Þjóðviljinn - 19.04.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.04.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. aprfl 1984 helgarsyrpa Thor Allt þetta fólk sem leggur sig fram af alúð í kórum og hljómsveitum, sem á öðrum sviðum andlegrar ræktar undir listrænum merkjum, það á sannarlega skilið að hljóta fyrirgreiðslu úr sameiginlegum sjóðum og austur úr féhirzlum einstaklinga. Pólýfónkórinn Ingólfs Guðbrandssonar, Hamrahlíðarkórar Þorgerðar og Lang- holtskirkjukór Jóns Stefánssonar, ég nefni að sinni bara þetta þrennt, og minni á alla þá gleði og sáluhjálp, lífsyndi sem fjöldi fólks hefur af því að starfa í svona kórum, sumt árum saman eða svo áratugum skiptir, og veitir öðrum unað. Frumkvöðlum slíkra virkjunarátaka verður seint þakkað. Það var mikið gæfuspor sem sr. Sigurður Haukur sóknarprestur steig þegar hann réð Jón Stefánsson organista, þennan unga Mý- vetning til starfa við kirkju sína, og hefur stutt hann síðan allan tíð að ráðast í stór- virkin, byggja upp kórinn, hann hefur flutt margar perlur tónaskáldskaparins í ýmsum dúr með sóma, allt frá Missa creola um árið þar sem kirkjusalurinn kvað við af himn- Listin er ómetanleg eskri karnevalsgleði og tilhlökkun þel- dökkra í kynstofnablöndu Suður-Ameríku með engan gúmmítékk á eilífa sælu þótt teygja mætti og skiljanlega ríkti dansinn í sálmunum þeim; gleðin drottnaði í kirkj- unni frumstæð og forlyft á leið sinni til himna, táradalurinn fátækrahverfisins horfinn þá stund, enda kviðan komin úr mannheimi þar sem snöggt skiptir milli skauta. Ætli séu ekki allmörg ár síðan. Þessu sinni fyllti kór og hljómsveitin kirkjuna hálfkaraða mannlegri hlýju og fegurð á æðsta plani úr Jóhannesarpassí- unni eftir J. Sebastian Bach; gráir veggirnir tóku að ljóma meðan ómuðu þau undur, síbreyttar skýjamyndir flutu fyrir stafn - gluggann. Þarna var allt hreint og tært og gætt alúð undir merki heilags anda. Ekkert brást hjá þessu samvalda liði. Auðvitað væri vert að nefna nöfn frábærra einsöngv- ara sem voru hver öðrum betri og hugljúfir og sama um hljóðfæraleikara, og hvernig ætti leikmaður að þakka líka fínni hljóm- sveitinni og hrífandi kórnum. Það er skrifað annarsstaðar. Hér fara bara nokkur þakk- arorð leikmannsins og heillaóskir sem þakkar stóra stund sem varla gleymist. Og sást hvað má ef saman fara vel ræktaðir hæfileikar, mikil þrá sem blómstrar í ást, og snjall listamaður velst til að virkja og sam- anstilla þau öfl sem bjóðast til helgrar þjón- ustu við það sem aldrei forgengur: stjórn- andi sem gerir óbilgjarnar kröfur með óbil- andi hógværð, og lætur draumana rætast. Það er gott að hlusta á tónlist þarna, og kannski ráð að flýta sér hægt í því að gera hús og mublur fínt; og hvað verður um hljóminn verði allt klætt og vafið mjúkum voðum? Ekki má ég mæla svo. Ég treysti ekki öðrum betur en þessu fólki sem svona starfar til að klæða ekki af sér hljóminn. Undur þótti mér kórfólkið fallegt í söng- unaði sínum sem var að flytja Jóhannesar- passíuna undir stjórn Jóns Stefánssonar. Mér kom í hug málverk eftir endur- reisnarmáiarann flórenska munkinn Fra Angelico sem var kallaður inn sæli, il beato. Hann var annálaður fyrir sitt himnaríki og , englana íröðum á dómsdegi að syngja jubil- ate,- hann var svo góður í sér að hann gat helzt ekki málað nema indæli; og Ienti í basli þegar kirkjan krafði hann um helvíti líka, til að vara söfnuðinn við; það tók eng- inn mark á helvíti hans, nema sér til afþrey- ingar eins og að hlusta á dómsdagsprédikun í heittrúarsöfnuði á færeysku um albjarta sumarnótt. í Þórshöfn. Nú gengur þetta fólk milli manna að safna fé til að kaupa stóla í kirkju sína. Ef það vill fá betri stóla þá getum við varla talið það eftir. Ef það fer ekki að sitja þar sjálft í stað þess að vera fyrir framan okkur og syngja dírrindí. Að leysa hrifnigleði úr herfjötrum Úti um allt land samfylkir kórfólk til að flytja átakamikil listaverk með söng og slætti hljóðfæra, í þéttbýli sem dreifðum byggðum, og víða þarf að fara langan veg til æfinga sem