Þjóðviljinn - 19.04.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN' Fimmtudagur 19. aprfl 1984
SKÚRINGATANGÓ OG
Svavar Gestsson hlustar með athygli á nákvæma leiðsögu í bleyjupressun í Neskaupstað.
Ljósm.: Ólöf Þ.
„Þarna sjáiði merkin um tertíerhásléttuna og þarna er megineldstöðin". Hjörleifur í léttum
fyrirlestri um jarðfræði en Margrét, Svavar og skrásetjari hlusta á og reyna að vera greindarleg
á svípinn. Ljósm.: Jón Ingi.
Svavar er gamall niðurrifsmaður að austan frá því fyrr á öldinni þegar hann
var í pólltísku læri í Neskaupstað hjá Óla komma og reif þá niður auðvaldið á
kvöldin en á daginn rifu þeir í sameiningu hús. Hér er Svavar hins vegar á
uppbyggilegu spjalli við Fáskrúðsfirðing. Ljósm.: Jón Ingi.
Sviglnn bogar af Hjörleifi austfjarðargoða skólausum, enda myndin tekln
rétt (þann mund sem hann er að Ijúka skúringatangónum. Ljósm.: Ólöf Þ.
Þriðji hver maður er með sósíal-
íska hrygglengju á Austurlandi og
marga kosninganóttina hefur
manni þá loks verið tosað upp úr
hyldýpi vonleysisins þegar tölur að
austan taka að berast. Guði sé lof
fyrir Neskaupstað var þá einu sinni
sagt í Vesturbænum og sopið á aft-
ur.
Fyrir skömmu fór mikið kappa-
lið á vegum Alþýðubandalagsins í
ferðalag um Austurland til að
treysta bönd flokks og Austfirð-
inga, kynna stefnuna og kanna
hljóðið í garð stjórnar og stjórnar-
andstöðu. í þessa för fór ég sem
opinber skrásetjari fyrir málgagn-
ið
Ferðinni austur var þannig hátt-
að að hópnum var skipt í tvennt og
flaug helmingur á miðvikudegi en
afgangurinn degi síðar. Þetta heitir
sovéskf skipulag og er til að koma í
veg fyrir að forystusveit byltingar-
innar týnist í einu lagi ef forlögin
eða andskotar hreyfingarinnar
kjósa að sprengja farkostinn í loft
upp eða senda hann yfir á Kola-
skaga.
Eg mætti í Reykjavíkurnepjunni
útá flugvöll og þurfti náttúrlega að
byrja á því að standa í halfgerðum
stympingum við Flugleiðir útaf
miðanum mínum, en þeim
slagsmálum lyktaði eins og ævin-
lega með sigri alþýðunnar og ég
flaug sæll austur á bóginn við hlið-
ina á Margréti Frímannsdóttur,
oddvita á Stokkseyri og gjaldkera
flokksins. Margrét var flughrædd
og til að herða hana sagði ég flug-
slysasögur á leiðinni austur.
Framar í vélinni sátu Svavar for-
maður og Hjörleifur Guttormsson
Austfjarðagoði og lögðu hernaðar-
áætlun ferðarinnar. „Gasalega eru
þeir nú huggulegir" hvíslaði kona
tveimur sætum aftar. Ég þakkaði
guði fyrir að Ragnar Arnalds var
ekki með í förinni, í minni ætt þykir
hann svo penn og lekker að í síð-
ustu kosningum lá við að Alþýðu-
bandalagið fengi ein tuttugu við-
bótaratkvæði bara útá vangasvip-
inn einan.
í Neskaupstað var einmuna-
blíða, gleiðir pottormar ögruðu
sólinni með því að glenna framan í
hana sköllótta bringuna og niðrá
bryggju voru kallar sem reyndu að
telja sunnanmönnum trú um að
svona hefði veðrið verið næstum
frá áramótum. „Er ekki alltaf tóm
djöfuls rigning á Austurvelli?“
spurðu þeir svo og glottu útí annað.
Þingflokkurinn var ekki frá því að
hjá sumum væri þar að minnsta
kosti allskýjað á stundum.
Hnefaleikar Árna Johnsen í
Sjómannaskólanum báru á góma
og einn af köllunum sagði að þetta
væri nú ekki fyrsta kjaftshöggið
sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði
greitt íslenskri alþýðu í vetur. Við
þetta léttist brúnin á þingmönnun-
um, og þeir héldu reifir með gjald-
keranum upp í Sildarvinnsluna,
þar sem kjaftforir strákar saumuðu
að þeim. Þegar þingmennirnir
báðu svo um spurningar gall við
munnvösk kona: „Er nokkur mun-
ur á flokkunum - er ekki sama
rassgatið undir ykkur öllum?“
Mestur fundaskelfir í Neskaup-
stað er hvatskeyttur piltur, Pétur
Óskarsson, flæðandi mælskur og
lætur ekkert tækifæri ónotað til að
segja veröldinni til syndanna. Á
opnum fundi með ferðalöngum Al-
þýðubandalagsins þótti honum
Framsóknarvaldið bölvað, ekki
voru Sjálfstæðismenn betri, en
sýnu verst voru þó Alþýðubanda-
lagsfólin. Pétur hélt mikla og
þrumandi ræðu um hin óheyrilegu
slæmu áhrif flokksins á ástandið í
Neskaupstað og klykkti út með að
lýsa yfir að „Alþýðubandalagið
veit ekki hvaða araug það vakti
upp þegar það kaus að etja kappi
við mig“. Þessu voru fundarmenn
hjartanlega sammála, en þó kvað
við í einum: „Þú ert nú ekki orðinn
að afturgöngu ennþá, Pési minn,
eða ertu kannski genginn í Alþýð-
uflokkinn?"
