Þjóðviljinn - 19.04.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 19.04.1984, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur I!>. áprfl 1984 ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í byggingu aðveitustöövar viö Skagaströnd. Útboðiö nær til byggingarhluta stöövarinnar, þ.e. jarðvinnu, byggingu stöðvarhúss, end- urnýjunar öryggisgirðingar, fjárgiröingar og annarra tengdra liða. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf- magnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, Reykjavík, og Ægisbraut 3, Blönduósi, frá og með 25. apríl n.k. og kostar kr. 300,- hvert eintak. Tilboðum skal skila til skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykja- vík fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 8. maí n.k., og verða þau þá opnuð. Tilboð sé í lokuðu umslagi merkt „RARIK- 84006“. Verki skal vera lokið 23. ágúst n.k. Rafmagnsveitur ríkisins innkaupadeild ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í byggingu aðveitustöðvar við Hellu Rang. Út- boðið nær til byggingarhluta stöðvarinnar, þ.e. jarðvinnu og byggingu stöðvarhúss. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf- magnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, Reykjavík, og Austurveg 4, Hvolsvelli, frá og með 25. apríl n.k. og kostar kr. 300,- hvert eintak. Tilboðum skal skila til skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykja- vík fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 8. maí n.k., og verða þau þá opnuð. Tilboð sé í lokuðu umslagi merkt „RARIK- 84005“. Verki skal vera lokið 23. ágúst n.k. Rafmagnsveitur ríkisins innkaupadeild Sr. Sigfús J. Árnason Hofl í Vopnaflrðl skrifar Lesandi góður. Það er við hæfi að ég kveðji þig að sinni með nokkrum orðum um það efni, sem mér hefur löngum verið hug- stæðast alls í hinum kristilega menningar- og trúararfi vorum: Leyndardóma Guðs hina dýru á patínu og kaleik. Um gjörvallan hinn kristna heim er þeim lotið - og aldrei eins djúpt og í kyrruviku og á páskum. Nóttina sem Lausnarinn var svikinn í hendur kvalara sinna gekk hann f loftsa- linn með lærisveinunum, þar sem þeir settust til borðs að neyta hinnar helgu páskamáltíðar. Gyðingum var þessi athöfn helg- asta stund ársins og til þakkar gjörð fyrir gjafir Guðs og varð- veislu hans á þjóðinni. í lofti liggur djúp alvara. Nokkru áður hafði Meistarinn kunngjört sveinum sínum að hann ætti að líða og deyja, en þeir skildu hvorki upp né niður. Nú minnir hann þá á þann kærleika Guðs og sinn, sem ofan stígur í myrkrinu til þess að lýsa, leysa, frelsa og þvo mannheim hreinana af sáurgun þeirrar syndar, sem við hann loðir eins og lím. Meðan á máltíð stendur minnir hann lærisveinana á eilífa návist sína. Sem matföng næra líf vort, svo skyldi dauði hans verða vor lífgjöf og eilíf endurnæring. Hann tekur brauðið, bíður, brýt- Um leyndardóm af patínu og kaleik ur og blessar það. Segir, að þann- ig verði farið með líkama hans. Eins og þér nú takið brauð og etið og nærist af því, þannig skal dauði minn verða yðar endurnær- ing. Yðar vegna geng ég út í hann. Ég bið yður að gleyma því ekki, en koma sman sem á þessu kvöldi og minnast þess, sem ég hef fyrir yður gjört, og þess, aðég verð yður alltaf nálægur í þessari athöfn, yður, sem eigið að vera hin stríðandi kirkja mín á jörðu. Við hvert borðhald, sem þér stofnið til í mína minningu verð ég í öndvegi. Gjörið þetta. Sömu- leiðis skuluð þér sameiginlega bergja af kaleiknum til staðfestu míns órjúfandi sáttmála og minn- ast ævarandi elsu minnar til yðar. Sá bikar, sem ég blessa ogþér bergið nú af er til staðfestu hins nýja sáttmála sem ég yðar vegna hef gjört við Guð og innsigla með lífi mínu. Fyrir yður þýðir einnig fyrir þig. Við altarið í krikjunni þinni sérðu aðeins hálfan hring, í flest- um kirkjum landsins eru grátur, sem mynda hálfhring. Hringur- inn er samt heill - ekki hálfur. Hinn helmingurinn, sem þú ekki sérð, er í