Þjóðviljinn - 27.01.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.01.1985, Blaðsíða 3
aö mynda sér skoðuná því máli. Þetta þótti mörgum skrýtið svar og varð einum blaðamanni Þjóðviljans þá að orði: Um útvarpsins andlegu boðunþá yfiriýsingu gef: Ég er að skapa mér skoðun á skoðun sem ég hef.M Sameinaðir stöndum vér... Margir hafa trú á því að kosn- ingar séu í nánd, í það minnsta megi merkja það af skrifum stjórnarblaðanna undanfarna daga og vikur, litl- ir kærleikar hafa verið í millum NT og Moggans og sakar hvort blaðið annað um út- úrsnúninga, falsskrif og verið sé að grafa undan stjórnar- samstarfinu. Betri kærleikar virðast hins vegar vera á milli stjórnar- blaðanna DV og Morgun- blaðsins. Þar er ekki skömm- unum fyrir að fara heldur gleðjast ritstjórar blaðanna saman yfir dægilegum máls- verði og rauðvínsglasi eins og á mánudaginn sl. er þeir Matt- hías Johannesen, Styrmir Gunnarsson, Björn Bjarna- son, Jónas Kristjánsson, Ell- ert Schram og Haukur Helga- son sátu glaðbeittir yfir há- degsiverði sínum á Naustinu. Eitthvað stirnaði samt brosið er hópur blaðamanna sem hafði verið á fundi í sama húsi gekk fram á ritstjóraklúbbinn. Já, hvergi er hægt að vera í felum fyrir blaðamönnum. ■ Réttu tengslin Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lét í vetur bjóða út allar tryggingar á eignum bæjarins, starfsfólki sínu og skólabörnum. Við útboðið var meira og minna stuðst við gögn frá Brunabótafélaginu en sjálf- stæðismenn gátu ekki hugs- að sér að skipta lengur við fyr- irtækið þar sem forstjóri þess væri kunnur Alþýðubanda- lagsmaður. Þegar tilboðin lágu fyrir var lýst yfir að Sjóvá hefði verið með hagkvæm- ustu kjörin og var málið síðan keyrt í gegn í einum grænum í bæjarstjórn þrátt fyrir mót- mæli einstakra bæjarfulltrúa sem vildu fá að skoða málið betur. Sjóvá fékk samninginn en það kemur málinu að sjálf- sögðu ekkert við að umboös- maður Sjóvá í Hafnarfirði er Árni Grétar Finnsson forseti bæjarstjórnar. ■ Bjarni P. Tbj Um næstu helgi verður hald- inn fyrsti landsfundur Banda- lags jafnaðarmanna. Sam- kvæmt heimildum blaðsins hefur nokkur hópur fólks skráð sig til fundarins og er áberandi ungt fólk í þeim hópi. Það sem þó er fréttnæmast er að meðal þeirra sem hafa skráð sig til þingsins er Bjarni P. Magnússon fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþýðu- flokksins og einn helsti sam- starfsmaður Vilmundar Gylfa- sonar á sínum tíma. Bjarni yfirgaf hins vegar ekki flokk- inn þegar Vilmundur fór á braut, heldur hélt áfram utan um Alþýðuflokksstýrið. Eftir að Jón Baldvin felldi Kjartan á flokksþinginu í vetur, ákvað Bjarni að draga sig í hlé frá störfum flokksins enda hefur hann litlar mætur á Jóni. Það er því mikil blóðtaka fyrir Al- þýðuflokkinn einkum ( kjör- dæmi formannsins að Bjarni skuli vera búinn að segja skilið við söfnuðinn. ■ Vestmanna eyjar Menn henda gaman að stríði því sem nú stendur yfir milli málgagna stjórnarflokkanna NT og Mogga og á milli for- sætisráðherra og þingflokks íhaldsins um hver hafi svikið hvern í leyniskjalsmálinu. Moggi birti sem kunnugt er leyniplagg forsætisráðherra um skattahækkanir og fleira. Forsi varð illur og sagði þing- flokki íhaldsins ekki treystandi. Ólafur G. Einars- son segist í Mogga hafa smal- að plöggunum saman í fundarlokþingflokksfundarins og því hljóti plaggið að hafa komið frá þingflokki Fram sóknar. Þjóðviljinn vill ekk blanda sér mikið í þetta við kvæma mál, en þegar rann- sókn fer fram á því hvaðan skjalið kom viljum við bara minna á að einu sinni var maður sem söng: Hann Gölli hann var einn af okkur peyjum... ■ Ég hefði getað orðið fyrir voðaskoti Nýlega birtist í Vestfirðingi, blaði Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum langt viðtal við Úlf Gunnarsson lækni, ný- skipaðan heiðursborgara á ísafirði, en Finnbogi Her- mannsson tók viðtalið. Úlfur er eins og kunnugt er sonur Gunnars Gunnarssonar skálds og lærði hann læknis- fræði í Þýskalandi og var þar öll stríðsárin. Hann segir frá því í viðtalinu að Þjóðverjar hafi ætlað að fá hann til að njósna fyrir sig á íslandi. Það var dr. Lotz, sem hafði sam- band við marga íslendinga sem bauð honum á herragarð sinn, skammt frá Greifswald. Síðan segir Úlfur í viðtalinu: „Þegar þangað kom, bauð hann mér í veiðitúr og voru byssur meðferðis. Þáfórhann að hafa orð á (slandi, fór að tala um staði á hálendinu, þar sem hægt væri að lenda og hann hafðiáhuga á að koma mér á þessa staði. Ég var hins vegar snöggur upp álagið og kom því að, aðég væri ekki ánægður með framkomu Þjóðverja í Noregi og mér þætti ástandið þar hivllilegt. Þá hætti hann strax. Eg veit ekki hvort hann langaði til að beina byssunni að mér, ég hefÓi getað orði fyrir voða- skoti, mér datt þetta svona í hug á eftir." ■ NY MIÐSIÖÐ STRANDFLUTNINGA EIMSKIPS Klettsskáli við Köllunarklettsveg er miðstöð strandflutninga Eimskips. Þar er vörumóttaka og vöruafhending fyrir Reykjavík og nágrenni ásamt allri afgreiðslu pappíra og fylgiskjala. Vöruafgreiðsla Herjólfs er einnig í Klettsskála. Strandflutningaskip okkar, Mánafoss og Reykjafoss, hafa hvort um sig mikla flutningsgetu og eru búin mikilvirkum tækjum til gámaflutninga. Fastar áætlunarferðir til hafna innanlands og utan opna nýja möguleika. Með einingaflutningum má betur samræma heildarflutning, stytta flutningstíma og bæta vörumeðferð, jafnt fyrir innflytjendur sem útflytjendur. Sem sagt; bein tengsl við alþjóðlegt flutningakerfi. Innanlandsáætlun: Reykjavík alla mánudaga ísafjörður þriðjud. og laugard. Akureyri miðvikudaga Húsavík annan hvern fimmtudag Siglufjörður annan hvern fimmtud. Sauðárkrókur annan hvern fimmtud. Patreksfjörður annan hvern laugard Reyðarfjörður annan hvern föstud. Vestmannaeyjar daglega. Allar nánari upplýsingar veitir Norðurlandadeild Eimskips, sími 27100. Vöruafgreiðsla Klettsskála Sími 686464 Opið kl. 8-17 alla virka daga. Vörumóttaka í Sundahöfn er óbreytt. Flutningur er okkar fag EIMSKIP * Sími 27100 Auglýsingaþjónustan

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.