Þjóðviljinn - 24.03.1984, Síða 13

Þjóðviljinn - 24.03.1984, Síða 13
t-'iVi .•>» .• »uj»/'VyH iiVVOVi - AST; r Helgin 24.-25. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 þau ólík fyrri verkum mínum. Þetta eru verk sem ekki mundu þola að vera smækkuð.“ Hvað viltu segja um þín verk, Þór? Þetta eru höggmyndir, teikningar og málverk af dýrum komnum beint úr frumskóginum. Er þetta gamla góða þrjú-bíó stemmningin? „Tsja, þetta er í ætt við það sem ég hef áður gert. Ég er að reyna að finna form og tjáningarmáta sem gæti hentað mér og verið einfalt um leið. Ætli stemmningin sé ekki komin úr því umhverfi sem maður lifir og hrærist í. Annars er meiri ævintýrablær yfir þessum verkum vegna þess að þau eru svo mörg og ólík að lit og lögun. Ég sýndi svona verk í Sviss fyrir nokkru. Þá voru dýrin færri og samstæðari og eng- inn ævintýrablær yfir þeim.“ Þið Þór eruð gjörólíkir, segi ég og sný mér að ívari. Eru þessi steinsteypuverk dæmigerð fyrir Þig? Samsýning fjögurra listamanna að Kjarvals- stöðum Rúna Þorkelsdóttir og þrykkmyndir hennar, unnar með hjálp náttúrunn- ar: „Náttúrustemmningar og hug- renningar tengdar þeim.“ ívar Valgarðsson með höggmyndir sínar í baksýn: „Efniviðurinn og glíman við formið er aðalinntakið í þessum verkum." „Já, ég hef unnið ansi lengi að skyldum hlutum þó svo að steinsteypan sé ekkert dæmigerð- ari fyrir mig en járn eða eitthvað annað. En ég er mjög bundinn náttúrunni, eða hef verið það að minnsta kosti og þessi form byggja mjög á henni. Annars er þetta mest spurning um glímuna við efnið. Mér finnst gaman að fást við hin margvíslegustu efni. Svo er það formið. Ég hef tilhneygingu til að skera burt allt sem flækir verk mín og gerir þau óskýr.“ Rúna Þorkelsdóttir er nokkuð sér á báti þar eð engar höggmyndir er að finna meðal verka hennar. Hún er vefari að mennt og þess gætir að vissu leyti í verkum henn- ar, þó svo að hún vinni ekki sem hefðbundinn vefari. Ég spyr hana um eitt af verkum hennar sem er langt pappírsverk undir gleri, ákaflega ljóðrænt og fínlegt. „Ég hef gaman af að vinna með orð, nokkurs konar prósa. f þessu verki er það eiginlega nætur- stemmning við ströndina og alls konar hugrenningar bundnar stund og stað. Eg sæki prósann mikið til náttúrunnar og einnig í goðsögur, ævintýri og þjóðsögur. Þetta blandast saman í verkum mínum og verður að heildarhrifum." Nú ertu vefari, en þess gætir ekki efnislega heldur er eins og maður finni það að baki verkunum. Er vefnaðurinn þér ekkert kærkomn- ari en annað? „Nei, ég vinn í hvaða efni sem er. Enda hef égaldrei lært textíl. En ég hef gaman af dútli í smágerðum hlutum og þar kemur vefarinn helst í ljós.“ Við höldum áfram að ræða ýmis málefni sem koma myndlistinni við, en viðtalinu er lokið. Orð eru til margra hluta nýt en duga þó skammt þegar jafn ágæt verk eru annars vegar og þau sem þessi fjór- ir listamenn sýna í sölum Kjarvals- staða. Að öllum líkindum tölvan sjálf. Fyrir það fyrsta þá kostar hún minna en þú gætir haldið. IBM PC einkatölva með 128000 stafa vinnsluminni, 83ja tákna lyklaborði,360000 stafa diskettu, prentara sem skrifar 80 stafi á sekúndu, litaskermi, auk nokk- urra grunnforrita, kostar minna en nýr smábill. Og hún skapar þér aukinn tima. Með því m.a. að losa þig undan svo mörgum timafrekum verkum eins og að endurreikna, endurmeta, endurvélrita, endur- útgefa, endurvinna og endur- taka. Hún getur sparað þér margar klukkustundir á viku. H vers virði er hver klukkustund i þinu starfi? Hafir þú ekki gert þér grein fyrir þvi, láttu þá IBM PC einkatölvuna leiða þig i allan sannleikann. Og annað, hún ætti að geta hjálpað þér að gera nokkrar skarplegar ákvarðanir i hverjum mánuði - t.d. varðandi lausn á verkefnum, i íjárfestingum, verð- lagningu, skráningu á upplýs- ingum, i útgjöldum og bættri samkeppnisstöðu. Allt þess eðlis að leiða til meiri hagnaðar og meiri sparnaðar. Að lokum, IBM PC einka- tölvan er fjárfesting i réttari ákvarðanatökum, betri stjórnun og framleiðni og þægilegra vinnuumhverfi - hún er fljót að borga sig! Farðu og hittu einhvem söluaðil- ann fyrir IBM PC einkatölvuna. S CD 3 < s 5 a s Söluumboð fyrir IBM PC einkatölvuna: Gísli J. Johnsen Skrifstofubúnaður sf., Smiðjuvegi 8, Kópavogi, sími 73111 Skrifstofuvélar hf. Ottó A. Michelsen, Hverfisgötu 33, Reykjavík, sími 20560 Örtölvutækni sf., Ármúla38, Reykjavík, sími 687220

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.