Þjóðviljinn - 31.03.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 31. mars - 1. apríl 1984
fréttashyring
Valdið og gróðinn
Nú þegar ríkisstjórn borgara-
flokkanna hefur setið á valdastól-
um í rúman meðgöngutíma er af-
raksturinn að skila sér í rekstrar-
afgang og gróða stórfyrirtækj-
anna sem eru nánustu aðstand-
endur ríkisstjórnarinnar. Á nýaf-
stöðnum aðalfundi Flugleiða var
greint frá 107 miljón króna hagn-
aði af rekstri félagsins. Önnur
stórfyrirtæki einsog t.d. Eimskip
hafa sömu sögu að segja.
Það er í sjálfu sér ánægjulegt að
fyrirtækin skili hagnaði og beri
vott blómlegum búskap. Hitt er
svo annað mál að fyrirtæki í þjón-
ustu og verslun skila auknum
gróða á sama tíma og launakjör
þeirra sem hjá þeim vinna hafa
versnað að miklum mun.
Stórfelld
fjármagns-tilfærsla
Á stjórnartímabilinu hefur
hlutur launafólks minnkað um
þriðjung með því að fyrirtækin
hafa fengið hann sér til hagsbóta.
Siðferðismatið felst í þvf að hrósa
fyrirtækjum fyrir að sýna hag-
kvæmni og í rekstri og skila gróða
- á sama tíma og launafólk hjá
sömu fyrirtækjum Iepur dauðann
úr skel - segir máske meira en
ýmislegt annað í þessu þjóðfé-
lagi. Þannig hefur t.d. oft verið til
þess tekið að stórfyrirtæki einsog
Hampiðjan hafi náð miklum ár-
angri á erlendum markaði og
mikill hagnaður sé af fyrirtækinu.
Þetta sé fyrst og fremst frábærri
forstjórn að þakka. Hitt er þá
minna í umræðunni eða ekkert,
að það er fyrst og fremst verka-
fólkinu hjá fyrirtækinu að þakka
að vel gengur en það fær lúsar-
laun fyrir sitt framlag. Er sið-
ferðislega réttlætanlegt að hrósa
slíkum fyrirtækjum fyrir hagnað-
inn, sem greiða jafnvel ekki það
sem nægir til lífsviðurværis fyrir
vinnuafl einstaklinganna?
Þegar ríkisstjórnin tók við eftir
kosningarnar í fyrra, gerðist það
sem margir höfðu óttast, að harð-
vítug hugmyndafræði stór-
auðvaldsins var tekin upp.
Reyndar hafði Verslunarráð Is-
lands sett fram stefnuskrá sem
borgaraflokkarnir kepptust við
að afneita fyrir kosningar, en hef-
ur síðan verið framkvæmd lið
fyrir lið af ríkisstjórn Framsókn-
arflokksins og Sjálfstæðisflokks-
ins.
Það er því ekki nema von að
forstjórarnir brosi gleitt þegar
þeir lesa upp ársreikningana, sem
greina frá miklum gróða. Á sama
tíma er talað um vaxandi fátækt
og jafnvel sult hjá stórum hópi
þjóðfélagsþegnanna. Það sem
gerst hefur á stjórnartímabilinu
má í stuttu máli segja með einni
setningu. Fram hafa farið stór-
felldir fjármagnstilflutningar frá
launafólki til fyrirtækjanna.
í þessu velferðarríki fyrirtækj-
anna hefur verkalýðshreyfingin
tæpast komið þeim vörnum sem
við launafóik getur sætt sig við.
Með heildarsamkomulagi
launamannafélaganna og at-
vinnurekenda var viðurkennt að
þriðjungs kaupmáttarskerðing
(kaupmátturinn frá því í byrjun
síðasta ársfjórðungs 1983) væri
viðsættanlegur. Sem betur fer
hafa sum verkalýðsfélögin sýnt
að þau láta ekki bjóða sér hvað
sem er - og í haust megi reikna
með varnaraðgerðum verkalýðs-
hreyfingarinnar.
Ríkisstjórnin hefur það sögu-
lega hlutverk frá fyrirtækjunum
að sleppa svokölluðum markaðs-
öflum lausum og láta það ríkja
sem á tungumáli þeirra heitir
„frjáls samkeppni". Markaðs-
hyggjan hefur verið allsráðandi.
Þeir félagslegu tónar sem eitt sinn
dundu undir í Framsóknar-
flokknum óma nú hvergi. Hitt er
svo annað mál að ýmislegt hefur
brugðist í vonum ríkisstjórnar-
innar og fyrirtækjanna í þessu
efni.
