Þjóðviljinn - 24.03.1984, Page 18

Þjóðviljinn - 24.03.1984, Page 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 24.-25. mars 1984 BIFREIBAEFTIRLIT Á SELFOSSI Tilboö óskast í innanhússfrágang á hluta stálgrindahúss aö Gagn- heiði 20 á Selfossi fyrir bifreiðaeftirlitið. Húshlutinn er um 110 m2 að flatarmáli. Verktaki skal m.a. setja nýjar dyr og glugga í húsið, setja miliiloft og innveggi, mála, ganga frá gólfum og smíða innréttingu. Auk þess skal hann leggja vatns-, skolp-, hita- og raflagnir í húshlutann. Verkinu skal að fullu lokið 30. júní 1984. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík gegn 1500 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 6. apríl 1984 kl. 11.30. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7, sími 26844. Hefur þú áhuga á samskiptum við ungling? Ert þú tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni? Félagsmálastofnun Kópavogs vill gjarnan komast í tengsl viö fjölskyldu sem væri fús til að taka 15 ára ungling í fóstur, sem vegna erfiðra heimilisástæðna getur ekki búið heima hjá sér. Nánari upplýsingar veitir Einar Gylfi Jónsson, sál- fræðingur í síma 41570. Félagsmálastofnun Kópavogs Auglýsing Húsafriðunarnefnd auglýsir hér með eftir umsóknum til húsafriðunarsjóðs, sem stofnaður var með lögum nr. 42/ 1975, til að styrkja viöhald og endurbætur húsa, húshluta og annarra mannvirkja, sem hafa menningarsögulegt eða list- rænt gildi. Umsóknir skulu sendar fyrir 1. september n.k. til Húsafriðui > arnefndar, Þjóðminjasafni íslands, Box 1439, Reykjavík, á eyðublöðum, sem þar fást. Husafriðunarnefnd. Til askrifenda Politiken Verdenshistorie Við vekjum hér með athugli á að sjöunda bindi Poli- tiken Verdenshistorie er komið út og kostar kr. 887.50. Vinsamlega sækið bókina í verslun okkar eða hafið samband í síma 29311 eða 15597. Bókabúð Braga Auglýsing Ráðuneytið minnir skipstjóra og útgerðarmenn fiski- skipa á að stöðva ber veiðar þegar því aflamarki er náð, sem tilgreint er í veiðileyfi þeirra. Brot á þessum ákvæðum varðar upptöku afla svo og öðrum viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga og regl- ugerða. Sjávarúvegsráðuneytið Vélritun Tek að mér vélritunarverkefni ýmisskonar. Hef 10 ára starfsreynslu við alhliða vélritunar- og skrifstofustörf. Mjög góð ensku- og dönskukunnátta. Upplýsingar í síma 74761. Minning Ingólfur Steinar Kristinsson F. 28.1. 1963 - D. 31.10. 1983 í dag, laugardag er Ingólfur Steinar Kristinsson jarðsunginn frá Staðarhólskirkju í Saurbæ, en hann fórst með Ms. Haferninum frá Stykkishólmi við Bjarneyjar á Breiðafirði hinn 31. október s.l., en með honum fórust tengdamóðir hans tilvonandi Kristrún Óskars- dóttir og Pétur Jack. Það var þungur óveðursbakki yfir Breiðafirði þennan örlagaríka dag. Dimm og drungaleg ský slógu óhugnanlegum svip yfir land og haf. „Þrútið var loft og þungur sjór“. Þannig getur hinn fagri Breiðafjörður orðið í illviðraham, og þetta var örlagadagur. Allt um- hverfið og veðurgnýrinn lagði áherzlu á þá staðreynd, að við, mannanna börn, erum svo ósköp lítil í samspili okkar við náttúruöfl- in, við erum svo veik og vanmáttug þegar alvara lífsins blasir við. Og hér varð engum vörnum við kom- ið. Ingólfur var sonur Kristins Steinars Ingólfssonar, veghefils- stjóra, að Jaðri í Saurbæ og konu hans Jakobínu Jóhannesdóttur. Hann ólst upp í Saurbænum, í fag- urri sveit með foreldrum sínum og systkinum, Gunnari og Hönnu Lóu, og var hann yngstur, Ijúfur drengur, glaðlyndur og hlýr, og við, sem fylgdumst með honum, vissum, að hann átti góða æsku, en þó mátti hann vita hvað alvara lífs- ins gat verið erfið, því hann fæddist með hjartagalla og varð því að bregðast við ýmsu á annan veg en alheilbrigður væri, m.a. varð hann að fara erlendis til lækninga á unga aldri. En aldrei var hægt að sjá að slíkt hefði íþyngjandi áhrif á hug hans. Tiltölulega ungur fór hann að heiman og vann hjá Vegagerð ríkisins við þungavinnuvélar víða um land og við brúa- og ræsagerð og reyndist þar hinn traustasti verkmaður af svo ungum manni að vera, úrræðagóður, áreiðanlegur, útsjónarsamur og verklaginn. Hann var nýlega setztur að í Stykkishólmi, en þar var heimili unnustu hans, Ingveldar Eyþórs- dóttur, og þar höfðu þau