Þjóðviljinn - 26.05.1984, Page 2

Þjóðviljinn - 26.05.1984, Page 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN,Helgin 26.-27. maí 1984 shammtur af meðviturð og þjóðrœnu Þegar ég er búinn að fínkemba Moggann á morgn- ana, kemst ég stundum í einhvers konar annarlegt ástand. Þessu fylgja þungir þankar, sem leiða svo til hugleiðslu, stundum í ætt við vitrun eða jafnvel upp- Ijómun. Það var einmitt eitthvað svona sem kom yfir mig síðdegis í gær, þegar ég var búinn að lesa í Morgun- blaðinu skrá og skýrslu um 134 styrki úr Vísindasjóði uppá tvo komma tvo miljarða gamla, „Kartöfluslysið", heila opnu helgaða skemmdum jarðeplum, yfirgrips- mikið og hnitmiðað innlegg í kartöfluumræðu þjóðar- innar þar sem nýir fletir eru kannaðir á þessu stórmáli, sem snýst um það hvort réttara sé að flytja hingað inn ætar kartöfiur eða óætar. Og til að hækka flugið enn, hafði ég drukkið í mig hugieiðingu séra Árelíusar: „MEÐ BROSIÁ VÖR", og í svifinu meðtók ég svo boðskap Billy Grahams, „SVAR MITT“. Já það þarf sko ekki lengur brennivín til að komast í annarlegt ástand. í hugljómunartransinum fannst mér eins og öll til- veran yröi betri og bjartari við þá tilhugsun að fá að búa í samfélagi þar sem Vísindasjóður gerir vísinda- mönnum kleift að reifa, rannsaka og komast til botns í þeim leyndardómum lífsins og tilverunnar, sem aldrei verða nógsamlega kannaðir né sannaðir. Til marks um það hve galopinn náðarfaðmur Vís- indasjóðs er, má geta þess að við barm hans er Hann- es Gissurarson nú brjóstmylkingur og rannsakar „Ha- yeks conservative liberalism", sem útleggst „Aftur- haldið í frjálslyndi Hayeks", og er talið að þessar rann- sóknir miði að því að sanna í eitt skipti fyrir öll þá bjargföstu skoðun vísindamannsins, að rannsóknir eigi ekki að borga úr sameiginlegum sjóðum, heldur selja á almennum markaði, landi og lýð til blessunar. Og ekki er síður ástæða til að gleðjast yfir því, að nú loks skuli Vísindasjóður sjá sér fært að kosta rann- sókn, sem allt of lengi hefur verið forsómuð. Þetta er rannsókn á „Socialt medvetande pá Bordeyri". Þessi rannsókh þolir ekki lengur neina bið, og von- andi verða próblemin, sem kunna að koma upp í tengslum við hana, leyst hið bráðasta á félagslegum grundvelli. Og hvað er það svo að vera socialt medvetande? hugsaði ég nú afar þungbrýnn, fletti upp orðinu „med- vetande" og fann að það mundi vera „meðvitund" eða „raena". Semsagt social medvetande = þjóðræna. Og ætli ég sé nú með þjóðrænu eða þjóðrænulaus? Ég komst að þeirri niðurstöðu að ég væri með fullri þjóðrænu, því ekki skeður það sjaldnar en tvisvar, þrisvar á dag að ég skrifa nafnið mitt á undirskriftalista um helstu þjóðþrífastórmál líðandi stundar, en slíkir listar eru mikið í umferð um þessar mundir og hafa víst gífurleg áhrif á gang þjóðmála. Maður sem tekur jafn virkan þátt í undirskriftum og óg, hlýtur eiginlega að teljast meira en lítið meðvitaður og þjóðrænn. Eg er til dæmis búinn að skrifa undir það, með nafni og númeri, að ég sé á móti lokunartíma verslana, hraðbraut á Vatnsendahæðum, ótímabærum nauðgunum, skemmdum kartöflum, gereyðingarstyrj- öldum og bílbeltum. Þá er ég, með eiginhandar signatúr, búinn að lýsa bæði stuðningi og andstöðu við bjórinn, ólympíu- leikana, getnaðarvarnir, Fjalaköttinn, fóstureyðingar, drykkjuskap á hestbaki, opnunartíma sundstaða, nýju stjórnarskrána, frjálsar ástir, einstefnu um Tjarnargöt- una og friðun hvalsins og