Þjóðviljinn - 17.03.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.03.1984, Blaðsíða 7
Helgin 17. - 18. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 I I Fréttímar sem fólk talarum DJQÐVHHNN Uppákomur á vegum BÍSN: Saumastofan í Mosfellssveit Leikfélag Mosfellssveitar frumsýnir „Saumastofuna" eftir Kjartan Ragnars- son í Hlégarði föstudagskvöld 16. mars kl. 21.00. Leikstjóri er Þórunn Sigurð- ardóttir. 2. sýning á „Saumastofunni" verður sunnudaginn 18. mars kl. 21.00 og 3. sýning fimmtudaginn 22. mars kl. 21.00. Miðapantanir í símum 66822,66860 og 66195. Greió er gámaleiö Gámar, stórir gámar, litlir gámar, opnir gámar, lokaðir gámar, þurrgámar, frystigámar, gqfl- gámar, tankgámar... Nefndu bara hvers konar gám þú þaift undir vöruna. Við höfum hann. Og auðvitað höfum við öllfullkomnustu tæki til þess aðflytja gámana að ogfrá skipi — og heim að dyrum hjá þér, ef þú vilt. Við tryggjum þér öruggaflutninga, því að þá vit- um við, að þú skiptir aftur við okkur. Skipadeild Sambandsins annastflutningafyrir þig. SKIPADEILD SAMBANDSINS SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200 Tilbrigði við önd á ísafirði Sólrisuhátíð Menntaskólans á ísafirði lýkur á sunnudag með sýn- ingu Alþýðuleikhússins á Tilbrigði við önd, sem er annað leikrita eftir Bandaríkjamanninn David Ma- met, sem Alþýðuleikhúsið sýnir um þessar mundir að Hótel Loft- leiðum, undir samheitinu Andar- Dráttur. Þar segir frá tveimur mönnum, sem hafast við í skemmtigarði og ræða af mikilli speki um lífið og tilveruna og eink- um sækir náttúran í kringum þá ínn í umræðuefnin. Umræðuefnið er grafalvarlegt, en í orðræðu mann- anna tekur það á sig ýmsar myndir: sem oft eru mjög kómískar. Með; hlutverkin fara Helgi Björnsson og, Viðar Eggertsson og hafa þeir! hlotið góða dóma fyrir leik sinn. Tilbrigði við önd verður síðan sýnt á mánudagskvöld á Akureyri.! Þá hefjast Listadagar Mennta- skólans á Akureyri. Sýningin á Ak- ureyri verður í Möðruvallakjall- ara, en á ísafirði í Alþýðuhúsinu og hefjast þær kl. 20.30. Sýningarnar eru ætlaðar almenningi jafnt sem menntaskólanemum. Leiklist og tónleikar Tveir listaskólar innan vébanda Bandalags íslenskra sérskólanema (BÍSN) standa um þessar mundir fyrir uppákomum í bæjarlífi Reykjavíkur. Nemendur 3. árs í Leiklistar- skóla íslands sýna verkið Bara ljón! í Kramhúsinu við Bergstað- astræti 9b. Sýnt verður þessa helgi og næsta laugardag og sunnudag kl. 3. Ennfremur á mánudag og fimmtudag kl. 5 í næstu viku. Mið- ar fást á skrifstofu skólans í Lækj- argötu 14a. Verð 30 kr. Nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík halda tvenna tónleika á vegum síns skóla að Kjarvalsstöð- um í næstu viku. Þriðjudaginn 20. mars kl. 21 verða flutt frumsamin verk nemenda, en daginn eftir, miðvikudaginn 21. mars kl. 21 flytja nemendur fjölbreytta dag- skrá tgnlistar úr ýmsum áttum. Að- gangur ókeypis. Bandalag ísl. sérskólanema væntir jákvæðra undirtekta sem flestra við þessari viðleitni skól- anna með að koma, sjá og heyra hvað nemendur eru að fást við.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.