Þjóðviljinn - 27.01.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.01.1985, Blaðsíða 8
SUNNUDAGSPISTILL í bænum Richmond á Englandi má lesa svofelldan texta á minn- ingartöflu í kirkju einni: Herra Robert Lives málafærslu- maður og svo mikill vinur friðarins að þegar ágreiningur kom upp milli LÍFS og DAUÐA gaf hann strax upp ANDANN til að binda enda á deiluna þann 12ta ágúst 1819 Dauðinn ekki til Ekki reynast allir slíkir frið- semdarmenn sem herra Robert Lives var. Menn spyrna við fót- um sem best þeir geta og neita með öllu að gefa upp andann. Andann vilja þeir alltaf hafa hjá sér. Dauðinn er ekki til, segja þeir - og svo heitir einmitt bók eftir finnska konu og lækni, Rauni- Leena Luukanen, sem út kom fyrir jól. Eins víst að hún hafi fall- ið í góðan jarðveg eins og svo margar bækur aðrar sem um svip- uð efni fjalla. Flestum er það mikið fagnaðarefni að heyra þessi tíðindi: aldrei mun ég deyja. Alveg eins þótt þeir geti verið í miklum vandræðum með tíma sinn þau 70-80 ár sem þeim eru úthlutuð í meðaltali velferð- arríkisins. Merkilegt reyndar, að flestir eru fúsir til að kinka kolli við öllum sögnum af öðrum heimum sem þjóðirnar geyma, hver með sínum hætti, en enginn fæst til að gefa gaum að þeim sögnum, sem einnig hafa víða farið, um skelfi- legt hlutskipti þeirra manna, sem voru dæmdir til að fá ekki að deyja. En sleppum því. Með eða móti straumi í eftirmála við bókina finnsku, sem danskur þýðandi hennar skrifar, er sagt á þá leið að Rauni- Leena Luukanen „umbyltir hefð- bundinni heimsmynd okkar með bók sinni“. Hún sé hugrökk og gangi gegn straumnum. Dálítið skrýtið fyrir íslending að lesa þetta. Satt best að segja finnst honum, að allt það sem í bókinni stendur séu gamlar lummur. Kannski hefur engin þjóð verið tiltölulega jafn dugleg og íslend- ingar við að þýða og skrifa um miðla, afturgöngur, berdreymi, hugsanaflutning og fleira þess- háttar. Svo duglegir reyndar, að það hafa verið efasemdarmcnn- irnir sem hafa „synt gegn straumi“ einatt. íslendingar vilja hafa sitt persónulega eilífðarlíf og engar refjar. Það sem er kannski athygli- verðast við bækur eins og þessa hér er það, hve lítið eilífðarum- ræðunni skilar áfram. Það er eins og allir þátttakendur séu á von- lausri göngu upp á bratt glerfjall: þeir renna jafnóðum niður aftur. Enn sem fyrr er dembt saman ýmsum fyrirbærum og þau öll látin þjóna þeim málstað að dauðinn sé ekki til. Enn sem fyrr eru hinir trúuðu látnir fá aukreitis vítamínsprautu með því að minnt er á, að jafnvel þeir hundheiðnu Rússar hafi fengist við rannsókn- ir á hugarorku og hugsanaflutn- ingi (já því ekki það?). Enn sem fyrr er gripið til þess, að minna lesendur á það, að þeir séu í góð- um og fínum félagsskap með sín áhugamál. Dæmigert er upphaf kaflans um miðla: „Á heimili Abrahams Lincolns forseta voru haldnir miðilsfundir. Viktoría Englandsdrottning hafði sinn eigin miðil.... Það eru fáir sem vita að meðal framá- manna í Finnlandi eru einnig miðlar“. Alveg eins og í gamla daga semsagt. Annar eins maður og Oliver Lodge fer ekki með neina lýgi- Vondir straumar Og það er líka jafngamalt um- ræðunni um möguleika á vísinda- legum sönnunum fyrir fram- haldslífi, að meira segja hinir áhugasömustu verða að viður- kenna að harla erfitt er að sanna eitthvað um þá hluti svo óyggj- andi sé. Fyrirbæri, sem menn telja merkileg, koma ekki fram aftur við ítrekun og undir ströngu eftirliti. Og svarið verður þá eitthvað á þá leið, að eilífðarsam- bandið náist ekki nema við sér- stæðar jákvæðar aðstæður. Bókarhöfundur segir t.d. að af- hjúpun svikamiðla sé talin ástæða fyrir því að lítið fari nú fyrir „lyftinga- og líkamningamiðlun". Og bætir við: „Ég held hins vegar að helsta ástæðan sé fjandsamleg afstaða nútímans til dulsálrænna fyrir- bæra. Þau neikvæðu viðhorf geta algjörlega stöðvað þróun leyndra hæfileika". Rétt eins og Þórunn í Kömbum í Ljósvíkingnum, sem rís upp úr sínu miðilsástandi og löðrungar þá Ólaf