Þjóðviljinn - 27.01.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.01.1985, Blaðsíða 2
FLOSI Miku skammtur af Félagsmálafíkn Menn ættu að fara afar varlega í það að hætta að drekka. Afar varlega. Fylgir nefnilega böggull skammrifi. En hér verð ég að staldra við. Hvað þýðir það eiginlega að böggull fylgi skammrifi? Auðvitað alveg . útí hött að vera að slá um sig með orðtökum sem maður skilur ekki í botn. Slíkt viðhafa bara grautar- hausar. Hugsunin á að vera skýrt fram sett, í henni á að vera upphaf og endir, orsök og afleiðing og jafnvel æskilegt að maður viti sjálfur, hvað maður er að fara, þegar einhveriu er slegið fram. Svo ég næ mér í orotakasafn Halldórs Halldórs- sonar til þess að gá að því hvað ég eigi við þegar ég segi að böggull fylgi skammrifi ef maður hætti að drekka. Og skýringin í orðtakasafninu lætur ekki á sér standa: „Böggull er hér líklega ketbitinn sem hangir við rifið eða þann enda þess sem er áfastur við hrygg- inn“. Það er einmitt akkúrat þetta sem ég á við. Því að hætta að drekka fylgir einmitt ketbiti sem hangir við hrygginn, eða þann enda hans sem er áfastur við hrygginn. Á meðan maður er sífullur er það að vísu rétt að maður er stundum litinn hornauga (hvað sem það nú þýðir), en þegar runnið er af manni keyrir um þver- bak (hvað sem það nú þýðir). Þá er nú fyrst farið að hafa horn í síðu manns, sem skýrt er í orðtakasafni Halldórs Halldórssonar: „Obliquem semper esse adversus aliquem". Akkúrat þetta sem ég á við. Versti fylgifiskur hófsemdar í ofnotkun á brennivíni - að ekki sé nú talað um algert bindindi - er að þegar maður hættir að vera ölóður í tíma og ótíma er álitið af fjölmörgum (og þá auðvitað þeim sem ekki vita betur) að maður hafi fengið vitrun og fyrir guðlega handleiðslu öðlast þá yfirnáttúrlegu náðargáfu að verða félagsmálaséní. Varla er runnið af manni þegar maður vaknar við þann vonda draum að vera orðinn formaður hér, varaformaður þar, ritari, meðstjórnandi, endurskoð- andi, jafnvel gjaldkeri. Gjaldkeri, guð minn góðurog það án þess að vita einu sinni hvort maður er þjófótt- ur eða ekki. Nefndir og ráð, starfshópar, grúppur og hópefli. Alls staðar er maður orðinn innsti koppur í búri og til glöggvunar vísa ég enn til orðtakasafns Halldórs Halldórssonar. „Koppur er hér einhvers konar ílát, en búr matargeymsla". Mér er nær að halda að ég sé á góðri leið með að vera ómissandi hvar sem fleri en einn eða tveir koma saman á félagslegum grundvelli. Fróðir menn telja afar einstaklingsbundið hvað menn séu fljótir að ánetjast eitri, ólyfjan og vondum siðum. Ég hef leyft mér að kalla þá sem hafa orðið slíkum ástríðum að bráð, einu nafni „fíkla“. Á síðari árum hafa vísindin bent á og stutt það gildum rökum, að fjölmargt í lífinu og tilverunni, ann- að en eitur og brennivín, sé ávanabindandi. Þannig verða menn: spilafíklar, matarfíklar, hlaupafíklar, vinnufíklar og jafnvel vatnsfíklar. Ef ég nú gef félagsmálaástríðunni lausan taum- inn, blasir við mér sú ógn að verða með tímanum félagsmálafíkill. Það er nú að fara úr öskunni í eldinn, eins og það er kallað og ekki skýrt í orðtakasafninu. Félagsmálafíkill, drottinn minn dýri. Ég verð að „gera eitthvað í mínum málum" áður en félags- málaástríðan nær tökum á mér. Ekki er vafi á því að síðan fólk hætti í stórum hópum að reykja og drekka, hefur félagsmálabölið vaxið hröðum skrefum. Alls staðar umhverfis okkur, sama hvert litið er, blasir við okkur fólk sem ofurselt er félagsmála-. fíkninni, er bókstaflega forfallið. Ósjálfbjarga velkist þetta fólk í lífinu og tilverunni ófært um að sinna frumþörfum sínum, eins og til dæmis þeirri að ganga örna sinna, án þess að skjóta fyrst á fundi um málið og „leggja þar drög að því að það verði reyfað og rannsakað með tilliti til að- stæðna og miðað við núverandi ástand. Ræða síðan í starfshópi hvort aðkallandi sé að hefja framkvæmd- ir, eða hvort rétt sé að freista þess fyrst að gera frumrannsókn á eðli málsins og þeim mengunar- og umhverfisvanda, sem af framkvæmdum getur hlotist og kanna í náinni samvinnu við starfshópinn hvort tímabært sé að setja málið í nefnd, sem skilaði síðan áliti um vandamálið í heild, svo hægt sé að leggja drög að ákvörðunartöku um það, hvort rétt sé að fresta málinu, eða láta til skarar skríða og fara á klóið." Áfengisbölið er hreinn barnaleikur hjá félagsmála- ástríðunni. Lítum í kringum okkurog