Þjóðviljinn - 26.05.1984, Qupperneq 23

Þjóðviljinn - 26.05.1984, Qupperneq 23
Listahátíð hefst um næstu helgi: Forskot á Listahátíð hefst eins og kunnugt er eftir tæpa viku eða nk. föstudag. Mjög mörg dagskráratriði verða að venju á listahátíð og hér verða kynnt nokkur atriði. Karel Appel f Listasafni Islands Þegar laugardaginn 2. júní verð- ur opnuð í Listasafni sýning á verk- um hollenska listamannsins Karel Appel. Hann er fæddur árið 1921 og heimsfrægur fyrir list sína. Hann er ásamt Constant og Comeille, einn af stofnendum hollenska til- raunahópsins Reflex sem síðar sameinaðist Copra-hreyfingunni. Ekki er hægt að hafa tölu á öilum þeim sýningum sem Appel hefur haldið um víðan heim en verk hans em einnig til sýnis í ýmsum þekkt- ustu listasöfnum heims. The Richard Morse Mime The- atre Þetta er alþjóðlegur hópur lát- bragðsleikara frá Bandaríkjunum sem unnið hefur hug og hjörtu áhorfenda í meira en tuttugu þjóð- löndum. í hópnum em sjö lát- bragðsleikarar sem túlka hið ljóð- ræna og skoplega í hversdagslífínu. Hópurinn túlkar ekki aðeins per- sónur heldur einnig ýmis þau tæki sem auðvelda okkur dagsamstrið svo sem brauðristar, vatnsslöngur, ávaxtapressur og krana (sem lekur að vísu). Morse-hópurinn kemur fram á Lækjartorgi nokkmm sinn- um. Hann mun einnig skemmta bömum og unglingum og auk þess sýna sívinsæl atriði eins og Svana- vatnið í túlkun Síberíuballettsins og Ólympíuleika í skák í Reykja- vík. Tónleikar níu cellóleikara Sunnudaginn 3. júní verða í Bú- staðakirkju tónleikar m'u celló- leikara undir stjórn Gunnars Kvar- ans og auk þess syngur Elísabet Erlingsdóttir. Gunnar Kvaran á að baki glæsilegan feril sem celló- leikari en hann stundaði m.a. nám hjá Erling Blöndal Bengtson, Flachot, Navarra og Piatigorsky. Hann hefur haldið tónleika á öllum Norðurlöndum, í Bandaríkjunum, Hollandi, Frakklandi og Þýska- landi, bæði sem einleikari og í kammertónlist. Hinir cellóleikar- amir em Bryndís Halla Gylfadótt- ir, Ásdís Arnardóttir, Sigurður Halldórsson, Barbara H. Guðna- dóttir. Stefán Öm Amarson, Bryndís Björgvinsdóttir, Gunn- hildur H. Guðmundsdóttir, Hrafn Loftsson og Eyþór Amalds. Flutt verða verk eftir Bach og Villa- Lobos. The Chleftaíns Á undanfömum tveimur ára- tugum hafa The Chieftains safnað írskri tónlist og gert hana sína eigin á sinn sérstaka og hugljúfa hátt. Þeir hafa leikið inn á fjölda hljóm- platna m.a. með Mike Oldfield, Art Garfunkel, Don Henley og Dan Fogelberg. Þeir hafa leikið með Eric Clapton, Van Morrison, James Galway og Jackson Brown og munu leika með The Rolling Stones á næstunni. Þegar Jóhannes Páll II. páfi sótti íra heim, léku þeir fyrir hann og 1.350.000 aðra í Pho- enix Park í Dyflinni. Þeir unnu til Óskarsverðlauna 1976 fyrir tónli- stina í myndinni Barry Lyndon og 1983 unnu þeir kanadísku Genie verðlaunin fyrirtónlist sína í mynd- inni The Gray Fox. Sama ár urðu þeir fyrstir tónlistarmanna til að halda hljómleika í þinghúsi Banda- ríkjanna og var það í boði Tip O’N- eill sem auk þess að vera af írsku bergi brotinn er hæstráðandi í fullt- rúadeildinni. The Chieftains koma fram á Broadway 7. juní og í Gamla bíói 8. júní. Fflharmoníuh(jómsveitin Einn af hápunktum Listahátíðar að þessu sinni verða tónleikar Fflharmomuhljómsveitarinnar frá London í Laugardagshöll 9. og 10. júní. Fflharmoníuhljómsveitin lék fyrst opinberlega undir stjóm Sir Thomas Beecham í Kingsway Hall í Lundúnum í október árið 1945. Á mjög skömmum tíma varð Ffl- harmoníuhljómsveitin viðurkennd sem ein af bestu hljómsveitum heimsins og tókst að fá til sín viður- kennda stjómendur eins og Furt- wángler, Toscanini, Giulini, Ric- hard Strauss og Herbert von Kara- jan, en sá síðastnefndi varð aðal- stjórnandi hljómsveitarinnar. Eftirmaður Karajans varð síðan Klemperer, en upp úr því hófst sögulegt tímabil hjá Fflharmoní- unni þegar við bættist kór undir stjóm Wilhelms Pitz. Á þessu Vladimir Askenasí stjórnar Fflharmoníuhljómsveltinnl sem er ein af bestu sinfóníuhljómsveitum f heiml. Gunnar Kvaran stjómar nfu manna cellósveit og lelkur sjólfur einleik. kynnin tímabili dró Walter og upp úr því lá við að og kórinn leggðust niður árið 1964. Meðlimir hljómsveitarinnar bmgðust skjótt við og mynduðu sjálfsstjómarfélag er bar nafnið Nýja Fflharmoníuhljómsveitin með Dr. Klemperer sem