Þjóðviljinn - 19.04.1984, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 19.04.1984, Blaðsíða 17
uPPtökusal upptöki .snialli, Fimmtudagur 19. aprfl 1984 j ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 dægurmál KUKL... Hljómsveitin Kukl er nú að skríða úr vetrardvaia og von á plötu innan skamms. Annar söngvari hljóm- sveitarinnar, Einar Örn, er kominn til landsins, um stundar sakir. Fyrirhugaðir eru nokkrir tónleikar á næstu dögum með hljóm- sveitinni. Að þeim loknum verður smá hlé gert en svo verður allt sett á fullt. Það er því ekki úr vegi að heyra hvað meðlimir Kukls hafa að segja um áform sín og hverju þau svara ummæl- um Bubba sem birtust hér fyrir rúmum tíu dögum. Viðtalið við Kukl var ákveðið með stuttum fyrirvara og gengið frá því á staðnum, ég hafði nefni- lega gleymt því áð það eru komn- ir páskar. Þegar mig bar að garði í æfingahúsi hljómsveitarinnar voru æfingar í fullum gangi og enginn tók eftir mér fyrr en lagið var búið. Hlé var gert á æfingunni og við settumst á það sem var næst og viðtalið hófst. - Hvað er Kukl? - Kukl er sex manna popp- og danshljómsveit, með briljantín að leiðarljósi, - líka kærleiicsleit- andi ungmenni kristilegrar leið- sagnar, en það er notað þegar við reynum að fá að halda tónleika í kirkjum. Fyrst og fremst erum við þó meðvitaðir listamenn og vitum ekki okkar takmörk. Það er þessvegna sem við erum að fara til Ameríku í skafrenning og ætlum hreinlega að meika það með melónumúsík, þær þykja víst mjög góðar þar. - Hvernig verður ykkar mál- um hagað í sumar? - Við verðum starfandi nú í apríl og höldum 3 tónleika, en fyrst við erum sex manna hljóm- sveit er ögn erfitt fyrir okkur að starfa allan tímann því Einar er alltaf í Lonogdon. En íslendingar geta samt ekki séð okkur oft hér á landi, nema þeir þá flykkist á þessa tónleika okkar, því að í sumar höldum við í Evrópuferð og er ætlun okkar að spila út í allri Evrópu svo að segja. Norður- lönd, Holland, Þýskaland, Frakkland, Spánn, Ítalía, Tékkó- slóvakía og Bretland verða fyrir barðinu á okkur eða við á þeim. Þetta er heljarins reisa. Við ætl- um að standa sjálf að þessum tón- leikum. - Hvenær kemur platan ykkar út og hvenær var hún tekin upp? - Platan okkar Auga, á út- lensku The Eye, kemur út í maí/ júní. Við tókum hana upp í London á sama tíma og nafnarnir Einar voru barðir á nýársdegi. Það hefur ekki verið okkur neitt kappsmál að koma þessum grip á markað, við erum ekki að keppa við neinn, við neitum allri aðild þannig séð að bransanum svo- kallaða, þó að við notum þennan bransa til að koma okkar útrás á framfæri. - Nú gefur Crass plötuna út. Er von á áframhaldandi sam- starfi? - Já, það er rétt, Crass gefur plötuna út og kemur hún út á Crass merkinu sjálfu, en ef okkar samstarf heldur áfram, munum við gefa út á Corpus Christi merki þeirra. En við getum ekkert sagt um okkar framtíðarsamstarf við Crass. Það verður bara tíminn að leiða í ljós. Það eru engir skrif- legir samningar gerðir, þetta byggist allt upp á gagnkvæmu trausti, við unnum þeirra traust og þau okkar. Okkur langar samt til að taka upp aftur í haust eftir tilvonandi Evrópuferð. i 1 e«cart|engsí'^ " ‘*cir • - "arn/eysj ,0rk °9 ... er óskilgreint - Nú gagnrýndi Bubbi ykkur fyrir hræsni í friðarmálum. Hverju svarið þið því? - Við höfum meiri áhyggjur af fjölskyldustríði. Þetta hlýtur allt að byrja þar. Við verðum að læra að lifa með okkur sjálfum og hætta að taka við fyrirskipunum frá einhverjum delum sem þykj- ast vita betur en allir aðrir. En stóru setningarnar og yfirlýsing- arnar látum við algerlega eftir melónuætum. - Hver er framtíð hljóm- sveitarinnar? - Við erum ekki starfandi hljómsveit