Þjóðviljinn - 27.01.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 27.01.1985, Blaðsíða 16
LEÐARAOPNA Hvað bjó að l ■ Draumur Sjálfstœðisflokksins vekur lítinn fögnuð meðal vegna stuðníngsins við íhaldíð ■ Sömu menn og stjórnuðu allri J, Það hefur verið stefna Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði alltfrá því Bæjarútgerðin var stofnuð til að tryggja atvinnu í bænum í kreppunni fyrir rúm- um 50 árum að koma stjórn þess úr höndum bæjarins. Margar atlögur hafa verið gerðar að BUH í gegnum árin en mikill meirihluti bæjarbúa og verkalýðshreyfingin ætíð staðið vörð um fyrirtækið. Kannski vekur furðu, hvers vegna einmitt núna skuli enn á ný verið látið til skarar skríða eftir að íhaldið hefur haft tögl og hagl- dir í stjórn bæjarins hátt á annan áratug, en skýringar eru margar. Fyrir það fyrsta þá hefur um langt skeið verið klofningur innan Sjálfstæðisflokksins um afstöðu- na til BÚH. Við síðustu bæjar- stjórnakosningar var Gunnars- armurinn þurrkaður úr bæjar- stjórninni og fjandmenn BÚH fylla þar nú hvert sæti flokksins. Sama varð uppá teningnum hjá Óháðum borgurum, eða óháða íhaldinu. Forystumaður flokks- ins vék úr bæjarstjórn en við for- ystunni tók einn ákafasti and- stæðingur BÚH sem fyrirfinnst í bæjarstjórninni. Útgerðarróð gert óstarfhœft Allt þetta kjörtímabil hafa farið fram háværar umræður í bæjar- stjórn um stöðu BÚH þar sem forystusveit íhaldsins hefur út- hrópað slæma rekstrarstöðu fyrirtækisins og marglýst yfir van- hæfni útgerðarráðs og forstjóra BÚH til að halda utan um rekst- urinn. Hafa þessi upphlaup vald- ið miklum og hörðum árekstrum mill Sjálfstæðismanna í útgerð- arráði og í bæjarstjórn og útgerð- arráði nánast verið gert ókleift að sinna stjórn fyrirtækisins. Bæjarstjórn ákvað síðan sl. sumar að skipa sérstaka starfs- nefnd til að fara ofan í fjármál og rekstur BÚH. Um haustið krafð- ist einn nefndarmanna þess að gerð yrði birgðatalning í frysti- geymslum fyrirtækisins því hann teldi að ekki væri til fyrir veðum. Að áliti kunnungra varð þessi óvænta krafa fremur öðru til þess að ákveðið var að loka frystihús- inu, en það var einmitt tilgangur- inn með kröfunni. Næstu þrjá mánuði heyrðist ekkert frá starfsnefndinni en á sama tíma var tala atvinnulausra í bænum komin á þriðja hundrað. Loks skömmu fyrir jól leggur nefndin fram tillögu fyrir bæjar- stjórn um að fjármál fyrirtækisins verði gerð upp. Pað selt og stofn- að hlutafélag um rekstur þess. Deilur í Alþýðuflokki Forystumaður Alþýðuflokks- ins Hörður Zóphaníasson sem sæti átti í starfsnefndinni skrifaði uppá þessa tillögu. Sú ákvörðun hefur valdið töluverðum deilum í Alþýðuflokknum sem þar með lagði íhaldinu lið við að leggja BUH niður. Einn heimildar- manna blaðsins innan flokksins sagði að forystan hefði gengið í gildru íhaldsins. Menn hefðu ver- ið farnir að trúa þeim áróðri að bæjarbúar væru almennt orðnir andhverfir bæjarútgerðarrekstr- inum. Menn hefðu hins vegar ekki séð fyrir út í hvers kyns endaleysu málið myndi þróast undir forystu íhaldsins og ekki heldur kannað hugi starfsfólksins sem að stórum meirihluta hefur lýst andstöðu sinni við ætlun bæjaryfirvalda. Alþýðubandalagið var eini flokkurinn í bænum sem frá upp- hafi lýsti andstöðu sinni við þessa ráðagerð og benti auk þess á fjöl- Nú fyrst á mánudaginn kemur, erstefntaðþvíaðfiskiðjuverBÚHtakitilstarfaá ný eftir samfellt fjögurra mánaða stopp. mörg vafasöm atriði varðandi fyrirhugaða stjórn, rekstur og eignahald hins nýja fyrirtækis. Bœjarbúum blöskrar Sjálfstæðismenn höfðu gert sér grein fyrir verulegri andstöðu bæjarbúa gegn hugmyndum sín- um og til að tryggja framgang þeirra yrði að hafa minnihlutann með í leiknum. Og, minnugir harðrar andstöðu verkalýðsfélag- anna í gegnum árin, þá yrði þeim einnig auðveldara að keyra málið í gegn í einum grænum. Enda var málum þannig fyrir komið að verkalýðsforystu og starfsfólki bæjarins var ekki skýrt formlega frá áætlun bæjarins, þrátt fyrir eindregnar kröfur þar um, fyrr en daginn eftir að málið hafði verið endanlega afgreitt í bæjarstjórn. Þessi vinnubrögð og annað í framhaldi af því, t.d. leynilegur stofnfundur hlutafélagsins á bæjarskrifstofunum á sunnu- dagssíðdegi þar sem bæjarfulltrú- ar skipuðu sjálfa sig í öll stjórnar- embætti hins nýja hlutafélags, hafa valdið mikilli tortryggni hjá starfsfólki og öðrum