Þjóðviljinn - 19.04.1984, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 19. aprQ 1984 'ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
SJálfsmynd með öpum, 1943.
Kvenlegur veruleiki
Staða Fridu Kahlo meðal
kvenna í listasögunni er einnig ein-
stök. Um þetta sagð Diego Rivera:
„Hún er fyrsta konan í listasögunni
sem af algjörum miskunnarlausum
heiðarleika og með nánast yfirveg-
aðri valdbeitingu hefur fjallað um
þær hliðar tilverunnar sem snerta
eingöngu konur.“
Það sem hér er átt við eru sjálfs-
myndir hennar, myndirnar sem
lýsa fæðingu hennar, konunni sem
gaf henni brjóst, uppvextinum,
myndunum sem hún gerði um
ástina, frjósemina og þá kvöl, sem
getuleysi hennar til að eiga barn
olli henni. Sjúkdómssagan er einn-
ig rakin í myndum hennar, og engu
líkar eru myndirnar sem hún gerði
af sér og Rivera: á milli þeirra voru
greinilega órjúfanleg bönd, þrátt
fyrir ólíkan og afar sterkan per-
sónuleika sem bæði bjuggu yfir.
Einkalífið og
stjórnmálin
Á síðari árum hefur áhuginn á
myndum Fridu Kahlo farið vax-
andi með auknum áhrifum og
endurmati kvenna á menningu og
Brotna súlan, 1944. f slysinu laskaðist hryggur Fridu, mjaðmagrind, móðurlíf
og fótur. Hún gekk undir um 30 skurðaðgerðir um ævina og varð að bera
korsett úr gipsi lengst af. Myndin lýsir píslarvættinu.
SJálfsmynd með afskorlð hár, 1940. Mynd þessa gerði Frida árið sem hún var
skilin við Diego. Textinn fyrir ofan þýðir: „Sjáðu, hafi ég eiskað þig var það
fyrir hárið, nú þegar þú ert hárlaus/vansæl elska ég þig ekki.“ Textinn er
trúlega tekinn úr dægurlagi en myndin lýsir á áhrifaríkan hátt áhrifunum sem j |
vfðskilnaðurinn við Diego hafði á hana.
Helsærða hlndln, 1946. Myndin minnir á stef eftir Stein Steinarr: í vonlausri
angist hin helsærða hind/ inn í skógarins fylgsni flýr. Og ást mín er skógarins
skuggi,/ og þú ert hið dauðvona dýr.
sögu samtímans. Myndir hennar
hafa trúlega stuðlað að vitundar-
vakningu kvenna í ríkari mæli en
myndir nokkurrar annarrar lista-
konu. Hið persónulega innihald
þeirra hefur þannig bæði listrænt
og pólitískt gildi. Það er fyrst og
fremst framlag kvenna til
stjórnmálanna að hin persónulega
reynsla og einkalífið hefur verið
sett í pólitískt samhengi. Sú borg-
aralega hugmyndafræði sem mark-
ar konunni og einkalífinu sérstak-
an bás utan þess opinbera vett-
vangs þar sem viðskipti, fram-
leiðsla og stjómmál fara ffam er nú
á undanhaldi vegna réttindabar-
áttu kvenna. Hið byltingarkennda
við myndir Fridu Kahlo er meðal
annars fólgið í skilningi hennar á,
þessu: í myndum hennar fá per-
sónulegar tilfinningar og sársauki
almennt mannlegt og pólitískt
gildi. Þær era ekki lengur hluti af
þeirri friðhelgu einkaveröld heim-
ilisins sem ekki kom
stjórnmálunum við. Myndir henn-
ar víkka heim stjórnmálanna jafnt
og listarinnar.
Það sem mestu máli skiptir þó er
að myndir Fridu Kahlo koma okk-
ur milliliðalaust í samband við
kviku mannlífsins. Þær eru umbúð-
arlausar og lausar við alla tilgerð og
tæknibrellur. Þær segja okkur
mikilvægan sannleika um manninn
og rök mannlegrar tilveru.
-úlg
Ástarfaðmur alhelmslns, jarðarlnnar, Frldu og Dlego. Brjóst jarðarinnar er opið og mjólk
seitlar úr því. Brjóst Fríðu er líka opið og þaðan opnast flóðgátt um leið og hún vefur Diego
Rivera örmum þar sem hann liggur í fangi hennar eins og barn með andlit vísdómsins og
alsjáandi auga í enni á meðan eldur logar úr höndum hans. Dýr merkurinnar hvílist í þessum
faðmi þar sem einnig spretta kaktusar og suðrænar jurtir en sól og máni eru á sitt hvora hönd.
„Frida Kahlo er eina
dæmi listasögunnar um að
listamaður rífi upp brjóst
sitt og hjarta til þess að
segja hinn líffræðilega
sannleika og þá tilfinningu
sem í honum býr.“
Diego Rivera (1943)
ojairsmyna sem lenuanakona, 1943. Yfir svipmikium augabrúnunum er andlit Diego Rivera
ejns og alsjáandi þriðja augað á enni hennar. Andlitið er umlukið blúnduverki úr mexíkön-
skum þjóðbúningi og rætur og æðar geisla út frá andlitinu, en hvort tveggja kemur víða fram í
myndum Fridu.
o. cf.w. .tU Jjt.
Jt)aJLz£ .t.iA.LCI'r'llX , y.<** 'IW Á-