og hátíðar í misjafnri færð og ýmsu veðri til að auka sér yndi og inntak lífsins, framkalla huldukraft úr sálarfylgsn- um, með þvflíkum hætti. Þetta á reyndar einnig oft við um leik- listariðkun, meira eða minna um land allt. Margir leggja á sig ómælt erfiði til þess Greta Garbo. arna. Ekki er það fólk háð því að fá sinn dagskammt af glaumblaðri og glymskralli úr ærusturásinni í útvarpinu sem er nefnd Rás tvö. Frændur mínir Þingeyingar eru ekki á því að slaka á og hætta á það að slenjast. Úm þessar mundir á að fara að frumsýna Sölku Völku á Húsavík með fríðum liðsafla. Sumt er þetta margreynt áhugafólk og laðar ein- lægt nýtt fólk til átaka og leiks með sér, við almenna hlutdeild. Utansýslumenn kann- ast við þúsundþjalasmiðinn Sigurð Hall- marsson, óþreytandi liðsodda, og burðar- ás. Þá munu tifa eða troða þar um fjalir einir þrír tugir manna, og þó mun nær fjór- um tugum að verki þar, séu með í tölu sviðsmenn, Ijósameistarar, leiktjaldahönn- uður, auk leikstjórans Maríu Kristjánsdótt- ur sem Húsvíkingum áskotnaðist til leikheilla. Og fyrir skemmstu komu upprisukraftar saman til að flytja í kirkjunni tónlist eftir Jóhann Sebastían Bach, Mozart og Gabriel Faure. Þar komu fram um sjötíu og fimm manns, kórinn með gestum til einsöngs og fimmtán manna hljómsveit. Á sömu dögum söng óperusöngkonan Katrín Sigurðardóttir í samkomuhúsinu og með henni hinn ágæti píanóleikari Þor- steinn Gauti Sigurðsson, og leikarinn Viðar Eggertsson sem sló í gegn með einleik sín- um á Edinborgarhátíðinni í fyrra; hinir tveir karlar að vísu innfluttir í héraðið til þess arna, ad hoc. Kannski þótti fífldirfska um árið þegar Leikfélag Húsavíkur réðst í Pétur Gaut þar sem Gunnar Eyjólfsson lék piltinn og Sig- urður Hallmarsson stjórnaði,- það var róm- að, og ljómandi af alúðinni. Á yztu nöf Fyrir nokkrum árum fór ég með Gunnari í Sandgerði. Hann var að setja á svið með heimamönnum hið viðamikla leikverk Á yztu nöf eftir Thornton Wilder; sem ég þýddi á sínum tíma fyrir Þjóðleikhúsið og Gunnar stjórnaði þar. Það vakti gleði að koma á æfingu hjá þessu fólki og finna ánægjuna sem það hafði af þessu bauki og taldi ekki neina fyrirhöfn eftir. Sumt kom það úr fiski og fóru sumir aftur í margbless- aðan fiskinn, þegar æfingu lauk eftir eina fjóra tíma. í hugvitsgleði skipti Gunnar um áhöfn í hverjum þriggja þáttanna, svo sem Gunnar Eyjólfsson. flestir fengju að leika. Sagan segir frá veg- ferð mannícynsins frá einni allsherjarhremm- ingu til annarrar,- ísöld, syndaflóðinu og Heimsstyrjöldinni fyrri; og sama fjöl- skyldan látin ganga gegnum sköpin og ósköp, með Sabínu þjónustu sinni. Þar lá enginn á liði sínu; og gaman að sjá hvað sprettur í samvinnu góðs atvinnulistamanns með áhugafullum leikmönnum sem næra hug sinn og hjarta, skemmta sveitungum sínum með þörfum hugvekjum, og efla samhug í sínu byggðarlagi. Og varð mikill fögnuður af, og góð upp- skera þegar árangur fyrirhafnar og fram- taks var sýndur í plássinu; og lauk með glæsilegri veizlu fyrir aðstandendur með svignandi hlaðborði og drykk sem vísaði sýn á heilagar dúfur. Loks sýndu staðar- menn okkur húsið allt þar sem veizlan stóð, eign Slysavarnafélagsins, byggt allt í sam- taki; og þurfti engan utansveitar til að kveðja.nema til að halda ræðu þegar það var opnað fullbúið öllu. Þá ertu bjartsýnn. Það er gott fyrir áhugafólk að njóta atvinnumanna í samvinnu eins og þarna var, með miklu uppstreymi. En það er ekki heldur ónýtt fyrir atvinnumann úr stofnun- um höfuðstaðarins að vinda sér undan em- bættisanda sem þar verður stundum viðloð- andi; og sækja sér hugvekjur og nýjan þrótt til fólksins sem tendrar andann sinn í list- rænni viðleitni á svona stundum í hléi frá striti. Kjarval sagði eitt sinn við mig: Listin er ómetanleg, en viðleitnin er borgunarverð. Mann-fundur Kvöld í Hollywood. Árið 1927. í húsi Emil Jannings, þessa feita þýzka leikara með smáu augun og mælsku svip- brigðin; hann varð svo margfrægur af þögl- um kvikmyndum fyrir áhrifaríkan leik án þess að beita fasýícjum og látbragðs