Þjóðviljinn - 31.03.1984, Síða 20

Þjóðviljinn - 31.03.1984, Síða 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 31. mars — 1. aprfl 1984 bæjarrölt Bláa augað og Svínastían Fyrir allmörgum árum var Jökull heitinn Jakobsson með þátt í útvarpinu sem fjallaði um kaffistofuna á Laugavegi 11 en hún gegndi á sínum tíma ekki all- litlu hlutverki í lífi skálda og ungra menntamanna í Reykja- vík. Þessi upprifjun sagði ekki svo lítið um tíðarandann á 6. ára- tugnum. Sj álfur var ég of ungur til að ná Laugavegi 11 en þó er það mér í fersku minni að eldri systir mín gekk ekki svo út úr dyrunum heima að hún segði ekki: „Bless, ég erfarin niðurá Laugaveg 11“. Veitingahús og kaffihús hverr- ar borgar eru veigamikill þáttur í menningu hennar og Reykjavík á sér allmerka fortíð og nútíð í þessum efnum þó að dauflegt hafi stundum verið. Nú eru jafnvel farnar að rísa bjórknæpur þótt enginn sé bjórinn. Mér vitanlega hefur aldrei ver- ið sögð saga skemmtanalífsins í Reykjavík og væri þó fátt verð- ugra fyrir unga og hressa sagn - íræðinga.Það hlýtur að vera af- skaplega skemmtilegt viðfangs- efni og taka þá tískuna í leiðinni. Ætli margt sé t.d. dæmigerðara fyrir tíðarandann upp úr 1980 en veitingahúsið Broadway í Breiðholti. Og þar á ég ekki bara við fólkið og hætti þess heldur einnig staðinn sjálfan og innréttingar hans. Líklega kæmi ýmislegt sér- kennilegt upp úr kafinu ef farið væri ofan í 200 ára sögu Reykja- víkur að þessu leyti og ég sting því hér með að Reykjavíkurborg að hún láti einhvern sagnfræðinginn fara ofan í saumanáá veitinga- og kaffihúsarekstri borgarinnar í til- efni af 200 ára afmælinu árið 1986. Þá kæmi t.d. í ljós að Gaukur á Stöng er langt í frá fyrsta bjór- stofan hér á landi. Einhvers stað- ar sá ég til að mynda að fyrir tæp- um 100 árum hafi verið rekin bjórknæpa í svokölluðu Brekk-. mannshúsi í Aðalstræti 9. Hún var illa þokkuð. Og á síðustu öld var fjörugt dansleikjahald í Reykjavík., ekki bara í Klúbbnum og Dillonshúsi heldur gekk það svo langt að dansað var í dómsalnum í Yfir- réttarhúsinu að Austurstræti 22. Sá sem stóð fyrir píuböllum þar var enginn annar en H. Hend- richsen lögregluþjónn og lék hann sjálfur fyrir dansi, ekki alltaf allsgáður að sögn. Þetta var einkar þægilegt fyrir hann því að á efri hæðinni voru fanga- geymslur bæjarins.Líklega hefur aldrei verið efnt til dansleikja- halds á þessari öld í Hæstarétti eða á Lögreglustöðinni. Nöfnin á sumum skemmtistöðunum hér í eina tíð hafa líklega verið lýsandi fyrir það sem fram fór. Einn var t.d. kallaður Bláa augað og var í Austurstræti 18 og annar Svína- stían í kjallara Nýja bíós. Nú ganga nöfn eins og Sóðal og Ekkjubær. Já, þetta er mikil og löng saga. Ég tel mig ekki vera gamlan en síðan ég var skólapiltur hefur skemmtanalífið í henni Reykja- vík gjörbreytt um svip. Ef ég færi að rifja upp böllin mín væri það hrein og klár sagnfræði. Ég lenti t.d. á skröllum