Þjóðviljinn - 24.03.1985, Blaðsíða 2
FLOSI
\iku
skammtur
af morgunbaði
Hver dagur hjá mér hefst meö dálítilli hugleiöingu
um fánýti þess aö fara á fætur.
Ég ligg svolitla stund meö lokuð augun eftir að ég
er vaknaður og hugsa sem svo.
- Á ég nokkurt erindi á vit lífsins í dag? Er ekki best
að halda bara kyrru fyrir í fletinu, þar til yfir lýkur?
Það sem venjulega bjargar mérfrá því, að leggjast
í ólæknandi manndrápsþanka og þunglyndi, er að
mér er svo sprengmál á klósettið að ég helst ekki við
í bælinu stundinni lengur og verð að þjóta framá bað.
Á baðinu hefst svo dagviss morgunrimma við kon-
una mína, sem álítur víst að hún eigi þetta vaskahús
ein og hafi forgangsrétt að öllum þessum tækjum og
tólum. Ég veit sosum ekki hvort ég er eitthvað sér-
lega skemmtilegur þarna á baðinu á morgnana, en
ég get ekki ímyndað mér að ég sé eitthvað leiðinlegri
en hver annar á náðhúsum yfirleitt. Ég verð bara að
segja það, að maður kemst nú ekki í neitt sólskins-
skap, þegar eiginkonan kemur með athugasemdir
eins og þessa þegar maður er í morgunverkunum á
baðinu:
- Hefur tannkremstúban eitthvað gert þér? Þú
veist að það er stútur á henni. Sko sjáðu. Og svo
sýnir hún mértannkremstúbuna, sem hefur brostið á
afturendanum, þeim megin sem stúturinn er ekki.
- Og hérna, sjáðu, er svona rauðurtappi, skrúfað-
ur, svona sjáðu, öfugt við gang sólarinnar, þegar
maður er að skrúfa hann af, en eins og gangur
sólarinnar, þegar hann er skrúfaður á. Ef þú átt erfitt
með að muna hvernig sólin gengur, þá skaltu hugsa
þér að þú sért að spila, eða gefa réttara sagt. Þegar
þú skrúfar tappann af, skaltu hugsa þér að þú sért að
gefa í lomber, en þegar þú skrúfar hann á, þá er það
eins og að gefa í bridge.
Þegar svona er talað viö mann er lítið hægt að
gera annað en urra. Samt urra ég ekki á konuna
mína á baðinu af því að ég álít að slíkt sé ekki við hæfi
í sambúð. Maður kann nú lágmarks mannasiði og
svo er nú ágætt að eiga það til góða að urra.
Ég gef samt í skyn með auðskiljanlegu látæði að
mér sé gróflega misboðið og geng þungum skrefum
að sturtuklefanum. Og sem ég er að teygja mig í
kranann til að skrúfa frá sturtunni kemur mjög
óþægileg athugasemd:
- Var tannkreminu úðað svona á spegilinn heima
hjá þér þegar þú varst barn?. Eða lærðirðu þetta
seinna í uppeldinu? Kannske þegar þú varst að læra
tannlækningarnar í Þýskalandi?
Svonalöguðu svarar maður ekki. Maður diskúter-
ar ekki við konuna sína á svona lágu plani og síst af
öllu dytti mér í hug að fara að svara henni í sömu
mynt, jafnvel þó ég gæti það, enda er hún nú farin að
tala um annað, og nokkuð sem ég get ekki séð að
komi þessu með tannkremið nokkurn skaþaðan hlut
við. Nú segir hún alveg áreynslulaust, bara einsog
hún sé að ígrunda hvað eigi að vera í matinn.
- Var það mamma þín eða amma þín sem kenndi
þér að bursta skóna með handklæðinu?
Þegar hér er komið hef ég ákveðið að fara í lás,
einsog ég kalla það, en það er hugarástand, sem
líkja mætti við dáleiðslu. Maður lokar sér semsagt
gersamlega fyrir sinni nánustu, þykist hvorki sjá
hana né heyra. Sjónvarpið er hækkað eða útvarpið,
þegar hún reynir að ná sambandi. Maður raular
lagstúf eða hleypur í píanóið þegar hún spyr hvort
maður vilji kók eða mjólk með matnum, eða einfald-
lega sökkvir sér niður í blöðin sem er nú elsta og
kunnasta aðferðin.
