Þjóðviljinn - 19.04.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.04.1984, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 19. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA S Hver var Lára... .. sem Þórbergur Þórðarson skrifaði Bréfið til? Eitt merkasta og umdeildasta og jafnf ramt sérkennilegasta bókmennta- og ádeiluverk þessrar aldar er Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson sem kom út árið 1924. Það hefur verið gefið út í mörgum útgáfum og telst klassískt verk í íslenskum bókmenntum. En hver var þessi Lára sem Þórbergurskrifaði til? í Bréfinu sjálfu eru engar aðrar upplýsingar um hana en þær að hún sé Akureyringur og Þórbergur hafi kynnst henni nyrðra. „Mín góða og skemmtilegavinkona“ eru ávarpsorð Bréfsins. Sennilega hafa flestir sem lesið hafa Bréf til Láru veit því fyrir sér hver Lára hafi verið eða hvort hún hafi yfirleitt veriðtil. Þaðvarhún reyndarog hérverðatíndar saman nokkrar upplýsingar um hana. í einu af bréfum Þórbergs til Sólu sem gefin voru út á síðasta ári (bréfið er dagsett á ísafirði 6. ágúst 1922) er meistarinn að segja Vil- mundi Jónssyni ferðasögu sína. Þar segir m.a.: „ A Akureyri fann ég varla nokk- urn mann, sem ég hefði verulega gaman af að tala við. Þó kynntist ég þar 57 ára gamalli piparjómfrú. Hún heitir Lára Ólafsdóttir, systir Péturs kaupmanns Ólafssonar í Reykjavík. Láru þessa líkaði mér vel við. Hún hefir sápuverzlun þar í bænum. Heim til hennar vorum við boðnir og vel komnir nokkrir Reykvíkingar, sem saman vorum á Akureyri. Þar höfðum við eins konar málfundasamkundur á kvöldin. Á eftir drukkum við kaffi eða soðið vatn. Lára er góðhjörtuð manneskja, ekki laus við að vera skemmtileg, en hefir afneitað heiminum.“ „Ætli heimurinn hafi ekki heldur afneitað henni,“ bætti Vilmundur við. „Veitégþað.aðmargir afneita heiminum, af því að heimurinn hefir afneitað þeim, þeir eru ekki útgengileg vara. En ég hygg, að eftirspurn eftir Láru þessari hafi hlotið að vera meira en framboð á hennar yngri árum. En aldurinn gerir flesta vöru óútgengilega.“ Á þessa leið byrjaði nú samtalið. í samtalsbók sinni, í Kompaníi við allífið, spyr Matthías Johann- essen Þórberg út í tilurð Bréfs til Láru. Þar segir m.a.: „Þegar ég byrjaði að skrifa bréfið, datt mér aldrei í hug að birta það. Mig langaði bara að skrifa Láru Ólafsdóttur skemmti- legt bréf. Ég sendi henni eintak af því. Það var dálítið frábrugðið hin- um eintökunum. Ég heyrði aldrei neitt frá Láru gömlu, en vona hún sé nú á Sumarlandinu, eða kannski Bláu eyjunni. Þar kvað vera fall- egt. - Þú hefur auðvitað enga hug- mynd um, hvað varð um eintak hennar af bréfinu? - Nei, ég hef enga hugmynd um það. Ætli það hafi ekki lent hjá frændfólki hennar. Það var óbók- læst fólk, en hafði vit á peningum. - Hvemig var Lára? - Hún hafði stórt nef eins og ættin. Hún var mikill guðspekingur og ég hafði það mér til skemmtunar að koma henni til að hlæja með óviðurkvæmilegu tali um guð- spekileg efni. Var það kannski það, sem þú vildir vita.? - Já, kannski. Var hún gömul? - Hún var nokkuð gömul, miklu eldri en ég. Og fremur ófríð eins og fleiri í ættinni, og í öllum ættum. En ég kunni vel við hana. Við kom- um oft til hennar á guðspekiþing- inu á Akureyri og fengum alltaf kaffi. Það var gaman að láta hana hlæja. - En hvers vegna skrifaðirðu Láru bréf, Þórbergur? - Ástæðan var sú, að ég hitti Sig- ríði Björnsdóttur kaupkonu eitt sinn niðrí Austurstræti. Hún hafði verið með okkur á þinginu norður á Akureyri 1922, en fór aftur norður haustið 1932. Hún bar mér Lára Ólafsdótir kveðju Láru gömlu: - Þú ættir að skrifa henni nokkrar línur, sagði hún. Ég svaraði: - Það er bezt ég geri það. Þá var ég ekki eins latur til bréfaskrifta og nú og byrjaði strax, ég held 15. nóvember. Svo veiktist Lára og fór til Kaupmannahafnar. Ég heyrði, að hún hefði fengið magaberkla. Mér er sagt, að hún hafi haft bréfið á borðinu hjá sér. Hún var ekki farin að opna það, þorði það ekki. En svo áræddi hún að opna það. Og þá fór henni að batna. Én ég veit ekki, hvort þetta er satt.