Þjóðviljinn - 26.05.1984, Síða 22

Þjóðviljinn - 26.05.1984, Síða 22
Þeir tveir tónlistarmenn sem lítillega verður minnst á hér eiga fátt sameiginlegt. Eitt atriði, ein míta, tengir þá þó á skrítilegan hátt; þeir eru fremur ófríðir báðir tveir. Það vill nefnilega svo illa til að það þykir hin mesta synd í rokk-bransa, sem og annarsstað- ar, „að hafa ekki útlitið með sér“. Hefði Elvis nokkur Presley átt mikið uppá pallborðið ef hann hefði verið ljótur eða, sem er enn syndsamlegra; svertingi? Heill aragrúi þeldökkra manna gátu ekki bara sungið eins og hann, heldur höfðu gert það miklu fyrr. En það er önnur saga. Fyrstan vil ég nefna írann Van Morrison, fæddan 31. ágúst ’45 í Belfast. Hann gekk snemma á vit tónlistargyðjunnar og átján ára stofnaði hann hljómsveitina Them. Ryþmi & blús átti hans hug allan og hjartað sló taktinn trega sem svo fábreyttur og upp- runalegur mylur steina af ein- skærri sorg. Þegar árið 1968 tekur Morrison þátt í þeirri sálarbylt- ingu sem öld Vatnsberans stend- ur fyrir, orð hans og tilfinningar flæða úr djúpum sálarinnar og vefjast lystilega um tónana. Ast- ral Weeks heitir sú sköpunin. Fjöldinn allur af plötum liggur eftir þennan listamann, sem í dag væri í vitund almúgans súper- stjama ef hann fæli ekki fegurð sína undir rauðgráum hárum. Nú hefur hann fjölgað afkvæmum sínum og enn og aftur tókst fæð- ingin með afbrigðum vel. Platan er tekin upp á tónleikum Morris- ons í Grand Opera húsi þeirra í Belfast á síðasta ári og sé mið af því tekið hvað varðar hljómburð þá er platan ein sú mest heillandi konsert skífa sem í mínum eyrum hefur hljómað. Hinn síðari sem á hér verður minnst er breskúr og heitir Joe Jackson. Lítt veit ég um sögu hans og feril annað en að hann hefur aldrei einskorðað sig við neina sérstaka stefnu í tónlist til langframa, hefur reynt flest og er einnig „ljótur“. Það hefur verið fundið honum til foráttu hve honum þykir gam- an að blanda saman hinum ólík- ustu formum af músík, djassi, reggí, „big-band“stfl, dægurtón- list, ýmsum poppstefnum og rokki. Fyrir vikið er hann aðeins verðugri áheyrnar og fjöl- breyttari. Fjölhæfur músíkant sem spilar á næstum hvaða hljóð- færi sem hendi er næst. Á nýjustu plötu sinni Body and Soul heldur Joe Jackson áfram að leika af fingrum fram, og svei mér ef ég þykist ekki heyra afrískan/ suðurhafseyja-takt þarna ein- hversstaðar. Platan er tekin upp í New York ’83, og er hin áheyri- legasta. Þetta er líkast til sjötta sólóskífa Joes Jacksons, en hann hefur einnig samið tónlist fyrir kvikmynd, Mike’s Murder. Það má segja um Joe Jackson að styrkur hans í tónlist sé hve góður hljóðfæraleikari og lagasmiður hann er. Ólíkt Van Morrison sem hefur sálina í raddböndunum, þá hefur sá fyrmefndi hana í fingr- unum. O Ikarus: Bragl, Beggi, Tolll og Megas (Komma vantar á myndina). Svo skal böl bœta á Rás 5-20 launaþrœllinn hnígur niður lafmóður með œgilegan sting & -lánskjaravísitalan hverfur útvið sjóndeUdarhring en ástandið í póllandi fer hríðversnandi dag frá degi það dylst þeim ekki sem er hér við hungurmörk svo ég held ég bara þegi ég veit ekki betur en það sé sýnt & sannað að svo skal böl bceta að benda á eitthvað annað Kynngimagnaðar línur, ekki satt? Enda á þrælmagnaðri plötu, Rás 5-20 með Ikarusi. Ein besta plata sem komið hefur út hér í háa herrans tíð. Þetta er önnur plata hljómsveitarinnar og gefur þeirri fyrri ekkert eftir nema síður sé. Við verðum að láta okkur nægja plötur frá hljómsveitinni því ekki er líklegt að hún komi fram á tónleikum í bráð. Á blaða- mannafundi sem var haldinn til að kynna plötuna voru þeir Megas og Beggi, hinir voru fjar- verandi, spurðir að því hvort lík- ur væri á að Ikarus kæmi fram á tónleikum til að kynna plötuna. Megasi leist bara vel á hugmynd- ina. En þegar hann var inntur nánar eftir því hvort hann hygðist koma fram á tónleikum svaraði hann að bragði: „Nei, en hug- myndin er góð!