Þjóðviljinn - 19.04.1984, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 19.04.1984, Blaðsíða 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVIL.IINN Fimmtudagur 19. aprfl 1984 Olafur Gíslason skrifar Ápáskumminnast menn sigurs lífsins yfir dauöanum fyrir tilverkpaö hinnar auðmjúku fórpar, þjáningarog dauða, Mátturinn fullkomnast í veikleika, sagöi pqstulinn, og allt þetta getum viö lesiðúrmyndum mexíkönsku listakonunnar Fridu Kahlo. Myndirhennareru einstök mannleg heimild um þjáningu og dauða sem sköpunarmátturinn og lífskrafturinn hefur umbreytt í margræð og áleitin listaverk. Listin var henni lífsmáti og tæki til þess að umbreyta þjáningunni í fegurð og þannóræðaog óbrotgjarna sannleika, sem listin ein getur miðlað. Mátturhennar fullkomnaðist í veikleikanum. Frida Kahlo fæddist í Coyoacan, útborg Mexíkó City, 1907. Faðir hennar var ljósmyndari af þýskum ættum en móðirin mexíkönsk. Fimmtán ára gömul lenti hún í bíl- slysi, sem leiddi hana til æfilangrar bæklunar. Hún þurfti að liggja í heilt ár á sjúkrahúsi og var meira og minna bundin við hjólastól upp frá því, vegna hryggbrots og fleiri áverka. Áverki af slysinu gerði hana einnig ófæra um að geta barn. Á sjúkrahúsinu byrjaði hún að mála, og líf hennar var upp frá því stöðug barátta við þjáninguna, þar sem hún hafði pensilinn að vopni. Hún gekk ung í kommúnista- flokk Mexíkó og kynntist þar mál- aranum Diego Rivera, en vegg- myndir hans höfðu þá þegar vakið aðdáun hennar. Þau gengu í hjóna- band árið 1929, skildu 10 árum séinna, en gengu aftur í hjónaband eftir eins árs skilnað. Sjúkdómur hennar gerði það að verkum að hún þurfti stöðugt að bera korsett úr gipsi. Oftar en einu sinni missti hún fóstur vegna bækl- unar sinnar og hún gekkst undir um 30 skurðaðgerðir á 32 árum. Frida Kahlo fór nokkrum sinnum til Bandaríkjanna sér til lækingar, og hún hélt myndlistarsýningu í New York 1938 og í París 1939. Þegar Leo Trotzkí var landflótta í Mexíkó 1937 bjó hann um tíma í húsi Fridu Kahlo. Þangað kom franski rithöfundurinn Andre Breton sama árið, og hreifst hann Konan sem gaf mér á brjóst, 1937. „Mó&ir mín gat ekki haft mig lengi á brjósti, því 11 mánuðum á eftir mér kom Cristina systir mín í heiminn. Ég fékk mjólk úr brjósti annarrar konu, og var brjóst hennar þvegið áður en ég drakk...“ Þannig segir Fri- da Kahlo sjálf frá. í myndinni sem hún málaði 1937 verður konan sem gaf henni brjóst ímynd móður nátt- úru. Mjólkurkirtlarnir i brjósti hennar eru sem vínberjakiasar og safinn úr þeim er sem regnið sem fellur af himni og frjóvgar frumskógargróð- urinn í bakgrunni. Frida málar sjálfa sig með andliti fullorðinnar konu en líkama barns, rétt eins og á gotnesk- um myndum af Maríu og Kristi, en konan sem gefur brjóstið er dökk á hörund og ber sviplausa steingrímu móður jarðar sem jafnframt minnir á forna indíánamenningu Mexíkó. uðu þeir Siqueiros og Rivera sögu- leg málverk, sem í stíl og framsetn- ingu áttu sér fyrirmyndir jafnt í veggmyndum Giottos og fleiri fresco-málara frá endurreisnartím- anum í Evrópu sem í hinni þjóð- legu myndlistarhefð Mexíkó, kú- bismanum sem Rivera hafði kynnst í París og myndum málara eins og Gaugin og Cesanne. Draumur eða veruleiki Myndir Fridu Kahlo voru ekki sögulegar eða mónúmental með sama hætti og verk eiginmanns hennar, og því verður ekki haldið fram að áhrif frá Rivera sjáist í verkum hennar. Myndir hennar eiga sér djúpar persónulegar rætur, og hún gerir ekki greinarmun á innri og ytri raunveruleika í verk- um sínum. Andre