aðal- stjómanda og var hann einnig ráð- inn forstjóri ævilangt. Þegar Klem- perer hætti störfum vegna aldurs árið 1971 var Lorin Maazel fast- ráðinn aðstoðarhljómsveitarstjóri og eftir fráfall Klemperes árið 1973 var hinn sjalli ungi ítalski stjóm- andi Riccardo Multi ráðinn aðalst- jómandi hljómsveitarinnar. Þann 1. september 1977 tók hljómsveitin aftur upp fyrra nafn sitt, Fflharmoníuhljómsveitin, og endumýjaði gömul tengsl við Carlo Maria Giulini þann sama vetur undir uppmnalegu nafni hljómsveitarinnar. f ágústmánuði árið 1979 varð Riccardo Muti fyrsti tónlistarfor- stjóri hljómsveitarinnar, og í lok tónlistartímabilsins 1981/82 var hann ráðinn heiðursstjórnandi. Árið 1980 varð Prinsinn af Wales fyrsti vemdari hljómsveitarinnar. Fflharmom'an vinnur einnig mjög náið með Simon Rattle, Andrew Davis og Wladimir Ashkenazy. í janúar í ár tók Giuseppe SinopoU við stöðu aðalstjórnandans. Fflharmoníuhljómsveitin hefur # um árabil leikið inn á fleiri hljóm- plötur en nokkur önnur hljómsveit í heiminum og er svo enn þann dag í dag. Hún ferðast einnig meira en flestar aðrar hljómsveitir. Fyrir utan reglubundna konserta t Royal Festival Hall í Lundúnum og hljómleika víða á Bretlandseyjum, þ.m.t. á Edinborgarhátíðinni, ráð- gerir hljómsveitin í ár tónleikaferð- ir um Bandaríkin, Ástralíu og Evr- ópu - og heimsóknir til Spánar, Norðurlandanna og Japans 1984/ 85. - SÍÐA 23 Helgin 26.-27. maí 1984 Magnús vlð tvö málverka slnna: „Þau fjalla elns og flest verk mín um grlmmd og „sexuality". Myndln tll hægrl heltlr Árbítur i skóglnum, þekkt mótíf úr myndlistarsögunnl. Ljósm:Atll „Smábakfallslykkj a“ segir Magnús Tómasson sem opnar sýningu á olíumálverkum í Listmunahúsinu í dag „Þetta er svona smábak- fallslykkja", sagði Magnús Tómasson listmálari er við litum inn í Listmunahúsið í vik- unni þar sem hann var að hengja upp 32 olíumálverk. Þau eru á sýningu sem hefst í dag, laugardag, klukkan 14. Sýningin heitir Hamskipti og skepnuskapur. - Hvað áttu við með bakfalls- lykkju? - Ég hef undanfarið verið í þessu þrívíða formi sem ég kalla „visual poetry", mjög smáar og fi'nlegar myndir, og fann þörf hjá mér til að sprella svolítið á striga en upphaflega var ég málari og málaði í mörg ár. Annars eru hugmyndimar á bak við þessar myndir ekki óskyldar því sem ég var að gera í litlu myndunum. Þetta er svona blanda af grimmd og „sexuality“. - Hið svokallaða nýja málverk hefur kannski höfðað til þín? - Ekki segi ég það. Annars verður maður alltaf fyrir áhrifum í tímanum. Ég hugsa að það hafi hjálpað til að losa um ákveðna stíflu hjá mér. Það var ákveðin jjörf hjá mér að fara að mála og svo kemur inn í það „tendens“ í tímanum. Hins vegar vil ég setja þetta nýja málverk innan gæsa- lappa. Éinsog ég sagði áðan þurf ti égað sprella svolítið á léreftinu eftir allar litlu myndimar þó að maður megi kannski ekki dreifa sér á mörg svið. Ég hef mikið gert af því að leita útrásar og ánægju við að gera hlutina í bland. Svo rankar maður við sér og bláköld alvaran blasir við og maður þarf að fara að sýna það sem maður var að skemmta sér við. Þetta er í bland kvöl og ánægja. Ég er líka dálítið að vinna í skúlptúr. Það er ekki hægt að vita fyrirfram hvort verið er að gera réttu hlutina eða hvort komið er í blindgötu. - Hjálpa sýningamar þér við að sjá það? - Já, að nokkm leyti. Þá sjást myndirnar allar saman og fæst ákveðin fjarlægð á þær. Maður verður að hafa kjark til að sjá hvort maður er á réttri leið. - Verða gagnrýnendur eða aðrir sýningargestir til hjálpar við það? - Gagnrýnendur hjálpa lítið. Það er kannski skortur á góðum gagnrýnendum. Annaðhvort koma frá þeim óábyrg niðurrifs- skrif eða hól í orðum, sem geta að vísu styrkt mig svolítið því að ég er hégómagjam að eðlisfari, en þýða etv. htið. Jákvæð svömn er alltaf mikils virði og mér þykir vænt um þegar ég fæ jákvæðar undirtektir hjá venjulegu, vel menntuðu fólki. Ef slíkt fólk get- ur ekki dæmt er annaðhvort al- menningur eða myndlistin í villi- götum. En í málverkinu er maður einn og getur ekki hugsað nema með eigin heila. Sýning Magnúsar, sem er sölu- sýning, er opin virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga og sunnu- daga frá kl. 14-18. Lokað á mán- udögum. Sýningi tendur til 11. júní. -GFr r

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.