Og þarna á baðinu er ég „kominn í lás“.
Ég skrúfa frá sturtunni, tempra hitastigið á bun-
unni og fer svo undir hana, en í lás.
Þegar velsæla baðsins er aðeins að byrja að hrísl-
ast um mig skellur glóandi heit bunan allt í einu á
bakinu á mérog ég skaðbrenni mig. Og það þarf ekki
lengi að leita að orsökinni. Auðvitað hefur mín
heittelskaða skrúfað frá kaldakrananum og líklega til
þess eins að koma mér úr því jafnvægi, sem ég
raunar löngu var kominn úr.
Ég stekk framúr baðinu, blárauður á bakinu,
veinandi af sársauka og segi eins stillilega og mér er
auðið:
- Á að kalóna mann?
Og nú setur að henni óstöðvandi hlátur og hún
getur rétt með harmkvælum stunið upp milli hlátur-
kviðanna:
-„Kalóna!! kálóna....kaaaalóóóna!!!“ Hvar í ver-
öldinni náðirðu í þetta orð? Kalóóóna!! Ég verð ekki
eldri. Mér finnst þetta bara einsog nafn á indverskri
hefðarmey, eða þýskri nektardansmey. Hugsaðu
þér. Kalóna með slönguna í baðinu sápuþvær sér
um allan kropþinn nakin í Þórskaffi í kvöld. Kalóna
sáparsig inn, hvern krókog kima. Kaalóóna! Konan í
froðunni.
Og hvernig sem á því stóð, fór ég að hlæja líka.
Svo hlógum við þarna saman góða stund og ég held
að við höfum bæði fundið að þessi dagur átti eftir að
verða bæði bjartur og skemmtilegur, ekki síður en
svo margir aðrir í lífi okkar.
Nýtt málgagn
Framsóknar
Háttsettur Framsóknarmaður
tjáði Þjóðviljanum á dögunum
að fjárhagsleg staða NT væri
nú með þeim hætti að einung-
is væri tímaspursmál hvenær
blaðið stoppar. Sá hinn sami
sagði að Framsóknarflokkur-
inn myndi ekki oftar hlaupa
undir bagga, heldur láta blaö-
ið sigla sína'feið. Aðspurður
hvort flokkurinn ætlaði þá að
ver málgagnslaus, svaraði
hann því til að Framsóknarf-
lokkurinn myndi gera blaðið
Dag á Akureyri að sínu mál-
gagni og óðum styttist í það
að Dagur yrði gert að dag-
blaði en nú kemur blaðið út
þrisvar í viku.B
Eftirlegukindur
á þingi
Harðvítugar umræður urðu
um fyrirhugaðar hernaðarrat-
sjárstöðvar á Vestfjörðum og
N-Austurlandi á fundi alþingis
í vikunni. Meðal þeirra sem
ákafast mæltu þessum vígtól-
um bót var Eiður Guðnason
stórkrati. Er hann var langt
kominn í ræðu sinni varð ein-
um starfsbróður hans að orði:
Kalda stríðsins ramma reiði
reiddi höggin blind.
Þetta stríð á enn í Eiði
eftirlegukind.
Geir Hallgrímsson utan-
ríkisráðherra hélt einnig langa
lofræðu um nauðsyn hernað-
arvæðingar í landinu og fór
alla leið aftur til Hund-T yrkja til
sönnunar á því að sjóræningj-
ar hefðu alla tíð verið á sveimi
í kringum landið. Enn varð
starfsbróður að orði:
Á hans máli tafs og töf
telst ei lengur furðan.
Er sem mœli grát úr gröf.
