Þjóðviljinn - 27.01.1985, Page 10

Þjóðviljinn - 27.01.1985, Page 10
Eðvarð Sigurðsson, Gunnar Jóhannsson, Margrét Auðunsdóttir, Steingrímur Pálsson, Kristján Gíslason og Guðmundur Hjartarson á fundi um þetta leyti. Væntanlega mynd frá 1967. Meðal þeirra sem sjást eru Finnur Torfi Hjörleifsson, Einar Hannesson, Stetan Sigfússon, Óskar Halldórsson, Svavar Sigmundsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Benedikt Davíðsson, Haraldur Steinþórsson, Ingi R. Helgason, Guðjón Jónsson, Björgúlfur Sigurðsson og Jónas Magnússon, Haukur Helgason, Gils Guðmundsson, Magnús Torfi Ólafsson, Jón Snorri Þorleifsson og Snorri Jónsson. Flokksbræðurnir. Æskulýðs- nefnd Alþýðubandalagsins í Reykjavík 1966: Gísli B. Björns- son, Jón Baldvin Hannibalsson (í 5. sæti G-listans við borgarstjórn- arkosningar það ár), Svavar Gestsson starfsmaður Alþýðu- bandalagsins (í 8. sæti sama framboðslista), HelgiGuðmunds- son trésmiður og Hrafn Magnús- son bankastarfsmaður. aðra möguleika svosem sú stað- reynd vitnar um að hann var í fyrsta sæti á báðum tillögunum. í meirihluta framboðsnefndar- innar sem varð í minnihluta á Tónabíósfundinum voru Guð- mundur Vigfússon, Sigurður Guðgeirsson, Hörður Bergmann, Karl Guðjónsson, Einar Hannes- son, og Sigríður Hannesdóttir. í minnihlutanum sem varð ofaná voru Guðmundur J. Guðmunds- son, Ingi R. Helgason og Guð- Mnundur Jónsson (í Ellingsen). Uppstillingar- nefnd undir þrýstingi Störf uppstillingarnefndar síð- ustu vikur og daga fyrir Tónabí- ósfund einkenndust af tilraunum hópa og manna að hafa áhrif á niðurröðun listans. Forystan úr Sósíalistaflokknum hafði setið undir ámæli fyrir að hafa gefið Hannibalistum og „annarra flokka“ mönnum of mikið eftir frá því 1956, - og „sentristarnir“ sem fóru með völdin („flokkseig- endafélagið“) voru komnir með sterkari stöðu í tímans rás. Af hálfu Sósíalistaflokks- manna var litið svo á, að frekja Hannibalistanna hefði gengið úr öllu hófi í kosningabandalaginu - og að þeim hefði verið gert skylt í krafti bandalagsins að kjósa menn sem voru þeim andsnúnir. Þetta átti nær eingöngu við um framboðslista í Reykjavík. Hannibalistarnir litu hins veg- ar svo á að þeim bæri samkvæmt samkomulagi að halda 2. sæti list- ans og fjórða. Hannibal segir í Nýja Alþýðubandalagsblaðinu: „Það hefur frá upphafí verið grundvallaratriði um framboð þess, að samkomulag væri um að- alframbjóðendur þess - ekki síst í Reykjavík. Þannig var ég í fyrstu í 2. sæti listans hér, og síðan Alfreð Gíslason læknir. Nú var augljós- lega svo komið að samráðs eða samstarfsmanna var ekki lengur óskað“. f krafti þessa var mjög þrýst á utan og innan uppstillingarnefnd- ar að Jón Baldvin skipaði annað sætið. Báðir armar, Sósíalista- flokkur og Hannibalistar reyndu að beita áhrifum sínum í uppstill- ingarnefnd og fóru margar vélar í gang. Kjartan Ólafsson var fram- kvæmdastjóri Sósíalistaflokksins á þessum tíma en Svavar Gests- son starfsmaður Alþýðubanda- lagsins, - og lágu þeir undir ámæli Hannibalista um að skipuleggja smölun. Hannibal segir að „flokksvél Sósíalistaflokksins var nú beitt af alefii til að kúga aðra meðlimi Alþýðubandalagsins undir ákvörðun þröngrar klíku í Sósíalistaflokknum sem Alþýðu- bandalagsmenn gátu ekki þolað“. Ekki bendir niðurstaða Tóna- bíósfundar beint til þess að menn hafi verið á einu máli þar um. Hin endanlega niðurröðun á framboðslista beggja armanna, var ólík því sem stefnt var að í upphafi. Báðir armarnir reyndu að láta líta svo út, útávið að nokk- urrar víðsýni og umburðarlyndis gætti við niðurröðun. Þannig var Jón Snorri á yfirborðinu ættaður úr Framsókn og Sigurjón Þor- bergsson frá Þjóðvarnarflokkn- um. Með sama lagi voru þau Magn- ús, Eðvarð, Adda Bára og Ingi R. á uppstillingu Hannibalista. Einar Hannesson var einhvers konar málamiðlun meðal þeirra, afþví