“ Svo segist Þórbergi frá í samtali við Matthías og þetta vekur kann- ski enn meiri forvitni um Láru. Hér verður reynt að rekja feril hennar í Sápuhúsið á Akureyrl. Hér réð Lára ríkjum. Ljósm.: Hailgrímur Einarsson. Innanbúðar í Sápuhúslnu. stuttu máli og stuðst við óprentað- ar minningar fyrrgreinds bróður hennar, Péturs A. Ólafssonar kaupmanns. Lára fæddist á Árbakka á Skag- aströnd í A-Húnavatnssýslu 16. september 1867 og var hún því 22 árum eldri en Þórbergur. Foreldrar hennar voru Ólafur Jónsson frá Helgavatni í Vatnsdal og kona hans Valgerður Narfadóttir frá Kóngsbakka í Helgafellssweit á Snæfellsnesi. Var hún elsta barn þeirra hjóna. Ólafur reisti sér íbúðarhús í Við- vík við Höfðakaupstað árið 1868 og hóf þar veitingarekstur en stundaði jafnframt búrekstur og sjóróðra en var þess á milli utan- búðarmaður í kauptíðum við Skag- astrandarverslun. Var hann kallað- ur Ólafur vert. Árið 1883 fluttust þau Ólafur og Valgerður til Akur- eyrar og reistu þar tvflyft hús við Strandgötu á Oddeyri og hófu þar ] hótelrekstur. Var það Hótel Odd- eyri sem rekið var með myndar- brag. Hótelið brann árið 1908 en þá voru þau hjón bæði látin. í endurminningum sínum segir Pétur um systur sína: „Lára var mest bókhneigð okkar ] systkina, enda elst, og las allt sem hún komst yfir, en bókasafn var ekki fjölskrúðugt hjá almenningi í þá daga. Lára var líka dálítið ein- ræn og út af fyrir sig, og man ég sjaldan eftir henni að leikjum með okkur hinum börnunum.“ Þegar Lára Ólafsdóttir var um hálfþrítugt fór hún austur á land til Eskifjarðar og stjórnaði í fáein ár verslun Túliníusar á Búðareyri við Reyðarfjörð. Þá sigldi hún til Kaupmannahafnar og á árunum 1894-97 lærði hún þar ljósmynda- iðn en að Hafnardvöl lokinni settist hún að um hríð á Stokkseyri hjá Ólafi Árnasyni kaupmanni, frænda sínum, og rak þar ljósmyndastofu. Á árunum 1898-1901 hafði hún svo Ijósmyndastofu á Búðareyri við Reyðarfjörð. Þá fluttist hún til Akrureyrar og átti heimili þar upp frá því. Skömmu eftir komuna þangað tók hún að sér stjóm á Sáp- ubúðinni fyrir Schous sápuverk- smiðjurnar dönsku og hélt þeirri stöðu eftir það meðan heilsan leyfði. Sápubúðin var til húsa að Strandgötu 5 í húsi Ragnars Ólafs- sonar konsúls en hann var einn bræðra Láru. Lára Ólafsdóttir leið af miklum magakvilla seinni ár ævi sinnar og var hún af þeim ástæðum á sjúkra- húsum í Danmörku um tveggja ára skeið (um 1925-27) og hugði henni þá engin lífs. En samt náði hún sér (hvort sem það hefur nú verið Bréfinu að þakka eða ekki) og fékk nokkurn bata. Pétur segir í endurminningum sínum: „Hún giftist aldrei og var mér vitanlega aldrei við karlmann kennd. Lára var líklega best gefin | af okkur systkinunum, mjög bók- hneigð og víðlesin. Seinni ár henn- ar var hún mikill guðs-spekingur og | helgaði mikið af kröftum sínum guðs-spekis-félagsskapnum, og arfleiddi hann að eftirlátnum fjár- munum, sem með húsparti hér á Akureyri námu um 8-10 þúsund krónum.“ Lára Ólafsdóttir, sem Þórbergur Þórðarson hefur gert ódauðlega í bókmenntasögunni, lést á Akur- eyri 24. ágúst 1932, tæpra 65 ára gömul. -GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.