Þjóðviljinn - 27.01.1985, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 27.01.1985, Blaðsíða 17
LEÐARAOPNA flokksmanna ■ Miklar deilur meðal Alþýðuflokksmanna )rdðsíunni" eru einu hlufhafarnir og sfýra dfram „nýja" fyrirtcekinu þar af leiðandi meirihluta, geta menn velt því fyrir sér hvers vegna mannkostamennirnir: Vil- hjálmur Skúlason, Haraldur Sig- urðsson og Hörður Zóphanías- son sem stjórnarmenn hins nýja hlutafélags, séu hæfari menn en núverandi útgerðarráð til að stjórna útgerð“. Eignastaða mjög góð Sigurður Þórðarson deildar- stjóri í fjármálaráðuneytinu og formaður útgerðarráðs hefur mótmælt framkomnum fullyrð- ingum um bága stöðu útgerðar- innar og útgerðarráð hefur í ný- legri bókun mótmælt framkomn- um fullyrðingum bæjarstjórnar- manna og sagt þá bera á borð rangar tölur. í viðtali við Þjóð- viljann nýlega sagði Sigurður að sér sýndist að samkvæmt því uppgjöri á fyrirtækinu sem lagt var fram vegna hlutafélagsstofn- unarinnar ætlaði bæjarsjóður sér að taka ríflega 20 miljónir til sín frá Bæjarútgerðinni. Reikning- arnir sönnuðu að eignastaða BÚH væri mjög góð, betri en hann hefði áður talið en skammtímaskuldir erfiður baggi. Erfitt hjó útgerðinni Rekstur Bæjarútgerðarinnar hefur gengið mjög misjafnlega í gegnum árin. Oft hefur árað illa og þá hefur krafan um sölu á fyrirtækinu jafnan hljómað hæst. Síðustu árin hefur rekstur fisk- iðjuversins gengið mjög þokka- lega og það jafnvel skilað af sér nokkrum hagnaði á stundum. Rekstur útgerðarinnar hefur hins vegar gengið illa eins og annars staðar á landinu þar sem hver togarinn á fætur öðrum er nú sett- ur á nauðungaruppboð. Staða út- gerðar hjá BÚH er ekkert eins- dæmi heldur bein afleiðing af þeirri stefnu sem ríkisstjórnin hefur markað þessum atvinnu- vegi. Á hitt er einnig rétt að benda eins og Óskar Vigfússon hefur á- réttað að það er naumast við því að búast að aflaverðmæti togar- anna sé jafnmikið samanborið við aðra togara á heilu ári þegar BÚH togararnir hafa verið látnir liggja hvern mánuðinn á fætur öðrum undanfarin ár. Bisness er jú óhœtta Þeir sem hæst hafa galað á und- anförnum árum um lélegan rekst- ur BÚH og borið á borð hvern útreikninginn á fætur öðrum um gjaldþrot fyrirtækisins eru þeir sömu menn og hafa borið alla ábyrgð á rekstri þessa fyrirtækis á liðnum árum og jafnvel ára- tugum. Þessir menn sem hafa krafist þess að fyrirtækið yrði selt og gert að hlutafélagi eru þeir einu sem ennþá hafa treyst sér til að kaupa hlut í hinu nýja félagi og sitja nú enn sem áður uppi með alla ábyrgð á rekstri þess. Hið eina sem hefur breyst með því að gera Bæjarútgerðina að hlutafélagi bæjarins og bæjar- fulltrúa er að í stað fullrar ábyrgðar bæjarsjóðs á öllum kröfum á fyrirtækið er bæjarsjóð- ur nú einungis ábyrgur fyrir hlutafjáreign sinni sem nemur rúmum 35 miljónum króna og bæjarfulltrúarnir sem stjórna rekstrinum sem áður eru ábyrgir fyrir hver sínum 5000 króna hlut. Kannski koma þeir til með að tapa á þessu ævintýri öllu saman, en bisness er jú áhætta. -Ig Rannveig Traustadóttir bœjarfulltrúi Afskipti bœjarins aidrei verið meiri „Það gat engan veginn komið mér á óvart að BÚH yrði