Þjóðviljinn - 27.01.1985, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 27.01.1985, Blaðsíða 19
Ástúð er samförum betri Álit meirihluta bandarískra kvenna Fríður saminn effir 2131 ár Borgarstjórinn í Róm, komm- únistinn (Jgo v'eiere, ætlarnú í byrjun febrúar til T únis til að skrifa undir friðarsamning við Karþagóborg. Þarmeðverður loksins bundinn formlegur endir á púnversku styrjaldirn- arsvonefndu, en þeim lauk með ósigri Karþagó fyrir Rómverjumfyrir2131 ári. Herir rómverska heimsveldis- ins, sem þá var mjög í sókn gjör- eyddu árið 146 fyrir Krist hinni gömlu verslunarborg Karþagó fullkomlega og stóð vart steinn yfir steini í henni. 24 árum síðar byrjaði endur- uppbygging borgarinnar, sem var rómversk nýlenda. Hún stóð af sér mörg herhlaup þar til Arabar lögðu hana í rúst árið 698. Rústir Karþagó má enn sjá í útborg Túnisborgar Carthage - rústir rómverskra hofa, virkis- rr.úra og baðúsa. Borgarstjórarnir ætia semsagt að undirrita friðarsamning milli Rómar og Karþagó, sem lengi hefur verið beðið eftir - og sömu- leiðis samning um samstarf og vináttu. Mikill meirihluti bandarískra kvenna vill heldur að eigin- maður þeirra eða félagi láti vel að þeim en að þær þurfi að vasast í því að hafa samfarir við hann. Svo segir í einni af ótalmörgum könnunum sem menn skemmta sér við að gera. Sú sem efndi til þessarar hér heitir Ann Landers og stjórnar bréfadálki í víðlesnu blaði. Spurningin sem hún lagði fyrir lesendur sína kvenkyns var þessi: „Værir þú ánægð með að vera föðmuð og meðhöndluð af elsku- semi og sjálfum samförunum gleymt?“. Meira en 72% þeirra kvenna sem tóku við sér, en þær voru alls um hundrað þúsund, svöruðu þessari spurningu játandi, fjöru- tíu af hundraði þeirra sem svör- uðu játandi voru yngri en fer- tugar. Þessi niðurstaða kemur reyndar mjög heim og saman við þá umræðu sem útbreidd er orðin í vinsældablöðum: þar segir sem svo að kynlífsbylgjan með til- heyrandi stóryrðum um fullnægjuna miklu sé nú hnigin. Þess í stað hafi komið mikil eftir- spurn eftir ástúð og trúfesti. 50% verðlækkun á loftsíum og smursíum í A L-300 bíla HEKLAHF A Lauoavegi 170 -172 Sirni 21240 * “ MITSUBISHI MOTOftS Starfsfólk Eimskips í Rotterdam óskar -inaum góðs gengis í Hollandi á morgun! Eimskip og nýstofnuð skrifstofa Eimskips í Rotterdam í Hollandi óska FH-ingum velgengni í leiknum á morgun gegn hollensku meist- urunum Herschi í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar í handknattleik. Með hagstæðum úrslitum ná strákarnir þeim framúrskarandi árangri að komast í 4 liða úrslit í keppni bestu liða Evrópu - og vinna um leið mikilvægt landkynningarstarf fyrir ísland! EIMSKIP Rotterdam AHar vörur verslunarinnar eru á stórlækkuðu verði. Útsaumur, dúkar, fatnaður, skór, basttöskur, kínversk teppi, kínverskir skapar og borð, silkimyndir, silkilugtir, sólhlífar, blaðagrindur, horn oq vegghillur o.m.fl. a CHIK4VÖ£U£ Sjónval, Kirkjustræti 8. Sími 22600.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.