Þjóðviljinn - 27.01.1985, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 27.01.1985, Blaðsíða 18
BRIDGE ra Dagvistarheimili - störf Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir eftirtalin störf laus til umsóknar: 1. Dagvistarheimilið Furugrund. Laus staða starfsmanns við uppeldisstörf. Upplýs- ingar gefur forstöðumaður í síma 41124. 2. Dagvistarheimilið Efstahjalla. Laus staða starfsmanns við uppeldisstörf. Upplýs- ingar gefur forstöðumaður í síma 46150. 3. Dagvistarheimilið Grænatún. Starfsmaður óskast til afleysingarstarfa. Upplýs- ingar gefur forstöðumaður í síma 46580. Umsóknum skal skila á þar til gerð eyðublöð sem liggja frammi á Félagsmálastofnun Kópavogs, Digra- nesvegi 12, og veitir dagvistarfulltrúi nánari upplýsing- arumstörfinísíma41570. Umsóknarfrestur er til 11. febrúar. Félagsmálastjóri. PÓST- OG SIMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða skrifstofumann - vélritunarkunnátta æskileg. Nánari upþlýsingar verða veittar hjá starfsmanna- deild, húsgagnasmiði eða húsasmiði vana innréttinga- smíði. Upplýsingar veitir Halldór Stefánsson trésmíðaverks- tæðinu á Jörfa, sími 687341, bréfbera í 50% starf við póst- og símstöðina á Varmá. Nánari upplýsingar veitir stöðvarstjóri Pósts og síma Varmá, fulltrúa stöðvarstjóra við póst- og símstöðina á Patreksfirði. Upplýsingar veitir stöðvarstjóri Pósts og síma á Patr- eksfirði. BIB RAFMAGNSEFTIRLIT RlKISINS Fræðslustörf Rafmagnseftirlit ríkisins leitar manns, sem annast get- urfræðslu- og upplýsingastörf um málefni, sem varða starfsemi stofnunarinnar. Menntun, sem gæti nýst í starfinu, er alhliða þekking á rafmagnssviði, eðlis- fræði, kennslufræðum og auglýsingatækni. Önnur menntun kemur einnig til greina. Nánari uþplýsingar eru veittar hjá Rafmagnseftirlitinu í Síðumúla 13. RtB RAFMAGNSEFTIRLIT RlKISINS Iðnfræðingar, tæknifræðingar, verkfræðingar á rafmgnssviði. Rafmagnseftirlit ríkisins óskar eftir mönnum til að starfa á ýmsum sviðum rafmagnseftirlitsmála. Upplýsingar veittar hjá Rafmagnseftirlitinu í Síðumúla 13. Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Rafeindatæknikennara vantar strax í Fjölbrauta- skólann í Breiðholti. Upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 75600. Skólameistari Bridgehátíð 1985, sem Bridge- samband íslands, Bridgefélag Reykjavíkur og Flugleiðir standa að, verður helgina 15. - 18. mars. Fyrirkomulag verður með svipuðu sniði og síðasta ár. 44 para barómeter-tvímenningur og opin sveitakeppni (Flugleiða- keppnin). Að venju hefur verið haft samband við fjölda erlendra spilara, þ.á.m. Giorgio Bella- donna (höfuðsnilling hins alþjóð- lega bridge), pólsku ólympíu- meistarana í sveitakeppni, Sten Möller frá Danmörku og Sontag hinn bandaríska. Sennilega kemst Sontag ekki að þessu sinni, vegna móts í USA á sama tíma, en í athugun er að fá hingað til lands sveit skipaða þeim Martell- Stansby og Pender-Ross. Peir mynda eina alsterkustu sveit í USA í dag. Þeir fyrrnefndu eru t.d. núverandi ólympíumeistarari í tvímenningi (Biarritz 1982) og, Ross er fyrrum heimsmeistari. J Pender er einn þekktasti spilar- inn af vesturströndinni í dag (raunar eru þeir allir frá San| Fransisco). Yrði