Baráttan fyrir
verslunarstéttina
í nýútkomnu hefti Verslunar-
tíðinda, sem Kaupmannasamtök
íslands gefa út, er viðtal við fjár-
málaráðherrann. Að venju er
hann ómyrkur í máli um viðhorf-
in. „Ég hefi eytt öllum mínum
stjórnmálaferli í baráttu fyrir
verslunarstéttina“, segir ráðherr-
ann og gjörðir ríkisstjórnarinnar
staðfesta þessa fullyrðingu, þó
svo „litli maðurinn" hafi vikið í
þessari andrá fyrir hreinskilnina.
Ráðherrann talar sjálfsagt fyrir
fleiri valdsmenn í flokknum og
ríkisstjórninni þegar hann segir
frá ofurtrú sinni á „frjálsri sam-
keppni“. „Það er frelsið sem við
trúum á, viðskiptafrelsi. Við trú-
um að það verði til að lækka
vöruverð“, segir hann í viðtalinu.
En hvernig skyldi þessu nú var-
ið í framkvæmd? Ráðherrann
svarar því sjálfur í sama viðtali og
til er vitnað: „En nú er ég reiður
út í verslunarstéttina vegna þess
að ég tei að ráðstafanir ríkis-
stjórnarinnar hafi ekki náð jafn
fljótt og ég gerði ráð fyrir til
neytenda.“
Um síðustu mánaðarmót var
verðlag gefið frjálst að vissu
marki á ýmissi matvöru. Álagn-
ingarfrelsið á kjöti hefur leitt til
þess að kindakjöt hefur hækkað á
bilinu 6% til 10% samkvæmt
lauslegri könnun sem Þjóðviljinn
framkvæmdi í vikunni og frá var
sagt í fimmtudagsblaðinu. Þetta
er aðeins byrjunin, því innan
skamms mun verulega dregið úr
niðurgreiðslum á landbúnaðar-
vörum, einsog formaður Stéttar-
sambands bænda lýsti á fundi í
Aðaldal í vikunni. Hver á að
kaupa kjöt í haust? Alþýðumað-
urinn?
Eitt af því sem ríkisstjórnin
batt miklar vonir við var erlend
stóriðja. Viljann skorti ekki til að
gera skerið okkar að einni alls-
herjar mengunarnýlendu fyrir
auðhringana beggja vegna Atl-
antsála. Hjörleifur Guttormsson
iðnaðarráðherra var uppmálaður
djöfull fyrirhörkuna við Alusu-
isse hringinn bæði af álflokkum á
þingi og í fjölmiðlum þeirra. Ál-
flokkabandalagið hélt því fram
að Ieikur einn væri að fá fram
leiðréttingu á orkuverðinu til
ísal. Það þyrfti bara að losna við
hans háæruverðugu persónu
Hjörleif Guttormsson. Sverrir
Hermannsson núverandi iðnað-
arráðherra var framarlega í þess-
um flokki gagnrýnendanna og lét
mörg þung orð falla um dugleysi
Alþýðubandalagsins og Hjörleifs
sérstaklega.
Áróðursklukkurnar
hljóðnuðu
Eftir allan áróðurinn fyrir
stjórnarskiptin hefði maður hald-
ið að nauðsynleg leiðrétting á
orkuverði kæmi einsog á silfur-
diski, jafnvel að álflokkarnir
hefðu haft samning uppá vasann
umeinhverjar hækkanir í áttina
til leiðréttingar. En áróðurs-
klukkur Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins hljóðnuðu
skyndilega eftir stjórnarskiptin.
Fyrstu vikurnar lét Sverrir það að
vísu í veðri vaka, að óstjórnin og
dugleysið í iðnaðarráðuneytinu
væri nú fortíðarinnar mál - og nú
yrði tekið til hendinni. Þegar hið
háðulega bráðabirgðasamkomu-
lag var gert í haust, undirstrikaði
iðnaðarráðherrann nauðsyn þess
að hækkunin yrði komin til fram-
kvæmda á vormánuðum.
í skýrslu til alþingis í október
sl. segir svo: „Aðilar munu leitast
við að ná endanlegu samkomulagi
ekki síðar en 1. aprfl n.k.“. í
Þjóðviljanum á föstudag kemur
svo hreinskilnisleg og opinská
játning Sverris Hermannssonar
iðnaðarráðherra: ,Já, ég er nú
helst á því að maður hafi ekki gert
sér grein fyrir því hvað þetta er
feiknalega þungt í vöfum. Ég get
sagt það hreinskilnislega að þetta
er meiri þungaiðnaður en ég átti
von á“.
Nú er það svo að þolinmæði
Morgunblaðsins var þrotin árið
1982 á álmálinu. Blaðið kvað
óþölandi að ekki væri fengin fram
veruleg hækkun og að Hjörleifi
iðnaðarráðherra bæri að víkja.
