Þjóðviljinn - 19.04.1984, Blaðsíða 2
shammtur
af dymbilvikuformiddegi
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. aprfl 1984
Á aflíðandanum, milli óttu og miðs morguns, vakna
ég venjulega núorðið og heimahjá mér.
Þetta var áður, á íslandi, kallaður fótaferðatími, en
nú skilst mér að þetta sé „fyrir allar aldir“, þegar
heiðarlegar húsfreyjur eiga enn eftir nokkurra tíma
dvöl í draumalandinu.
Þó ég reyni eftir megni að hafa sem hægast um mig
eftir að ég er vaknaður, vill það stundum henda, að
ótryggt ástand skapist í rekkjunni, þegar ég er í
svefnrofunum að athafna mig. Eftir olnbogaskot og
hnippingar eru stór orð látin falla, ófriðarblikur eru á
lofti og dregur jafnvel stundum til tíðinda.
Þessar morgunrimmur um óttu og miðmorgunbilið
eru orðnar nærri dagvissar uppákomur og valda mér
tiltölulega litlum heilabrotum eða leiðindum, frekar en
annað það í lífinu og tilverunni, sem er óumflýjanlegt.
Á útvarpinu þýðir ekki að kveikja fyrr en klukkan sjö,
en þá byrjar morgundagskráin.
Þegar notaleg klukkuslög morgunklukku útvarpsins
enduróma um svefnherbergið á mínútunni sjö hefst
venjulega rimma númer tvö, sem getur endað vel eða
illa, svona eftir atvikum. Við því er ekkert að gera, ég
held mínu striki eins og vera ber. Ég er þó andskotinn
hafi það, húsbóndi á mínu heimili.
Mér finnst afskaplega notalegt að hafa útvarpið á,
svona í morgunsárið, þó ég sé ekki beinlínis að hlusta
á það. Það er svosem nóg að sýsla þarna milli rekkju-
voðanna. Fara yfir blöðin frá í gær, líta jafnvel í bækur,
ræskja sig og raula jafnvel, ef vel liggur á manni. Við
hjónin erum afar samrýmd, en samt er ekki hægt að
neita því, þó það sé ekki skemmtilegt til afspurnar, að
henni er gjarnt á að gleyma því á morgnana að tillits-
semi er einn af hornsteinum hamingjunnar í sambýli
karls og konu.
Það er eitt og annað í morgunútvarpinu, sem ekki er
hægt með neinni sanngirni að fara fram á að maður
láti sig engu skipta.
Til dæmis var í morgun viðtal við mann sem hafði
farið í sjómannaskólann á Dalvík og lært þar horna-
fræði og reikning, en verið meðfram í tíundabekk
gagnfræðaskólans og lært þar dönsku, ensku og ís-
lensku og taldi að þetta nám gæti tvímælalaust komið
sér til góða á lífsleiðinni, einkum ef hann þyrfti að
bregða fyrir sig tungumálum eða leysa reiknings-
dæmi.
Þátturinn um íslenskt mál er þó sá dagskrárliður,
sem ég vildi síst missa af. Til dæmis í morgun fékk ég
skýringu á því, hvers vegna fólk er svona tregt að fara
til rannsóknartil Hjartaverndar. Það virðist einfaldlega
vera vegna orðalags á leiðbeiningum. Samkvæmt
þeim á semsagt að mæta á Hjartavernd „fastandi og
þyrstandi", eins og það er orðað.
Þetta orðalag getur valdið bæði heilabrotum, rugl-
ingi og misskilningi og orðið til þess að menn veigri sér
við því að láta skoða í sér hjartað.
„Þyrstandi, þyrstandi, þyrstandi". ( hvernig ástandi
er maður þegar maður er þyrstandi?
Sem betur fer var það upplýst í þættinum um ís-
lenskt mál í morgun, að átt væri við að maður ætti ekki,
þegar komið er til rannsóknar að hafa neytt „voss né
þurrs“. En þar sem „voss“ og „þurrs“ eru hreinar
málleysur var brugðið á það ráð að beita nýyrðinu
„þyrstandi", sem beygist þá eins og hlustandi.
Auðvitað hafði það komið til álita að nota orðið
þurrbrjósta. Með öðrum orðum, að sá sem vildi láta
skoða í sér hjartað hjá Hjartavernd ætti að vera þurr-
brjósta, þegar hann mætti til rannsóknar. En á því er
sá hængur, að þurrbrjósta merkir eiginlega drykkfelld-
ur maður, sem langar í meira brennivín.
Þá hafði sú hugmynd skotið uþp kollinum að hægt
væri að nota orðalagið „Mætið fastandi og ódrukknir".
Tillögu í þessa átt var „alfarið" hafnað og á það bent
að drukknir menn ættu ekki síður erindi við Hjarta-
vernd en ódrukknir.
Eitt góðskáldið okkar sagði víst einhvern tímann
eitthvað á þá leið, að orð væri til á íslensku yfir allt sem
hugsað væri á jörðinni. Þess vegna reiknar Hjarta-
vernd sjálfsagt með því að íslenskufræðingar finni orð
yfir það, að hafa ekki drukkið neitt fyrir hjartaskoðun.
Og þá svara íslenskufræðingarnir kannske með
gömlu vísunni:
Öllum vantar aðeins hér
orðið til að beygja.
Meira en lítið langar mér
lítið eitt að segja.
Um það varðar ekki þér
ættir bara að þegja.
Þroskaþjálfaskóli íslands
auglýsir inntöku nemenda
skólaárið 1984-1985.
Nemendur skulu hafa lokiö a.m.k. 2ja ára
námi í framhaldsskóla. Æskilegt er aö um-
sækjendur hafi starfaö 4-6 mánuöi á stofnun,
þar sem þroskaheftir dveljast.
Umsóknarfrestur er til 19. maí n.k.
Umsóknareyðublöð eru afhent í skólanum,
Skipholti 31, Rvík. kl. 10-4 alla virka daga.
Umsóknir skal senda til Þ.S.Í. pósthólf 5086,
105 Reykjavík.
Umsækjendur komi í stööupróf í líffæra- og
lífeðlisfræði sem haldið verður í skólanum
mánudaginn 28. maí kl. 9 f.h.
Skólastjóri.
Barnfóstrunámskeið
Rauði kross íslands heldur námskeið fyrir
barnfóstrurdagana3., 4., 5., 7. og 8. maí n.k.
frá kl. 19-22 daglega, nema laugardaginn, þá
verðurtíminn eftirsamkomulagi. Námskeiðið
er ætlað 12 ára og eldri og námsgjald er 500
kr.
Innritun og nánari upplýsingar í síma 26722
frá kl. 10-16 daglega.
R.K.Í.