Pétur Óskarsson var hins vegar
ekki búinn að segja sitt síðasta orð.
Skömmu síðar steig hann enn í
pontu og nú sýnu hraðmælskari en í
hið fyrra sinni, og kvartaði undan
vínsölu óprúttinna manna sem
hann tók þó fram að væru ekki í
Alþýðubandalaginu. Guðhræddir
menn og góðviljaðir drógu þetta
allmjög í efa en Pétur gaf sig ekki:
„Viljiðið að ég sýni ykkur tómu
flöskurnar sem liggja hérna út með
húsveggjum?“ spurði hann og skók
hnefann til að undirstrika alvöru
málsins. „Æi vertu ekkert að því,
Pétur minn“ var þá sagt útí salnum,
„ekki nema þær séu fullar“.
Eftir að hafa staðið í munnhöggi
við vini og skyldulið um ágæti sósí-
alismans um hartnær tíu ára skeið,
þá er uppbyggjandi að koma í pláss
eins og Neskaupstað. Félagshyggj-
an slær í brjóstum meirihlutans,
þægileg forakt á Nató og banda-
rísku herstöðinni liggur í landi, og
Sjálfstæðisfólk í bænum er ekki
ýkja fjölmennara en afkomendur
Neanderdalsmannsins.
Þessa sér líka staði. í Neskaup-
stað er hið fræga barnaheimili, sem
vinstri meirihlutinn í bæjarstjórn-
inni lét reisa af mikilli framsýni
fyrir einum fimmtán árum, og gat
sér frægðarorð fyrir að auglýsa eftir
börnum til að passa! Á meðan búa
flest önnur pláss á landinu náttur-
lega við mikinn skort á dagvistar-
aðstöðu.
Heilsugæslumál eru líka vel á
vegi stödd, verið er að byggja íbúð-
ir fyrr aldraða sem eru tengdar með
gangi við heilsugæslustöðina og til-
vonandi íbúar þurfa ekki annað en
ýta á hnapp ef eitthvað kemur fyrir
og hjúkrunarfólk snarast þá á vett-
vang um leið. Þetta er sniðugt ný-
mæli og mikið öryggi fyrir aldrað
fólk. Enda hitti ég keikan öldung í
Sfldarvinnslunni, Stefán Einarsson
sem verður 85 ára í sumar, sem lét
svo um mælt að „hann Stefán minn
spítalaformaður verður aldrei of-
lofaður fyrir sitt góða starf“. Hann
sagði mér líka að bæjarstjórnin
tæki ekki hart á öldruðu fólki, það
þyrfti ekki að borga útsvar og fast-
eignagjöld væru lítil eða engin
nema viðkomandi hefði miklar
tekjur.
„En best er þó“ sagði Stefán, „að
hér er engum sagt upp vegna
aldurs" og klykkti út með því að
kveðast harðákveðinn að vinna í
Sfldarvinnslunni um langa hríð
enn.
Ætli ég flytji bara ekki sjálfur
austur með spúsu mína þegar fer að
líða á seinni hálfleikinn hjá okkur.
í fylgd með Margréti gjaldkera
og þingmönnunum tveimur rölti ég
um heilsugæslustöðina og þótti
mikið til koma. Stundin varð þó
enn hátíðlegri þegar ég uppgötvaði
að Svavar formaður hafði í ráð-
herratíð sinni vígt stöðina. Af því
tilefni dró ég skó af fótum mér,
enda var þá búið að benda mér
kurteislega á að siðað fólk gerði
það yfirleitt í þessu ágæta húsi.
Niðrí kjallara slysuðumst við
inní herbergi þar sem einbeittir
sjúkraþjálfarar voru að kenna kon-
um að bera sig rétt til við skúringar,
og höfðu á lofti vígalegan skrúbb.
Þær horfðu hungruðum augum á
þingmennina. Svavar sá að hverju
dró og hélt sig aftarlega í hópnum,
en Austfjarðagoði mátti ei sköpum
renna. Stúlkurnar höfðu engin um-
svif, skelltu sér á hann og komu
honum í mikla skúringahrinu. „Ég
kann þetta nú“ maldaði aumingja
Hjörleifur í móinn, en hlaut enga
náð fyrir augum hinna vígreifu
kvenna. Honum var ekki sleppt
fyrr en hann hafði sveiflast með
skrúbbinn nokkra hringi á gólfinu.
„Hvað er eiginlega að mannin-
um?“ spurði gömul kona aldeilis
gáttuð þegar hún gekk framhjá af
tilviljun og sá Hjörleif í miðjum
skúringatangó, en Svavar og Mar-
grét glottu bara í laumi.
Á vinnustaðafundum og opnu
stjórnmálafundunum sem haldnir
voru víðs vegar um Austurland var
yfirleitt frekar glatt á hjalla. Fólk
var ekki hrætt við að spyrja þing-
menn og varaþingmenn spjörunum
úr, sér í lagi var stundum hressilegt
á kaffistofufundum í frystihúsun-
um.
Eitt vakti eftirtekt mína: í hvert