Þjóðviljinn - 19.04.1984, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 19. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. aprfl 1984
Titilblað og ein síða úr handriti skrifuðu í
landlegum á vertíðinni 1818 á Gufuskáium
undir Jökli (Lbs. 361 4to). Bókin hefur inni að
halda sögur af þeim Völsungum og Gjúkung-
um Buðlungum og Ragnari loðbrók. - Stafir á
titilsíðu og við upphaf kafla eru lýstir.
„Þú spyrð um upphaflegan áhuga minn á
sjávarháttum. Eflaust er hann að einhverju
leyti sprottinn af því mannlífi, sem ég
kynntist ungur í Stykkishólmi. Snemma fór
ég dálítið á sjó á árabát með Magnúsi
Steinþórssyni, stjúpa mínum, fimmtán ára
var ég á skútu vestur á fjörðum, nokkru
síðar á enskum togara, þvínæst á mótorbát
norður í Hrísey og loks við síldveiðar á
togurum í fimm sumur. Skipsfélagar mínir
voru víðsvegar að af landinu og báru að
sjálfsögðu sitt heimalandsmót, sem mikill
fengur var að kynnast."
Fórstu snemma að safna fróðleik frá sjón-
um?
„Ef ég heyrði eða sá eitthvað forvitnilegt
reyndi ég að festa mér það í minni eða hripa
á blaðsnepil. Helga kveðst muna eftir
sneplabúnti í mínum fórum frá upphafi
kynna okkar.“
„Já“, segir Helga, „ég spurði hvað hann
skrifaði á þessa gulu snepla. Svarið var
eitthvað á þessa leið: Það getur farið svo, að
þetta verði bautasteinninn yfir mér. Þetta
fannst mér þá eins og hvert annað grín.
Þessir sneplar skipta nú orðið tugum þús-
unda, og líklega ætla þessi ummæli hans að
rætast.“
Sjómennskan hefur stuggað við þér?
„Það má orða það svo. Eg hef fyrr sagt frá
því, að vorið 1928 hafði einn skipsfélagi
Rætt við
Lúðvík
Kristjáns-
son,
rithöfund
Hvað geturðu sagt okkur um lífið í ver-
stöðvunum?
„Þótt einungis sé miðað við árabátaöld-
ina þarf víðar að koma við en hægt er í
stuttu spjalli og verður í því efni einnig að
vísa í rit mitt um sjávarhættina. En nefna
má það sem mér finnst athyglisverðast,
þegar mannlíf verstöðvanna er kannað.
Þær voru einu staðirnir, þar sem marg-
menni var um langan tíma á hverju ári, í
stærstu verstöðvunum um 4-600 manns, úr
fjórum til fimm sýslum. Með þessum
mönnum tókust góð kynni og náin, ekki síst
ef þeir voru saman svo árum skipti, og ef til
vill í sama skipsrúmi, sem algengt var.
Landlegudagarnir urðu stundum fleiri en
róðrardagarnir, og þá var að reyna að hafa
ofan af fyrir sér - drepa tímann. Milli þess
sem menn höfðu eitthvað milli handa var
tímanum eytt við margs konar dægradvöl,
inni- sem útileiki, og voru þeir hátt á fjórða
tug, og þótt ekki væru allir einungis ver-
mannaleikir, voru þó nokkrir það og sumir
eins konar íslensk yoga. Mikið var um
glímu og alls konar aflraunir. Rímnakveð-
skapur var algengur, enda ekki skortur á
góðum kvæðamönnum. Nokkuð var um
lestur úr bókum og handritum, en þó miklu
meira um að sagðar voru sögur, sem ein-
ungis voru til í munnlegri geymd, en áttu
eftir að berast víða fyrir atbeina vermanna,
ásamt ljóðum og lausávísum. Margir komu
ólæsir og óskrifandi í verið og án nokkurrar
reikningskunnáttu, en fóru þaðan vel
leiknir í þessu öllu, því að ávallt var töluvert
af mönnum, sem vel voru að sér og fúsir til
að kenna þeim, sem eftir leituðu.