lagt niður, því það hefur verið á stefnuskrá Sjálfstæðisflokks- insfrá því útgerðin varstofnuð fyrir 52 árum að leggja hana niður. Þarnahefurloksins draumur þeirra ræst“, sagði Rannveig T raustadóttir bæjarfulltrúi ABH. „Þeir eru vissulega búnir að bíða lengi til að finna eitthvert lag til að gera þetta. Með því að hafa fyrirtækið meira og minna lamað allt sl. ár og fá að auki dygga að- stoð ríkisstjórnarinnar sem er að gera út af við alla útgerð í landinu fundu þeir rétta tímann. Auk þess virðist vera búið að telja stórum hluta þjóðarinnar trú um að útgerð og fiskvinnsla sé af hinu illa og á því hefur sannarlega ver- ið hamrað hér í bæ. Þannig var jarðvegurinn undirbúinn“. Á hverju byggist andstaða þín við hlutafélagið? „Alþýðubandalagið og Al- þýðuflokkurinn þar til nú hafa alla tíð staðið vörð um þetta fyrir- tæki, því það hefur verið mjög mikilvægt fyrir atvinnulíf í bæn- um enda var það beinlínis stofnað á sínum tíma til að tryggja stöð- uga atvinnu verkafólks. Hafnarf- jörður er útgerðarbær fyrst og fremst og við höfum talið rekstur þessa stræsta útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækis í bænum vera best tryggðan með því að bærinn reki það. Það hefur áður verið reynt að selja BÚH úr höndum bæjarins en íbúarnir hafa staðið gegn því og stór hluti bæjarbúa og stærsti hluti starfsfólksins er á móti þessari sölu“. Hefur þú þá ekki trú á því rekstrarformi sem nú er boðið uppá? „Vinnubrögðin hafa verið slík að það veit enginn hvernig þetta fyrirtæki á að ganga og útilokað að spá nokkru um það, og þessi undarlegu vinnubrögð geta ekki orðið til þess að skapa almennt traust á þessu nýja fyrirtæki. Ætl- unin með öllu þessu brambolti var að slíta tengsl fyrirtækisins við bæjarstjórn en nú sitja þrír bæjarfulltrúar í stjórn þess og tveir eru endurskoðendur. Sannleikurinn er sá að bærinn hefur aldrei áður skipt sér eins mikið af þessu fyrirtæki eins og einmitt nú og hlutafélagið er ekki til nema á pappírunum", sagði Rannveig Traustadóttir. -•g- Hallgrímur Pétursson formaður Verkamannafélagsins Hlifar Mœli ekki með hlutabréfakaupum „Nei, það kom mér svo sann- arlega ekki á óvart að BÚH yrði lögð niður. Þetta hefur verið ofarlega í huga íhaldsins og óháða íhaldsins hér í bæ gegnum árin að losa sig við þettafyrirtæki1', sagði Hallg- rímur Pétursson formaður Verkamannafélagsins Hlífar. „Hvers vegna riðið er á vaðið núna er ekki gott að segja en það mætti segja mér að þeir teldu sig vera búna að finna Ieið til að losa sig við fyrirtækið í áföngum. Ríkisvaldið virðist nú ganga á undan öðrum við að leggja út- gerðina í rúst og menn sæta því lagi. Hingað til hefur verkalýðs- hreyfingin lagst gegn öllum á- formum um sölu BÚH. Hvers vegna var ekki hægt að stöðva þetta núna? Eina harða andstað- an sem komið hefur fram er frá okkur í Hlíf. Margt fólk er inni á þeirri skoðun að það skipti ekki máli hver reki fyrirtækið heldur að það sé rekið. Við erum ekki á sömu skoðun því að við vitum að þegar bæjaryfirvöld hafa hönd í bagga með fyrirtækinu þá er litið á það öðrum augum og maður skyldi þá ætla að bæjarfulltrúar á hverjum tíma litu á mannlegu hliðina varðandi