Þjóðviljinn - 19.04.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. aprfl 1984
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvœmdastjóri: Guörún Guömundsdóttir.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Blaðamenn: Auður Stvrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
Iþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson.
Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir.
Símavarsla: Margrót Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson
Pókkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent hf.
Agreiningur
okknum
Ag
ífi
Svo virðist sem ágreiningur innan stjórnarflokkanna
fari nú vaxandi. Þannig lýsir einn helsti forystumaður
Framsóknarflokksins í Reykjavík yfir harðri andstöðu í
flestum greinum við núverandi valdaforystu Framsókn-
arflokksins og gagnrýnir heljartök SÍS-toppanna í
flokknum.
í Sjálfstæðisflokknum er Þorsteinn Pálsson orðinn
valdastofnun við hlið sumra ráðherra gegn öðrum og í
neitar m.a.s. að mæta á fundi með einum þeirra.,
Flokkseigendaklíkan í Sjálfstæðisflokknum bíður nú
einungis færis til að klekkja á fjármálaráðherranum,
sem þeim finnst gera ríkisstjórnina kjánalegri en hún
þyrfti að annars að vera. Frjálslyndari armur Sjálfstæð-!
isflokksins hefur heldur ekkert fyrirgefið framkomu
flokkseigendaklíkunnar við Gunnarsarminn á síðast-
liðnu ári. Það er því mikilla tíðinda von úr Framsóknar-
og Sjálfstæðisflokkum á næstunni.
Ekki virðist Alþýðuflokkurinn heldur eiga sjö dag-
ana sæla, þarsem blaðið hans tilkynnir einn daginní
pólitískt andlát Kvennalista og Bandalags jafnaðar-
manna, en býður uppá brúðkaup með þeim hinn dag-
inn. Alþýðuflokkurinn verður að fara að gera það upp
við sig hvort Kvennalistinn og Bandalag jafnaðar-
manna er pólitískt lík ellegar þá blómarós. En fátt segir
meira um tilvistarkreppu Alþýðuflokksins en einmitt
þessar andlátstilkynningar og bónorð á víx.
Gegn hernum á páskum
Það fer vel á því um páskana að haldin skuli friðar-
vika á íslandi. Um helgidagana gefur fólk sér gjarnan
rýmri tíma til nauðsynlegrar íhugunar um hinstu rök
mannlífs, og friðarstarfið er mótvægi við óttann af
sprengjunni sem vofir yfir mannkyni.
Kristnir menn leggja áherslu á að friðarboðskapur
kristinna eigi erindi til nútímafólks, sem hefur ekki
annað en lífsstarfið og samtakamáttinn að reiða sig á
gagnvart hinni tæknivæddu gjöreyðingu sem risavöldin
ógna hvert öðru og þjóðum heims með.
Friðarvon mannkyns er bundin mætti friðarsamtak-
anna til að knýja stórveldin til að fækka gjöreyðingar-
vopnum og leggja þau niður.
Um þessa almennu andstöðu við kjarnorkuvopnin
ríkir víðtæk samstaða meðal manna og samtaka. En um
leið og þarf að taka afstöðu til einhverra þátta kjarn-
orkuvígbúnaðarins, þá fer minna fyrir slíkri samstöðu.
Hvernig er og hægt að vera á móti kj arnorkuvopnum en
samþykkja tæknibúnað til beitingar kjarnorkuvopna á
eigin landi? Hvernig er hægt að vera á móti skiptingu
álfunnar í tvær valdablokkir og styðja svo aðra gegn
hinni? Hvernig er hægt að vera á móti kjarnorkuvíg-
búnaði hernaðarbandalaganna en styðja svo annað
hernaðarbandalagið gagnrýnislaust?
Nató sem íslendingar eiga illu heilli aðild ao oyggir
hernaðarstyrk sinn á kjarnorkuvopnum. Andstæðingar
kjarnorkuvopna komast ekki hjá því að taka afstöðu
gegn bandaríska hernum í landinu og hernaðarbanda-
laginu sem byggir mátt sinn á kjarnorkuvopnum.
Vonandi gefur lesþjóðin sér tíma til að íhuga þannig
um páskana að auki með henni þor til að leggja raun-
verulega eitthvað af mörkum í þágu friðar í heiminum.
Þeim sem ekki getur hirt sómasamlega eigin garð, verð-
ur ekki treystandi til að annast ræktun í öðrum görðum.
A dögum friðarins er ekki komist hjá jþví að svara
nærgöngulum spurningum um herstöð á Islandi og að-
ildina að Nató.Vonandi þokar friðarstarfið um pásk-
ana fleirum til samstöðu um slíkt hlutverk friðarhreyf-
ingar á íslandi.
Um páskana fer vel á því að hefja friðar- og bræðra-
lagshugsjónir sósíalismans á loft. Þjóðviljinn óskar les-
endum sínum og landsmönnum öllum friðar og gleði-
legs sumars. Gleðilega páska!
