Þjóðviljinn - 27.01.1985, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.01.1985, Blaðsíða 11
hefðu sigrað og að framboðslist- inn bæri þess merki. Magnús segir í Austragrein að þetta fari víðs fjarri: „Og á framboðslistan- um nú er Jón Snorri Þorleifsson úr þessum hópi Alþýðubanda- lagsmanna og staðfesting þess að samtökin eru nú mun víðtækari en þau voru áður. Að sjálfsögðu mun Jón Snorri eins og aðrir mega una því, að vera kallaður kommúnisti í andstæðingablöð- unum, en skyidi ekki til að mynda minnisgóðum lesendum Tímans finnast sú nafngift næsta ein- kennileg?“ Enn hitnar í kolum Fljótlega eftir Tónabíósfund- inn kom í ljós að þær undir höfðu verið opnaðar sem ekki lokuðust að bragði. Alfreð Gíslason sagði sig úr Alþýðubandalaginu og Magnús skrifar hinn harðvítug- asta Austrapistil, sem olli mikilli reiði meðal þeirra Hannibalista. Magnús segir þar að Sósíalistafé- lagið hafi tryggt Alfreð þingsæti 1956 og tvívegis síðan - og þótti mönnum sem þessi ummæli hefðu ekki lítið að segja í tilurð mótframboðs Hannibalistanna í Reykjavík 1967. Þann 9. maí 1967 segir svo frá því í Þjóðviljanum að Hannibal boði mótframboð við Alþýðu- bandalagslistann í Reykjavík. Fyrirsögnin þótti nokkuð glanna- leg: „Hannibal segir skilið við Al- þýðubandalagið - Bregst kjós- endum sínum á Vestfjörðum og undirbýr kiofningsframboð í Reykjavík“. I fréttinni segir m.a.: „Astæðan til þess að Hannibal hefur sagt skilið við Alþýðu- bandalagið er ekki ágreiningur um málefni; hann hefur ekki talið sig þurfa að marka sérstöðu sína um eitt einasta atriði stjórnmála. Tilefnið er það eitt að sonur Hannibals, Jón Baldvin, reyndist ekki hafa fylgi til þess á al- mennum fundi Alþýðubandalags- ins í Reykjavík, að fá sæti á fram- boðslistanum, þetta er eina tilefn- ið“. Og síðar í fréttinni segir „verkefni hans í íslenskum þjóð- málum eru ekki lengur stjórnmál heldur fjölskyldumál“. Einnig segir þar að þeir sem fengist hafi til að skipa sæti á framboðslista Hannibals hafi „langflestir feng- ist með mikium eftirgangsmun- um, sárnauðugir, gegn mótmæl- um sannfæringar og samvisku“. Þessi frétt olli gífurlegri reiði meðal Hannibalistanna og hann sjálfur segir í grein í „Nýja Al- þýðubandalagsblaðinu": Það er alrangt að ég hafi sagt skilið við Alþýðubandalagið. Og tilefnis- laust er það með öllu hjá Þjóðvilj- anum að ráðast gegn mér með slíkum uppspuna að fyrra bragði“. Og síðar „Ég hefi aldrei - hvorki fyrr né síðar - gert neina kröfu um, að Jón Baldvin væri á listanum í Reykjavík, hvað þá heldur um, að hann væri í ein- hverju af efstu sætum Iistans“. Hannibal leggur í þessari grein áherslu á, að framboðið verði í nafni Alþýðubandalagsins. Hallarbylting hjá Hannibalistum Þegar svo var komið eftir Tón- abíósfund, að tvö framboð lágu í loftinu, hófu þeir málgagnslausu minnihlutamenn útgáfu Alþýðu- bandalagsblaðsins. Þeirri nafn- gift varð harðlega mótmælt af Al- þýðubandalagsmönnum (meiri- hluta) og í Þjóðviljanum. Nafn- inu var þá breytt í Nýja Alþýðu- bandalagsblaðið og 11. maí er framboð Alþýðubandalagsins, I- listans - Hannibalista kynnt; 1) Hannibal Valdimarsson, 2) Vé- steinn Ólason 3) Haraldur Hen- rysson, 4) Jóhann J.E. Kúld 5) Kristján Jóhannsson 6) Jón Mar- íasson. í sjöunda sæti var Bryndís Schram. í ritnefnd þessa blaðs voru Jón Baldvin Hannibalsson, Gísli Gunnarsson, Hörður Bergmann, Jón Baldvin, formaður Félags Al- Kjartan Ólafsson framkvæmda- Alfreð Glslason alþingismaður þýðubandalagsmanna, - nú for- stjóri Sósíalistaflokksins á skrif- fyr'r Alþýðubandalagið frá 1956- maður Alþýðuflokksins. stofu sinni I Tjarnargötu 20. 