rekstur fyrirtæk- isins“. En hefur það sýnt sig á undan- förnum árum, ég tala ekki um á liðnu ári? „Nei, það er síður en svo. Ein- mitt vegna þess álítum við að það sem hefur verið að gerast sé að- eins 1. áfangi bæjaryfirvalda við að losa sig við fyrirtækið. Eins og málin standa nú höfum við því enga tryggingu fyrir framhald- inu“. Kom ykkur á óvart hversu allt hefur gengið hratt fyrir sig? „Það er búinn að vera óeðli- legur hraði á þessum breytingum og það má vel vera að þeir hafi viljað nota „skítuga sjensinn““. Nú er búið að bjóða út hluta- bréfí fyrirtœkinu. Hefur þú trú á því að verkalýðsfélögin í bœnum kaupi hlut? „Ekki ætla ég að verða hvata- maður að því hjá okkur. Ég hef enga trú á að af því verði“, sagði Hallgrímur Pétursson. -*g- Haraldur Sigurðsson bœjarfulltrúi og stjórnarformaour nýja hlutafélagsins Leiður efbœjarbúar hafa ekki trú á þessu „Rekstur Bæjarútgerðarinnar hefur gengið mjög illa í því for- mi sem hún hefur verið rekin og það er von okkar að með breyttu rekstrarformi verði hægt að glæða fyrirtækið því lífi að það verði lífvænlegt og geti skapað vinnu í bænurn", sagði HaraldurSigurðsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins og stjórnarformaður hins nýja hlutafélags um reksturBÚH. „Það er trú okkar að það sé hægt að ná inn meira fjármagni í þennan rekstur og fleiri aðilum til að tryggja rekstrargrundvöllinn. Margir hafa undrast flýtinn í kringum þessar breytingar og hvernig staðið var að stofnun hlutafélagsins fyrir luktum dyr- um. „Ég vil ekki tala um flýti því að þetta er búið að vera lengi í undir- búningi. Hins vegar var fyrirtæk- ið stopp að mestu leyti og okkur fannst liggja á að koma því af stað. Því var tekin ákvörðun að setja af stað bæði fyrirtækið og reyna að koma sem fyrst á nýju rekstrarformi sem við teljum lífvænlegra en bæjarútgerðin var“. Hefur þú trú á því að hluthafar fáist fyrir utan bœjarfulltrúa og bœjarsjóð? „Ég hef trú á því og verð ákaf- lega leiður ef aðrir Hafnfirðingar hafa ekki trú á fyrirtækinu og vilja ekki gerast hluthafar". Liggur eitthvað fyrir um fleiri hluthafa? „Það liggur ekki afgreitt fyrir, en við höfum verið spurðir ým- issa spurninga af aðilum sem gætu hugsanlega komið þarna inn“. Flokksfélagar þínir hafa gagnrýnt meðal annars í Mbl. af- greiðslu þessa máls ogsegjaykkur vera að svíkja stefnu flokksins, bœrinn reki þetta allt áfram. „Ég veit að það eru skiptar skoðanir og hafa alltaf verið í Sjálfstæðisflokknum um öll mál. Menn hafa ekki verið hamlaðir í því að koma sínum skoðunum á framfæri, þessi gagnrýni kemur mér því ekki á óvart. Kristófer er ekki sammála okkur í því að bær- inn eigi að eiga meirihluta í fyrir- tækinu en það er meirihlutavilji fyrir því“. Hefur þú trú á því að sá vilji verði áfram eða er þetta aðeins til að byrja með eins og margir halda fram? „Ég hef ekki trú á öðru en það verði áfram. Hins vegar er aldrei hægt að segja langt fram í fram- tíðina með það. Sú staða getur komið upp að það breytist en eins og mál standa í dag þá eru engar hugmyndir uppi um slíkt", sagði Haraldur Sigurðsson. Sunnudagur 27. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.