Þessir „verskólar", sem ég kalla svo,
höfðu miklu meiri þýðingu en tíundað hef-
ur verið og má að því leiða mörg og sterk
rök.
Þótt verbúðin væri ekki ákjósanlegur
staður til skrifta, var eigi að síður margt fest
á blað í verinu, dagbækur, hlutabækur,
þýðingar, fornsögur, sálmar, kvæði, rímur
o.fl. Þó nokkuð hefur varðveist af handrit
um vermanna, sum ótrúlega falleg, miðað
við aðstæður. Jafnvel er til lýst vermanna-
handrit. Vafasamt er, að nokkur vermaður
hafi afrekað annað eins bókmenntastarf í
landlegum á einni vertíð og Sighvatur Borg-
firðingur, þegar hann þýddi doktorsrit-
gerð Jóns Þorkelssonar „Digtningen pá Is-
land“. - Og Lúðvík sýnir síðu fremst í hand-
ritinu, þar sem stendur með fallegri rit-
hönd: „Bókinni hefi ég snarað af dönsku
máli á íslensku við sjóróðra á Skaga í Dýra-
firði frá sumarmálum og til þess nú í dag, að
égenda hana 1. júlí 1889“. Doktorsritgerð-
in er 488 lesmálssíður í Skírnisbroti. „Líttu
á þetta handrit Halldórs Pálssonar á Ás-
„Ef ég heyröi eöa sá eitthvað forvitnilegt
reyndi ég aö festa mér það í minni eða hripa á
blaðsnepir, segir Lúðvík. (Ljósm.: —eik).
„Nú væri allt um seinan að fara að efna í slíkt
verk.“
Breiðafirði og Strandasýslu og ekki veit ég
dæmi um að kolkrabbi væri etinn nema í
Arnarfirði, þar var það aðeins borið við.
Jón Hjaltalín landlæknir ráðlagði kræk-
lingasúpu við svefnleysi. Reyndin var sú, að
ef mikið var borðað af kræklingi.einkumá
fastandi maga, sótti svefn á fólk. Annars
verð ég að vísa á nánari fróðleik um þetta í
fj öruny tj akaflanum. “
bjarnarstöðum í Borgarfirði. Hér stendur:
„Endað í fljúgandi hasti 11. maí 1796“, en
það er á lokadaginn.
í að minnsta kosti þrjár aldir var lenzka í
verstöðum að yrkja svokallaða formanna-
vísnabálka, og er mér kunnugt um 235, sá
lengsti 120 vísur. Ef við drögum línu þvert
yfir landið úr austanverðum Eyjafirði í
Suðursveit, þekki ég engan formannavísna-
bálk fyrir austan þá línu. Vafalaust hafa
þessir bálkar verið festir á blað í verstöðv-
unum og þannig flust milli byggða og lands-
fjórðunga, jafnframt sem þeir voru lærðir
og geymdir lengi í minni. Sama gegndi um
þann skáldskap, sem kallaður var háseta-
raðir og sjóhrakningsrímur og kvæði.
Hlutur verstöðvanna í fræðslu almennings
og almennri þekkingu og menningu verður
seintskilinnogmetinneins og vertværi,ení
„verskólunum" voru t.d. við nám verðandi
fyrirsvarsmenn sveitarfélaga, hreppstjórar,
oddvitar og alþingismenn."
Ersjómannamálið ólíktþví, sem talað var
almennt?
„Hafa verður í huga, að á árabátaöld
voru vermennirnir löngum úr sveitum, svo
að skilsmunur á orðafari hefur ekki verið
mikill. En eigi að síður er hægt að staðhæfa,
að mál sjómanna var mjög orðaauðugt.