“ Ekki þýðir að súta það heldur fagna útkomu Rásar 5-20. Hún er ein af þessum plötum sem límast hreinlega við plötuspilarann hjá manni. í 10 daga hefur ekki annað verið spil- að á mínum bæ. Meir’að segja, „ormurinn“ minn sem nú er „gjörspilltur" af rás tvö lætur sér vel líka. Rás 5-20 var hljóðrituð fyrir síðustu áramót. Satt að segja var ég orðinn ansi langeygur eftir henni. En öll él styttir upp um síðir og með hækkandi sól og sumarkomu birtir enn meira til þegar slíkar plötur líta dagsins ljós. Þau sem voru á tónleikunum Við krefjumst framtíðar í Höll- inni síðastliðið sumar kannasat eflaust við lögin „Kondór“, „MX Geir“, „Svo skal böl bæta“ og „Sjakalíneyja". En þessi lög er að finna á Rás 5-20. Jafnvel þó að textarnir séu sumir hverjir samdir út af ákveðnum atburðum og í ákveðnum tilgangi þá eiga þeir fullt erindi til okkar. Þannig á „Sjakalíneyja" ekki síður erindi tíl okkar í dag en fyrir ári. At- burður sem ekki má gleymast og á ekki að gleymast frekar en svo margt annað er rykfellur í hugum okkar. Tónlistin á plötunni er ansi hrá enda nánast tekin upp „live“. Þetta bitnar á gæðunum en fyrir vikið er platan öllu meira lifandi en gengur og gerist. Tónlist Ikar- usar er engin nýjung, þetta hefur allt saman heyrst áður, engu að síður tekst þeim að glæða hana lífi og er það meira en sagt verður um marga aðra. Hljóðfæraleikurinn ber þess nokkur merki að platan skuli vera hljóðrituð næstum „live“. Ýmsir agnúar eru á honum en þeir hverfa í skuggann fyrir kraft- inum og þróttinum sem ríkir á plötunni. Hljómsveitin nær furðu vel saman og er það merkilegt því að þeir félagar koma hver úr sinni áttinni, eða er það kannski skýr- ingin? Söngur þeirra Megasar og Tolla er eins og við var að búast þokkalegur, annars er alltaf jafn gaman að hlusta á Megas syngja, það syngur enginn eins og hann. Það er athyglisvert að textarnir á Rás 5-20 eru eftir alla meðlimi hljómsveitarinnar. Kommi trommuleikari á einn, Beggi gít- arleikari og Bragi bassaleikari eiga sinn hvor og Tolli og Megas eiga sína þrjá hvor. Ég veit ekki til þess að þeir þrír fyrst nefndu hafi áður fengist við textagerð en þessi fyrstu spor þeirra eru góðs viti. Kommi á t.d. ansi svæsinn texta, „Súsí fer í bað“, og ef hann fer ekki fyrir brjóstið á sómakær- um siðgæðispostulum verð ég hissa. Textar Tolla og Megasar (ann- ars er vafasamt hvort hægt er að kalla það sem Megas yrkir texta) eru meiri ádeila en textar þre- menninganna. Textar Megasar eru miklu betur saman settir og djúphugsaðri en hinna sem texta eiga á plötunni. Ekki vil ég spilla ánægju fyrir lesendum með að birta glefsur úr textum þeirra. Sjón er sögu rfk- ari. Tryggðu þér eintak áður en allt er um seinan. Rás 5-20 er plata sem er prýði hvers plötu- safns. Það er tilvalið að enda þennan pistil á sama hátt og hann hófst, með tilvitnun í texta Meg- asar „Svo skal böl bæta“: fjögur ár líða & loks er allt endanlega í steik & loforðin fínu þau reyndust öll tómt djöfulsins feik þá fréttirðu það hungraður með húsfylli af konu & krökkum að horfur fari versnandi hjá þrœlunum á volgubökkum þú flettir mogganum & ég sé að það er sannað að svo skal böl bœta að benda á eitthvað annað JVS Með sál í rödd og fingrum

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.