Þjóðviljinn - 27.01.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.01.1985, Blaðsíða 9
Tónabíósfundurinn 1967 þykirhafa markaðtíma- mót í sögu vinstri hreyfingar á íslandi. Á þeim fundi skarst í odda með fylkingum; - í grófum dráttum Hannibalistum og Sósíalistaflokknum. Á þessum tíma er Alþýðubandalagið aðeins kosningabandalag - en búið var að stofna félag í Reykjavík. Þetta var fyrsti félagsfundurinn þarsem almennirfélagsmenn áttu kost á að hafa áhrif á framboslista Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík um langt árabil. Kosninga- bandalagið hafði verið við lýði í alþingiskosningum frá 1956 - og reyndar hafði tekist samstarf með þessum aðiljum á Alþýðubandalagsþingi þegarárið 1954. Oft hefur verið vitnað til þessa fundar til skýringar á viðburðum í samtímasögu okkar-og sýnist sitt, hverjum. Einhverjir munu sjálfsagt saknafrásagna' af beinum pólitískum ágreiningi en ekki fór mikið fyrir honum að því er nú verður séð. í langlokunni hér á eftir er gerð tilraun til að varpa Ijósi á Tónabíósfund- inn, aðdraganda hans og afleiðingar. Nú er það þannig, að hver maður hefur sína eigin söguskýringu á viðburðum sem hann hefur lifað, - og verður að setja hér varúðarmerki fyrir þá sem halda að þeir finni einmitt sína ellegar þá hina einu „réttu“ túlkun áTónabíósfundi. -óg Tónabíós- fundurinn 1967 Fjölskyldumál eða stjórnmál? Hún lét ekki mikið yfir sér fréttin i Þjóðviljanum 11. apríl 1967 undir fyrirsögninni „Framboð Alþýðu- bandalagsins í Rvík samþykkt í gærkvöldi". Að vísu kemurfram í fréttinni að tvær tillögur hafi kom- ið fram um skipan manna í sex efstu sæti listans og kosið hafi verið á milli þeirra, en ekkert sagt nánarfrá ágreiningi eða úrslitum atkvæðagreiðslna, hvað þá að fylgi frásögn af fundinum. Þetta var sá frægi T ónabíósfundur. í sex efstu sætin voru eftirtaldir félagar kosnir: 1) Magnús Kjart- ansson ritstjóri, 2) Eðvarð Sig- urðsson form. Dagsbrúnar, 3) Jón Snorri Þorleifsson form. Tré- smiðafélagsins, 4) Ingi R. Helga- son hæstaréttarlögmaður, 5) Sig- urjón Þorbergsson framkvæmda- stjóri, 6) Adda Bára Sigfúsdóttir veðurfræðingur. Næsta dag, þann 12. apríl er ítarlegri frásögn af fundinum. Þar kemur fram að formaður Al- þýðubandalagsins í Rvík., Magn- ús Torfi Ólafsson, hafi greint frá því á fundinum, 108 einstaklingar hafi gengið í félagið - og félaga- talan sé þarmeð orðin 760. Síðan var gengið til hefðbundinna aðal- fundarstarfa, reikningar lesnir af starfsmanni félagsins, Svavari Gestssyni o.s.frv. „Næsta dagskrármál fundarins voru lög Alþýðubandalagsins í Reykjavík" og kemur fram að mikill ágreiningur var um þau. „Urðu allmiklar umræður um málið og töluðu m.a. Ragnar Stefánsson, Ólafur Hannibals- son, Páll Bergþórsson, Jón Rafns- son, Steinþór Guðmundsson, Einar Olgeirsson, Gísii Gunnars- son, Alfreð Gíslason, Ingi R. Helgason. Samþykkt var tillaga um að frestað yrði umræðu og afgreiðslu laganna en framboð Alþýðubandalagsins í Reykjavík tekið þess í stað á dagskrá“. Var það samþykkt. Tillaga meiri- hlutans felld Sigurður Guðgeirsson var for- maður uppstillinganefndar. Hann skýrði frá því að samkomu- lag hefði ekki tekist innan nefnd- arinnar um uppstillingu og því myndu tvær tillögur koma fram. Hörður Bergmann var framsögu- maður meirihlutans og mælti meirihlutinn með eftirfarandi skipan: 1) Magnús Kjartansson, 2) Einar Hannesson, 3) Eðvarð Sigurðsson, 4) Jón Baldvin Hann- ibalsson, 5) Adda Bára Sigfús- dóttir, 6) Ingi R. Helgason. Guðmundur J. Guðmundsson hafði orð fyrir minnihluta nefnd- arinnar og lagði minnihlutinn til að skipan listans yrði einsog frá sagði í upphafi þessarar greinar. Frávikin á tillögum meiri- og minnihluta voru því þau, að Ein- ar Hannesson skipaði annað sæti listans í stað Eðvarðs að tillögu meirihluta, Eðvarð yrði í 3. sæti og Jón Baldvin Hannibalsson skipaði fjórða sætið í stað Inga R. Helgasonar. Samkvæmt tillögum meirihlutans áttu þeir Jón Snorri Þorleifsson og Sigurjón Þorbergs- son því ekki að vera í einhverju hinna efstu sex sæta framboðs- listans. En þessar lokatillögur Hannibal Valdimarsson forseti ASl og