Eftir játningu Sverrir á Hjör-
leifur von á afsökunarbeiðni frá
fleiri talsmönnum Sjálfstæðis-
flokksins og málgögnum þess í
anda þess drengskapar sem þessir
aðilar hafa svo hátt um. En Alus-
uisse situr á friðarstóli.
íslenska valdastéttin er afskap-
lega fámenn og það er óneitan-
lega dálítið pínlegt fyrir þá á
köflum. Þannig er höfuð orku-
sölustefnunnar Ragnar Halldórs-
son forstjóri Alusuisse á Islandi,
einnig formaður Verslunarráðs
íslands, sem hefur sett stefnuna
fram fyrir Sjálfstæðis- og Fram-
sóknarfxokk. Á nýafstöðnum að-
alfundi Flugleiða sást glöggt
hvernig bróðir tekur við af
bróður, forstjóri við af forstjóra í
stjórn fyrirtækisins. Öll stærstu
fyrirtækin eru bundin saman af
örfáum sætum. Það eru þessi fyr-
irtæki umfram önnur sem njóta
góðs af stefnu ríkisstjórnarinnar:
Óskar_____________________
Guðmundsson
skrifar
a) lækkun kaupsins, b) minni
skatta á fyrirtæki, c) lækkun
tolla, d) margháttaðar aðrar til-
slakanir kerfisins gagnvart fyrir-
tækjunum.
Stöðug vörn
Menn sem „eyða öllum sínum
stjórnmálaferli fyrir verslunar-
stéttina" hugsa auðvitað fyrst og
fremst um sitt lið. Nú er á döf-
inni, einsog allan stjórnartím-
ann, að draga úr almannatrygg-
gingum og þeirri félagshjálp sem
staðið hefur af sér harkalegustu
tilraunir ríkisstjórnarinnar til að
rústa samhjálparkerfið fram að
þessu. Á nýafstaðinni ráðstefnu
félagsmálafulltrúa hvaðanæva af
landinu sem haldin var á dögun-
um kom glöggt fram að skjól-
stæðingum sem þurfa að leita til
félagsmálastofnana bæjarfélag-
anna hefur farið stórum fjölg-
andi á undanförnum mánuðum.
Á sama tíma og eftirspurnin eftir
þessari samhjálparþjónustu vex,
þá er viðleitni ríkisstjórnarflokk-
anna öll á þann veg að draga úr
stuðningi við þessar stofnanir.
Og ríkisstjórnin hættir ekki fýrr
en hún hefur fundið leiðir til að
ná af sjúklingum fjármagni uppá
hundruð miljónir króna. Ál-
menningur þarf því að vera í
stöðugri vörn á öllum vígstöðv-
um.
Á meðan þetta er skrifað snjó-
ar inná borðið fleiri fréttatilkynn-
ingum um gróða fyrirtækjanna á
síðasta ári. Sparisjóður Keflavík-
ur: Hagnaður til ráðstöfunar 5,2
miljónir. Flugfélag Norðurlands:
Hagnaður 3,5 miljónir.
Ögranir og spilling
Ríkisstjórninni hefur stundum
orðið hált á því að ögra fólki með
hneykslismálum einstakra ráð-
herra, og flokkanna beggja.
Fyrirtækjunum hættir einnig til
hins sama, ekki bara með því að
fela ekki gróðann betur í bók-
haldinu, heldur og með því að
sýna fjárfestingar og offjárfest-
ingar án þess að blygðast sín á
samdráttartímum. Þannig ögra
stórfyrirtækin sem standa að ís-
film hf. almenningi með því að
hóta því að stofnsetja útvarps-
stöð og jafnvel sjónvarpsstöð.
Hér er verið að tala um fjárfest-
ingar uppá hundruð miljóna
jafnvel yfir miljarð. Fyrirtæki
sem standa svo vel eru áreiðan-
lega ekki skattlögð af neinni
hörku. Þau gefa vísbendingar um
af hverjum má taka betur. - óg.
Pólitísk fréttaskýring
ritstjórnargrein
ÞungaiÖnaður Sverris
Morgunblaðið sér sóma sinn í
því að gera grin að Sverri Herm-
annssyni iðnaðarráðherra í for-
ystugrein sl. föstudag. Segir blað-
ið að undir forystu hans hafi verið
mótuð ný stóriðjustefna, sem eigi
eftir að skila þjóðarbúinu mikl-
um arði og miklar vonir séu
bundnar við um land allt.
