerí Langbrók I gallerí Langbrók stendur nú yfir kynning á verkum Sigrid Valtingojer. Hér er um aö ræða teikningar og grafíkmyndir og eru flestar þeirra til sölu. Galleriiö er opiö á virkum dögum frá kl. 12.00 til 18.00 en um helgar frá kl. 14.00 til 18.00. leiklist Norðurljós Kvikmyndaklúbburinn Noröurljós stend- ur fyrir sýningu á kanadisku heimilda- myndinni Not a Love Story - kvikmynd um klám eftir Bonnie Sherr Klein, á sunnudag kl. 17 i Norræna húsinu. Myndin er stranglega bönnuð börnum. Norræna húsið I dag, laugardag, kl. 15 verður kynning á norskum bókum, útgefnum áriö 1983. Tor Ulset sendikennari annast bóka- kynninguna. Gestur á þessari kynningu veröur norski rithöfundurinn Dag Sol- stad og ræöir hann um verk sín og les upp. (Sjá viðtal viö hann annars staðar í blaöinu). MINMM. UlSJórHJK ÍSLEN/K l(AK Al.l-S »>U Leikfélag Reykjavikur Hart i bak í kvöld og Gísl annað kvöld. Miðnætursýning á Forsetaheimsókninni í Austurbæjarbíói kl. 23.30 laugardags- kvöld. Alþýðuleikhúsið Andardráttur laugardagskvöld kl. 20.30 á Hótel Loftleiðum. Tilbrigöi viö önd á Sólrisuhátíð Menntaskólans á Isafiröi á sunnudag. Þjóðleikhúsið Skvaldur á laugardag og Lokaæfing á Litla sviðinu á sunnudag kl. 16. Amma þó! á laugardag og sunnudag kl. 15. Borgarnes Leikdeild Ungmennafélagsins Skalla- gríms sýnir Dúfnaveisluna eftir Halldór Laxness í samkomuhúsinu sunnudags- kvöld kl. 20.30. SIGFÚS SIGURHJARTARSON Minningarkortin eru til sölu á eftirtöldum stöðum: Bókabúð Máls og menningar Skrifstofu Alþýdubandalagsins Skrifstofu Pjódviljans Munid söfnunarátak í Sigfúsarsjóð vegna flokksmiðstöðvur Alþýðubandalagsins t !HVKÍ<'í*iU,.Li-Ú'U' iiij

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.