Þjóðviljinn - 27.01.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 27.01.1985, Blaðsíða 14
BÆJARRÖLT LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtal- inna starfa. Starfskjör samkvæmt kjara- samningum. Fulltrúi Starfsmannahald Reykjavíkurborg- ar óskar eftir að ráða fulltrúa við launaaf- greiðslu ofl. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 18800. Gjaldkera vantar hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 686222. Skrifstofumann vantar í tímabundnar af- leysingar hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 686222. Deildarfulltrúi Félagsmálastofnun Reykja- víkurborgar óskar eftir að ráða deildarfulltrúa í hverfaskrifstofu að Síðumúla 34. Upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma 25500. Starfsmann vantar í almennt unglinga- og æskulýðsstarf Félagsmiðstöðvarinnar Fellahelli. Menntun og reynsla á sviði uppeldismála æskileg. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 73550. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánudaginn 4. febrúar 1985. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG SLÖKKVILIÐ REYKJAVÍKUR óskar eftir að ráða sumarstarfsmenn til or- lofsafleysinga á sumri komanda. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Slökkvi- stöðvarinnar í síma 22040. Umsóknum ber að skila þangað á sérstökum umsóknareyðublöðum, sem þar fást fyrir 28. febrúar 1985. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR óskar að ráða fólk til tilsjónarmannastarfa. Starfið er fólgið í því að styðja börn og ung- linga, persónulega og félagslega ca. 20-40 tíma á mánuði. Okkur vantar fólk, sem hefur áhuga á mann- legum samskiptum og gott innsæi, er hug- myndaríkt, styðjandi og hefur hlýlegt viðmót, en jafnframt ákveðið og hefur tök á að skuld- binda sig í a.m.k. hálft ár. Þessi auglýsing á við alla, óháð menntun eða stöðu. Nánari upplýsingar gefur unglingafulltrúi í síma 25500. Umsóknareyðublöðum ber að skila til starfs- mannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthús- stræti 9,6. hæð á sérstökum umsóknareyðu- blöðum, sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánu- daginn 4. febrúar 1985. í blaðamannastétt er það talið til tekna að hafa ákveðna gerð af nefi sem nefnt er fréttanef. Það hefur enga sérstaka lögun en verður að vera mjög þefvíst. Sjálfur hef ég starfað við blaða- mennsku í allnokkur ár og hef talið sjálfum mér trú að mitt nef væri ekki lakara af guði gert en gengur og gerist. Það hefur jafnvel komið fyrir að ég hafi skúbbað eins og það heitir á blað- amannamáli, náð í einhverja mjög góða frétt og verið einn með hana. En um síðustu helgi varð ég fyrir áfalli. Svo er mál með vexti að ég gisti á Hótel ísafirði í þrjár heilar næt- ur og meðan ég dvaldi þar gerð- ust á því sama hóteli dramatískir atburðir sem fréttir birtust af í öllum blöðum - nema Þjóðviljan- um. Ég hafði ekki hugmynd um þá en samt var ég eini blaðamað- urinn á staðnum og sá í raun og veru allt sem gerðist - án þess að sjá það. Það voru nefnilega handteknir 10 menn á hótelinu meðan ég dvaldi þar í ró og makindum. Ég las það í blöðum þegar ég kom heim. Tveir eiturlyfjasalar gistu á hótelinu og efndu þar til mikillar hassveislu sem leystist upp með fyrrgreindum afleiðingum. Ann- að var það ekki. Auðvitað sá ég allt þetta lið að svalli á teríunni og hefði verið hægðarleikur að ná því öllu á filmu. En ég skipti mér ekki af því, var sannfærður um að þarna væru laiigdrukknir sjóarar í land- legu. Ó, mig auman. Á sunnudagsmorgun mætti ég tveimur lögregluþjónum á harð- ahlaupum upp stigana og spurði stúlkuna niðri auðvitað hvað um væri að vera (fréttanefið). Hún sagði að það væri verið að hand- taka mann, það gerðist svo margt á ísafirði. Ég sá í anda að fylli- bytta hefði verið að gera ónæði á efstu hæðinni. Nú, sagði ég og fór