Þjóðviljinn - 27.01.1985, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 27.01.1985, Blaðsíða 20
Meirihluti Flugleiða í Arnarflugi... Mikil óánægja mun nú vera meöai starísmanna Arnar- flugs vegna þess að reyndasti flugsjtóri félasins, Arngrímur Jóhannsson var látinn hætta störfum. Arngrími mun hafa verið gefinn kostur á að segja upp vegna óánægju yfir- manna með flugfélag sem Arngrímur stofnaði með öðr- um manni til leiguflugs á er- lendum markaði. Eru þeir með eina flugvél í slíku leigu- flugi og töldu stjórnendur Arn- arflugs að hér væri komin upp óeðlileg samkeppni við fé- lagið. Þegar það spurðist að segja ætti Arngrími up störf- um var um það rætt á meðal starfsmanna að safna undir- skriftum gegn uppsögninni. Við þetta var hætt þegar Arngrímur sagði upp að fyrra bragði. Uppsögnin getur orðið tví- eggjuð fyrir Arnarflug, því Arngrímur mun eiga 5% í fé- laginu og gætu Flugleiðir eignast meirihluta í Arnarflugi ef hlutabréf Arngríms væru föl. ■ Samfellda byltingin Enn flísast úr liði því sem eitt sinn kallaði sig Fylkinguna, baráttusamtök kommúnista en munu nú heita Baráttu- samtök sósíalista. Fróttir herma að á storma- sömum fwwfi sem nýverið átti sér stað (nýjum húsakynnum samtakama hafi dr. Orn Ól- afssori sagt sig úr samtöku- num f annaé *tnn vegna þess að ekki virtiat rúm fyrir hug- myndir hans um heimsbylt- inguna innan samtakanna. Hefur Þjóðviljinn fregnað að deilurnar standi nú um tvær gamlar kennisetningar sem varða annars vegar hina „samfelldu byltingu" eins og hún var túlkuð af Leon Trot- sky, en hins vegar um svokall- aða „þrepakenningu" sem kennir að lýðræðisbyltingin sé þrep eða áfangi í átt til sósíal- ismans og síðar kommúnis- mans. Mun nú svo komið að kenningu Trotskys um sam- fellda byltingu hefur verið út- hýst í hinum nýju húsakynn- um samtakanna og Erni Ól- afssyni þar með líka. Hann er víst ekki fyrstur manna til að yfirgefa þessa miðstöð þrætubókarlistarinnar. ■ Tvísýn bókaframtíð Eins og kunnugt er tókst með samstilltu átaki bókaútgef- enda og nokkurra fjölmiðla að snúa við þeirri þróun að bók- sala drægist saman með hverju árinu sem líður. Með öðrum orðum: að tókst að telja íslendingum trú um að þeir væru ennþá bók- menntaþjóð eða að minnsta kosti bókaþjóð. Útgerðin gekk því vel hjá bókaútgefendum og hafa þeir með ýmsum hætti lýst ánægju sinni með lífið, tilver- una og viðskiptavinina. Nú herma fróðir menn að útgefendur ætli hver um sig að nota tækifærið, stækka við sig og auka markaðshlutdeild sína - í þeirri von að hinir geri það ekki. Kannski stöndum við strax um næstu jól uppi með 100-200 titlum of marga á markaði, auglýsingatauga- stríð sem hefur neikvæð áhrif og svo allsherjar eymd og volæði? ■ iali Ud MARGRETAR ÞORBJARGAR OG THORS JENSEN í samantekt Tómasar Hallgrímssonar Niðjatal Thors Jensen og Margrétar Þorbjargar Kristjánsdótt- ur er byggt á ættarskrá er Ólafur Hallgrímsson og Haukur Thors gerðu og gefin var út fjölrituð árið 1963, á 100 ára afmæli Thors. Hefur nú verið aukið mjög við ættarskrána og í ritinu er getið 250 afkomenda hjónanna og maka þeirra og er þar að finna upp- lýsingar um hvem og einn. Svo sem flestum mun kunnugt var Thor Jensen mikill athafna- og framkvæmdamaður á sínum tíma og heimili þeirra hjóna kunnugt fyrir rausn. Böm þeirra Thors og Margrétar Þorbjargar urðu flest þjóðkunn. Bókaútgáfan Öm og Örtygur hf Síðumúla 11. 105 Reyhjavík, sími 84866 PO LONEZ 1500 árgerð 1985: H< ÖRKUBÍLL á flottu verði : . 249.000 kr. ■■■IMIIIWtfMMMMmgMBaMMMMSMMMBaBBBSBWWIirHr WMBWHrasa (kominn á götuna) Daihatsuumboðið hefur nú tekið við innflutningi á hinum traustu og vinsælu Polonez frá FSO-verk- smiðjunum í Varsjá. 1985 árgerðin er stórglæsilegur lúxusvagn á hreinu smábílaverði. Nú er rétt fyrir Polonez-eigendur að endur- nýja kynnin og aðra að kynna sér þennan hörkubíl. Hér eru nokkrir Polonez-punktar: ★ Vélin er 81 þrumuhestafl og girarnir 4. ★ Línurnar nýtískulegar og sportlegar. ★ Diskabremsur á öllum Barnaöryggislæsingar — Stór ir og sterkir stuðaöar - yggissjónarmið í öllu. ★ Sterkbyggður og þéttur Tnaust fjöðrun tryggir aksturs öryggi og farþegaþægindi ★ Fullkomið mælaborö með öllu tilheyrandi. ★ Þægileg sæti fyrir 5 fullorð — 5 dyr. ★ Skutdyrnar opnast inn í 300 — :f$ lítra farangursrými sem nær fjórfaldast í 1070 lítra geim er aftursætiö er lagt niöur. ★ Teppi á öllum gólfum og fallegt en hagnýtt áklæði. Þú lagar stýrishæðina að þínum þörfum. ISUi V: Og þetta er bara brot af Polonez-punktunum. Við skorum á alla sem setja upp snúð, er talað er um Austur-Evrópu bíla að koma og skoða Polonez og það sem fæst fyrir 249.000 kr. DAIHATSUUMBOÐIÐ ÁRMÚLA 23. S. 685870 — 81733.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.