Þjóðviljinn - 19.04.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.04.1984, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 19. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 ÞINGMANNAMAMBÓ Úr þessum föngulega hóp gall við, þegar þingmenn bá&u um spurnfngar, „Er nokkur munur á Merkl um löngu gleymdan hjónaskllnað á Fáskrú&sfir&l? flokkunum - er ekki sama rassgatið undir ykkur öllum?" Það er Stella Steinþórs sem er a& Ljósm. Jón Ingi. berja spaðaþristinum í bor&ið. Ljósm.: Ólöf Þ. sinn sem orkukostnaður og húsa- hitun bar á góma fór kliður um sal- inn, og fólk var greinilega algerlega sammála Hjörleifi Guttormssyni í fordæmingu hans á frammistöðu stjórnarinnar í því máli. „Næstum öll launin mín fara í orku- reikninga“ var viðkvæði margra kvenna á fundunum. Ekki léttist brúnin á fólki þegar Hjörleifur upplýsti svo að af þeim 150 miljón- um sem ríkisstjórnin lofaði að verja til að lækka húshitunar- kostnað og vega þannig aðeins gegn kjaraskerðingunni sem fólk varð fyrir 1983, hefðu einungis um 70 miljónir verið notaðar. Fólk var yfirleitt gáttað á þessu. „Eigum við þá 80 miljónir inní hjá stjórninni?“ var spurt, og ekki glöðum rómi. Konurnar eru undirstaða frysti- húsanna, þó ekki komi það ævin- lega fram í launaumslaginu. Þær gerðu líka góðan róm að máli Mar- grétar gjaldkera, sem er hagvön í frystihúsum, og fór fimlega um ýmsa galla bónuskerfisins. Eftir að hafa rætt um lág laun klykkti hún út við góðar undirtektir með því að spyrja: „Hverjir skapa verðmætin í þessu landi, eru það ekki konurnar í frystihúsunum og sjómenn?" A Fáskrúðsfirði var fundað í barnaskólanum og í hita umræðn- anna greip Svavar Gestsson til þess að nota töfluna til að skýra kjara- skerðinguna sem ríkisstjórnin hefði fært fólki. Þá var sagt í hálf- um hljóðum út við dyr: „Mikið andskoti krítar formað- urinn liðugt." Á leiðinni af Fáskrúðsfjarðarf- undinum yfir á Reyðarfjörð létum við Jón Ingi ljósmyndari þing- mennina syngja fyrir okkur. Eftir að hafa sungið á lágþýsku, há- þýsku, fornensku og ítölsku sungu þau loks Maístjörnuna og við blaðahundar lágum í hálfgerðum transi í aftursætinu. Við urðum sammála um að Hjörleifur gæti ekki bara sungið hetjutenór, held- ur líka fórnartenórinn, en þá rödd geta engir sungið nema skólaðir byltingarmenn. Sjálfir erum við Jón Ingi af þeirri kynslóð sem aldrei lærði að syngja en drakk þeim mun meira brenni- vín og söng helst ekki fyrr en horfin meira eða minna meðvitundarlaus undir vængi óminnishegrans. „Þetta er ófært“ sagði Hjörleifur af mikilli samúð og lofaði að leggja til á næsta landsfundi að flokkurinn stofnaði skóla fyrir söngfatlaða menn eins og okkur. Á laugardegi vöknuðum við í húsi Helga Seljan og sól skein í heiði. „Það er ekki hægt að láta formanninn sofa úr sér vitið“ sagði Hjörleifur og með diplómatískum fortölum tókst að koma honum á lappir. Kverkaskítur formannsins sem hafði gert vart við sig daginn áður var horfinn og til að greiða þakkarskuld sína við máttarvöldin, fór hann með nokkrar vísur eftir vin sinn Stefán Jónsson sem var þingmaður fyrir Alþýðubandalag- ið ekki alls fyrir löngu. Þá fyrstu hafði Stefán ort eftir að hafa hitt Lárus Salómonsson, sem hafði það meðal annars að atvinnu að skjóta lausahunda á Seltjarnar- nesi. Hvernig gengur? hafði Stefán spurt Lárus og fengið svarið: „Ja, ég er svona að skjóta hund og hund“. Af því tilefni orti þá Stefán: Mjög af sínum brœðrum ber, burða sinna nýtur. Lítið yfir lœtur sér Ldrus hundaskýtur. Öðru sinni hafði Stefán komið á Hótel Borg og hitt þar fyrrum ráð- herra Sjálfstæðisflokksins sem sat og snæddi steik með miklu af baunum og sultutaui. Ráðherrann fyrrverandi notaði eiginlega bara hnífinn sem borðáhald og gekk því ekki greiðlega að ná upp í sig baununum. Þá gaf Stefán honum þetta