eilfífð Guðs. Þar er hin sigrihrósandi kirkja Krists saman söfnuð með oss. Fyrir miðju er Lausnarinn sjálfur oss nær og all- ur í mynd brauðs og víns, venju- legra og hversdagslegra jarðne- skra efna. Fyrirheitið um nær- veru hans er þeim einum og óf- ölsuðum bundið. Ósýnilegur en raunverulegur er hann þar. Það hafa kristnar kynslóðir á öllum öldum lifað. Hallgrímur Pétursson lýsir því betur en ég get gjört þannig: „Heyri ég um þig minn Herra rætt í hjálpræðisorði þínu, allt sýnist mér þá búið og bætt bölið í hjarta mínu; í sakramentinu sé ég þig, svo sem í líking skærri, með náð mér nærri. Ó. hvað gleður sú ásýnd mig, engin finnst huggun stærri“. í sakramentinu er Lausnarinn hjá þér og með þér, þótt þú finnir ekkert nema ilm vínsins og bragð brauðsins í vitum þér. Ög leyndardómur er það, sem hvorki verður útskýrður né skilinn út í hörgul Vér getum aðeins tekið við honum eða hafnað. Það sem í sjálfu sér er óskiljanlegt verður hvorki skýrt né skilgreint, vér getum lifað það, en aðeins í trú. Viss getum vér verið um það, að Lausnarinn lítur alltaf á hjartað. Gjörum oss ljóst, að allt sem mannlegt er, það er í senn ó- fullkomiðog takmarkað. Elska þess Lausnara sem leitar þín og hjá þér er er við altarið er ein fullkomin. Þar getum vér lotið honum, bæði skynsemin og til- finningin, höfuðið og hjartað. Og vér gjörum það í auðmýkt, ef bæði eru heilbrigð, höfuðið og hjartað. Leyndardómurinn um náð Lausnarans er óendanlega miklu stærri öllum mennskum skýringum og skilgreiningum. Og leyndardómur hans á patínu og kaleik er í raun öllum orðum ofar. Síðasta bókin í riti Thómasar A. Kempis, „Breytni eftir Kristi", fjallar um altarissakram- entið. Þar lætur hann rödd ástvin- arins segja: „Þér ber að varast forvitnislega og gagnslausa rann- sókn á þessu óræða sakramenti, viljirþúekkisökkvaniðurá hylt- dýpi efasemda.Sá, sem rannsaka vill hátignina, mun bugast fyrir dýrð hennar. Guð getur komið meiru til leiðar en maðurinn fær skilið...Margir hafa glatað guð - rækninniaf því að þeir kusu að kanna háleit málefni. Það er trú og einlægt líferni, sem krafist er af þér, en ekki frábærir vitsmunir eða djúpskyggni á leyndardóma Guðs. Ef þú skilur hvorki né skynjar það, sem fyrir neðan þig er. hvernig áttu þá að skilja það, sem yfir þér er? Vertu Guði undirgefinn og láttu vitsmuni þína lúta trúnni, og þá mun þér veitast ljós þekkingarinnar“. Við þessi orð hins forna spekings er engu að bæta. Því skyldum vér nálgast sakramentið með auðmjúkri lotningu og fela góð- um Guði allt það á hendur, sem vér ekki erum fær um að skilja. Guð blekkir oss ekki. En mörg manneskjan lætur blekkjast af því að treysta um of á eigið nasa- vit. Auðmjúkum mun hann alltaf auka skilning en hylja náð sína hrokafullum. Elska Lausnarans, tær í botn eins og himininn heiður yfir þér, verkar á hulinn hátt í hinu allrahelgasta og óendanlega dýr- mæta sakramenti. Móti öllum dýrustu gjöfum lífsins tökum vér sem leyndar- dómi, sé hjartað sannmennskt, sem í barminum slær. Þú getur ekki af nokkru viti útskýrt eða skilgreint, hvers vegna einmitt þú nýtur eða hefur notið ástúðar eða heiibrigði, svo eitthvað sé nefnt. En þú tekur við þessum systrum báðum, þiggur þessar gjafir og þakkar þær - eða hvað? Gjörið þetta, sagði Lausnarinrt. Þetta er- u nálega einu fyrirmælin sem hann gat játendum sínum um til- beiðslu þeirra. Enda er altaris- gangan sérkristin athöfn, því þetta; að ganga til altaris, gjörir engin nema kristin kirkja. í altar- isgöngunni er þannig fólginn sér- leikur kristinnartilbeiðslu. Sumir kristnir tilveruspekingar (exist- entalistar) segja, að í henni brjóstist eilífðin inn í tímann, að himininn gefist jörðinni og guð- dómurinn mennskunni. Helgasta vika kirkjuársins fer í hönd. Mættir þú njóta hennar svo, að góður Guð ljúki upp djúpum leyndardóma sinna fyrir þér og andi hans, orð og vilji verða þinn. Góðar stundir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.