Kárason og Pétur Þrí- hross fyrir að hafa vonda strauma. Seinni partur umræddrar bókar er „texti móttekinn með ósjálfráðri skrift", skilaboð til mannkyns og höfundar frá ömmu hennar látinni. Og enn sem fyrr verður lesanda á að spyrja: til hvers? „Þeim fækkar sem líta á lífið sem heild, þeim fjölgar sem einblína á smáatriði. Við höfum misst sambandið við náttúruna" segir á einum stað. „Tilgangur lífsins er að kenna okkur að elska og þjóna náunganum. Við verð- um að læra að þakka og biðja“. Tvö dæmi af mörgum um fremur almennt orðaðar vangaveldur velviljaðrar og „andlega sinnaðr- ar“ konu, sem hefur frétt bæði af firringunni og Nýja testament- inu. Allt vitanlega í besta lagi með slíkar hugleiðingar - nema hvað lesandinn getur ekki varist þeirri hugsun, að textinn sé akk- úrat það sem Rauni-Leena Luuk- anen vildi sjálf sagt hafa og amma hennar sáluð einskonar óþarfur milliliður í málinu. Að lokum vitnað tii annarrar enskrar minningartöflu sem er í kirku í Ashover í Derbyshire. Þar stendur: / minningu Davids Walls sem lék frábærlega á básúnu og varð því einkar kær fjölmörgum tóneiskum mönnum. Félagslífi hans lauk þann 4. desember 1796. -ÁB Til hvers eru menn að eiga börn? Vestur-Þjóðverjum hefur farið foekkandi d undanförnum drum Á síðustu tuttugu árum hef- urfæðingum fækkað mjög í Vestur-Þýskalandi. Fyrirtut- tugu árum fæddust þar miljón börn á ári en í fyrra aðeins 580 þúsund. Síðan 1974 hefur Vestur-Þýskaland búið við lægstu fæðingartölu í heimi og síðan 1975 fækkar fólki þar. Ef svo heldur áfram gætu Þjóðverjar dáið út um 2400. Þetta er reyndar þróun sem lengi hefur búið um sig. Fyrir öld eða svo fæddust að meðaltali sex börn í hverri fjölskyldu, en nú aðeins 1,3. Konur Margir hafa tilhneigingu til að útskýra þessa þróun fyrst og síð- ast með uppreisn kvenna: þær vilja gegna þeim störfum sem þær hafa áhuga á án þess að barn- eiginir trufli. Það er að sönnu rétt að heimavinnandi húsmæður eignast fleiri börn en konur út- vinnandi eða á framabraut eins og það heitir stundum. En þetta er þó aðeins hluti málsins. Uggur um framtíðina Til dæmis að taka bendir rann- sókn sem farið hefur fram í Vestur-Þýskalandi um efnið „Barn eða neysla" til þess, að að- eins eitt par af hverjum tíu telur að barn sé þýðingarmeira en vel- megun. Mörg hjón, sem hafa tekið þá ákvörðun að eignast ekki börn, enda þótt þau hafi nóg Maðurinn, konan og hundurinn þeirra - hin nýja fjölskyldugerð? efni og tíma, eru og fljót að finna sér útskýringar á þeim kosti sem þau hafa tekið. Þau segjast ekki vera foreldrahlutverkinu vaxin. Það sé svo erfitt að ala börn upp í nútímaþjóðfélagi. Þau segjá: það er að sönnu rétt að skilnaðir eru utbreiddari meðal barnlausra hjóna en þeirra sem börn eiga, en þar með er ekki sagt að foreldrar séu hamingjusamari í sínu hjóna- bandi eða sambúð en barnlausir. Oft truflar þriðji aðilinn gott samkomulag. Og síðast en ekki síst: æ fleiri skjóta sér á bak við það að þeir vilji ekki fæða börn inn í ömur- legan heim, þar sem menn geti eins búist við því að næsta kyn- slóð þurfi að ganga með gasgrímu hvunndags til að verjast mengun (eins og við lá að þyrfti í froststill- um í Rínarhéruðunum fyrir skemmstu) - og svo hangir at- ómsprengjan yfir öllum á mjóum þræði. Ótti við börn Þegar allt er saman lagt hallast menn þó helst að því, að það sem mestu ráði um barnafæðina sé blátt áfram það, að ungt fólk er hrætt við börn. Hrætt við það, að lítið skrímsli gjörbreyti hinu frjálsa lífi þeirra, neyði þau til að halda kyrru fyrir, fórna ýmsu gamni og tildragelsum, til að spara. Þrátt fyrir allt eru þeir foreldr- ar enn til sem gera sér ósköp vel grein fyrir öllum þesum erfið- leikum - en halda samt áfram ó- trauð og eiga börn og ala þau upp - til að uppgötva þau undur sem barnlausir ekki þekkja, til að nema heiminn upp á nýtt við hlið barna sinna. En þeim fer, sem- sagt, mjög ört fækkandi. áb byggði á Stern. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.