Þjóðviljinn - 27.01.1985, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 27.01.1985, Qupperneq 13
FURÐUR Glervörur frá iittala stakar stærðir og gerðir. Ast Klám eða fegurð „Myndin jaðrar við að vera klám“, sagði Olav Bratelie for- maður gamalmennasamtaka í Noregi um þessa mynd. „Myndin geislar af gleði, hlýju og ástúð, mér finnst hún falleg", sagði hins vegar Unni Rustad, en hún er formaður félags sem berst gegn klámi. í Noregi hafa risið nokkrar deilur um þessa mynd sem er úr auglýsingu frá norskum líftrygg- ingarfélögum. Með því að birta öðruvísi og glaðlegar myndir af eldra fólki vildu auglýsendumir vekja athygli á ellilífeyristrygg- ingum. Sex norsk dagblöð hafa komið sér hjá því að birta þessa auglýsingu - og enn sýnist sitt hverjum. Spyr ástin um aldur? („Spiegel") -6g Falklandseyjar Bretar vopnfíknir Bresk hernaðaryfirvöld segjast óttast nú um öryggi Falklands- eyja. Ástæðan er sú að Bretar hafá séð vaxandi vopnabúnað (framleiddan af ,,vinaþjóðum“) á argentínskum herstöðvum; fjór- ar nýjar þýskar freigátur, sex þýska kafbáta, franskar orustu- þotur og ísraelskar sprengif- laugar. Vamarmálaráðuneytið breska segir ástæðu til að óttast að Alfonsín muni freistast til að leiða athyglina frá erfiðleikunum heima fyrir með hernaðarbrölti við Falklandseyjar. Hin raun- verulega ástæða mun hins vegar 'vera önnur; herforingjarnir bresku óttast að við afgreiðslu fjárlaga síðar í vetur verði útgjöld til „varnarmála" skorin niður. („Spiegel") -óg Frosthörkur Minna Rússagas til Þýskalands Einsog allir vita hefm orku- þörfin í Evrópu aukist gífurlega í janúar vegna kuldanna. í V- Þýskalandi er viðamikið leiðslu- kerfi fyrir gas sem notað er til hitunar og eldunar heimahúsa. Mikið er keypt af gasi frá Sovét- ríkjunum og er það kallað „Rússagas“ þar í landi. f nokkra daga kom skyndilega fjórðungi minna af „Rússagasi" um leiðslurnar í Ruhr-héraði, en þá hafði notkun gass einmitt aukist um 20% vegna kuldanna. Fyrirtækið sem gátu skipt yfir á olíunotkun eða rafmagn fengu ekki gas þessa daga og keypt var aukalega lakara gas úr öðrum átt- um. Skýringin er talin vera sú að frosthörkur við upptökin í Síber- íu og Úralfjöll hafi verið svo miklar að allt hafi frosið fast. Síð- ustu fréttir herma að þýskir fái nú sitt Rússagas með eðlilegum hætti á ný. („Splegel") _6g Eðalmdlmar Gull fellur í verði Gull fellur stöðugt í verði á al- þjóðlegum markaði og er ekki lengur eftirspurn eftir því til verð- bólguvarna einsog áður var. Gullverð hefur farið nokkurn veginn lækkandi frá 1980 og í jan- úarmánuði var únsa guils komin niður í 300 dollara og hafði ekki farið svo neðarlega síðan 1982. Verðhækkanir í iðnaðarlöndun- um hafa verið hægari en reiknað var með og ríki, bankar og fyrir- tæki sjá síður ástæðu til að fjár- festa í gulli til tryggingar verð- mætum. Pólitík hinna háu vaxta bæði í Bandaríkjunum og víðar í iðnað- Þegar dollarinn er jafn sterkur gjaldmiðill og raun ber vitni sjá menn og síður ástæðu til gullkaupa. Slíkir aðiljar vilja og heldur fjárfesta í verðbréfum með háum vöxtum heldur en í gulli er ber enga vexti - tapar jafnvel verðgildi. Meira að segja seðlabankar fjárfesta síður í gulli nú, og vilja heldur tryggja gjald- eyrisforða sinn í hávaxtadollur- um. Þrátt fyrir þetta gæti gullverðið hæíckað á alþjóða- markaði - ef framleiðslulönd drægju saman framboðið. En á því eru sáralitlar líkur á næstunni. („Spiegel,,) -óg Sunnudagur 27. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Summa raðskápar, vengi. Síðasta sending. Ath.: 10% afsláttur á öllum hús- gögnum meðan á út- sölu stendur F/\ KRisunn SIGGEIRSSOn HF LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870 Lampar frá Lykton Qb eldri gerðir Stök og útlits- gölluð húsgögn UTSALA í húsgagna- og gjafavörudeild hefst í dag 20-80% afsláttur Fatnaður frá marimeklcd 30% afsláttur

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.