hrafnsins í áföngum. Ekki er langt um liðið síðan ég skrifaði undir það, að ég væri ekki fylgjandi og raunar andvígur sýklahern- aði, og annað plagg undirritaði ég þess efnis, að ég væri fylgjandi hundahaldi hérna í hverfinu. Síðast í gær skrifaði ég undir mikið skjal þess efnis að ég væri frábitinn eiturgasi í mannlegum samskiptum. Já - Þegar á allt er litið, hlýt ég að teljast „socialt medvetande"; ÞJÓÐRÆNN, MEÐVITAÐUR. Og nú er ég kominn á það stig hugljómunarinnar sem stundum er kallað að taka flugið. Eg verð meira en lítið upphafinn og afskapleaa jákvæður. Grein séra Árelíusar „MEÐ BROSI Á VOR“ hefur náð tökum á mér. - Mannelskan situr í fyrirrúmi. Og þá hringir síminn. - Já, halló. - Fiðurhreinsun (slands? - Nei, því miður. - Nú! Hvur djöfullinn er þetta? - Þetta er ekki Fiðurhreinsun íslands. - Hvaða djöfulsins rassgat er með þennan and- skotans síma? - Ætli þeir á sjálfvirku stöðinni séu ekki í veikindafríi. - Ég hringdi í rétta númerið. - Kannske er rétta númerið vitlaust. - Nú, en djöfullinn hafi það. Ég hringdi í Fiður- hreinsunina. - Já, en þetta er ekki Fiðurhreinsunin. - Djöfulsins rassgat. (Skellt á.) Og ég flýti mér að leggja á og fara aftur í hugleiðslu- stellingarnar, en vakna við vondan draum, því ef til vill hafði ég flýtt mér of mikið. Billy Graham segir nefnilega í boðskap sínum í Morgunblaðinu, „SVAR MITT“: „Kristinn maður verður að líkjast himneskum föður okkar, sem fer sér hægt, þar sem hvað tekur við af öðru í áformum hans. Ekkert er eins dónaleat oa flýtir." y Ég lygni aftur augunum og halla mér útaf í Ijúfri alsælu og nýt þess til fullnustu að vera bæði SOCI- ALT MEDVETANDE, UMBURÐARLYNDUR oa GUÐI ÞÓKNANLEGUR". Og allt fyrir tilstilli Moggans. shráargatið Davíð talar ekki... Mörgu hefur verið klínt á íslenska ríkið. En þá tekur nú fyrst steininn úr þegar ljóst verður að ríkið styrkir klám- og ofbeldismyndasýningar um borð í M.S. Herjólfi. Þessar ríkisstyrktu klámsýningar hafa tíðkast um alllangt skeið og sumum útvarpshlustendum er það í minni þegar Þráinn Bertels- son lýsti því af alkunnri gaman- semi í útvarpsþætti sínum hvernig það er að berjast við sjóveikina í matsal Herjólfs með iðandi kös af beru fólki á sjónvarpsskjánum 'fyrir augunum. í vikunni voru ferðalangar að hneykslast á þess- um klám- og ofbeldismyndasýn- ingum í Herjólfi. Þar voru þá samankomnir tveir skólahópar, harðnaðir unglingar úr níunda bekk, og átta ára skólabörn úr nágrenni Reykjavíkur. „Og það var ekki verið að bjóða upp á ljósblátt eða blátt klám, heldur dökkblátt“, sagði einn kennarinn sem var með í förinni. Útlending- ar undruðust og stórum þessa á- troðslu um borð í Herjólfi. Með siðuðum þjóðum er það talið lág- mark að ekki sé verið að þrengja klámi og ofbeldismyndum upp á fólk. í Herjólfi sem flytur 60 til 70 ... við Þórð Þorbjarnarson. þúsund manns á ári milli lands og Eyja eru hinsvegar ríkisstyrktar klámsýningar svo uppáþrengj- andi að sómakærir Guðsmenn og æskulýðsleiðtogar híma frekar úti á dekki heldur en að sitja undir ósköpunum. Mikill spenningur er nú á Akureyri vegna þess að til stendur að skipa og setja í stöður við Verkmennta- skólann þar í bæ. Það hefur þegar dregist úr hömlu og er skólahald í uppnámi á staðnum, því kennar- ar verða að segja upp stöðum við aðra skóla á staðnum, t.d. við Gagnfræðaskólann, fyrir 1. júní, ef þeir hljóta hnossið við Verk- menntaskólann. Vitað er að mik- ill þrýstingur er á menntamálaráðherra