67- ® Þessi frétt í Þjóðviljanum 9. maí 1967 olli mikilli reiði. „Hafi einhver okkar verið í vafa, þá sannfærðist hann þarna", sagði einn Hannibalistanna sem rifjaði upp þá góðu gömlu daga. Svavar Sigmundsson, Vésteinn Ólason og Halldór S. Magnússon. Ritstjóri var Ólafur Hannibals- son. Gísli sagði við Þjóðviljann, að ritnefndarmenn hefðu verið óánægðir með blaðið og fljótlega hefði borið á gerræði og vinnu- brögðum sem ritnefndarmenn hefðu átt bágt með að þola. Ólafur ritstjóri hefði tekið við fyrirskipunum frá Finnboga Rút frænda sínum, - og eiginlega hefði mátt kalla það hallarbylt- ingu Finnboga. Ritnefndarmenn að Jóni Baldvin meðtöldum til að byrja með brugðust illa við og hótuðu að nöfn þeirra yrðu strik- uð útúr hausnum linnti þessari fjarstýringu ekki. Um þetta leyti er stofnað nýtt félag, Félag Alþýðubandalags- manna í Reykjavík og var for- maður þess Jón Baidvin Hanni- balsson. Magnús Torfi lét af for- mennsku í hinu félaginu og var Guðmundur Ágústsson kjörinn formaður í hans stað. Ekki hefur mikið til hins fyrrnefnda Alþýðu- bandalagsfélags spurst síðan þá, en hið síðarnefnda lifir enn. Fortíðin ekki þurrkuð út Vésteinn Ólason var annar maður á framboðslista I-listans. í ræðu sem hann flutti á fundi vinstri manna í Lindarbæ fyrir kosningarnar fjallaði hann m.a. um „uppgjörið" sem aldrei fór fram - og ástæður klofningsins frá hans bæjardyrum: „Ég gat þess áðan, að eitt helsta mein Alþýðubandalagsins í Reykjavík væri óútræddur ág- reiningur um afstöðu til hagkerfis og stjórnkerfis svonefndra kom- múnistaríkja og samtvinnuð því mismunandi skoðanir á sósíal- isma og kommúnisma. Við þekkjum öll helstu þættina í sögu íslenskra verkalýðsflokka og við munumsjálfsagt flest þann tíma þegar Sovét-Island var óskaland sósíalista og bóndinn í Kreml hálfyfirskilvitleg ímynd föðurlegrar gæsku og hand- leiðslu. Við munum væntanlega líka eftir því þegar nýr Kremlar- bóndi svipti hulunni af þessu dýrðarríki. Þetta er ekki dregið hér fram til að áfellast þá menn sem á sínum tíma voru sanntrú- aðir stalínistar. Sagnfræði er hér ekki til umræðu. En fortíðin verður ekki þurrkuð út. Hverjum manni verður að lærast að lifa með fortíð sinni. Hafi honum skjátlast hrapalega á hann um þrjár leiðir að velja: hann getur forðast að taka afstöðu til fortíð- arinnar, reynt að láta sjálfan sig og aðra gleyma mistökum sínum. Þau munu þá taka að blómstra og dafna undir yfirborðinu og sýkja persónuleikann. f öðru lagi geta menn snúið algerlega baki við fortíð sinni með því að varpa frá sér fyrri skoðunum og hugsjón- um, kasta bæði góðu og illu fyrir borð og leggjast á sveif með þeim öflum sem þeir áður héldu sig berjast gegn. Þess háttar frelsun er sjaldnast sannfærandi eða lík- leg til að leysa nokkurn vanda. I þriðja lagi er svo hægt að játa mistök sín hreinskilnislega fyrir sjálfum sér og öðrum, leitast við að finna orsakir þeirra og greina rétt frá röngu í fyrri grundvallar- skoðunum. Sá sem bregst við á þennan hátt, hlýtur að vaxa af því.“ Áreiðanlega hafa margir hugs- að líkt og Vésteinn fyrr og síðar í þessum ræðubút. Ekki liðu samt mörg ár þartil ungt fólk og sósíal- istar gáfust endanlega uppá ger- ræði og ruglandi vinnu Samtaka vinstri manna og frjálslyndra sem stofnuð voru uppúr þessum átökum nokkrum árum síðar. Slagur um meirihluta þingflokksins Þegar litið er á bakgrunn þess- ara átaka á Tónabíósfundi má ekki gleyma því að auðvitað stóðu átök m.a. um meirihluta í þingflokki Alþýðubandalagsins. Mjög erfitt er að draga menn í þingflokknum í dilka með öðrum hvorum þessara arma, en hitt er engu að síður staðreynd að hugs- anlegur meirihluti innan þing- flokksins valt á því hvernig skip- aðist á framboðslista Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík. Ef Hannibalistarhefðut.d. fengið2. og 4. sæti framboðslistans hefðu þeir hugsanlega verið komnir með meirihluta