mkill fengur að þeim, fáist þeir til að bregða sér yfir pollinn til okkar. Gestamálin skýrast innan tíðar og verða auglýst er að því kemur. Mótið hefst föstudaginn með 44 para barómeter-tvímennings- keppni. Þátttökugjald í þá keppni er 3000 kr. á par, auk 1.000 kr. fyrir hádegismat á laugardeginum, fyrir parið. Sam- tals því 4000 kr. á par. Þátttöku- tilkynningar í mótið (tvímenning- inn) verða að hafa borist í síðasta lagi 25. febrúar. Öllum er heimil þátttaka í þessu móti, en að ein- hverju leyti verður stuðst við fyrri árangur við val á pörum í tví- menninginn (það verður þó ekki einhlítt). Opna Flugleiðamótið (sveita- keppnin) er öllum opið. Þar verð- ur þátttökugjald á sveit kr. 3.000. Spiiaðir verða 7 x 14 spila leikir, eftir Monrad-fyrirkomulagi. Sú keppni hefst á sunnudeginum 17. mars og verður spiluð þá og á mánudeginum 18. mars. Einsog áður sagði, er Flugleiðamótið opið öllum spilurum. Síðasta ár tóku 28 sveitir þátt í keppninni, þannig að stefnt er að því að vel yfir 30 sveitir spili í mótinu að þessu sinni. Þátttökutilkynningar í Opna Flugleiðamótið verða að hafa borist fyrir kl. 17 miðviku- daginn 6. mars. Nánari upplýs- ingar og skráningu annast þeir Ólafur Lárusson s. 18350 (heima s. 16538) og Jón Baldursson (heima s. 77223). Mótsstjórar verða Björn Theodórsson og Guðmundur Eiríksson en kepp- nisstjórn mun Agnar Jörgensson annast. Spilað er um gullstig í þessu móti, auk verðlauna sem nema 7.000 USA-dölum samtals. (T15‘cf63sWtóge- sambands íslands eftir dramót 1984/1985 15.-17. febrúar. Minningarmót á Ak- ureyri. Opið mót í tvímenningi. Tvím., og baróm. 23.-24. febrúar. ísiandsmót kvenna/ yngri spilara í sveitakeppni. Undan- rásir. 2.-3. mars. Úrslit í íslandsmóti kvenna/yngri spiiara. Spilastaður ekki enn ákveðinn í þessum mótum. Verður auglýst síðar. 15./16./17./18. mars. Stórmót Flug- leiða/BSÍ/B.R. Barómeter 44 para og Opin sveitakeppni. Erlendir þátttak- endur. Spilað á Loftleiðum. 29./30./31. mars. Undankeppni ís- landsmóts í sveitakeppni. 4 riðlar, 1 á Akureyri. 4./S./6./7. aprfl. Úrslit í íslandsmót- inu í sveitakeppni 1985. Spilað á Loft- leiðum. 20./21. aprfl. Undankeppni íslands- mótsins í tvímenningskeppni. Öllum opin. Spilað í Tónabæ. 24 efstu pörin komast í úrslitakeppnina, sem spiluð verður á Loftleiðum. 4./5. maí. Úrslit í íslandsmótinu í tví- menningi. 24 pör keppa. 10./11./12. maí. Landsliðskeppni í Opnum ilokki, kvennaflokki og flokki yngri spilara, vegna þátttöku Islands í Evrópumóti í Opnum flokki og kvennaflokki 1985 og Norðurlanda- móti í yngri flokki. Tvö efstu pörin í hverjum flokki fá að velja sér par úr hópi þátttakenda og þessar tvær sveit- ir munu síðan heyja einvígi um lands- liðssætin. 