í Breiðfirðinga- búð, Iðnó, Gúttó og Sjálfstæðis- húsinu en Báruböllin voru löngu liðin undir lok fyrir mína daga. Um þau var ort: Ættum við ekki öll að hlaupa og ofan á Báruball. En fyrst við skulum frekt oss staupa svo fjörugt verði rall. -Guðjón Veistu... að fyrsta sjúkrahús í Reykjavík var í sama húsi og aðalveit- ingahúsið, svokallaður Klúbbur (þar sem nú er Her- kastalinn). að fyrsta pósthúsið í Reykjavík stóð þar sem nú er Hótel Borg og er Pósthússtræti kennt við það. Húsið var samt ekki rifið heldur flutt í Skerjafjörð en þar var það fyrir flugvallar- framkvæmdum og þá flutt að Kleifarvegi og þar stendur það enn. að Arnarhóll í Reykjavík var sjálfstæð jörð um aldir og bæj- arstæðið var þar sem nú er stytta Ingólfs landnáms- manns. að fyrsta tvílyfta íbúðarhúsið í Reykjavík stendur enn við Kirkjutorg, lítið blátt hús við hliðina á rakarastofunni. Það þótti svo stórt á sinni tíð að það var kallað Strýtan. að mjög margir veitingastaðir í Reykjavík hafa brunnið. Þar má nefna Hótel Reykjavík, Hótel ísland, Tjarnarlund í Kirkjustræti 4, Báruna, Gildaskálann. og Glaumbæ árið 1971. að Jóhannes Stefánsson, einn þriggja helstu leiðtoga komm- únista í Neskaupstað, og Matthfas Bjarnason ráðherra eru systrasynir. að Helgi Ólafsson skákmaður er sonur Ólafs Helgasonar sem skipaður var bankastjóri Út- vegsbankans um daginn. að eitt fyrsta kaffihúsið í Reykja- vík hét Café og Conditori Hermes og var í Lækjargötu 4. Það voru þau Ingibjörg og Þorlákur Ó. Johnsen sem ráku það. að ein landmíla sem oft var notuð hér áður fyrr er 7.5 km. að ein þingmannaleið var talin 5 landmílur. að eitt skippund er 160 kg. sunnudagsHrossgatan y Z 3 ¥ 5 (p 7 5 V % 3 (p /0 1/ /2 13 1/ V 13 15 2 ¥ 10 2 V 1 (s> 13 10 s? ur n 10 17 17 10 T} 1 2 18 17 V b 15 z 5 n 1Z )o 6? /9 12 2T 6> V 20 n 12 15 7 5 z V 15 21 5 2 V 22 17 12 10 /2 -QL W 21 rr u 12 )o 2l JD (p 21 22 Z IV 5 13 5 k> lo V 2 5 ¥ 10 V (e (> 12 '2? V 18 (o 22 Z V 5 1/ 12 5 V 2T~ )D 2y 21 V /0 ¥ 5 13 7 V 2& 2 á? io Z 12 2 2Ý T 5 V* 10 T 77 10 Z V 22 * o //_ s 6/ S? 15 13 10 b S? 22 (? 22 (p V 2$ JO 13 T V Z 10 (s> 21 1D (* 2 3o 10 % 10 13 9 5 /3 12 S2 2& £ 17- 10 n !0 3/ 2 28 A Á B D Ð EÉF GHIÍ JKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Nr. 417 Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá karlmanns- nafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 417“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 2? 23 i8 2 21 21 5 (? Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér- hljóða og breiðum t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt. Verð- launin Verðlaun fyrir krossgátu nr. 414 hlaut Hrund Einarsdóttir, Hraunbrún 47, 220 Hafnarfirði. Þau eru Olympíuleikar að fornu og nýju eftir dr. Ingimar Jónsson. Lausnarorðið var Guðbjörg. Verðlaunin að þessu sinni er bók- in Varstu að fá hann? eftir Guð- mund Guðjónsson.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.