formaður Alþýðu- bandalagsins (kosningabandalagsins), faðir Jóns Bald- vins og Olafs, bróðir Finnboga Rúts. Finnbogi Rútur Valdimarsson þingmaðurfyrirSósíalistafl- okkinn, Alþýðubandalagið frá 1949-63, bæjarstjóri í Kópa- vogi 1955-57, bankastjóri Útvegsbankans frá 1957-1972, „herstjóri" Hannibalistanna. Magnús Kjartansson ritstjóri Þjóðviljans. segja mjög takmarkaða sögu einsog síðar kemur fram. „Skrifleg atkvæðagreiðsla fór fram um þessar tvær tillögur og hlaut tillaga meirihluta fram- boðsnefndar 81 atkvæði en tillaga minnihlutans 254 atkvæði, 8 seðl- ar voru auðir. Þjóðviljinn greinir svo frá því, að nokkrir fundar- manna hafi tekið til máls, m.a. Hannibal Valdimarsson, en þar- sem komið var fram á nótt var ákveðið að fresta frekari aðal- fundarstörfum. Þennan sama dag skrifar Magnús Kjartansson leiðara þar- sem hann þakkar efstu mönnum fráfarandi framboðslista Einari Olgeirssyni og Alfreð Gíslasyni alþingismönnum fyrir fórnfúst starf. „Sem betur fer mun Al- þýðubandalagið áfram njóta starfskrafta þessara ágætu for- ystumanna á öðrum sviðum", segir Magnús í leiðaranum. Síðan segir: „Að sjálfsögðu var ágreiningur um það innan Al- þýðubandalagsins hvernig fram- boðslisti skyldi skipaður, og sá ágreiningur var úrskurðaður á lýðræðislegan hátt með atkvæða- greiðslu. Mismunandi mat er ein- kenni á lýðræðissamtökum og raunar einnig eðlUeg afleiðing af því, að innan Alþýðubandalags- ins starfa menn sem greinir á um ýmislegt. Það einkenni samtak- anna er þó ekki veikleiki þeirra heldur er það einmitt styrkur þeirra ef rétt er á haldið“. Magnús Kjartansson var klass- ískur í stflnum: „Það einkennir mjög stjórnmálaviðhorflð um þessar mundir að fjöldi fólks í öllum áttum er að endurmeta forn viðhorf, skoða hug sinn, losa af sér einstrengislegar og úreltar flokkaviðjar“. Þetta var skrifað árið 1967. Leiðaranum lýkur með heitstrengingu til allra um að berjast til þrautar fyrir Alþýðu- bandalagið. Átök um Magnús? Sumir viðmælenda minna segja að fyrir Tónabfósfundinn hafi verið mikið um flokkadrætti innan Alþýðubandalagsins, flokkurinn hafi a.m.k. verið þrí- skiptur í svokallaðan sentrista- hóp (miðjumenn), Hannibalista og „Brynjólfsarm“, þ.e. kjarn- ann úr Sósíalistafélagi Reykja- víkur. Miðjumennirnir voru sterkastir og flestir framámanna bandalagsins úr þeim hópi. Þar eru nefndir til sögunnar Guð- mundur Hjartarson, Magnús Kjartansson, Kjartan Ólafsson, Ingi R. Helgason, Einar Olgeirs- son og Adda Bára Sigfúsdóttir. Til að byrja með og svo vikum skipti höfnuðu Hannibalistar Magnúsi Kjartanssyni og voru ýmsir orðaðir við fyrsta sæti framboðslistans auk hans, til málamiðlunar m.a. Guðmundur Vigfússon og Magnús Torfi Ólafs- son. Þá var þráfaldlega þrýst á um að Jón Baldvin Hannibalsson fengi annað sætið. Ahrifamiklir menn úr Sentrist- ahópnum hafa sagt mér, að af þeirra hálfu hafi aldrei verið meiningin að valtra yfir Hanni- balistana í þessari uppstillingu. Gengið hafi verið mjög langt í samkomulagsátt, m.a. hafi Hannibalistum verið boðið að Jóni Baldvin yrði stillt upp sem þriðja manni á listanum, en því verið hafnað. En allt fór þetta fram með óformlegum hætti; „áþreifingum" utan uppstilling- anefndar einsog þekkist í flokk- um fyrr og síðar. Gísli Gunnarsson sagnfræðing- ur sagði skrásetjara að fyrir Tón- abíósfundinn hefði greinilega verið uppi andstaða við Magnús Kjartansson í efsta sætið og að margir úr verkalýðsforystunni hefðu verið honum andsnúnir vegna þess að Magnús hafði vog- að sér að gagnrýna forystuna í blaðinu. Gísli sagði að altalað hefði verið að innan uppstilling- arnefndarinnar hefði verið deilt um skipan efsta sætisins og að ekki hefði unnist mikill tími til að fjalla ítarlega um skipan hinna sætanna fyrir Tónabíósfundinn. Hörður Bergmann segir um þetta atriði nú, að hann minnist þessa úr nefndinni sjálfri að Magnúsi Torfa hafi verið haldið fram í fyrsta sætið gegn nafna hans. Hins vegar hafi vinsældir Magn- úsar Kjartanssonar yfirgnæft Sunnudagur 27. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - S(ÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.