Töluvert má ráða í það af atriðisorðaskrám,
sem fylgja íslenskum sjávarháttum. Ég hef
reynt að halda til haga öllu orðafari sjó-
manna, sem ég hef orðið áskynja um af
viðræðu við þá eða tínt saman úr bókum og
handritum. I fjórða bindi verksins verður
sérstakur kafli um þorskhausinn og vísind-
um um hann reyni ég að koma til skila í
löngu máli ásamt 85 myndum og teikning-
um. En í ekki stærra stykki en þorskhaus er
telst mér til að séu 320 heiti, þar af um 110
heiti á vöðvum. Býst ég við að leitun sé á
svo örlátum nafngiftum. Töluvert er úr sjó-
mannamáli af orðatiltækjum sem við not-
um daglega, þótt þess sé ekki alltaf gaumur
gefinn."
Voru eingöngu karlmenn í verstöðvun-
um?
„Dálítið var um að konur reru í útverum,
sumar sem formenn og höfðu jafnvel konur
eingöngu innanborðs. En mest kvað að
störfum þeirra í heim- og viðleguverum,
þar unnu þær við aðgerð og verkun aflans. “
Að lokum, Lúðvík, hvenœr kemur svo
lokabindið af íslenskum sjávarháttum út?
„Fjórða bindið kemur á næsta ári, ef allt
fer eins og áætlað er. En hvort verkinu lýk-
ur með þvf get ég ekki fullyrt í svipinn.“
Og með þessum orðum kveðjum við
Lúðvík og konu hans og þökkum fyrir fróð-
legt spjall og góðan tesopa.
ÞS.
Nú á vordögum var Lúövík Kristjánsson þess heiðurs aðnjótandi
að hljóta hinn árlega heiðurspening norska vísindafélgsins (Det
kongelige videnskabers selskab), en félagið var stofnað 1760. Á
hverju ári minnist það einhvers hinna mestu afreksmanna af
gengnum félögum og að þessu sinni Eilerts Sundts (1817-1875),
sem nefndur hefur verið fyrsti norski félagsvísindamaðurinn. Vafa-
laust fær Lúðvík heiðurspening þess í ár fyrir hið umfangsmikla rit
sitt, íslenska sjávarhætti, sem hann hefur unnið að um áratuga
skeið.
Við heimsóttum Lúðvík, þar sem hann býr í Hafnarfirði ásamt
konu sinni, Helgu Proppé, sem tekið hefur mikinn þátt í starfi hans
alla tíð.
minn orð á því er við vorum á trollvakt
vestur á Hala, að nauðsynlegt væri að draga
í land fróðleik frá tímum árabátanna. Eg
tók undir það, síðan blundaði sú áeggjan
með mér. Dálítið rumskaði ég við útkomu
þjóðháttabókar Jónasar frá Hrafnagili
1934, en í henni er ekkert sjávarháttaefni.
Árið 1937 varð ég ritstjóri Ægis og hafði
þann starfa í 18 ár. Vitanlega kynntist ég þá
mönnum víðsvegar frá sjávarsíðunni, sem
mikill fengur var í að ræða við, kunnu að
segja margt frá starfi sínu á sjónum, meðal
annars frá þeim tíma, sem hann var mest
sóttur á árabátum. Frá fyrstu starfsárum
mínum hjá Fiskifélaginu eru mér sérstak-
lega minnisstæð kynni mín af Bjarna Sæ-
mundssyni fiskifræðingi.Hannnefndioftþað
sama og skipsfélagi minn áratug fyrr.
Skipuleg eða tímafrek söfnun gat ekki orð-
ið í svipinn, aðeins í ígripum.