sjáum öll heimil- in sem eru í rúst útaf heimilisföður sem forfallinn er í félagsmál. Félagsmálafíkillinn er til í að fórna heimilisham- ingju, búi og barnaláni fyrir einn lítinn nefndarfund. Hann leggst út sólarhringum saman til að geta tekið þátt í störfum starfshópsins um það hvort rétt sé að smyrja hjarirnar á útidyrunum á félagsheimilinu strax, eða bíða með það. Og loksins þegar hann kemur heim er hann ekki mönnum sinnandi vegna þess að breytingartillaga hans í „hjaramálinu" náði ekki fram að ganga. Hann misþyrmir konunni sinni, lemur börnin og fer að hreinrita fundargerð. En mér þykir alltof vænt um bílinn minn, húsið, hestana, konuna og börnin, til að láta ástríðuvágest félagsmálafíknarinnar ná tökum á mér. Og ég hugsa með mér, einn og án þess að skjóta á fundi: „Hingað og ekki lengra“. Hryllingsbúðin á útopnuðu meðal þeirra eitt vel þekkt' hommaleikrit sem hefur vakið athygli erlendis.B Aðsókn að litlu hryllingsbúð- inni virðist ætla að verða góð enda nota aðstandendur hennar ýmsar nýstárlegar að- ferðir til að kynna verkið. Þannig munu þeir fara í ýmis fyrirtæki með myndband og sýna í kaffihléum valda kafla úr verkinu og bjóða svo miða með afslætti. Þetta mun ganga vel. Fyrir forvitnissakir má bæta því við, að Leikfélag Reykja- víkur hafði á sínum tíma hug á að taka Litlu hryllingsbúðina til sýninga og hafði leikritið til skoðunar, frá umboösmanni höfundarins í Svíþjóð. Hitt leikhúsið - en það sér um Litlu hryllingsbúðina - varð á undan að festa sýningarrétt- inn, og mátti víst ekki miklu muna. Velgengni Hins leikhússins veldur því að aðstandendur þess, þeir Páll B. Baldvinsson og Sigurjón Sighvatsson eru þegar farnir að leita sér að næsta viðfangsefni, og mun koma til greina að setja upp nýtt stykki strax í vor, enda telja þeir víst sumarið ekki dauðan tíma til leiksýninga. Mörg verka eru í brennidepli, Castro og Kinnock að kánkast á Neil Kinnock leiðtogi breska Verkamannaflokksins var í heimsókn í Nicaragua á dög- unum. í ferð sinni til Suður- Ameriku hitti hann Fidel Ca- stro og tóku þeir góðlátlegt spjall saman. Þar kom að tali þeirra að Castro sagði frá því hvers vegna hann væri svo karlmannlegur um kjálkana með skeggið sitt. Ástæðan væri sú að sem skæruliði á Kúbu hafi hann ekki haft að- stöðu til þess að raka sig. Síð- ar hefði hann reiknað út að rakstur tæki 15 mínútur á hverjum degi, - og á ári u.þ.b. 90 klukkustundir. Kinnock lét ekki sannfærast um þessar kostnaðarkenningar og bætti við: „Ef þér hættið líka að þvo yður, - þá vinnið þér einn mánuð til viðbótar, jafnvel þótt það væri dálítið andfélags- legt“. 2 SlÐA - ÞJÓÐVIUINN'i Sunnudagur 27. janúar 1985 lllkvitni kratinn Fjölgi lítið fiskunum flokkslegum í trúnni, skaltu bara skipta um skipstjóra í brúnni. Hafði þær báðar í nýútkominni ævisögu Sig- urðarThoroddsen eru margar bráðskemmtilegar gaman- sögur. Hér er verið aö segja frá Þingeyjarsýslum: „Nokkuð var bruggað af áfengi í sýslunni og var ekki alltaf hirt um að þrífa flösk- urnar sem notaðar voru undir bruggið og ekki tekið alvar- lega, þó að köngulóarvefur eða flugur væru í þeim. Þess vegna var það, að aðkomu- maður hjá Jóni á Laxamýri sagi, er honum var rétt flask- an: „Ætlarðu mér að drekka þennan óþverra. Það eru flugur í flöskunni." „Flugur í flöskunni?" spurði Jón. „Já, þarna eru reyndar tvær flugur." „Lof mér að sjá.“ í því setti Jón stútinn á munn sér og saup góðan gúlsopa. „Ég hafði þær báðar," sagði hann og rétti hinum flöskuna.“B Kvennagrínarar kvikmynda Meðal þeirra sem sóttu um til Kvikmyndasjóðs og nú naga neglur í bið milli ótta og vonar voru þær grínaktugu stöllur Guðný Halldórsdóttir kvik- myndari og Edda Björgvins leikari. Þær munu hafa sótt um styrk til að gera handrit að grínmynd, en einsog alþjóð er ábyggilega kunnugt voru þær meðal nánustu aðstandenda skaupsins um áramót sem mæltist vel fyrir hjá flestum. Anna Björnsdóttir fyrirsæta hefur verið orðuð við kvik- myndina en síðustu fregnir herma að sú saga sé alls ekki á rökum reist. Eða þannig....B Skapa sér skoðun Daginn sem ákveðið var að Elva Björk bókasafnsfræðing- ur fengi stöðu framkvæmda- stjóra Ríkisútvarpsins var haft við hana viðtal í útvarpinu. Þar var hún spurð álits á svo nefn- du „frjálsu útvarpi". Hún sagðist hafa skoðun á því máli en hún yrði að fá lengri tíma til Framhald á bls. 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.