Þjóðviljinn - 19.04.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.04.1984, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐYILJINN Fimmtadagur 19. aprfl 1984 Iþróttir Víðir Sigurðsson „Okkur gengur ágætlega hérna hvað knattspyrnuna varðar og stelpurnar í liðinu hafa tekið okkur mjög vel. Hins vegar hef ur fátt staðist af því sem okkur var lofað áður en við fórum út og f jár- hagslega séð stöndum við illa að vígi en við ætlum að reyna að þrauka hér út sumarið," sögðu Magnea Magnúsdóttir og Brynja Guðjónsdóttir landsliðs- konur í knattspyrnu í samtali við Þjóðviljann Fátt hefur staðist af því sem lofað var, en... Magnea Magnúsdóttlr. Brynja Guðjónsdóttlr Rætt við Magneu Magnúsdóttur og Brynju Guðjónsdóttur sem leika með Svíþjóðar- meisturunum í knattspyrnu ,yið ætlum að reyna að þrauka“ Þær Magnea og Brynja héldu til Svíþjóðar um áramótin og gengu til liðs við sjálfa Svíþjóðarmeistar- ana, Öxabáck, sem hafa aðsetur í Skene, litlum bæ skammt frá Gautaborg. Öxabáck leikur í suð- urriðli sænsku 1. deildarinnar, en deildin er tvískipt og leika 12 lið í hvorum hluta. Tvö efstu í hvorum riðli komast í úrslit og leika um meistaratitilinn að sjálfri deilda- keppninni lokinni. „Þjálfari félagsins lofaði því að við fengjum á bilinu 18-25 þúsund íslenskar krónur á mánuði í laun fyrir vinnu sem félagið sæi okkur fyrir, og það útvegaði okkur hús- næði, galla og skó. Þetta reyndist síðan allt á misskilningi byggt, fé- lagið hafði aldrei lofað slíku, það greiddi fyrir okkur húsaleigu fyrsta mánuðinn en síðan ekki söguna meir. Við erum í skóla fyrir útlend- inga og verðum í honum út ágúst. Sænska ríkið greiðir okkur laun á meðan en þau eru aðeins um 8.000. krónur íslenskar á mánuði og það er erfitt að lifa af slíku, þótt fram- færslukostnaður hér sé eitthvað minni en heima. Við þurfum t.d. að greiða tæpar 3.000 íslenskar krónur hvor á mánuði í húsaleigu, fyrir utan rafmagn og hita. Eiríkur Þorsteinsson, fyrrum leikmaður með Víkingi sem býr hér skammt frá og Sigurður Hannesson, sem þjálfaði okkur heima, hafa verið okkur mjög hjálplegir í sam- skiptum okkar við félagið og við erum að vonast til að það útvegi okkur minni íbúð, svona gengur þetta ekki til lengdar, “ sögðu Magnea og Brynja. Samkeppnin um sæti í liði Öxa- báck er mjög hörð, um 20 stúlkur berjast um þau og ekkert er gefið eftir. Magnea hefur að undanförnu leikið sem vinstri bakvörður, lék ávallt á miðjunni með Breiðabliki og landsliðinu, og gerir sér góðr vonir um að vera í byrjunarliðinu þegar 1. deildarkeppnin hefst nú á mánudaginn. Brynja hefur einnig' talsvert leikið með en ekki í fastri stöðu, hefur ýmist verið í framlínu eða vörn en síðarnendu stöðuna hefur hún leikið hingað til. Brynju hefur tekist að skora í tveimur leikjum, tvö gegn Öster fyrir skömmu í 4-1 sigri og nú um síðustu helgi eitt í 12-1 sigri í öðrum æf- ingaleik. „Þetta er mun erfiðara en við bjuggumst við, æfingarnar eru stíf- ar, mikil átök, og sumar stelpurnar bókstaflega skríða að þeim lokn- um,“ sögðu íslensku landsliðskon- urnar. Nokkrar breytingar hafa orðið á liði Öxabáck síðan í fyrra, átta nýj- ar stúlkur hafa bæst í hópinn, að þeim Magneu og Brynju meðtöld- um, en tvær úr meistaraliðinu eru farnar. Þrátt fyrir að liðið sé Sví- þjóðarmeistari, er aðeins ein stúlka úr því með fast sæti í sænska landsliðinu en þrjár aðrar eru í landsliðshópnum. Svíþjóð á góða möguleika á Evrópumeistaratitlin- um, vann á dögunum ítali 3-2 á útivelli í undanúrslitunum og dugir jafntefli heima í síðari leiknum þann 28. aprfl. Þetta er gott dæmi um styrkleika sænskra kvenna- knattspyrnu sem er einhver sú besta í heimi. Takist þeim Magneu og Brynju að halda velli og leika að staðaldri með Öxabáck á komandi keppnistímabili hlýtur það að telj- ast vel af sér vikið og íslenskri kvennaknattspyrnu til tekna. -VS Mikið um dýrðir í Englandi um páskana: Liverpool gæti stung- ið af og Wolves fallið Körfustrákar í V.-Þvskalandi íslenska unglingalandsliðið í körfuknattlcik eyðir páskunum í Vestur-Þýskalandi þar sem það tekur þátt í Evrópukeppn- inni fyrir pilta fædda 1965-67. Liðið leikur á geysisterkum riðli og á vart sigurmögulcika, nema helst gegn Skotum. Leikið verður við V.