Þjóðviljinn - 31.03.1984, Side 4

Þjóðviljinn - 31.03.1984, Side 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 31. márs - 1. apríl 1984 Hjartað lœrir að syrgja á sama hátt og það lœrir að elska. Eugénie de Guérin „Sœl vermir sólin oss alla“ Meðal þekktustu skálda á 17. öld voru svokölluð austfirsku skáldin. Eitt þeirra var sr. Bjarni Gissurarson íÞing- múla (1621-1712) en hann var dóttur- sonur sr. Einars í Eydölum. Árið 1960 kom út hjá Menningarsjóði kver með ljóðum sr. Bjarna og nefnist það Sólar- sýn og er það ekki út í hött því að allt að því tilbeiðsla á sólinni kemur fram hjá skáldinu. Við skulum nú líta á nokkur sýnishorn úr bókinni Sólarsýn. Sœl vermir sólin oss alla. / hæöunum byggir herrann sá, sem henni skipaði loftið á. Hans vil eg að fótunum falla. Hvað gott það, sem hnígur til mín, heilagur guð, er eignin þín. í Ijósið þitt, sem Ijómar og skín, leið þú mig, þegar ævin dvín. Konumissir Ellimanni er ekki tamt að yrkja á millum lúna; bændum þykir byljasamt blása í Skriðdal núna. Heldur kalt er í húsum mín, hitalítið í rúmi, dagurinn stuttur, daprar sýn, dregur því skjótt að húmi. Kúri eg einn, þá angrið slær, öðru firrtur mengi, eins og haukur kaldar klœr knýr og berst við lengi. (Úr Arndísarkvæði 1698) Ferhent Ferskeytt lag er hægt um hönd að hafa í versa smíði; þessi minnst er mœrðin vönd, má þó fara með prýði. Fordild þykir mörgum mest málin Ijós að hylja; Eddukenning er svo best, að allir megi það skilja. Fræðum visku fornum í fátt eg skil og þekki; lastar hann krummi löginn af því, að lærði hann sundið ekki. Góa 1706 Nú er úr garði gengin Góa drottningin, fagurt á frúr og mengi fellt hefur sólarskin; haganna blíða beit bætti í hvörri sveit upp og niður allt um kring útijörðin feit leikur um holt og haga, hefur nú fullan maga. „Svo eru þessi snöggu veðra- brigði“ Viðtal við rússneska myndlistarmanninn Orest Vereiskí en Vereiskí með eina af myndum sínum úr Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness í höndum: ísland er opinberun fyrir listamann. Ljósm.: Atli. skreytti Brekkukotsannál og gerði þá t.d. mynd af Birni gamla í Brekkukoti eins og ég hafði ímyndað mér hann við lestur bókar- innar. Mér fannst hann standa mér ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum en hann varð eins og norskur skipstjóri -með kragaskegg og hatt með breiðum börðum. Þessi mynd er nú í fórum Halldórs í Gljúfrasteini. Ég hafði hins vegar haldbetri gögn þegar ég gerði myndir í íslandsklukkuna, bæði úr alfræðibókum og gömlum ferðabókum frá íslandi. Og áður en ég myndskreytti bækur Stefáns Jónssonar ferðaðist ég um fsiand til að afla mér gagna. Ég fór t.d. í Árbæjar- safnið og teiknaði allt að utan og innan. Þá kom í ljós að íslenski rokkurinn er alveg eins og sá rússneski og ég kannaðist líka við margt annað að heiman, svo sem tóbaks- járnið, söðla og hnakka. Hefurðu komist í tæri við íslenska mynd- hann hefurmynd- skreytt bækur eftir Halldór Laxness og Stefán Jónsson Orest Voreiski heitir rússneskur mynd- listarmaöur sem fyrir aldarfjóröungi eða svo tók ástfóstri viö ísland og ís- lenskar bókmenntir og hefur mynd- skreytt margar íslenskar