sem tíðkað var mjög annars, sagt að hann gæti leikið flestum betur með bakinu. Það var einmitt hann sem lék prófessorinn gæfurýra sem lenti í klónum á Marlene Dietrich í Bláa Englinum, kvikmyndinni eftir sögu Heinrichs Mann. Nú var hann kominn til Hollywood á lokavertíð þöglu kvikmynd- anna, hafði þúsund dollara á dag, skraut- hýsi með einkasundlaug og bar. um. En hvað ætli maður hafi gétað fjöl- skyldumaðurinn. Hún Augusta mín sko. Og litla barnið mitt. (Fertug dóttirin, þá orðin.) Ogreyndar varekki örgrannt urn að það væru dropar af gyðingablóði í henni ömmu. Svo þú getur ímyndað þér hvort Göbbels hafi verið vel við mann, ha. Ég get aldrei haldið mér saman. Ég nasisti! Haha drengur minn. Þú þekkir illa hann Emil þinn. Hann vildi ekki tala um kvikmyndina sína nýju Ohm Kriiger, þar sem hann hafði fengið morð fjár fyrir að leika aðalhlutverk- ið: Skítamynd, æpti hann. Soleiðis nasista- drulla... En maður var tilneyddur. Það er ekki þar fyrir að mitt eigið líf skipti svo miklu. En hvað hefði orðið um þær. Barnið mitt hérna, hún Ruth mín litla?... Þarna í Hollywood, - í hús þessa þýzka leikara komu menn eins og Ernst Lubitsj sem um sinn gerði beztu gamanmyndirnar amerísku í Hollywood, snillingurinn Murn- au sem gerði filmperluna þöglu Tabou, leikarinn Conradt Veidt víðfrægur eitt sinn í amerískum þöglum myndum kom þar dag- lega, og var fyrri eiginmaður húsfreyjunnar Gussi Holl. Og fleira frægðarfólk af þýzk- um uppruna. Og svo var undarleg ung kona sem kom svo oft þangað, oftast óboðin, oftast seint. Hún leið gegnum ilmhöfugt myrkur garðs- ins á hælalausum ilskóm, og dró fæturna eftir grasinu berhöfðuð í flaksandi regnkápu. Ég er svo hræðilega þrey-eytt, kallaði hún, og lét fallast í hægindastól. Hún sneri sér undan með munnvikin sveigð niður með harmlegu bragði, og heimtaði snafs: En hann verður að vera stór, Emil! Tvöfaldur. Þetta sé fegursta andlit sem hann hafði séð, segir Klaus, og hann hafi ekki séð feg- urra síðan. Hún hafði marmaraenni hryggr- ar gyðju og stór augu full af gullnu húmi. Munnurinn hafi sýnzt fölur, enginn vara- litur, blámálaðir skuggar á augnalokum. Hann segir: Djúp reiðileg rödd hennar virt- ist þrungin ljúfmyrkri dul, hvort sem hún var að tala um veðrið eða kvikmyndina sem hún var að vinna að. Þetta dásamlega óhaggandi andlit, hve sjaldan hún hafi hlegið. Og heimtaði annan viskí, og lýsti því yfir öllum til undrunar að hana fýsti að dansa, og fór að dansa tangó við heimasæt- una, hið hvíta andlit með augnalokin aftur allfjarri dansfélaganum; og hélt henni föstu gripi. Úlnliðir hennar voru fremur gildir, fæturnir langir og breiðar herðar fornlegrar unglingsstyttu. Nú líður mér mun betur. Ég var svo þrey- eytt. Ég hef dansað og drukkið. Thank you ever so much. Og hvarf út í ilmhöfugt myrkur hinnar kalifornísku nætur. Emil sagði okkur, segir Klaus: hún væri sænsk og nýkomin frá Evrópu. Landi henn- ar hinn frægi kvikmyndastjóri Stiller hafði komið með hana til Hollywood. Stiller hefði horfið heim til Svíþjóðar, og dáið þar. Þessi stúlka verður eins og sprengja, sagði Emil: .. .Eftir tvö ár mun allur heimur- inn þekkja nafnið hennar. Nafn hennar var Greta Garbo. Vilhjálmsson skrifar Langholtskirkjukór Jóns Stefánssonar. Þangað safnaðist filmfólkið þýzka, það sem gat sannað að það hefði minnst þúsund dollara í vikulaun, segir Klaus: Erika og ég vorum umborin sem skondnir flakkarar, en ekki tekin alvarlega. Lýsing Klaus á stórleikaranum er nöpur, hvernig hann þóttist vera hress og óheflað- ur en með gullhjarta, og hafi þurft þjálfaðra sálfræðiskyn en þau systkin höfðu á þeim dögum til að uppgötva kalda slægðina sem undir þessu þýzka tryggðamála yfirborði bjó, og hina tillitslausu eigingirni. Enda kom síðar á daginn að Jannings hvarf heim, og lét nasistana hossa sér og nota,purkunarlaust af beggja hálfu þegar þeir tóku völd, þótt hann þættist eins og fleiri slíkir tandurhreinn að stríðslokum, og hefði eiginlega alltaf verið á móti nasistun-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.