-Þjóðverja á laug- ardag, Tékka á páskadag, ísra- eli á annan í páskum og loks við Skota á miðvikudag. Skíðamót íslands 1984 er hafíð. Mótið var sett í íþróttahöllinni glæsilegu á Akureyri í gærkvöldi og nú í morgun kl. 9 hófst keppni í stórsvigi karla og kvenna. Kl. 11 byrjar skíðaganga. Keppt verður í flokkum stúlkna 16-18 ára 3.5 km, kvenna 19 ára og eldri 5 km, pilta 17-19 ára 10 km og karla 20 ára og eldri 15 km. Dagskránni í dag lýkur með fararstjórafundi kl. 17. Á morgun, föstudaginn langa, verður byrjað kl. 11 með boðgöngu karla og kvenna en skíðaþing veður haldið kl. 15. Svig karla og kvenna er síðan á dagskrá kl. 9 á laugardagsmorgun- inn. Skíðastökkið tekur síðan við kl. 13. Þróttur vann í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu var háður einn leikur í fyrrakvöld. Þróttur vann öruggan sigur á Ar- manni 4-0. Akureyri er miðpunktur tilverunnar hjá skíðamönnum um páskana. Mótinu lýkur á sunnudag. Kl. 10 fer fram flokkssvig karla og kvenna en kl. 11 hefst keppni í þeim flokk- um skíðagöngunnar sem eftir verða. Það eru 5 km ganga 16-18 ára stúlkna, 7,5 km ganga kvenna 19 ára og eldri, 15 km ganga 17-19 ára pilta og 30 km ganga karla 20 ára og eldri. Mótsslit verða síðan kl. 20 um kvöldið í Sjallanum en á þeim landsfræga skemmtistað verða kvöldvökur og dansleikir þá daga sem mótið stendur yfir. Aftur skellur hjá piltunum íslenska piltalandsliðið í blaki beið öðru sinni 0-3 ósigur í landsleik við Færeyjar þegar þjóðirnar mættust í Digranesi í Kópavogi seint í fyrra- kvöld. Sem í fyrsta leiknum var sigur færeysku piltanna mjög sannfærandi, hrinurnar enduðu 15-10, 15-10 og 15-12. Þegar páskar ganga í garð er mikið um dýrðir hjá enskum knattspyrnumönnum, og ekki síst hjá þeim sem vellina stunda. Tvær heilar umferðir eru leiknar í öllum deildum ensku knattspyrnunnar, og að þeim loknum mun hvert lið aðeins eiga eftir að leika fjóra leiki, örfá fleiri. Eftirtaldir leikir eru á dagskrá um páskana í 1. deild: 18. apríl: Leicester-Liverpool Laugardagur: Arsenal-Tottenham Aston Villa-Watford Liverpool-WBA Luton-Notts County Manch.Utd-Coventry Norwich-Stoke Nottm. For-Birmingham QPR-Leicester Southampton-West Ham Sunderland-Everton Wolves-lpswich Annarí páskum: Birmingham-Aston Vilia Everton-Wolves Ipswich-Norwich Stoke-QPR WBA-Sunderland Þriðjudagur: Watford-Southampton Búið er að leika fjóra leiki sem tilheyrðu páskahrotunni, þeim var flýtt af ýmsum ástæðum. Staða efstu og neðstu liða fyrir þessa mik- ilvægu leiki er þessi: Liverpool.....35 20 9 5 59-26 69 Manch.Utd.....36 19 11 6 64-34 68 Nottm.For.....36 18 7 11 61-40 61 Q.P.R.........36 18 6 12 56-31 60 Ronnie Whelan og félagar í Li- verpool gætu farið langt með að innbyrða meistartitilinn um páskana. Southampton...34 17 8 9 44-33 59 WestHam........36 17 7 12 58-46 58 WBA............35 12 7 16 40-52 43 Sunderland.....36 10 12 14 35-47 42 Stoke..........36 11 8 17 35-58 41 Ipswich........36 10 7 19 43-53 37 NottsCo........35 9 9 17 42-60 36 Wolves.........35 5 9 21 26-67 24 Eins og sést á þessu, gæti ýmis- legt ráðist um páskana. Vinni Li- verpool t.d. báða sína leiki, blasir meistaratitillinn við liðinu eina ferðina enn. Wolves verður fallið í 2. deild á mánudagskvöld, tapist leikirnir gegn Ipswich og Everton. Þegar þessir leikir verða um garð gengnir, eiga Liverpool og Manch. Utd. eftir að leika fimm leiki hvort. Þeir eru eftirtaldir: Liverpool: Ipswich, Coventry og Norwich á heimavelli, Birming- ham og Notts County á útivelli. Manch.Utd: West Ham og Ipswich á heimavelli, Everton, Nottm.For. og Tottenham á úti- velli. Prógramm Liverpool er mun léttara á pappírunum þannig að flest bendir til þess að meistaratit- illinn hafni á Anfield eina ferðina énn. Allt getur þó gerst, og það þarf aðeins ein eða tvenn óvænt úrslit um páskana til að gera ómark úr öllum spádómum. Neðstu lið munu eiga eftirtalda leiki eftir að páskum afstöðnum: WBA: Southampton, Arsenal og Luton heima, QPR og Wolves úti. Sunderland: Birmingham og QPR heima, Ipswich og Leicester úti. Stoke: Southampton og Wolves heima, Nottm.For. og Luton úti. Ipswich: Aston Villa og Sunder- land heima, Liverpool og Man. Utd. úti. NottsCo: Liverpool, QPR, Wol- ves og Southampton heima, A.Villa og Sunderland úti. Wolves: Leicester og WBA heima, Watford, Stoke og Notts Co. úti. Skíðamót íslands komið í gang -vs

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.