Þjóðviljinn - 27.01.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 27.01.1985, Blaðsíða 12
ÆTTFRÆÐI Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu við kjör stjórnar fyrir árið 1985. Tillögur skulu vera um: formann, varaformann, ritara, gjaldkera og þrjá meðstjórnendur ásamt þremur til vara. Tvo endurskoðendur og einn til vara. Tillögum, ásamt meðmælum hundrað fullgildra fé- lagsmanna, skal skila á skrifstofu félagsins, Skóla- vörðustíg 16, eigi síðar en kl. 11 fyrir hádegi föstudag- inn 1. febrúar 1985. Veislusalir Veislu- og fundaþjónustan Höfum veislusali fyrir hverskonar samkvæmi og mannfagnaði. Fullkomin þjónusta og veitingar. Vinsamlega pantið tímanlegafyrir veturinn. RISIÐ Veislusalur Hveríisgötu 105 ^ mno/t // símar: 20024 -10024 - 29670. LAUS STAÐA: Forstöðumaður Verkstjórnarfræðslunnar Verkefni forstöðumanns eru að: Rannsaka og skilgreina hvaða námsþætti skuli kenna á námskeiðum Verkstjórnarfræðslunnar til að þau uppfylli sem best þarfir atvinnulífsins. Finna hæfa leiðbeinendur og aðstoða þá við að skipuleggja kennsluna. Annast daglegan rekstur og skipulagningu. Umsóknir þurfa að berast fyrir 15. febrúar. Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalsteinsson í síma 68- 7000. Verkstjórnarfræðslan heldur námskeið í ýmsum þáttum verkstjórnar, einkum ætluð starfandi og verðandi verkstjórum. Verkstjórnarfræðslan lýtur stjórn, skipaðri af iðnaðaráðherra skv. lögum, en Iðntæknistofnun annast daglegan rekstur og fjárreiður í umboði stjórnar. Verkstjórnarfræðslan Iðntæknistofnun (slands Styrkir til sumarnáms í Bandaríkjunum Fulbrightstofnunin vill styrkja tvo framhaldsskólakennara til að taka þátt í námskeiði í og kynningu á landafræði, sögu og bókmenntum Bandaríkjanna, sem verða við University of Minnesota í júlí og ágúst. Að loknu fimm vikna námi við háskólann er haldið í tveggja vikna ferðalag um Bandaríkin, með fararstjóra. Námskeiðið er ætlað ensku-, sögu- eða landafræðikennur- um. Þátttakendur geta ekki haft fjölskyldumeðlimi með sér. Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá Ful- brightstofnuninni (opin 12.00-16.00), Neshaga 16, sími 10860. /Éttfrœðigetraun 3 Ættfræðigetraun þrjú er með sama sniði og sú fyrsta. Lesend- ur eiga að finna út hverjir eru tví- menningar á myndunum (systkina, bræðra - eða systra- börn). Hver um sig er sem sagt tvímenningur við einhvern annan þannig að um 6 pör er að ræða. Er t.d. Ingibjörg Haraldsdóttir tví- menningur við Auði Eir eða ein- hvern annan? Dregið verður úr réttum lausnum ef margar berast. Þær sendist Þjóðviljanum, Síðumúla 6, merktar Ættfræðigetraun 3 og er nauðsynlegt að setja þær í póst fljótlega eftir helgi því að dregið verður úr réttum lausnum nk. föstudag og rétt svör birt í næsta Sunnudagsblaði. Ef blað- ið berst mjög seint til staða úti á landi má hringja inn lausnir til Guðjóns Friðrikssonar í síma 81333. 1. Áslaug Ragnars rithöfundur 2. sr. AuðurEirVil- hjálmsdóttir prestur 3. sr. Gunnar Krist- jánsson prestur Bókaverðlaunin 4. Hallveig Thorl- acius þýðandi og dómtúlkur 5. Heimir Pálsson menntaskóla kennari 6. HjálmarRagn- arsson tónskáld Meisfarinn og Margrét Verðlaun eru að þessu sinni skáldsagan Meistarinn og Mar- grét eftir sovéska rithöfundinn Míkahíil Búlgakof í ágætri þýð- ingu Ingibjargar Haraldsdóttur. Saga þessi segir frá hinum furð- ulegustu tíðindum: fjandinn sjálf- ur er kominn í heimsókn til Mos- kvu einhverntíma um 1930 er sagan gerist og fær það sér- stæða hlutverk að tukta spillta og mútuþæga embættismenn og reisa við ofsótta fulltrúa ásta og listar. Fylgja honum stór- skemmtilegir árar af ýmsu tagi. Sögunni víkur einnig til Gyðinga- lands á dögum Krists: Jesús kemur fyrir Pílatus og í viðureign þeirra kynnumst við með eftir- minnilegum hætti hugleysi valds- ins fyrr og síðar. Útgefandi er Mál og menning. 7. Hjördís Hákon- ardóttirborgar- dómari 8. Hrafn Bragason borgardómari 9. Ingibjörg Har- aldsdóttirkvik- mynda- gagnrýnandi og skáld 10. Kristín Halldórs- dóttir alþingis- maður 11. MagnúsTorfa- son fv. hæsta- réttardómari 12. SunnaBorg leikari Lausn á œttfrœaigetraun 2 Ættfræöigetraun Þjóðvilj- ans veröur sífellt vinsælli og um land allt er fólk að spreyta sig á henni. Fjölmargar lausnir bárust viö öðrum hluta og var dregiö um þær. Upp kom nafn Jónínu Margrétar Gísladóttur, Hörgshlíð22, Rvík. Verðlaunin voru Glatað- irsnillingar eftirWilliam Heinesen íþýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar. Hafa þau þeg- ar verið póstlögð til hinnar heppnu. Rétt svör voru þessi: 1. Sonur séra Bjarna Jónssonar er Ágúst skrifstofustjóri í Reykjavík og dóttir hans er Guð- rún Ágústsdóttir borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins f Reykja- vík. 2. Sonur Guðbrands Kjartans- sonar forstjóra Áfengisverslun- arinnar var Kjartan flugmaður en sonur hans er Magnús Kjartans- son myndlistarmaður. 3. Dóttir Héðins Valdimars- sonar alþm. er Bríet leikstjóri en dóttir hennar er Laufey Sigurðar- dóttir fiðluleikari. 4. Dóttir Helga Hjörvar er Guð- rún Kjarval (átti Svein Kjarval arkitekt) en dóttir hennar er Kol- brún Kjarval myndlistarmaður. 5. Dóttir Sigurðar Thoroddsens verkfræðings og yfirkennara er Kristín Kress í Reykjavík (átti dr. Bruno Kress) og dóttir hennar er Helga Kress cand. mag. 6. Sonur Theódóru Thoroddsen var Sigurður Thoroddsen verk- fræðingur en sonur hans er Dagur Sigurðarson skáld. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.