bækur sem komið hafa út í Sovétríkjunum. Hann kom fyrst til landsins áriö 1958 og gaf út aö lokinni þeirri ferð dagbók sína í máli og myndum frá íslandi. Hann var nýlega í heimsókn hér á landi í fjórða skipti í tilefni af 25 ára afmæli félagsins Sovétríkin-Ísland, en hann er einn af varaforsetum þess. Viö náöum tali af honum viö þaö tækifæri. Hvað veldur þessum sérstaka áhuga þín- um á íslandi? - ísland er sennilega óvenjulegt land fyrir aðra Evröpubúa og sérstaklega Rússa. Það er sama hvar maður er t.d. staddur í Reykjavík. Alls staðar sést hafið og náttúr- an er svo nærri. Svo eru kannski hús og skip á bak við þau. Þetta er svo óvænt. Það er ekki bara hægt að sjá báta á hafinu heldur líka við húsin og form þeirra hrífa mig. Ég er stöðugt að sjá ný og falleg form. Ég er líka mjög hrifinn af fjallalandslagi og loftið er svo tært að fjöllin virðast nærri þó að þau séu langt í burt. Þetta er opinberun fyrir listamann. Svo eru þessar snöggu veðra- breytingar. Það er hríð, svo er allt í einu komin sól, snjórinn bráðnar og pollar myndast á götunum. Fólkið í þessu lands- lagi er hins vegar svo stórt að það getur ekki týnst. íslendingar hafa sigrast á erfiðri nátt- úru og eru þess vegna í senn djarfir og ein- Teikning eftlr Vereiskí úr Sögunni um Hjalta litla eftlr Stefán Jónsson. lægir. Þeir eru fullir af orku og einnig blíðu vegna þess í hve náinni snertingu þeir eru við náttúruna. Lestur minn á íslenskum bókmenntum hefur líka styrkt þetta álit mitt. Hvernig komstu í samband við ísland? - Sovéski rithöfundurinn Fish ferðaðist á sínum tíma til íslands og kom heillaður til baka. Hann skrifaði bók um landið og þau skrif vöktu fyrst áhuga minn. En hvernig hefur þér gengið að mynd- skreyta íslenskar bækur sem lýsa horfnu þjóðfélagi eins og Hjaltabókunum og bókum Halldórs Laxness? - Ég hef orðið að leita mér fanga í ferða- bókum og gömlum útgáfum. Ég hafði aldrei komið til landsins þegar ég mynd- list? - Já, og mér finnst það makalaust hve listin á mikil ítök í íslendingum. Bæði á heimilum og fyrírtækjum eru alls staðar myndir eftir góða listamenn. Ég held að málaralistin gegni álíka miklu hlutverki í lífi íslendinga og bókmenntirnar. Fólk vill sjá, skrifa og lýsa einhverju. Málaralist á fslandi er í stíl við íslensku náttúruna. Þess skal að lokum getið að Orest Ver- eiski er með þekktari myndlistarmönnum í Sovétríkjunum og hefur t.d. myndskreytt stórar útgáfur af verkum Sjólókofs (Lygn streymir Don) og Tolstoys (Anna Karen- ína). í ferð sinni til íslands nú í mars afhenti hann Listasafni íslands 9 frumteikningar eftir sig úr bókum Halldórs Laxness og' Myndlista- og handíðaskólanum afhenti hann skissur af myndum sínum úr bókum Stefáns Jónssonar. -GFr Póstkortið að þessu sinni var gef ift út af Sigfúsi Eymundssyni en álitift er aft myndin sé tekin 1884. A hennier bærinn Haukagil í Hvítársfftu í Borgarfirfti. Lengst til vinstri erfrú Sól- veig, kona Sigfúsar, en síftan koma bóndahjónin á Haukagili, þau Ingi- björg Vídalín og Sig. urftur Jónsson. Litla stúlkan næst þeim er Margrót Helgadóttir, föftursystir Halldórs Laxness.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.