Þjóðviljinn - 19.04.1984, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 19.04.1984, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJíNN ' Fimmtudagur 19. apríl 1984 f ram og Páskar í Galilea 16 árum áður ert Kristur fœddist ísak hlakkaði til páskanna. Þá var alltaf haldin hátíð hjá fólkinu hans. Þau bjuggu í tjöldum úti á sléttunum og færðu sig til svo að kindurnar þeirra hefðu alltaf nóg af grasi að bíta. Þau áttu stóra hjörð af kindum og oftast feykinógum mat. En síðustu 5 mánuði höfðu allar kindurnar verið með lömb í sér og þá mátti ekki slátra þeim. ísak hafði því ekki bragðað nýtt kjöt lengi og engan nýjan mat. En nú voru lömb- in byrjuð að fæðast og um páskana var slátrað fyrsta lambinu, týnd fyrstu blómin og fyrstu ávextirnir af trjánum. Já, páskarnir voru mikil hátíð. Þýskaland árið 1527 eftir Krist Eiríkur vaknaði eldsnemma á páska- dagsmorgun. Nú var hann orðinn nógu stór til að stjórna leitinni í skóginum. Áður hafði mamma alltaf farið með þeim, svo að þau villtust ekki. Hún hjálpaði þeim ekkert að finna páska- eggin, hún var bara að tína blóm. Og þegar þau fundu hreiður, kom hún til að minna þau á að fara varlega og að taka aðeins tvö egg úr hverju hreiðri. Nú átti Eiríkur að sjá um allt þetta, passa litlu krakkana, finna hreiður og gæta eggjanna. Allt í einu fannst hon- um að hann væri orðinn fullorðinn. Æ, nei vonandi ekki alveg strax. Það var allt of erfitt og leiðinlegt. Mamma sagði honum frá borginni þar sem hún bjó, þegar hún var lítil stúlka. Þar var enginn skógur svo að páskahérinn kom með egg handa öllum krökkum í borginni og faldi þau úti í garði. Páskar - yndislegur tími. Blóm- skraut í húsinu, hérakjöt í matinn og ný egg úr skóginum. Vorið var loksins komið. ísland árið 1984 Elín mundi ekki strax, hvað átti að gerast í dag. En það var örugglega eitthvað skemmtilegt, eitthvað sem eHed li» Þýskaland árið 1527. 2000 ár hún hafði hlakkað til. Það var eins og hundrað fiðrildi væru að fljúga um inni í maganum á henni. Páskar - páskaegg. Já, einmitt. Og þau ætluðu að vera á skíðum í allan dag. Frábært. Elín settist upp í rúminu. Páskaeggið stóð á borðinu við rúmið en Elín hafði lofað að snerta það ekki fyrr en eftir morgunmat. f fyrra borðaði hún heilt egg um leið og hún vaknaði og var svo með niðurgang allan páskadaginn. Þá er nú ekkert gaman að fara á skíði. Oh, verst að geta ekki bara fengið sér súrmjólk og byrjað svo á egginu. Pabbi og mamma vildu endilega að allir borðuðu saman páskamorgunverð. Þau voru búin að skreyta borðið og kaupa fullt af góðum mat. Hvenær skyldu þau vakna - örugglega ekki nærri því strax. Hún þarf örugglega að bíða í marga klukkutíma eftir því að fá að borða eggið sitt. Hún tók eggið og skoðaði það... það gerði kannski ekkert til að borða bara skrautið utan á því... hún mátti nú al- veg kíkja á málsháttinn... Klukkutíma seinna kom pabbi til að bjóða Elínu góðan dag og gleðilega páska. í rúminu lá 5 ára gömul stúlka, steinsofandi - hún var öll útötuð í súkk- ulaði og með sælubros á vör. Hún hafði ekki einu sinni borðað helminginn af egginu! Sagan af honum Albert Eins og þið kannski vitið, þá skuldum við íslendingar helling af peningum í útlöndum. Aumingja Albert Guðmundsson, sem er fjármálaráðherra núna og passar peningana fyrir okkur, hann fær aldrei frið fyrir öskureiðum bankastjórum, sem heimta borgun og það strax. Albert er þess vegna á stöðugum þeytingi út um allan heim til þess að segja köllunum hvað við eigum bágt hérna á íslandi. Állur fiskur er að verða búinn úr sjónum og við getum bara alls ekki borgað. Svo kom hann í vinnuna um daginn og hvað sá hann? Hrúgur af seðlum á skrifborðinu sínu og miði ofan á. Þar stóð: Við fundutn þorsk á Vestfjarðamiðum. Nú getur þú borgað styuldir. Kveðja, Sjómenn. Nú Albert dró upp listann yfir þá allra reiðustu. Þeir reyndust vera 12, frá 12 löndum. Hann ákvað að borga svolítið á hverjum stað. Þá þurfti hann að vita hvaða peningar eru notaðir í hvaða landi fyrir sig. Skrifstofumaðurinn sem náði í listann fyrir hann hafði ruglað öllu saman svo Albert varð að raða öllu upp á nýtt. Getur þú hjálpað kallgreyinu? Listi yfir ríki og gjaldmiðla: 1. Danmörk 2. Spánn 3. England 4. Finnland 5. Ítalía 6. Grikkland 7. Indland 8. Mexico 9. Bandaríkin 10. Sovétríkin 11. Holland 12. Japan 1. Líra 2. Dollar 3. Pesetar 4. Gyllini 5. Rúblur 6. Finnmörk 7. Drachma 8. Pesos 9. Pund 10. Rupiur 11. Yen 12. Krónur ll'Zl ‘h-TI ‘g-oi ‘Z-6 ‘8-8 ‘01 -L ‘Z.-9 ‘IS ‘9-h ‘6-e ‘£-Z ‘zi-i :Joas Skrýtlur Þetta gerðist í heimavistar- skóla. Skólanefndin var þang- að komin til að líta eftir skóla- starfinu, og skólastjórann langaði til að sýna hvað nem- endurnir gætu. „Jæja, Guðjón, hver orti Passíusálmana?“ Drengurinn svarar í mesta fáti: „Eg segir ykkur alveg satt. Það var ekki ég.“ Þá reis skólanefndarfor- maðurinn úr sæti sínu og mælti: „Kallið aftur á dreng- inn. Mér líst ekki vel á hann, og það má mikið vera ef hann hefur ekki gert það þó að hann þræti.“ „Mamma, við erum í skóla- leik“, sagði Sigga litla. „Þá vona ég, að þú kunnir að hegða þér sæmilega,“ sagði mamma hennar. „Ég þarf ekkert að hegða mér vel, ég er kennarinn.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.