Gleymdist máske
að urð’ann?U
Lin forysta
Á dögunum héldu formenn
nemendafélaga mennta- og
fjölbrautaskóla með sér fund
vegna kennaradeilunnar. Af
einhverjum ástæðum voru
ekki formenn allra nemenda-
fólaga boðaðir á fundinn, held-
ur einungis þeir sem fast-
ákveðnir voru að taka ekki af-
stöðu í deilunni. Settu þeir
saman bréf, mildilega orðað
og uppfyllt af undirlægju
gagnvart menntamálaráð-
herranum. Róttækari nem-
endur telja skýringuna á
þessu vera að finna í Sjálf-
stæðisflokknum. Heimdell-
ingar hafa víða hreiörað um
sig í forystu nemendafélag-
anna og vilja þeir ekki særa
andlegan leiðtoga sinn og
flokkssystur Ragnhildi Helga-
dóttur.
Nemendur í hinum fjöl-
mennu skólum á höfuðborg-
arsvæðinu eru orðnir margir
hverjir þreyttir á pempíulegum
málflutningi heimdellinganna
sem nota orðalag sem þekkt
er í samskiptum ríkisrekinna
verkalýðsfélaga t.d. í Póllandi
gagnvart herstjórninni. í stað-
inn fyrir að styðja kemur að
skilja, o?s.frv.B
Höskuldur
óheppinn
Nemendurnir vígreifu sem
settust að í fjármálaráðuneyt-
inu á dögunum vor heldur en
ekki óánægðir með frásögn
Höskuldar Jónssonar ráðu-
neytisstjóra og málsvara Al-
berts í sjónvarpi á dögunum.
Hann sagði þar að nem-
endurhefðu verið með „sóða-
skap“, slæma umgengni o.s.
frv.. Nemendurnir bera þetta
harkalega af sér, benda á að
þeim hafi með valdbeitingu og
harkalegum hætti verið hent
útúr anddyrinu, og þau um-
merki sem þarna hefðu verið
eftir átök, séu vegna aðfara
lögreglunnar. Krakkarnir töl-
uðu við Höskuld daginn eftir
en hann sat fast við sinn keip.
í sjónvarpinu sagðist ráðu-
neytisstjórinn ekki hafa séð
aðfarir lögreglunnar við aö
koma krökkunum út, og gerði
lítið úr ofbeldi lögreglunnar.
Nokkrir starfsmenn ráðuneyt-
isins munu hins vegar hafa
orðið vitni að þessum
ósköpum og boðist til að bera
vitni um ofbeldið. Þegar nem-
endurnir sögðu Höskuldi frá
þessu kvaðst hann telja „of-
beldi afstætt hugtak“.B
Veröld
höll úr heimi?
Heyrst hefur að bókaklúbbur-
inn Veröld hafi alls ekki
gengið jafn vel og aöstand-
endur hans höfðu reiknað
með. Samkvæmt tiltölulega
ábyrgu slúðri stendur fyrir-
tækið meira að segja svo illa,
að til álita kemur að loka því.
Forstjóri Veraldar, Jón Karls-
son, mun vera í þann veginn
að hætta störfum.B
Hlandgulur
og hauslaus
Ekki urðu allir hrifnir af þeim
hamskiptum að Tíminn
breyttist í NT. Um það hefur
ágætur bóndi fyrir norðan
kveðið í Víkurblaðið á Húsavík
á þessa leið:
í nútímaflíkurnar fer hann,
fríkkar hann þó ekki hót
Helblár og hlandgulur er hann
og hauslaus í þokkabót. ■
Er hann á þingi
Þorsteinn Pálsson formaður
Sjálfstæðisflokksins hefur lítið
sést í þingsölum að undan-
förnu. Margir starfsbræður
hans hafa haft á orði að
máske sé Steini að hugsa um
I að hætta þessu. Athygli hefur
vakið að formaðurinn talar
mjög sjaldan í þinginu, - og þá
sjaldan að hann gerir þaö
hafa áheyrendur það á tilfinn-
ingunni að gjallarhorn Geirs
Halgrímssonar sé í pontu.
Þegar einn ábyrgðarlaus
samþingmaður Þorsteins var
spurður út í hvernig Þorsteinn
Pálsson stæði sig á þingi var
svarað með spurningu: Er
■ hann á þingi?B
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. mars 1985