bæjarbúum og ekki vakið mikið traust á hinu nýja félagi. Verkalýðsfélögin andœfa Forystumenn verkalýðsfélag- anna í bænum hafa lýst yfir harðri andstöðu við sölu BÚH. Óskar Vigfússon formaður Sjómanna- sambandsins og Sjómannafélags Hafnarfjarðar hefur lýst því yfir að bæjaryfirvöld sættu nú lagi og legðust á hræið eftir að stjórnvöld væru langt komið með að kné- setja alla útgerð og fiskvinnslu í landinu. Hallgrímur Pétursson formaður Hlífar hefur lagt áherslu á að með þessari ákvörð- un sé bærinn að stíga fyrsta skref- ið til að losa sig algjörlega undan allri ábyrgð á rekstri BUH. „Sjólfstœðis- menn sviknir" Og fleiri eru reiðir, þar á meðal margir dyggir Sjálfstæðismenn sem segjast hafa verið sviknir. Hlutafélagið sé aðeins papp- írsgagn og íhaldið beri ábyrgð á því hvernig komið sé fyrir rekstri BÚH: Eða eins og Kristófer Magnússon segir í Mb. nú í vik- unni: „Mér er spurn, hvað hefðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sagt, ef þeir væru í minnihluta, og aðrir flokkar hefðu staðið að slík- um ófögnuði“. Og um nýja hlutafélagið segir hann: „Ef bær- inn ætlar að eiga 51% í BÚH og LEIÐARI Atvinnuöryggið fyrir mestu Þegar bæjarútgeröir voru settar á laggirnar á sínum tímum atvinnuleysis og kreppu, var til- gangurinn umfram allt sá að tryggja atvinnu fólks og koma í veg fyrir atvinnuleysi í byggðar- lögunum. Bæjarútgerðirnar mættu þegar frá öndverðu andspyrnu borgaralegra afla, sem töldu atvinnurekstur af þessum toga af hinu illa, eins og samvinnufélögin og ríkisreksturinn. Þegar bæjarútgerðirnar sönnuðu ágæti sitt, lét margur einkarekstrarmaðurinn undan og viðurkenndi nauðsyn rekstrar af þessu tagi. Hins vegar hafa ævinlega verið til aðiljar sem fjandskapast útí bæjarútgerðir og félagslegan rekstur og öðru hverju verða tískubylgjur af þeim toga stríðar í flokkum eins og Sjálfstæðis- flokknum. Og einmitt þetta höfum við fengið að reyna í kjölfar þeirrar frjálshyggju sem undan- farin misseri hefur verið tíska í Sjálfstæðis- flokknum. Bæjarútgerðinar víða um landið hafa orðið fyrir aðkasti sem og útgerðin í landinu. Tilgangurinn með stofnun og starfsemi bæjarútgerðanna hefur í tíð bæjarstjórnar Sjálfstæðisflokksis í Reykjavík og Hafnarfirði verið hafður að engu - og undanfarin ár hefur verkafólk og sjómenn við frystihús og togara útgerðafyrirtækjanna mátt þola árvisst atvinnu- leysi jafnvel svo mánuðum skiptir. Þannig hefur verið grafið undan atvinnuöryggi vinnandi fólks í Hafnarfirði, en Þjóðviljinn gerir í dag hafnfirsku baejarútgerðina að umfjöllunarefni. í Hafnarfirði hefur meirihluti bæjarstjórnar stofnað hlutafélag á leynilegum fundi og vakið mikla reiði í bænum. - Það hefur verið á stefnu- skrá Sjálfstæðisflokksins frá því útgerðin var stofnuð fyrir 52 árum, að leggja hana niður, segir Rannveig Traustadóttir bæjarfulltrúi Al- þýðubandalagsins í viðtali við Þóðviljann um þetta mál. Rannveig var eini bæjarfulltrúinn sem lýsti sig andvígan stofnun þessa hlutafélags sem aðrir bæjarfulltrúar stofnuðu þvert á vilja starfsfólks frystihússins, verkalýðsfélaganna beggja, Hlífar og Sjómannafélags Hafnarfjarðar. í bæjarfélaginu hefur verið ríkjandi mikil reiði vegna þessa máls og vinnubragða meirihluta bæjarstjórnar við málið. Sú reiði gengur þvert á alla flokka,- og í Morgunblaðinu í sl. viku mátti lesa grein eftir Kristófer Magnússon rekstrar- hagfræðing og víðfrægan Sjálfstæðisflokks- mann, sem lýsir ábyrgðinni á ófremdarástand- inu í rekstri Bæjarútgerðarinnar á hendur Sjálf- stæðisflokknum og Oháðum borgurum. Kristó- fer segir að bæjarfulltrúinn Vilhjálmur Skúlason hafi í raun viðurkennt gjaldþrot Sjálfstæðis- flokksins og Óháðra í málefnum Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Megin málið er það að sjálfsögðu að atvinnu- öryggi fólksins sem vinnur hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar verði tryggt. Ástæða er til að ótt- ast að nýstofnað hlutafélag tryggi það ekki. Það þarf að tryggja áhrif verkafólksins og sjómann- anna á rekstur fyrirtækisins — og bæjarstjórnin ætti að tryggja það. Hallgrímur Pétursson for- maður Hlífar segir í viðtali við þjóðviljann um málið að hægt væri að ætlast til að bæjarfulltrú- ar hefðu mannlegu hliðina fyrir augum við rekst- ur þessa fyrirtækis. Undir það sjónarmið er hér tekið. -óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.