svo með kaffi á bakka til konunn- ar minnar upp á herbergi. Það telst ekki blaðamatur nú til dags þó að fyllibytta sé með læti. Ef ég hefði hinkrað við hefði ég séð heila hersingu koma járnaða nið- ur stigana. O, mig auman. Seinna um daginn sá ég tvo al- vörugefna og myndarlega menn í jakkafötum með svartar töskur á hótelinu. Mér finnst afskaplega gaman að velta fyrir mér hvað fólk er að gera á hótelum og við konan mín fílósóferuðum dálítið um hvað þessir menn væru að gera. Seinna sá ég að auðvitað hlutu þetta að hafa verið rannsóknarlögreglumenn frá Reykjavík. Ef ég hefði asnast til að spyrja hefði ég verið fyrstur með fréttirnar. Það var að vísu nokkur huggun harmi gegn að samtímis mér og hassliðinu voru tveir fyrrverandi blaðamenn af Þjóðviljanum, rit- stjóri og fréttastjóri, sem nú eru komnir út í pólitík. Þeirra frétt- anef hlýtur að vera orðið nokkuð dauflegt, hugsaði ég eftir á. Kannski að ég ætti að fara út í pólitík. Þegar ég kom til Reykjavíkur var mikið hlegið af mér á blaðinu og búnar til sögur um að auðvitað hefði ég verið í hasspartíinu og verið fluttur í böndum til Reykja- víkur, fyrst rankað við mér í Síðu- múlafangelsinu. Ég lét þetta sem vind um eyru þjóta og minntist sögunnar af Þjóðviljanum í gamla daga. Það var þegar gas- kútaverksmiðjan ísaga sprakk í loft upp svo að sprengjan heyrðist um allan bæ og rúður brotnuðu í mörg hundruð metra radíus. Einu Reykvíkingarnir sem ekkert vissu voru blaðamenn Þjóðviljans og engum datt í hug að segja þeim frá þessu - það var svo augljóst að þeir hlytu að vita ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Árshátíð og þorrablót ABR Árshátíð og þorrablót Alþýöubandalagsins í Reykjavík verður hald- ið laugardaginn 2. febrúar í Flokksmiðstöð Alþýðubandalagsins að Hverfisgötu 105. Veislustjóri verður Silja Aðalsteinsdóttir. Guðmundur Hallvarðs- son sér um gítarleik og vísnasöng. Jón Hnefill Aðalsteinsson flytur ávarp. Koma leynigestir í heimsókn? Lifandi tónlist í vestursal, en vynildiskum verður snúið í austursalnum. Húsið opnað kl. 19.30 og borðhaldið hefst kl. 20.00. Athugið að í fyrra var fullt út úr dyrum og komust færri að en vildu. Pantið því miða strax í síma 17500. Sækja verður pantaða miða á föstudag fyrir kl. 15.00, annars verða þeir seldir öðrum. Skemmtinefnd ABR AB fél. Selfoss og nágrennis Opið hús verður laugardaginn 26. janúar nk. Margrét Frímannsdóttir vara- þingmaður mætir og spjallar við fólk. Kaffi og meðlæti. Staður: Kirkjuvegur 7 Se'fossi. Tími: Kl. 14.00-? Félagar fjöl- mennið til skrafs og ráðagerða yfir kaffinu. - Stjórnin. Kvennafylking AB Fundur verður miðvikudaginn 30. janúar að Hverfisgötu 105 kl. 20.30. Rætt um starf kvennafylkingarinnar það sem af er og framundan. Málshefjandi er Snjólaug Armannsdóttir. Miðstöð kvennafylkingar AB AB Stykkishólmi Á sunnudaginn (27. jan.) mætum við á fund í Verkalýðshúsinu. Hann hefst klukkan fjögur og framsögu um stjórnmálaástandið, landsins gagn og nauösynjar hefur Skúli Alexandersson. Félagar og stuðningsmenn, mætið allir og all- ar, vel og stundvíslega. Kvennafylkingin auglýsir Konur! Mætum í morgunkaffi! Alltaf heitt á könnunni í Flokksmiðstöð AB að Hverfisgötu 105 á laugardagsmorgnum frá kl. 11.00. Hittumst og spjöllum saman um það sem okkur liggur á hjarta. Miðstöð Kvennafylkingar AB ÆSKULÝBSFYLKINGIN ÆFABK Aðalfundur Æskulýðsfylkingin í Kópavogi boðar til aðalfundar í Þinghól miðvikudaginn 30. janúar kl. 20.30. Hópurlnn Alþýðubandalagið í Reykjavík Spilakvöld Spilað verður þriðjudagskvöldið 29. janúarkl. 20.00 að Hverfisgötu 105. Þetta er annað kvöldið í þriggja kvölda keppni, en einnig er keppt um sjálfstæð verðlaun hvert kvöld, þannig að þeir semekki tóku þátt í fyrstí spilakvöldinu, 15. jan., geta sem hægast tekið þátt núna. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.