Þjóðviljinn - 27.01.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 27.01.1985, Blaðsíða 15
KROSSGÁTA Nr. 452 / 2 ¥~~ 5~ Z~~ y— ¥~ <y 7 V 7 ~8~ 1~~ 10 11 12 V 13 \¥ <P 18 lá> v~~ 17 2 É <v 12 & 18 Ý <7 18 & 2o 17 2 r 21 Z 21 V 2 l¥ 12 l¥ <2 17 /2 i*r 3 9 7 2 Ja 20 7 l¥ 12 ¥ 9 22 (o W~ 17 2¥ 2S 12 18 23 /¥ 8 ¥ 17 2 $ 2ls> 20 17 2k 20 zh Z0B l¥ 7 l¥ 1¥ 20 l¥ 22 >¥ 21 q 18 2(s> 8- <? 7 18 ii 23 V Zb 12 <2 22 10 u 18 V 2 )¥ )7 18 U 1Z V 17 l'r 28 )¥ 27- <5 14 28 V 17 9 12 ¥ 17 2 2? & 20 )¥ 22 )¥ 7 18 21 V 17 ¥ f¥ 22 V; V 3o V )¥ 8 17 2 12 V 18 11 27 l¥ 12 22 3í 2 V 20 lÉ 28 17 12 28 // AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á þorpi hérlendis. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 452“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 15 II 2 12 5 8 2°1 22 Stafimir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gáturnnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera naeg hjálp því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sórhljóða og breiðum t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt. Verðlaun fyrir krossgátu nr. 449 hlaut Ragnar Þorsteinsson, Hlíð- arvegi 50, Kópavogi. Þau eru bókin 1000 spurningar og svör fyrir alla fjölskylduna eftir Óskar Ingimarsson og Hermann Gunn- arsson. Lausnarorðið var Tví- dægra. Verðlaunin að þessu sinni er bók- in Uppruni Njálu og hugmyndir eftir Hermann Pálsson. MINNING Páll Sigurðsson kennari F. 20. júní 1899 - D. 20. jan. 1985 Afi minn, Páll Sigurðsson, fyrrverandi kennari, Gilsbakka- vegi 5 Akureyri, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu þar í bæ þann 20. þessa mánaðar eftir þungbær veikindi síðustu mán- aða. Hann var á 86. aldursári og hafði fram á haustdaga fyrra árs borið aldurinn vel, var hress í bragði og starfsamur að hugðar- efnum sínum. Hann átti góða elli, naut umhyggju eiginkonu og dætra og fékk að deyja skömmu eftir að sjúkdómar höfðu lamað starfs- og sálarþrek hans. Páll afi minn var fæddur að Merkigili í Eyjafirði 20. júní 1899. Hann var yngstur 7 barna þeirra hjóna Sigurðar Sigurðs- sonar frá Flatnefsstöðum í Þver- árhreppi og Guðrúnar Rósu Páls- dóttur frá Kjartansstöðum í Skagafirði. Þau Merkigilssystkin eru nú öll látin. Æskustöðvarnar voru afa mín- um kærar. Hann var lítið fyrir ferðalög, heimakær úr hófi en aldrei sló hann hendi móti því að skjótast fram í Eyjafjörð á æsk- usíóðirnar. Þá held ég hafi vakn- að með honum hlýjar minningar um látna foreldra og systkini og minntist þeirra með hlýhug. Ég ætla að leyfa mér að full- yrða að afi minn hafi verið greindur maður og flugnæmur. Skömmu eftir tvítugt komst hann til náms í Gagnfræðaskólanum á Akureyri nú Menntaskóla og lauk gagnfræðaprófi árið 1921. Ekki voru efnin meiri en svo að hann treysti sér ekki til áfram- haldandi náms við skóla sem ein- ungis hefði gefið möguleika til áframhaldandi náms, heldur lá leið hans til Reykjavíkur í Kenn- araskólann þaðan sem hann lauk kennaraprófi árið 1924. Oft fann ég það á honum er ég var sjálfur í skóla á Akureyri að hugur hans hefði á sínum tíma staðið til frekari skólagöngu en hann taldi sér það fjárhagslega ókleift. Þótt skólagangan yrði ekki lengri jók hann menntun sína á eigin spýtur og var lærður vel eins og stundum er sagt. Vfk ég að því síðar. Að loknu kennaraprófi var afi kennari og skólastjóri á nokkrum stöðum, lengst í Ólafsfirði. Þá hafði hann stofnað heimili og gengið að eiga hana ömmu mína, Vilborgu Sigurðardóttur ættaða af Fljótdalshéraði. í Ólafsfirði eru dætur þeirra fæddar og áttu sitt æskuheimili. Þær eru: Guð- rún Rósa, kennari, Akureyri, Margrét Kristrún, húsfreyja að Ljósalandi, Vopnafirði, Sigríður Guðný, hjúkrunarfræðingur og Álfhildur kennari, báðar á Akur- eyri. Sólgarðar í Fljótum og Stokkseyri koma við sögu en seinast var hann skólastjóri barna- og unglingaskólans að Hrafnagili í Eyjafirði, skammt frá æskuslóðum sínum. Þar lét hann af störfum árið 1967 og gerðist eftirlaunamaður. Kennarinn og skólastjórinn Páll Sigurðsson er mér nú sannast sagna lítt kunnur. Þegar ég fer fyrst að ráði að muna eftir og kynnast afa mínum var hann dag- launamaður á Akureyri, var við skipaafgreiðslu á vetrum