Afrakstur
10 mánaða
Ef litið er yfir 10 mánuði iðnað-
arráðherrans í embætti blasa
þessar staðreyndir við:
Bráðabirgðasamkomulag var
gert við Alusuisse sl.haust sem
skilaöi ekki meiru en sem nam
kauplækkun hjá starfsmönnum
álversins vegna efnahagsaðgerða
ríkisstjórnarinnar. Sverrir Her-
mannsson var ekki ánægður með
bráðabirgðasamninginn, en taldi
hann áfanga á langri leið. „Aðilar
munu leitast við að ná endanlegu
samkomulagi ekki síðar en hinn
1. aprfl 1984“, sagði iðnaðar-
ráðherrann þó kokhraustur í
skýrslu til Alþingis í októbermán-
uði sl. Nú í lok mars er komið
annað hljóð í strokkinn, mál taka
ekki að skýrast fyrr en í haust, og
„þá ætti ekki að taka svo langan
tíma að ganga frá endanlegu
samkomulagi milli Islendinga og
Alusuisse.,,
Einmitt það?
Á ársfundi íslenskra iðnrek-
enda 20. mars sagði Sverrir Her-
mannsson að hann vonaðist til
þess að samningar tækjust fljót-
lega um 50% stækkun álversins
og menn væru farnir að tæpa á
tölum um orkuverð sem stefnu í
álitlega niðurstöðu. Fimm
dögum síðar er hann í útvarpsvið-
tali ekki lengur bjartsýnn á að
samningar náist um hækkun ork-
uverðs né stækkun álversins á
þessu ári.
Á síðum Morgunblaðsins hef-
ur öðru hvoru í vetur verið skotið
á loft fréttum að álitlega horfði í
áþreifingum stjórnvalda sem lúta
að því að fá erlenda eignaraðila
að Kísilmálmverksmiðjunni
fyrirhuguðu og Járnblendiverk-
smiðjunni að Grundartanga.
Jafnóðum hafa þessir flugeldar
verið skotnir niður og þrátt fyrir
að ríkisstjórnin hafi sent út gylli-
boð um lágt kaupgjald og orku-
verð virðist enginn auðhringur
ginnkeyptur fyrir að setja niður
álveríEyjafirði. Enda sýnist ekki
vera mikil ágóðavon fyrir íslend-
inga í því að selja þeim orku undir
framleiðslukostnaðarverði.
Nefnd á
nefnd ofan
En í hverju er þá hin nýja stór-
iðjustefna fólgin. Morgunblaðið
upplýsir í sínum grínaktuga tón
að hún felist í því að Sverrir Her-
mannsson hafi af alkunnri rögg-
semi sinni skipað tvær nefndir.
Önnur nefndin er undir forystu
Jóhannesar Nordal og á að semja
við Alusuisse og fá nýjan eignar-
aðila að Járnblendiverksmiðj-
unni. Hin nefndin er undir for-
ystu Birgis ísleifs Gunnarssonar
og á að kanna möguleika á nýrri
stóriðju og gera samninga þar
um. Hafa þessar nefndir lagt á sig
erfið ferðalög og framleitt tölu-
vert af pappír. Auk þessara
tveggja nefndaskipana hefur
Sverrir Hermannsson er reynsl-
unní ríkari eftir 10 mánu&i í ráft-
herrastól.
árangurinn af starfi Sverris Her-
mannssonar orðið nokkrar nefn-
dir sem vinna að gerðardómsúr-
skurði í gömlu deilumálunum.
Nú er svo komið að vegna
„skorts“ á nýverkefnum í stóriðju
hefur virkjunaráformum verið
slegið á frest og framlög til
virkjana og annarra orku-
framkvæmda á þessu ári hafa
ekki verið lægri um 20 ára skeið.
Hin nýja orkustefna Sjálfstæðis-
flokksins hefur, sem betur fer má
kannski segja, snúist upp í andh-
verfu sína. Sverrir Hermannsson
gerir ekki mikið af sér meðan
hann lætur sér nægja nefndirnar.
Mikill
þungaiðnaður
1. apríl stendur Sverrir Her-
mannsson uppi samningslaus við
Alusuisse. Hann er líka
reynslunni ríkari og viðurkennir
nú að gagnrýni hans og annarra á
Hjörleifi Guttormssyni sem iðn-
aðarráðherra hafi ekki verið á
rökum reist. Hann viðurkennir
að hann hafi ekki gert sér grein
fyrir því áður en hann settist í
ráðherrastól hve stóriðjumálin
og samningarnir við Alusuisse
væru feiknalega þungir í vöfum.
,Já, ég get alveg sagt það
hreinskilningslega að þetta er
meiri þungaiðnaður en ég átti von
á.“
Það er semsagt eini þungaiðn-
aðurinn sem skapast hefur við
hina nýju stóriðjustefnu sem
stjórnin hefur staðið fyrir í eitt ár,
að halda uppi nefndabákni og
skýrslugerð í stóriðjumálunum.