Breton sagði verk hennar vera í anda súrreal- ismans en Diego Rivera kenndi raunsæi hennar við einstaklings- bundna heildarhyggju sem ekkert ætti skylt við súrrealisma. Hann lagði áherslu á sérstöðu hennar sem listamanns: „í myndum henn- ar er harmleikurinn ekki drott- „Frida Kahlo stendur sem skínandi demants- djásn á þeim punkti þar sem línur stjórnmálanna (heimspekinnar) og listar- innar mætast og þar sem þær eiga vonandi eftir að sameinast í sömu bylting- arsinnuðu vitundinni án þess að hinir ólíku eðlis- þættir þeirra ruglist sam- an.“ Andre Breton (1938) nandi. Það hafa margir misskilið. Hinn formyrkvaði sársauki hennar er sá flauelsmjúki bakgrunnur sem lýsandi líkamsorka hennar birtist í, hin hárfína tilfinning, lýsandi gáfur og ósigrandi kraftur, sem nýttist henni í baráttunni fyrir lífinu...“ Sjálf sagði Frida Kahlo: „Þeir héldu að ég væri súrrealisti, en það var ég ekki. Ég hef aldrei málað drauma. Ég hef málað raunveru- leika minn.“ Opnar undir Fridu Kahlo mjög af verkum Fridu. Sýning Fri- du í París var undirbúin af þeim félögum Marcel Duchamp og Ánd- re Breton. Barátta hennar við sjúkdóminn tók mjög á líkamsþrek hennar og um tíma þjáðist hún einnig af drykkjusýki og ofneyslu deifilyfja. f upphafí 6. áratugarins hrakaði heilsu hennar mjög, og þurfti að fjarlægja annan fótlegg hennar árið 1953. Hún sameinaði það að vera marxisti og listamaður og til hinsta dags tók hún virkan þátt í barátt- unni fyrir frelsun verkalýðsstéttar- Hefð og nýsköpun Frida Kahlo var svipmikill per- sónuleiki af myndum að dæma, í meðallagi há, grönn og veikbyggð. Hún hafði yndi af þjóðlegri listhefð Mexíkó og skreytti hús sitt með þjóðlegum listmunum. Hún safn- aði helgimyndum þeim, sem al- gengt er að alþýðamannagefikirk- |úm í Mexíkó í fyrirbæn um frels- un undan þjáningu og dauða. Myndir hennar sjálfrar þykja margar bera keim af þessari al- þýðulist. Hún gekk oft í Techuan- rætur sínar í djúpri persónulegri reynslu hennar sjálfrar, en hann er um leið afsprengi þeirrar endur- vakningar sem varð í mexíkanskri myndlist samfara hinni þjóðlegu byltingu verkamanna og bænda í Mexíkó á 2. áratugnum. Þar stóðu fremstir í flokki þeir David Alfaro Siqueiros, Orzco og Diego Rivera. Var þeim falið af byltingarstjórn- inni að skreyta veggi opinberra bygginga, og eru myndir þeirra innblásnar þeim þjóðlega ídeal- isma sem einkenndi byltinguna auk þess sem þær hafa oft sterka skír- Rætur, 1943. Æðar, rætur, taugar og hár eru algeng tákn í myndum Fridu. Brjóstið er opið, úr því vaxa greinar og laufblöð, æðar blaðanna breytast í rætur sem hverfa ofan í jörðina. innar undan oki heimsvaldastefnu og kapítalisma. í júlí 1954 tók hún þátt í fundi sem haldinn var til þess að mótmæla valdaráninu í Guate- mala þegar lýðræðislegri stjórn Jacobo Arbenz var steypt. Fá- einum dögum síðar lést hún á heimili sínu í Coyoacan, 47 ára gömul þjóðbúningi sem er skósíður með blúnduverki og blómaútsaumi eins og til þess að undirstrika þjóðlegar rætur sínar og hið kvenlega í eðlis- fari sínu. Myndir hennar eru engu líkar, en virðast oft eins og undarleg sam- blanda alþýðulistar og helgi- mynda. Hinn sérstæði stíll hennar á skotun til hugmynda sósíalista og marxista um frelsun verkalýðsins. Þeir vildu leiða hina þjóðlegu bylt- ingu áfram yfir í sósíalisma og stétt- laust þjóðfélag. Á meðan brautryðjendur mynd- listarinnar í Sovétríkjunum á bylt- ingaráratugnum leituðu til hinnar óhlutbundnu formsköpunnar mál-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.