heilræði: Rektu nú af þér raunirnar. rífðu þig úr kifnum, berðu sultu á baunirnar, svo þœr balanseri á hnífnum. Aðra vísu hafði Svavar líka eftir Stefáni, sem ort er undir svonefnd- um slitruhætti. Hún varð til þegar Stefán þurfti að ganga fyrir Pétur heitinn Benediktsson bankastjóra, að fala fé: Fá- ég opna -tœktar trant, trauðla hjalað getur, pen- mér -inga er nú vant, yður að segja, Pétur. Á sunnudaginn var haldið í Borgarfjörð eystra, nú í fylgd Vil- borgar Harðardóttur varafor- manns flokksins, Helga Seljan og Sveins Jónssonar varaþingmanns. Á leiðinni rákumst við á hjörð hreindýra utan vegar og námum staðar til að skoða þau betur. Þau gláptu steinhissa á móti og Helgi Seljan hafði á orði að líkast til hefðu þau ekki séð Svein varaþing- mann áður. Þau voru hálf fram- sóknarleg en við Jón Ingi lögðum samt til að þingflokkurinn skreiddist út úr bílnum og tæki í framlöppina á þeim, þau myndu þá kannski kjósa Alþýðubandalagið í næstu kosningum. Því var fálega tekið. • Á leiðinni í Borgarfjörð sögðum við Helga Seljan brandara um alla hina þingmenn Alþýðubandalags- ins og Helgi hló svo rosalega að hann ók næstum útaf og varaþing- maðurinn af Egilstöðum varð bæði bflhræddur og guðhræddur og bað Helga að gæta að akstrinum. Hins vegar fékkst Helgi ekki til að segja neinar góðar sögur af kollegum sín- um og bar fyrir sig að það væri hefð í þingflokknum að treysta aldrei blaðamönnum Þjóðviljans fyrir slúðri. Hann sagði okkur þó söguna af kaupmanninum fyrir austan sem átti vingott við bóndakonu í sveitinni og kom þar ástarleikjum þeirra að hún varð léttari að syni. Til að eyða nú öllum grunsemdum hjá eiginmanni frillu sinnar hringdi kaupmaður í bónda og óskaði hon- um hjartanlega til hamingju með soninn. Við því kom hið snúðuga svar: „Takk sömuleiðis“. Fleiri góðar sögur e'ru að austan. Þjóðkunnir bræður sem best er að nefna ekki urðu fyrir því áfalli að missa föður sinn og komu fljúgandi að sunnan til að jarðsetja gamla manninn. Á útfarardegi gerði aft- akaveður og úrhelli, og þegar sá gamli var loks kominn undir græna torfu var ekki eftir þurr þráður á bræðrunum. Þegar þeir vöknuðu morguninn eftir og gengu út á hlað var hins vegar komið blíðskapar- veður og sól. Þá lítur annar þeirra upp og segir stundarhátt: „Mikið andskoti væri gaman að jarða hana mömmu í dag“. Helgi minnti mig líka á söguna af Ernest Bevin, sem á sínum tíma var einn helsti forsprakki bresku verkalýðshreyfingarinnar. Bevin var stirðbusi í vexti, þykkur vel og ekki lipurmenni í hreyfingum. A dansleik varð mönnum starsýnt á hann hreyfast eftir dansgóífinu, mestmegnis á gangfærum döm- unnar, og nálægu prúðmenni varð að orði: „Ekki vissi ég hann Bevin okkar dansaði". Nærstaddur íhaldsmaður svaraði þá að bragði: „Það er ekki von, þetta er ekki dans, þetta er verkalýðshreyfing". í Borgarfirðinum voru okkur gefnir baggalútar. „Eru þeir ekki líka kallaðir hreðjasteinar?“ spurði Vilborg varaformaður. „Ég hélt þeir ættu alltaf að vera tveir sam- an“. Borgfirðingar kváðu reynandi að selja hreðjasteinana útlendum ferðamönnum. í anda atvinnu- stefnu Alþýðubandalagsins settum við þegar í stað fram þá hugmynd, að líklega mætti stórbæta atvinnu- ástand á Austurlandi með því að drífa Austfirðinga í að sauma púnga úr hreindýraskinni utan um steinana og selja þá þannig tvo og tvo saman. „Upplagt“ gall við í ó- nefndum ljósmyndara, „menn geta þá fitlað við púnginn hvenær sem þeir vilja“. -ÖS Margrét Frímannsdóttir (t.v.): „Hverjir skapa ver&mætin i þessu landi? - Eru það ekki konurnar í frystihúsunum og sjómenn?" Ljósm.: Jón Ingi. Pétur Óskarsson í Neskaupstað var ómyrkur í máli: „Alþýðubandalagi& veit ekki hvaða draug það vakti upp þegar það kaus að etja kappi við mig“. Ljósm.: ÖS.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.