innan þingflokks- ins. Margir töldu reyndar að eftir kosningarnar 1967 hefði Hanni- bal getað myndað meirihluta í þingflokknum, en þeir hefðu þess í stað áður tekið stefnu á myndun nýs þingflokks að boði Finnboga Rúts. Hvað sem um það má segja er hitt víst að innan Sósíalista- flokksins og sérstaklega í Reykja- víkurfélaginu var víðtæk óánægja með skipan samstarfsins í kosn- ingabandalaginu allt frá því 1954, er náðist meirihluti innan ASÍ um að steypa íhaldinu og mynda nýj- an meirihluta. Hannibal hafði þá gengið svo frá hnútunum, að einungis tveir úr Sósíalistaflokknum komu nýir inní miðstjórn ASÍ, þrátt fyrir að atkvæði meirihlutans nýja væru talin að verulegu leyti komin frá sósíalistunum. 1956 verða Sósíal- istaflokksmenn að una því að hafa Einar einn úr sínum röðum á framboðslistanum en þeir Hanni- bal og Alfreð koma þá inn. Árið 1959 fer Hannibal vestur á firði í framboð á vegum bandalagsins en Eðvarð fær sæti hans. 1963 er Bergur Sigurbjörnsson í fjórða sæti framboðslistans og fannst þeim í Sósíalistaflokknum sá kostur ekki góður fyrir sig. Ekki fengið að velja í áratug Meiru skipti þó að allt frá því 1953 höfðu félagar í Sósíalista- flokknum ekki fengið að velja á framboðslista sinn í Reykjavík. Alþýðubandalagið var kosninga- bandalag og ekkert félag varð til hér í Reykjavík fyrr en 1966. Það er því í fyrsta skipti frá 1953 að félögum áð gefast kostur á því að raða á listann á hinum víðfræga Tónabíósfundi. Frá því að bandalagið tókst með þeim Hannibalistum úr Al- þýðuflokknum árið 1954 (þá er Hannibal felldur í formanns- kjöri) hafði mikið vatn runnið til sjávar í Sósíalistaflokknum. Margir flokksmenn höfðu komið til fýlgis við Hannibal í kosninga- bandalaginu og ekki má gleyma því að Finnbogi Rútur bróðir hans hafði setið á þingi (ekki flokksbundinn) fyrir Sósíalista- flokkinn frá 1949 til 1959. Þegar Sósíalistaflokkurinn er greindur niður í arma á þessum tíma af fróðum mönnum höfðu senstristar meirihluta. En í Reykjavík höfðu þeir hins vegar ekki meirihluta, trúlega m.a. vegna framboðsmálanna eins og hér hefur verið rakið. Flokknum öllum var skipt í eftirtalda hópa (merkta valdamiklum einstak- lingum): 1) Stuðningsmenn Hannibals, þ.e. Björn Jónsson, Karl Guðjónsson og fleiri. 2) Lúðvíksmenn, auk Lúðvíks Guð- mundur Vigfússon og fleiri. 3) Sentristar þ.e. Einar, Kjartan, Ingi og Guðmundarnir. 4) Brynj- ólfsarmur, 5) Steingrímsarmur (Aðalsteinssonar). Þetta er að sjálfsögðu stráksleg skipting og ábyrgðarlaus en gæti skýrt myndina. Síðast töldu tveir armarnir höfðu meirihluta í Reykjavíkurfélaginu síðustu ár Sósíalistaflokksins í kosningun- um 1966, í nafni Sósíalistafélags Reykjavíkur. Hannibal var kosinn inná þing- ið 1967 af I-lista í Reykjavík en atkvæði listans voru af yfirkjör- stjórn dæmd með Alþýðubanda- laginu, þannig að það kom því á landsmælikvarða til góða. Mjög fljótlega eftir að þing kom saman stofnuðu þeir Björn og Hannibal þingflokk saman sem varð upp- haf Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. En með þeim voru ekki menn sem taldir höfðu verið þeirra fylgismenn, t.d. hvorki Karl Guðjónsson eða Steingrím- ur Pálsson á Brú, sem voru báðir í þingflokki Alþýðubandalagsins. Sumir telja að aldrei hafi reynt á hugsanlegan meirihluta í þing- flokknum milli þessara tveggja voldugu arma. Hvort sem við dveljum við það lengur eða skemur, þá er það svo kaldhæðni sögunnar að Álþýðu- bandalagið og flokkur þeirra Hannibals mynduðu ríkisstjórn með Framsóknarflokknum 1971- 74, - og þá sátu þeir saman í ríkis- stjórn flokksbræðurnir fyrrver- andi: Hannibal, Björn, Magnús Kjartansson og Magnús Torfi og Lúðvík Jósefsson. Það er önnur saga. -óg Sunnudagur 27. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.