Þjóðviljinn - 24.03.1984, Page 16

Þjóðviljinn - 24.03.1984, Page 16
VI VtV' tTiSTT r a _ , 16 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Helgin 24.-25. mars 1984 Aðalfundur Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, verð- ur haldinn mánudaginn 26. mars n.k., að Hótel Sögu, Átthagasal, kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillaga að reglugerðarbreytingum fyrir fræðslu- og menningarsjóð V.R. Stjórn félagsins hvetur félagsmenn til að fjölmenna á fundinn. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Tilkynning Þeir sem telja sig eiga bíla á geymslusvæði „Vöku“ á Ártúnshöfða þurfa að gera grein fyrir eignarheimild sinni og vitja þeirra fyrir 10. apríl n.k. Hlutaðeigendur hafi samband við afgreiðslumann „Vöku“ að Stórhöfða 3 og greiði áfallinn kostnað. Að áðurnefndum fresti liðnum verður svæðið hreinsað og bílgarmar fluttir á sorphauga á kostnað og ábyrgð eigenda, án frekari viðvörunar. Reykjavík, 21. mars 1984 Gatnamálastjórinn í Reykjavík Hreinsunardeild. Styrkir tif háskólanáms í Frakklandi JíivvS Frönsk stjórnvöld bjóöa fram sjö styrki handa Islendingum til háskólanáms I Frakklandi á skólaárinu 1984-85. Þrír styrkjanna eru til náms í frönskum bókmenntum, tveir í málvísindum, einn í leikhúsfræöum og einn í högg- myndalist (Arts plastiques). Umsóknarfrestur um myndlistarstyrkinn er til 4. apríl, en hina sex til 18. apríl n.k. Umsóknum, ásamt staðfestum afritum af prófskírteinum og meðmælum, skal skila til menntamálaráöuneytisins, Flverfisgötu 6, 101 Reykjavík. Umsókn um styrk til náms í höggmyndalist skulu fylgja myndir af verkum umsækjanda. - Umsóknareyðublðö fást í ráðuneytinu. Uenntamálaráðuneytið 21. mars 1984 Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móöur okkar Steinþóru Einarsdóttur frá Siglufirði. Fyrir hönd ættingja, börnin. Eiginkona min Aðalheiður Jóhannesdóttir Stigahlíð 12 andaðist á Reykjalundi 23. mars. Fyrir hönd vandamanna, Arnór Sigurðsson Þökkum öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Kristins Marteinssonar fyrrverandi skipstjóra Dagsbrún Neskaupstað Rósa Eiríksdóttir Elísabet Kristinsdóttir Þórdís Kristinsdóttir Geir H. Þorsteinsson Kristján Karlsson Rósa Geirsdóttir Kristinn Pétursson Þorsteinn Geirsson Gunnar Ellert Geirsson Auður Edda Geirsdóttir Katia Kristjánsdóttir Rósa Benónísdóttir Sr. Sigfús J. Árnason á Hofi í Vopnafirði: Sankta María Boðunardagur Maríu. Sjá Lúk. 1.26-38. „Heill vertu, hafsins stjarna". Þannig upphefst gamall lofsöngur um Guðsmóöur, sem samkvæmt Orðinu er blessuð og prísuð sæl af öllum kynslóðum. Og heil verið þér, sem njótið náðar Guðs og þetta lesið, því að kveðja himinsins er einnig ætluð oss. Kveðjan krefur um svar. Svar Guðsmóður var: „Sjá, éger ambátt Drottins; verði mér eftir orðum þínurn". María meðtók nefnilega gjöf lífsins með lotningu, með hlýðni. Því er hún sæl, sælust kvenna. Og Guð kallar á þig, hver sem þú ert. Vér, hinirskírðu menn, höfum meðtekið tákn hins heilaga kross bæði á enni og brjóst. Því njótum vér náðar. Vér eigum hlut í þeirri náð, sem Jesús, sonur Maríu og sonur Guðs hefur skenkt oss. En hvernig svörum vér því? Eins og María: „Verði mér eftir orðum þínum“? Betur að svo væri, því að svarið er forsenda þeirrar ham- ingju, sem flestir leita, en færri höndla. María er fyrirmýnd kirkjunnar. Með hlýðni sinni og þjónustu er kirkjunni ætlað að vera farvegur Guðs náðar inní líf mannanna. Það er erindið, sem Lausnarinn fól henni að flytja. María er líka fyrirmynd þín sem einstaklings. Trú þín og hlýðni er farvegur sömu náðar inn í líf þeirra, sem á vegi þínum verða. Það er reyndar erfitt af ástæðum, sem þýski