Ekki er annað að sjá en efnið falli í góðan jarðveg hjá börnunum en barnadagskrá Friðarpáska er sérlega
vönduð. (Ljósm. - eik -)
Aðstandendur í 7. himni
„Við erum í sjöunda himni yfir
móttökunum sem dagskráin hefur
fengið“, segja aðstandendur Frið-
arvikunnar, sem haldin er í Nor-
ræna húsin þessa dagana og lýkur
ekki fyrr en á annan í páskum en þá
er síðasti dagurinn. Börn og full-
orðnir hafa streymt til hússins frá
því það var opnað og oft hefur salur
þess reynst alltof lítill „þegar óður
tii lífsins hefur verið kveðinn af
listamönnum“, segja aðstandend-
urnir.
Blaðakostur verður enginn yfir
páskana og dagblöð koma ekki út
fyrr en næsta miðvikudag. Því vilja
aðstandendur Friðarpáska 1984
vekja sérstaka athygli á nokkrum
atriðum, sem verða á dagskrá
næstu dagana.
Sýningin í anddyri Norræna
hússins, sem unnin er af íslenskum
læknum og eðlisfræðingum, hefur
vakið mikla athygli og það er vel
þess virði að bregða sér í Norræna
húsið til þess eins að líta hana
augum. A veggspjöldum hefur ver-
ið komið fyrir ljósmyndum,
teikningum og skrifuðum upplýs-
ingum er sýna áhrif kjarnorku-
sprengjunnar og afleiðingar. Sér-
stök dagskrá lækna og eðlisfræð-
inga verður í Norræna húsinu á
föstudaginn langa milli kl. 15 og 17
og þar munu læknar og eðlisfræð-
ingar flytja erindi um ógnir og áhrif
kjarnorkuvígbúnaðar.
Morgundagurinn, skírdagur og
sumardagurinn fyrsti, verður helg-
aður börnum á öílum aldri. Barna-
tímar verða bæði uppi og niðri. Á
efri hæðinni hefst dagskráin kl. 15
og verður einkum miðuð við yngri
börn. Á neðri hæðinni mun Há-
skólakórinn syngja kl. 16.00.
Barnaleikhúsið Tinna sýnir og
Olga Guðrún Árnadóttir og Þórar-
inn Eldjárn lesa úr verkum sínum.
Um kvöldið verður íslenska hljóm-
sveitin og fleiri með konsert.
Á laugardag kl. 15 verður fjallað
um framlag kvenna til friðarbar-
áttu. Steinunn Harðardóttir, Mar-
ía Jóhanna Lárusdóttir og Guðrún
Agnarsdóttir munu flytja erindi og
frásögur og ýmsar konur lesa og
syngja.
A páskadag verður páskavaka
fyrir börn og fullorðna frá kl. 15 og
þar mun m.a. Jón Ormur Halldórs-
son flytja erindi um efnahagslegt
misrétti í heiminum og biskup Is-
lands, hr. Pétur Sigurgeirsson,
flytur ávarp um siðferðilegu af-
stöðu kristinna manna til stríðs.
Um kvöldið verður endurtekinn
leikþátturinn „Ég læt sem ég sofi“,
en hann þótti heppnast sérlega vel
þegar hann var fluttur á síðasta
laugardag.
A síðasta degi friðarvikunnar,
annan í páskum lýkur dagskránni
með því að Steingrímur Her-
mannsson, forsætisráðherra, tekur
við gestabók Friðarvikunnar. í
hana hafa ritað nöfn sín allir þeir,
sem vilja taka undir áskorun Frið-
arpáska 1984.
Friðarpáskar 1984 eru fjármagn-
aðir með sölu merkja, plakata og
happdrættismiða, en vinningar eru
myndverk, sem eru til sýnis í and-
dyri kjallarans.
ast
Allir þeir aðilar sem að Friðarpáskum standa eru með kynningarbása í bókasafni og á göngum Norræna
hússins milli kl. 16 og 18 alla daga (Ljósm. Atli)
Friðarpáskar ’84 á Húsavík
Fjölskylduhátíð í Félagsheimili
Húsavíkur á laugardag fyrir
páska undir kjörorðunum: Fyrir
friði, kjarnorkuvígbúnaði og allri
stríðsógnun í heiminum. Hátíðin
hefst kl. 2.
• Fjölbreytt dagskrá. Flutt verða stutt
ávörp.
• Hljómsveitirnar EXPORT og
ZKJALWANDI leika.
• Vídeósýning frá Greenham Common.
• Baráttusöngvar.
• Barnavettvangur í kjallara (gæsla).
Allir Þingeyingar eru hvattir til
að fjölmenna. Munum blysförina
fyrir friði á Þorláksmessu! Höld-
um baráttunni áfraríi!
Friðarhópur Húsvíkinga