að skipa pólitískt í stöður við skólann og gengur Ragnhildur Helgadóttir nú í gegnum mikla prófraun. Spurt er á Akureyri hvort faglegt mat skólamanna og próf verði látin ráða stöðuveitingum, eða stjórnarpólitíkin? Hljómsveitin Pardus og Labbi (Ólafur Þórar- insson) léku fyrir skömmu á Englnn trúir Reagan, segir Haraldur? Hvoli. Þegar minnst varði birtist Laddi (Þórhallur Sigurðsson) á staðnum móður og másandi og spurði hvort hann ætti ekki að troða upp. Enginn kannaðist við það, en úr því að hann var mættur á annað borð og hafði lagt á sig langa ferð spretti hann úr spori á sviðinu við mikinn fögnuð. Skýringin var sú að útvarpsþul- ur hafði ekki kannast við þennan Labbaogauglýsti í sífellu að Pard- us og Laddi ættu að skemmta á Hvoli. Þegar Laddi kom heim til sín í kvöldmat var hann spurður hvað í ósköpunum hann væri að gera heim, hann sem ætti að skemmta á Hvoli um kvöldið. Ladda varð svo mikið um að hann brenndi af stað þó ekki væri merkt við þetta kvöld í minnis- bókinni. Það var því hljómsveitin Pardus, "Labbi og Laddi sem skemmtu á Hvoli þetta kvöld, þökk sé'útvarpinu. Þjáningar Haraldar Blöndal í DV í gær vöktu athygli. Hann segir þar m.a. um Afganistanréttlæti Rússa að þeim trúi enginn efa- hyggjumaður „fremur en Reagan þegar hann útvarpar samsæris- kenningunum um Mið- i Stjórnin er góð, segir Arl Trausti? Laddi eða Labbi? Ameríku“. Fyrir neðan þjáning- ar Haraldar mærir Ari Trausti Guðmundsson gott stjómarár, Þorstein Pálsson, og heimfærir röksemdareglu Göbbels upp á Svavar Gestsson. Lesendum varð það fyrst fyrir að segja sem svo að það hefðu aldeilis orðið sinna- skipti hjá Ara Trausta og Haraldi Blöndal, en við textarýni fór að læðast að sá grunur að skipti hefðu orðið á texta þeirra félaga. Sambandið milli Þórðar Þorbjarnarsonar borgarverkfræðings og Davíðs Oddssonar borgarstjóra hefur verið allstirt um skeið. Úr hófi keyrði þó þegar borgarverkfræð- ingur upplýsti á borgarráðsfundi fyrir skömmu að breytingarnar umdeildu á Hamarshúsinu brytu í bága við staðfest aðalskipulag borgarinnar. Að sögn viðstaddra borgarfulltrúa brást Davíð æva- reiður við og taldi að embættis- menn borgarinnar hefðu átt að upplýsa þetta áður en breyting- arnar voru keyrðar í gegnum borgarstjórn. En Davíð mun frá upphafi hafa verið mjög gagnrýninn á þær. Þessi árekstur milli Þórðar og Davíðs hefur leitt til þess að Davíð hefur nú um nokkurra daga skeið neitað að tala við Þórð... Uppljóstranir Þjóðviljans á launum forstjóra á íslandi vöktu mikla athygli, ekki síst meðal forstjóra sem töldu sig ekki nógu kaupháa miðað við fé- laga sína í stéttinni. Þrír þeirra höfðu samband við Þjóðviljann til að sannfærast um að blaðið fór með rétt mál, og hafa nú á grund- velli þeirra upplýsinga sem blaðið veitti, hafið harða kjarabaráttu. Segið svo að málgagn verkalýðs- ins komi ekki að gagni í barátt- unni fyrir hærri launum... Undanfarnar vikur hefur farið fram meðmæl- endasöfnun fyrir framboði Vig- dísar Finnbogadóttur í forseta- kosningar sem áttu að fara fram í næsta mánuði en verða ekki þar sem engin önnur framboð bárust og verður Vigdís því sjálfkjörin. Það hefur vakið athygli víða um land að mjög margir yfirlýstir og þekktir stuðningsmenn annarra frambjoðenda í siðustu kosning- um skrifuðu nú upp á meðmæli með Vigdísi og sýnir það svo að ekki verður um villst að Vigdís nýtur trausts þjóðarinnar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.