guðfræðingurinn Bon- hoffer orðað svo: „Sá einn sem trú- ir er hlýðinn.en aðeins hinn hlýðni trúir“. Trúarhlýðni vorfelst íþví að lúta viljaGuðs. Hann ætlasttil þess að vér gjörum ákveðna hluti en látum annað ógjört. En þá kemur skynsemin með vankantana og varnagla og afsakanirnar í efans nafni. En er ekki efinn, þetta tím- ans tákn í andlegu lífi, öðrum þræði óhlýðni, af því að trú og að vera trúr er hvað öðru skylt? Með Mar- íu skyldum vér gefa Guði svar trúar og hlýðni á för vorri um úfið lífshaf- ið. Lífsafstaða vor verður gleggst greind á persónulegum máta vor- um. Hann er það sem úr sker um það hver vér erum. Kynslóðir trú- aðar hafa Maríu sæla sagt kannske einmitt vegna þessa. Svo mikið er víst, að ekki er það fyrir mekt hennar á vísu veraldar. Hún var snauð útkjálkakona. Jarðneskt foreldri Lausnarans var með því ó- merkilegasta sem til var. Meðal Gyðinga var meydómur hið snautalegasta hlutskipti fulltíða kvenna. Dóttir Jefta (Dómarabók 11.37) harmaði ekki svo mjög óumflýjanlegan dauða sinn, heldur hitt, að hún var jómfrú. Að a messudegi Lausnarinn skyldi fæðast af slíkri móður sem María var staðfestir það, að Guð velur sér verkfæri meðal fátækra manna og smárra og auðmjúkra - meðal hinna fyrir- litnu. Óbyrjan var undir sama dómi. Þó valdi Guð Söru sem ætt- móður sinnar útvöldu þjóðar, Önnu móður leiðtogans Samúels og Elísabet móður Skírarans. Þegar Lausnarinn leit fyrst dags- ins ljós hafði valdræningi sest á há- sæti Davíðs, frelsi þjóðarinnar og sæmd hennar glötuð. Þá útvaldi Guð það, sem heimurinn telur ým- ist veikleika eða heimsku „til að gjöra hinum vitru kinnroða. Og hið ógöfuga í heiminum og hið fyrir- litna hefur hann útvalið..." Vér getum verið alveg viss um það, að Guð lítur á vorn lítilmót- leik, er vér tökum undir með Lausnaranum, því að frá honum er allt það sem gott er, fagurt og fullkomið í lífi mannsins og heimsins. Sé vegsögn hans aftur á móti hafnað umturnast og af- skræmist hvort tveggja, manneskj- an og heimurinn. Hinn einstaki maður kann að finna sig lítinn er hann horfir til hins stóra heims og þeirra feikn- stafa, sem ferill mannsins í heimin- um er settur, þar sem sterkur níðist á veikum og ríkur á snauðum. Minnumst þess þá, að vegur þess góða og göfuga Guðs sem auglýst- ur var í Jesú, syni Maríu, liggur frá hinu lága til hins háa, frá hinu veika til hins styrka. Sá Guð, sem vér eigum í Jesú Kristi fæddist í út- skúfun og meðal forsrrfáðra. Hann kallar venjulegt hvunndagsfólk til fylgdar við sig til baráttu fyrir ríki sitt. Vér skulum hlýða því með Mar- íu, svo að ríkið hans komi, svo að viljum hans verði. Góðar stundir. ©St. Jósepsspítalinn Landakoti. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR, lausarstööur nú þegar, eða eftir samkomulagi á: - Göngudeild - „ambulatori", magaspeglunar- deild. - Augnskoðun - lazer aðgerðir o.fl. Um dagvaktir er að ræða á báðum deildum. Hlutavinna gæti komið til greina. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra sem veitir nánari upplýsing- ar í síma 19600 kl. 11 - 12 og 13 -14 alla virka daga. Reykjavík 21.03. 84. Skrifstofa hjúkrunarforstjóra. Olympia Rafeindaritvélar í takt við tímann Hraði, nákvœmni og nýjasta tœkni við skrifstofustörfin. Vél fyrir þá sem gera kröfur um afköst, hagkvœmni og hljóðlátan vinnustað. Prenthjálið skilar áferðarfallegri og hreinni skrift. Leiðréttingarminnið hefur 46 stafi. Pappírsfœrslu og dálkasetningu er stjórnað án pess að fœra hendur af lyklaborði. Endurstaðsetning, leturpétting og ýmsar leturgerðir. Report 18.500,- Compact 20.900.- KJARAINI ÁRMÚLI 22 - REYKJAVlK - SlMI 83022

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.