talið var vonlaust að stilla Jóni Baldvin upp í annað sæti (og því verið hafnað) þegar í svo hart var komið sem raun bar vitni. En skýringarnar á þessari niðurstöðu eru í rauninni komnar fraip áður. Ingi R. Helgason hafði í tvénnum undangengnum alþingiskosning- um verið í framboði á Vestur- landi, - en margir litu til hans sem mikilhæfs stjórnmálaskörungs. Svonefndum sentristum fannst því tilvalið að stilla Inga upp í baráttusætið. Þess skal og getið að Ingi R. var þá einsog löngum talinn með valdameiri mönnum í Alþýðubandalaginu. Flestir eru á einu máli um að óánægjan hafi lengi verið að gerj- ast innan Alþýðubandalagsins fyrir Tónabíósfundinn. Þá hafi einfaldlega soðið uppúr. Þess ber að gæta að ekki var búið að stofna bandalagið sem flokk, þetta var kosningabandalag einstaklinga úr Sósíalistaflokknum, Málfund- afélagi jafnaðarmanna, Þjóð- varnarflokknum og utan flokka. Gamli kjarninn úr Sósíalistafé- lagi Reykjavíkur var ekkert ánægður með fyrirhugaða stofn- un Alþýðubandalagsins og vildu menn m.a. að þegar flokkurinn yrði stofnaður yrðu möguleikar á félagsaðild í stað einstaklingsað- ildar. Hannibalistarnir töldu að troðið væri á sér í tíma og ótíma. Óflokksbundnir og margir yngri félagar töldu ólýðræðisleg vinnu- brögð í Alþýðubandalaginu eiga rót sína í arfleifðinni frá Sósíal- istaflokknum. Töldu þeir að ástæðan væri sú að aldrei hefði verið farið í sögulegt uppgjör við fortíðina, - stalinismann og ráðstjórnarfyrirkomulagið eystra. Áður en dró til tíðindanna á Tónabíósfundi og í kringum hann, hafði skorist í odda á fund- um í Alþýðubandalaginu með mönnum og fylkingum. Sem dæmi má nefna kosningu formanns framkvæmdastjórnar 3. desember 1966. Björn Jónsson stakk uppá Hannibal Valdimars- syni í formennsku en Lúðvík Jós- efsson stakk uppá Guðmundi Hjartarsyni, Guðmundur var kjörinn með 8 atkvæðum en Hannibal fékk 7. Á næsta fundi framkvæmdastjórnar í janúar 1967 lét Alfreð Gíslason m.a. bóka eftir sér: „Ég lít á það, sem gerst hefur í sambandi við for- mannskjör nefndarinnar sem al- varlegt áfall fyrjr Alþýðubanda- lagið, bæði út á við og inn á við, og að við svo búið megi ekki standa. Þess vegna hef ég lagt fram tillögu, er felur í sér mála- miðlun, sem að mínum dómi er sanngjörn. En með því að ekki hefur náðst samkomulag um þessa tillögu, þá lýsi ég því að ég treysti mér ekki til að taka þátt í störfum framkvæmdanefndar að svo stöddu“. Síðan vék Alfreð af fundi. Þeg- ar uppstillingarnefndin var borin upp í fulltrúaráði Alþýðubanda- lagsins kom fram óánægja með að fulltrúar Sósíalistaflokks Reykjavíkur væru ekki í nefnd- inni og Einar Bragi ræddi um að vantaði í nefndina fulltrúa þess hóps sem hvergi væri fyrir í stjórnmálasamtökum. Það var á þessum fundi sem Svavar Gests- son skýrði frá dansiballi með meiru í Lídó 20. janúar 1967. Flokkseigenda- félagið tekur til hendinni Hið svokallaða flokkseigend- afélag, Guðmundur Hjartarson, Ingi R. Helgason, Kjartan Ólafs- son og Einar Olgeirsson - sem jafnframt voru kallaðir sentrist- ar, höfðu því fyrir fundinn svo- kallaðan Brynjólfsarm á aðra hönd en Hannibalistana og fylgis- menn á hina. Það er af hálfu flokkseigendafélagsins sem skipulögð smölun á að hafa farið fram. Sigurdór Sigurdórsson blaða- maður sagði að það boð hefði verið látið út ganga af valdamikl- um mönnum í Sósíalistaflokkn- um að traustir félagar ættu að koma með a.m.k. fimm nýja menn. Menn þurftu að sýna fél- agsskírteini við innganginn og því þurfti að gæta þess vel að menn væru rétt og vel skráðir. Ég tók þessa smölun að mér með glöðu geði, bæði vegna þess að þetta þurfti að gera og einnig vegna þess að Hannibalistarnir voru sjálfir á fullu í smöluninni, segir Sigurdór. Fleiri benda á þetta atr- iði. Sagt er að félagarnir úr Sósíal- istafélaginu sem óánægðir voru með stofnun