Þjóðviljinn - 27.01.1985, Page 7

Þjóðviljinn - 27.01.1985, Page 7
Halldóra viö vefinn. Kona með þreytt brjóst „Þetta er bara mynd af konu með þreytt brjóst. Eiginlega er ég ekkert mikið fyrir vefnað. Ég er aðallega að spekúlera í forminu. Vefurinn verður í þrívídd og síðan lita ég bandið eftir að myndin er búin“, sagði Halldóra Thoroddsen. Á ljósmyndinni sést að Halldóra er búin með háls og herðar á formóður sinni. Þuríður Dan Jónsdóttir litar garnið skærbleikt. Það ætlar hún síðan að nota til að túlka ævintýri langömmu sinnar. Mynd -eik-. Grasalœknir túlkaður með stráum „Ég tek langömmu mína fyrir. Hún var grasa- læknir og tók á móti börnum. Auk þess sagði hún krökkum ævintýri sem voru víst með ólíkindum skemmtileg. Þess vegna vef ég með stráum og gróðri. Auk þess nota ég garn frá Hampiðjunni sem ég lita með skærum bleikum og bláum litum. Það ætla ég að vefa milli stráanna til að túlka ævintýra- heim langömmu minnar. Og Ijósmóðurstörfin ætla ég að túlka með hvítum lit sem táknar þá nýtt líf“, sagði Þuríður Dan Jónsdóttir. Langamma Þuríðar var Guðrún frá Brekku á Vatnsleysuströnd. Ævintýri hennar eru ekki til skráð og Þuríður sagðist aðeins hafa heyrt um þau. Sagðist nú ætla að reyna að túlka þau í vefnum. Ef til vill væri þessi túlkunarþörf komin frá langömm- unni, sagði hún. Þuríður stefnir að því að taka tvö lokaverkefni í skólanum bæði í þrykki og vefnaði, en sagðist ekki vita hvað síðan tæki við. „Það er bara að halda áfram!“ Guðrún J. Kolbeins að undirbúa garn fyrir litun. Mynd -eik-. Kven- skörungur úr Gfslasögu „Mig langaði að taka einhvern kvenskörung úr íslendingasögunum. Auður Vésteinsdóttir úr Gísla- sögu varð fyrir valinu. Hún var mjög trú sínum manni. Hélt búi þeira uppi þegar hann var á flæk- ingi í útlegðinni. Það sem ég túlka í vefnum er þegar Kolbeinn kom til Auðar og vildi kaupa hana með silfri til að segja til manns síns“, sagði Guðrún J. Kolbeins. Hún var að undirbúa garn fyrir litun til þess gerðu verkfæri. Notar hún hamp ásamt mörgum tegundum af garni í vefinn um Áuði. „Ég er að setja upp stólinn. Konurnar vef ég sem uppistöður úr grófu bandi og síðan kemur lífsmunstur þeirra inn á milli", sagði Maja Mörkeberg, danskur vefnaðarkennari sem stundar í vetur nám í textildeild Myndlista- og handíðaskólans. Mynd -eik. „Amma mín var sveitakona og þess vegna vel ég kannski lop- ann og jarðliti. Útilokað að setja hana í annað samband", sagði Jóna Sigríður Jónsdóttir, sem vefur ömmu sína „fígúrativt". „Mér fannst nærtækast að velja ömmu, þegar þetta þema kom upp á. Þekkti hana mjög vel, var alin upp hjá henni“. Jóna Sigríður Jónsdóttir túlkar sveitakon- una með lopa og jarðlitum. Mynd -eik. Nœr- tœkast að velja ömmu Amma Jónu Sigríðar var Steinunn Árnadóttir, Litla- Hvammi í Mýrdal. Sunnudagur 27. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.