gert ráð- stafanir til að stofna eigið heimili. Framtíðin virtist blasa við, björt og fögur. Kraftur æskunnar ólgaði í blóðinu og lífið krafðist útrásar í starfi og athöfnum. En skjótt bregður sól sumri. í einu vetfangi missa foreldrarnir son sinn og systkinin bróður, og unnustan unga ástvin sinn og hún missti meira, hún missti líka móður sína og faðir hennar bæði eiginkonu og tengdason. Lífið er stundum harð- ur skóli, og oftar en ekki finnst okkur, sem eftir stöndum, að erfitt sé að sætta sig við slík örlög. En maðurinn ályktar, en Guð ræður. Hið jarðneska Iíf átti ekki að verða lengra, straumur tímans hafði hrifið þau brott og eftir sitja ástvin- ir harmi þrungnir. Hafið tekur oft miklar fórnir og líf sjómannsins er hættulegt og erfitt, það vitum við, en hitt vitum við einnig, að á bak við líf og hel er styrk hönd, sem styður og verndar, huggar og græðir, og sú hönd er nálæg á sorg- arstund, það finnum við svo oft þegar þannig er ástatt. Og nú eru minningarnar einar eftir, góðar minningar um hugljúfan efnismann, sem alls stað- ar kom sér vel og reyndist hinn bezti drengur í hvívetna. Og okkur verður hugsað til orða skáldsins sem kvað: Við rökkur þinna söngva leið sumarið hjá. Svo hvarfstu mér, vinur, og haustið lagðist á. En hvenœr sem hafrœna heim í dalinn fer frá kynjalöndum fjarlœgum hún kveðju til mín ber. En ég hef beðið lindina sem líður mér við kinn að flýta sér til hafsins og finna ástvin minn. Og ómarnir svífa af sœnum til lands. Með bergmálum fjallanna flýg ég til hans. T.G. Lífið er ein óslitin ganga, frá vöggu til grafar, mislöng að vísu og ólík á marga grein, margslungin og margvísleg. En allt um það, við tökum þátt í þessari för og ekkert okkar getur vikist undan þátttöku í' þeirri göngu. Fram hjá, fram hjá fara hópar ferðamanna nótt og dag. Líkt og blœr, sem blöðum sópar berst mér þeirra göngulag. Pó menn óttist þeirra veg þykir förin skuggaleg verða þeir að fylla flokkinn fyrr en varir - þú og ég. D.S. En hvað mætir okkur á leiðinni? Hvert getum við leitað í sorg og söknuði? „Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss?“ Þar höfum við svarið. Handleiðsla Guðs er með í för. A því er enginn vafi. Og þegar dauðinn aðskilur ástvini við hlið lífsins, þá sjáum við sem í skuggsjá birtu eilífðarinnar blasa við. Hið fyrra er farið. Allt er orðið nýtt. Þetta hefur verið trú kynslóðanna, og hún hefur ekki brugðist - og mun ekki gera það. Því vonin lifir, þótt hver bátur brotni vort bezta, sálin, tekur land hjá Drottni. M.J. Minningarnar, sem við eigum um Ingólf og líf hans hér, geymum við og varðveitum, því þær eru all- ar góðar og munu því lifa áfram í hugum þeirra, er hann þekktu og vissu, hversu góður drengur hann var. Ég og mín fjölskylda þökkum liðnar stundir, því í mörg ár bjó fjölskylda hans hér á Hvoli, og þau systkinin voru leikfélagar barn- anna okkar og fyrir það allt er nú þakkað að leiðarlokum. Megi góð- ur Guð leiða hann og vernda á ei- lífiðarbraut. Við sendum unnustu hans, foreldrum, systkinum og öðrum ástvinum hans okkar inni- legustu samúðarkveðjur svo og þeim öðrum, er misstu ástvini sína með honum, og biðjum Guð að blessa þau og leiða um ókomin ár - og jafnframt biðjum við þess, að þau megi eiga þá trú í hjarta sem gerir þeim kleift að sjá birtu og feg- urð eilífðarinnar rísa við dauðans dyr, - og minnist orða Frelsarans er hann sagði: „Ég lifi og þér munuð lifa“. Ingiberg J. Hannesson Kallið er komið komin er nú stundin, vina skilnaður viðkvœm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sér loffyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgj’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Nú á þessari skilnaðarstund viljum við þakka allar góðu samverustundirnar sem við áttum með honum. Minning Ingólfs lifir björt í hjörtum vina hans um ókomin ár. Við biðjum Guð að styrkja vinkonu okkar Ingu, foreldra hins látna og aðra aðstand- endur í sorg þeirra. Drottinn blessi minningu Ingólfs Kristins- sonar. Teitur og María. Sóknarfélagar - Sóknarfélagar Almennur félagsfundur í Borgartúni 6 mánu- daginn 26. mars kl. 20.30. Fundarefni: Samninganefnd kynnir nýja kröfugerð. Önnur mál. Sýnið skírteini. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.