sem slík. Við viljum ekki skuldbinda okkur með ein- hverjum samningum. Það er ekki okkar takmark að slá í gegn. Það er engin ákveðinn lagahöfundur í okkar herbúðum. Okkar tak- mörk með okkar lögum eru að fegra og bæta mannlífið. Tónlist er einn sterkasti miðill á Vestur- löndum. Okkar kraftur er ekki falinn í peningum bakvið hljóm- sveitina, því það er enginn pen- ingur þar hvort sem er, okkar kraftur er í hljómsveitinni og því sem við gerum. Og líka eru það allir sem hlusta á það sem frá okkur kemur, þó fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað það er. Hvort við erum listamenn eða ekki, það er aðallega vandamál þeirra sem þurfa að skilgreina til að skilja. Við erum að reyna að vekja upp í fólki eitthvað sem það KUKL HEFUR AKVEÐXÐ AÐ AUKA FRAMLAG SITT TXL TÓNLEIKA MÁLA 1 APRlL MANUÐI HÉR A LANDIs AUK FTRIR-HUGAÐRA TÓNLEIKA ÞANN< 21 . APRIL I FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA^MEÐ SLAGVERKWI, DÁ, P.P. DJÖFULS ÉGj HEFUR KUKL NÖ FÆRT ARMA SlNA YFIR 1 SAFARÍ: ANNAN 1 PÁSKUM, EÐA ÞANN 23. APRÍL > HELDUR KUKL GRIMULEIK I SAFARIs ÞETTA VERÐUR Æ GRÍMUBALL AÐ FORNUM SIÐs ENGIN AÍ'SÖKUN ER TIL FYRIR AÐ MÆTA EKKI ÞVÍ GRÍMUR Æ VERÐA TIL VIÐ DYRNAR FYRIR ÞA ALLA SE^B GLEYMA ÞEIM HEIMAs ÞETTA VERÐA SlDUS'^rSjj TÖNLEIKAR KUKL UM NOKKURRA MANAÐA SKEIÐ: * SEM FYRR VERÐA GESTIR KUKL SLAGVERKUR EN . AUK ÞEIRRA BÆTAST 1 HÓPINN P.P.DJÖFULS ÉG ROGGKHA=ROGGKHA=DROMM OG LOJPIPPOS OG A SPOJSIPPUSs NOKKUR SKEMMTIATRIÐI VERÐA LlKA A-DAGSKkAs SEM OG FYRR VERÐUR VERÐI STILLT 1 HÓF J BÐA 150 KRÓNURS ÆTTI ÞAÐ EKKI AÐ SPILLaJH FYRIR KVÖLDI HLAÐIÐ SPENNU.ÆSING OG jtt JAFNVEL linn ■ IfcÉÍiai^ vissi ekki að væri til. En við vitum ekki sjálf hvað við erum að gera, við erum sjálf að læra, við erum ekki búin að finna galdurinn við þetta alls saman. Fyrir okkur er Kukl óskilgreint og þessvegna lifum við, fyrst og fremst, til að læra meira og líka til að miðla til annarra. - Hvað er þetta eitthvað? - Hvað þetta eitthvað er, er náttúrlega ekkert sérstakt, það getur verið uppgötvun á nýrri manneskju í lífinu, það er alger- lega komið undir éinstaklingnum sjálfum. Að kveikja líf, betra líf, það er það sem við viljum. Það er löng barátta fyrirthöndum. Tón- list hér á Vesturlöndum þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að fróa mannshuganum meðan þeir sem stjórna bera mannkynið hægt en örugglega að feigðarósi. Við viljum og við verðum að láta þessa geðsjúklinga bera meiri virðingu fyrir lífi og hætta að leika sér með okkur. - Er tónlist ykkar vopn í þess- ari baráttu? - Okkar sterkasta vopn í þess- ari baráttu er tilvist okkar, tón- listin styrkir okkur og gerir okkur kleift að takast á við þetta djöfuls vandamál. - Eruð þið þá ekki meðvituð hljómsveit, fyrst tónlist ykkar hefur markmið? - Aftur þetta orð. Hvað eru aðrir sem anda, þessi sem flúið hefur til Ameríku vegna bæklun- ar, sem síðan er klesst uppá aðrar . hljómsveitir? Við veltum því bara fyrir okkur hvar bæklunin liggi. Þessi umræða um meðvitun er absúrd. Henni er slegið fram sem háði gegn okkur. Það sem við getum bara sagt er að við erum ekki meðvitundarlaus: „ég er dauður, ég er dauður, þangað til ég stend upp“. Á sviði reynum við ekki að sýna karlmennsku okkar og vöðva. Sú sýning hefur haft vond áhrif á heiminn, að sýna hver er sterkastur. Ekkert okkar er bert að ofan meðan spilað er. - Hvað verður um hljóm- sveitina í haust? - Við höfum engar 5 ára áætl- anir. Hér lauk samtalinu, okkur var ekki til setunnar boðið. Ég þurfti að koma viðtalinu í réttar hendur og hljómsveitin að æfa fyrir vænt- anlega tónleika. - Gleðilega páska. JVS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.