Þjóðviljinn - 19.04.1984, Blaðsíða 5
Fimmtiídagu'r 19. aprfl 1984 ÞJOÐVILJÍnN - SIÐA 5
Björk á söngferðalagi
Samkórinn Björk, sem myndað-
ur er af fólki úr fimm hreppum A-
Húnavatnssýslu, hélt söngskemmt-
un f Félagsheimilinu á Blönduósi sl.
sunnudag. Er það í fyrsta skipti
sem kórinn kemur fram opinber-
lega en hann var stofnaður í haust.
Samsöngurinn var fjölsóttur þótt
veður og færi dragi úr aðsókn og
kórnum ágæta vel tekið.
Kórinn hyggst syngja í Miðgarði
í Skagafirði á annan í páskum og á
Hvammstanga sunnudaginn 29.
apríl. Þá mun og barnakór af
Blönduósi, nemendur í 4.-8. bekk,
syngja á þessum söngskemmtun-
um.
Söngstjóri kóranna, Norðmað-
urinn Sven Arne Korshamn,
(Sveinn Árni svo við íslenskum nú
bara nafnið), fékk leyfi frá störfum
í heimalandi sínu í vetur. Brá hann
sér þá til Blönduóss og hóf störf hjá
Tónlistarfélaginu í haust, en mun
fara aftur utan í vor. Hann byrjaði
þegar að kenna nótnalestur og
þjálfa raddir og upp úr því var svo
kórinn stofnaður.
Það verður ekki sagt að þessi
ungi kór ráðist á garðinn þar sem
hann er lægstur því meðal þess,
Hátíðahöld
í Reykjavík á
sumardaginn
fyrsta 1984
Kl. 10.00: Skátar ganga fylktu liði
með borgarbúum frá Snorra-
braut og sem leið liggur um
Hringbraut að Háskólabíó.
Kl. 11.00 Skátamessa í Háskólabí-
ói. Prestur er sr. Sólveig Lára
Guðmundardóttir. Ræðumað-
ur: Páll Gíslason, fyrrverandi
skátahöfðingi. Borgarbúar eru
hvattir til að fjölmenna og taka
börnin með.
Eftir hádegi verður boðið upp á
ýmislegt við allra hæfi.
Kl. 13.00: Skátar ganga fylktu liði
frá Árbæjarmarkaðinum um
hverfið.
Kl. 14.00: Útidagskrá fyrir yngri
borgarbúa við Árbæjarskóla, ef
veður leyfir. Skemmtidagskrá
verður jafnframt f félagsmið-
stöðinni Árseli. Meðal efnis þar
eru fjölskyldu-póstleikir,
skemmtiatriði, „Hálft í hvoru“
leikur, kökubasar, kaffisala og
ýmislegt fleira.
Opið hús verður allan daginn í
skátaskálunum á Hellisheiði. Þess
ber sérstaklega að geta að vörður
vísar greiðfærustu leið frá þjóðveg-
inum alveg upp að skálum.
Dróttskátamót hefst þennan dag
og verður lagt upp frá þremur stöð-
um á landinu samtímis og gengið
að Hveravöllum. Af gefnu tilefni
skal þess getið að einungis mjög
reyndir skátar á dróttskátaaldri
geta tekið þátt í þessu móti og eru
öryggisráðstafanir hafðar í háveg-
um.
Um kvöldið verður dansleikur í
Árseli fyrir yngstu borgarana á
aldrinum 9 til 11 ára. Hefst hann kl.
19.00 og lýkur klukkan 22.00.
Skátar vænta almennrar þátt-
töku borgarbúa til þess að fagna
komu sumarsins. Ekki veitir af að
gera það hressilega eftir slíkan vet-
ur sem nú er á enda.
(Fréttatilkynning með sumar-skátakveðju
frá Skátasambandi Reykjavíkur).
Hefur
það
bjargað
þér
r
sem hann syngur, er Gloria eftir
Vivaldi.
Sveinn Árni sagði að mikil
gróska væri í tónlistarlífinu í A-
Húnavatnssýslu. Um 100 manns er
í tónlistamámi og er kennt á mörg
hljóðfæri. Margir eru í píanónámi
og sumir komnir býsna vel á veg.
Kennaraskortur háir ekki starf-
seminni en vinnutími kennaranna
er heldur ekki skorinn við nögl.
Unnt var að verða við öllum um-
sóknum um skólavist í haust.
Kennt er á þremur stöðum í sýsl-
unni: Á Blönduósi, Húnavöllum
og Skagaströnd.
Sveinn Árni er ekki nýr gestur á
landi hér. Fyrir nokkrum árum
kenndi hann við Tónlistarskólann í
Varmahlíð í Skagafirði. Stjómaði
þá m.a. Karlakórnum Heimi og fór
mcð hann í söngför til Noregs.
- mhg
Samkórlnn BJÖrk ásamt stjórnandanum.
dæ
IFERÐAR
Itmhnis
skírteini
AI}nðu
haiikans
Þú færð 6% hærri vexti af innlánsskírteinum Alþýðubankans
en af almennum sparisjóðsreikningum.
Þú leggur einfaldlega inn ákveðna upphæð (lágmark kr. 3.000)
og sex mánuðum síðar tekurðu hana út ásamt vöxtum,
sem á ári nema nú 21%.
Með því að leggja inn upphæðina ásamt vöxtum í aðra sex mánuði
nærðu 22,1% ávöxtun á ári af innlánsskírteininu.
Eftir fyrstu sex mánuðina reiknast annars almennir sparisjóðsvextir
af innlánsskírteininu þar til þú tekur út.
Innlánsskírteini Alþýðubankans eru skattfrjáls
eins og almennar sparisjóðsbækur.
Þau eru afgreidd frá og með 16. apríl í Alþýðubankanum,
Laugavegi 31, og útibúum Suðurlandsbraut 30 og á Akureyri.
ávöstunar
Við gerum vel vid okkar fólk 'ZZT
Alþýðubankinri hf.