Alþýðubandalags- ins, hefðu sæst á að styðja upp- stillingu minnihlutans, gegn því að fá stuðning við félagsaðild að Alþýðubandalaginu sem þeir gerðu tillögu um, þegar kæmi til kasta framhaldsaðalfundar sem haldinn var á Hótel Sögu viku eftir Tónabíósfund. Sú tillagavar hins vegar felld, þannig að hafi þeir haldið sig fá stuðning frá sen- tristunum, þá hefur sú von verið á misskilningi byggð. „Litla Ijóta klíkan“ og Finnbogi Rútur Stundum var talað um að um þetta leyti hafi „litla ljóta klíkan“ ráðið lögum og lofum í Sósíalista- flokknum og verið þyngst á bár- unni við uppstillinguna fyrir Tón- abíósfundinn. „Litla ljóta klík- an“ mun vera nafngift frá Finn- boga Rút Valdimarssyni og eru tilnefndir í klíkuna þeir Kjartan Ólafsson, Ingi R. Helgason, Guð- mundur Hjartarson og Guð- mundur J. Guðmundsson. Magn- ús Kjartansson stóð þessum mönnum mjög nærri en hann var arftaki Einars í flokknum - og á listanum, sjálfsagður að flestra dómi. Hinum megin, var Finnbogi Rútur Valdimarsson, sem réði mestu að tjaldabaki - en fyrir framan tjaldið stóð Hannibal bróðir hans. Finnbogi Rútur stjórnaði Hannibalistunum bæði í gegnum frændgarð sinn og kunningja. Hann hafði um þetta leyti og löngum fyrr og síðar mjög mikil áhrif á framvindu innan Alþýðu- bandalagsins og í íslenskum stjórnmálum. Finnbogi Rútur bjó á Marbakka í Kópavogi þar- sem hann var leiðtogi vinstri manna og bæjarstjóri um langa hríð. Þess vegna var stundum tal- að um Marbakkaveldið. Margir segja að það hafi verið álitamál hversu vel Hannibal og frænd- garði gögnuðust hollráð Finn- boga Rúts. Á hinn bóginn var hann einnig í góðu sambandi við aðra forystumenn í verkalýðs- hreyfingunni sem nutu góðs af þekkingu og framsýni hans auk pólitískra klókinda, - t.d. við samningagerð. Þvermóðska á báða bóga Viðmælendur mínir sem voru á Tónabíósfundi segja að þver- móðskan hafi ráðið ríkjum á báða bóga. Málflutningur þeirra sem áttust við hafi verið ómál- efnalegur og æsingakenndur, andrúmsloftið rafurmagnað. Svo mjög hafi mönnum hitnað í hamsi, að nærri hafi legið við handalögmálum. Einar Bragi og Guðrún Helgadóttir rifu t.d. fé- lagsskírteinin frammi fyrir fundarmönnum og stóryrðin hvinu yfir fundarsalinn. Margir telja að meðal beggja hópa sem áttust við hafi verið sú skoðun uppi að stefna ætti í að kljúfa Alþýðubandalagið. Hins vegar voru menn í báðum hópun- um sem vildu umfram allt koma í veg fyrir það. Þeir úr Sósíalistafélaginu sem litu á sig sem sósíalista og vildu uppgjör við arfleifðina og það sem þeim fannst vera óheiðarlegí vinnubrögð, áttu erfiða daga. Margir þeirra segjast hafa átt í miklu tilfinningastríði, því það var ekkert smá mál að eiga í úti- stöðum og vera ósammála leiðtogunum á þessum tíma. Flókin samsetning Viðmælendur mínir segja að hóparnir þrír sem áttust við hafi verið mjög flóknir að samsetn- ingu. Minnsti hópurinn hafi verið sá sem kenndur hefur verið hér við „lqarnann úr gamla flokkn- um“. Ihópi sentristanna, flokks- eigendafélagsins hafi verið menn úr Sósíalistaflokknum sem vildu annars vegar koma í veg fyrir stóran hægri krataflokk og hins vegar þá sem vildu fá „mjúkt breytingaskeið“. frá Sósíalista- flokki hinna útvöldu til Alþýðu- bandalags ólíkra hópa, þarsem Hannibalistar yrðu til friðs og þorri félaga Sósíalistaflokksins gætu unað sínum hag. Með Hannibalistunum fóru til að byrja með fleiri hópar, t.d. fyrrverandi þjóðvarnarmenn, sósíalistar með vonir í brjósti um lýðræðislegri flokk og flokks- leysingjar. Engir kommar Báðum stóru hópunum sem áttust við var áfram um að losna við kommastimpilinn; að Al- þýðubandalagið væri saman sett úr ýmsum áttum. Eftir Tónabíós- fund sögðu andstæðingablöðin náttúrlega að kommúnistarnir 10 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN; Sunnudagur 27. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.