En með árinu 1942 hefjast ferðalög mín í
aðdráttarskyni, og bar ég fyrst niður vestur í
Flatey og ræddi þar við Hermann Jónsson
(f. 1856) og Einar Jónsson (f. 1863), er
báðir voru nauðakunnugir sjómennsku á
árabátum. Ungur kynntist Hermann fræða-
þulnum Gísla Konráðssyni, var orðinn lið-
lega tvítugur þegar hann dó, en Gísli var
fæddur 1787. - Eg var lengi á Eyrabakka
sumarið 1943 og festi þá margt á blað af
frásögnum Jóns Jónssonar í Norðurkoti, er
byrjaði að róa í Þorlákshöfn um 1870 og
alinn upp á hlaðinu hjá Þuríði formanni til
sjö ára aldurs. Sumarið eftir fór ég austur í
Mýrdal og þannig hélt ég áfram næstu ára-
tugina að heimsækja menn við sjávarsíðuna
allt í kringum landið.“
Hefurðu tölu á heimildamönnumþínum?
„Þeir eru fast að þrern hundruðum, flestir
fæddir 1850-1890, bæði konur og karlar!
obbi þeirra er nú látinn. En frá þessu fólki
er kominn bakfiskurinn í sjávarháttarit
mitt. Nú væri allt um seinan að fara að safna
í slíkt verk.“
En fleira hefur komið til en heimilda-
mennirnir?
„Margt var lesið bóka og handrita. Við
þann lestur sátum við Helga löngum stund-
um, ýmist á söfnum inni í Reykjavík eða við
fengum lánuð handrit þaðan til afnota í
Bókasafni Hafnarfjarðar, þar sem við
höfðum hina ágætustu vinnuaðstöðu.“
Var þetta skemmtileg vinna?
„Mjög oft var hún það, en stundum
reyndi töluvert á þolinmæðina, því að end-
rum og sinnum var lesið dag eftir dag, kann-
aður hver handritapakkinn á eftir öðrum án
þess að nokkuð bitastætt hefðist upp úr
krafsinu. En hjá þessu verður ekki komist,
ef maður vill leita af sér grun, því að skrá-
setning handrita er ekki svo ítarleg, að eftir
henni megi fara alfarið, en þrátt fyrir það er
að henni ómetanlegur stuðningur."
Heldurðu að þessi áhugi á að grúska og
safna gömlum fróðleik sé á undanhaldi?
„Ég veit það ekki gerla. Meðan ég var
tíður gestur á Þjóðskjalasafni var þar oft
ungt fólk og má vel vera að svo sé enn.“
Hefurðu takmarkað þig við eitthvað fast-
ákveðið í þínu söfnunarstarfi?
„Strax réð ég tvennt við mig. í fyrsta lagi
að takmarka mig við líf og starf árabátasjó-
mannsins allar aldir ásamt gósenlandi
fjörunnar og nytjum af eyjum og fugla-
björgum. í annan stað að hirða ekki um
samanburð við sjávarhætti annarra þjóða.
Þar yrðu aðrir að koma til síðar. Mér varð
snemma ljóst, að mikið yrði að styðjast við
myndir og skýringateikningar og þeirri
forvinnu yrði að ætla góðan tíma. Margir
hafa lagt þar hönd að verki, en enginn jafn-
mikið né eins lengi og Bjarni Jónsson
listmálari, en samstarf okkar hefur staðið í
22 ár. Við höfum víða farið og sameiginlega
hitt marga og verið í öllum söfnum, þar sem
eitthvað er af sjóminjum, í sumum marg-
sinnis."
Þú nefndir áðan gósenland fjörunnar.
Hvað fengu menn úr henni?
,,í fyrsta bindi er gerð grein fyrir því öllu í
löngu máli og með miklu myndaefni Guð-
mundar P. Olafssonar líffræðings í Flatey
og verð ég að vísa til þess. En af því þú varst
sérstaklega að inna eftir matskeljatekju og
smokkfiski, þá er skemmst af því að segja,
að kræklingur var lítið hirtur miðað við
hvað mikið var um hann, helst var það í
„Margir komu
ólæsir og
óskrifandi
í verió,
en fóru
þaðan vel
leiknir"