Þjóðviljinn - 27.01.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.01.1985, Blaðsíða 6
Mœður, for- mœður Samtíð formœðranna leituð uppi og túlkuðívefnaði Kvenkyns nemendur MHÍ undirbúa Listahdtíð kvenna Síðasta ár kvennaáratugarins er komið á alman- akið. Víða er hugur í konum af þessu tilefni. í textíld- eild Myndlista- og handíðaskólans kom um ára- mótin sú hugmynd upp hjá konum sem eru að Ijúka námi við deildina að vinna við þemað „mæður - formæður". Leita þær uppi tíð formæðra sinna og túlka í myndvefnaði. Kennari í myndvefnaði er Guðrún Erla Geirs- dóttir, sem þekkt er undir nafninu „Gerla“. „Við hugsum okkur að þessi verk sem hér eru unnin tengist beint listahátíð kvenna sem haldin verður næsta haust. Þá verða þau sýnd á kaffihúsi í borg- inni“, sagði hún. „Þetta er síðasta verkefni stelpnanna áður en þær fara í lokaverkefni sitt. Þær hafa mjög frjálsar hendur með hvernig þær vinna úr þessu þema. Námskeiðið heitir myndvefnaður en þær eru ekki bundnar við að hafa vefinn í ramma, nokkrar nota vefstóla“. Gerla sagði mikinn tíma hafa farið í að ákveða hugmyndir og finna síðan efni til að vinna úr. Kvartaði hún sáran yfir litlu úrvali hérlendis af garni og efni til myndvefnaðar. „Þemað kemur eiginlega til út af því að ég er að vinna í hóp vegna listahátíðar kvenna 1985. Hún verður haldin dagana 21.9. til 8.10. í haust á Kjar- valsstöðum, Gerðubergi og víðar. Draumurinn er sá að þessi listahátíð verði jafn stór og eftirminnileg uppákoma og Kvennafrídagurinn var árið 1975.“ -JP Guðrún Erla Geirsdóttir stjórnar vinnunni við verkefnið „mæður - formæður" sem konur á lokaári eru að vinna við. Mynd -eik-. Ólöf Einarsdóttir er að gera mynd um móður sína. Vinnur eftir gamalli Ijósmynd og notar einkum hör í vefinn. Mynd-eik-. Minn- ingar- brot á ijós- mynd „Myndin er tileinkuð móður minni, Ólafíu Jóhannesdóttur úr Hrútafirði. Ég vinn út frá Ijós- mynd af henni, minningarbroti“, sagði Ólöf Einarsdóttir. Við vef- inn Kiinnar var örlítil rifin Ijós- mynd, gömul. Undir henni var teikning sem var töluvert mikil stækkun úr Ijósmyndinni. Eftir þessu var Ólöf að vefa. „Þetta er skemmtilegt á köflum en seinlegt vegna þess að uppistaða og ívaf er úr fínum þráðum. Mér finnst skemmtilegt að spreyta mig á vefnum sjálfum ogáferðunum“. Ólöf sagðist ætla að vinna næsta vetur og ná sér í pening en síðan ætla í áframhald- andi nám. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. janúar 1985 . Hver kynslóð styður aðra „Myndin sem ég ætla að gera heitir „Þrjár kyn- slóðir“. Ég hef þrjár uppistöður í vefnum, ömmu, mömmu og dóttur. Hver þeirra styður aðra og ef ein væri tekin í burtu riðlaðist munstrið, sem er þeirra lífsmuastur", sagði Maja Mörkeberg. Majaerdanskurvefnaðarkennari, fluttist hingað til lands í fyrrasumar og hefur verið í Myndlista- skólanum síðan. „Skólinn hér er góður og margt duglegt listafólk hérna. Ég læri mikið á að vera í þessum félagsskap og lýk námi með stelpunum í vor. Veit ekki hvað tekur við þá!“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.