18./19. maí. Landsliðseinvígi Bridge- sambands Islands. Spilastaður ó- ákveðinn í báðum mótunum. Gert er ráð fyrir 12-16 pörum í alla flokka. Berist fleiri umsóknir en það, mun Bridgesamband Íslands velja til- skildan fjölda til þátttöku skv. reglu- gerð fyrir landsliðsval 1985. Bridgesamband íslands mun auglýsa hvert mót með þeim fyrirvara er nauðsynlegur þykir hverju sinni. Allar skráningar í oin mót skulu berast skrifstofu Bridgesambands íslands með nægjanlegum fyrirvara, símleiðis sé ekki annars getið. Óll úrslit í keppni tengdum mótum (undan- rásum fyrir fslandsmót í sveita- keppni) skulu og berast BSÍ, með nöfnum þeirra sem koma til með að keppa fyrir hönd svæðasam- banda (félaga). Einnig úrslit þessara svæðamóta með nafnnúmerum, fjölda stiga o.s.frv. Fréttapunktar Aðaltvímenningskeppni B.R. hefst n.k. miðvikudag. Enn geta nokkur pör bæst í hópinn. Þeir sem hafa áhuga eru beðnir um að hafa samband við stjórnarmenn um helgina (Sigurður B. Þor- steinsson). Minnt er á skráninguna í Opna Minningarmótið á Akureyri, sem verður um miðjan febrúar. Nán- ari upplýsingar gefur Ólafur Lár- usson hjá BSÍ. Suðurlandsmótið í sveita- keppni verður háð um þessa helgi. 3 efstu sveitirnar komast á íslandsmót. Reykjanesmótið í sveita- keppni verður að líkindum um miðjan febrúar, en þeir eiga einn- ig 3 sveitir inn á íslandsmót. Reykjavíkurmótinu í sveita- keppni, undanrásum, lauk s.l. fimmtudagskvöld. 6 efstu sveitirnar komust í úrslit, sem hefjast í dag í Hreyfils-húsinu v/ Grensásveg, kl. 13. Mikil spenna ríkti í þessu móti, enda réði ansi litlu í lokin, hverjir komust í hóp 6 efstu. Sjá úrslit síðar. Fró Bridgedeild Skagafirðinga Eftir 4 umferðir í aðalsveita- keppni félagsins, er staða efstu sveita þessi: Sveit stig 1. Magnús Torfason 88 2. Guðrún Hinriksdóttir 86 3. Gísli Stefánsson 77 4. Hjálmar Pálsson 76 5. Friðrik Indriðason 70 6. Guðmundur Thorsteinsson 63 7. Agnar Kristinsson 61 8. Sigmar Jónsson 60 Keppni verður haldið áfram næsta þriðjudag í Drangey v/ Síðumúla. Fró Bridgefélagi Breiðholts Þriðjudaginn 15. janúar hófst sveitakeppni íélagsms, með þátt- töku 12 sveita. Spilaðir eru tveir 16 spila leikir á kvöldi. Að loknum tveimur um- ferðum er röð efstu sveita þessi: Sveit stig 1. Gunnar Traustason 46 2. Stefán Oddsson 42 3. Baldur Bjartmarsson 37 4. Rafn Kristjánsson 36 5. Helgi Skúlason 35 Fró Bridgeklúbbi Akraness Akranesmótið í tvímennings- keppni hófst s.l. fimmtudag og taka 28 pör þátt í mótinu. Spiluð eru 6 spil á milli para og er mótið með „barometer" fyrirkomulagi. Keppnisstjóri er Andrés Ólafs- son. Þátttaka í þessu móti er líklega sú mesta sem verið hefur í innan- félagsmóti hjá Bridgefélagi Akraness, og er nú svo komið að Félagsheimilið Röst sem verið hefur aðsetur félagsins um árabil er að verða of lítið fyrir þessa starfsemi. Eftir fyrstu umferðina er stað- an þessi: stig 1. Pálmi Sveinsson - Þorvaldur Guðmundsson 71 2. Alfreð Kristjánsson - Haukur Þórisson 63 3. Björgúlfur Einarsson - Matthías Hallgrímsson 59 4. Oliver Kristófersson - Þórir Leifsson 58 5. Guðjón Guðmundsson - Ólafur G. Ólafsson 51 Tafl- & bridge- klúbburinn Eftir aðra umferð í aðalsveita- keppni klúbbsins er staðan sem hér segir: stig 1.-2. Gestur Jónsson 43 Anton R. Gunnarsson 43 3. ÓU Týr 31 4. -5. Gunnlaugur Óskarsson 30 Dagbjartur Grímsson 30 Fró Bridgedeild Barðstrendinga- félagsins Sveit stig 1. Gunnlaugur Þorsteinsson 95 2. Friðjón Margeirsson 85 3. Þórir Bjarnason 80 4. Viðar Guðmundsson 79 5. Sigurður ísaksson 78 6. Jóhann Guðbjartsson 73 7. Ragnar Þorsteinsson 72 18 SfÐA - ÞJö^VILJINN í Sunnudagur 27. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.