en gekk að slætti á opnum svæðum hjá Akureyrarbæ á sumrin. Það er bjart yfir þeim tíma þegar ungur maður frá Siglufirði var í heim- sókn hjá afa og ömmu á Gils- bakkaveginum og kannaði leyndardóma þess stóra staðar Akureyrar. Þá var notalegt að finna afa sinn á ólíklegustu stöð- um í bæjarlandinu með orf og ljá, setjast undir tré og rabba saman. Ilmur af nýslegnu grasi og hnausþykku dísætu kaffi berst enn að vitum mér og græn heimasmíðuð kaffitaskan í grasinu. Hann afi átti lfka smíðakompu þar sem mátti dunda sér og um helgar hjóluðum við langt, langt út í óbyggðimar. Þá náði byggðin að Mýrarveginum. Einu sinni tókum við með okkur tóbak, tálguðum okkur pípu úr jurtinni kjörvel, settumst i skurð og horfðum á bláan reykinn liðast til lofts. Okkur þótti vfst hvorugum gott að reykja - en við höfðum sannreynt að hægt var að reykja með þessu lagi. Árin líða og þegar sami sveinstauli settist í Mennta- skólann á Akureyri var afi besti kennarinn í þeim greinum sem getan var ekki alltof mikil í. Alge- bra, geómetria, þýska málfræðin - allt varð þetta ljóst og skiljan- legt eftir að hafa skoðað málin með afa. Þá varð mér ljóst hvílík- ur afburðanámsmaður hann hef- ur verið og hvað hann naut þess að kunna og læra fræðin. Stærð- fræði þótti honum skemmtilegust enda rökvís maður. Stundum vakti hann um nætur og reiknaði. Það þykir sjálfsagt mörgum undarlegt en ekki mér. Einn morgun sagði hann mér harla glaður í bragði að hann hefði fundið að nýju formúlu fyrir rúm- máli geira úr kúlu en sú formúla hefði í svip dottið honum úr minni. Með rökfestu sinni hafði hann sem sé endurheimt þennan hollvin sinn, rúmmál kúlugeirans og brosti kankvís. Mér er nær að halda að hann hafi aldrei gleymt neinu sem hann á annað borð hafði lært, hann las mikið, kunni ljóð og var vel skáldmæltur en flíkaði því lítt. Afi minn hafði sterka sam- kennd með öðrum, sérstaklega þeim sem honum þótti eiga bágt. Hann gaf smáfuglunum korn á vetrum og vorkenndi dýrum í vetrarhörkum. Hann fór hlý- legum orðum um menn og mál- leysingja sem honum þótti eiga undir högg að sækja - jafnvel ref- inn sem hann nefndi sauðbjálfa ef svo bar undir. En hann lét ekki sitja við orðin tóm. Síðustu árin helgaði hann sig söfnun handa hungruðum börnum heimsins. Á hverju kvöldi fram á nótt rölti hann um miðbæ Akureyrar og safnaði flöskum og seldi svo dag- inn eftir. Eftirtekjan rann til hjálparstofnana. Þannig vildi hann leggja sitt af mörkum til að lina þjáningu þessara fjarlægu meðbræðra sinna en vissi þó manna best að meira þurfti en hans framlag. Oft held ég fólkið hans á Akur- eyri hafi verið hrætt um gamla manninn á þessu næturgölti, ein- hver drukkinn gæti flogið á hann og skaðáð. Aldrei kom 'þó tíl þess, frekar að hann fengi hjálp við söfnuna og borin væri til hans flaska og flaska. Hafi þeir þökk er það gerðu. Þegar hann var að koma úr einni slíkri ferðinni í haust hneig hann niður úti um miðja nótt. Þar með var þrekið búið og nú er hann allur. Og nú eigum við minninguna um þennan að mörgu leyti lán- sama en kannski dálítið sérstaka mann. í svip er söknuðurinn sterkari gleðinni og þakklætinu yfir því að hafa átt hann en lögmál lífsins verða ekki umflúin og brátt verður farsællega liðin ævi afa míns fremur uppspretta ánægjulegra minninga en sakn- aðar. Þeim systrum og ömmu minni, traustum förunaut hans í lífinu, sendi ég samúðarkveðjur. Hún veit að afi dvelur nú hjá góð- um guði. Ég veit líka, að væri ég spurður hvernig góðir afar ættu að vera, segði ég hiklaust: „Heyrðu mig, góurinn minn, eins og hann afi minn“. Eiríkur Páll Eiríksson Akraneskaupstaður Aðalféhirðir Laust er til umsóknar starf aöalféhiröis Akraneskaup- staðar. Starfiö fellst í daglegri umsjón og ábyrgð meö fjárreiðum bæjarins, greiðslum til viðskiptamanna, gerð greiðsluáætlana, samskiptum við bankastofnan- ir o.fl. Við leitum að hæfum starfsmanni með góða undir- stöðumenntun og reynslu. Upplýsingar um starfið veitir bæjarstjóri eða bæjarrit- ari í síma 93-1211. Umsóknum um starfið skal skilatil undirritaðs á bæjar- skrifstofuna fyrir 15. febrúar 1985. Bæjarritari. - Sunnudagur 20. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.