Þjóðviljinn - 24.03.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.03.1985, Blaðsíða 4
Á BEININU I \/fin- prófið Alfreð Þorsteinsson, formaður lyfjaeftirlitsnefndar Iþróttasambands íslands, og ÓlafurSigurgeirsson formaður nýstofnaðs kraftlyftingasambands (að mati ISÍformaður kraftlyftinganefndar Lyftinga- sambands íslands) eru báðir á beininu í dag. Lyfjanotkun íslenskra kraftlyftingamanna og stofnun kraftlyftingasambandsins eru í brennidepli - allt bendir til að Jón Páll Sigmarsson verði dæmdur í tveggja ára keppnisbann fyrir að mæta ekki til lyfjaprófs sem Ólafur neitaði að boða hann í. Ólafur Sigurgeirsson „Lyfjanotkun þekkist ekki nú á dögum“ Alfreð Þorsteinsson „Próf er eini mœlikvarðinn" Ert þú að halda hlífiskildi yfir Jóni Páli . Sigmarssyni og neyslu ólöglegra lyfja hér- lendis? Nei! Jón Páll er besta dæmi um heilbrigðan íþróttamann sem nær með svita sínum settum markmiðum. Óheilbrigt líferni eða skyndiárangur er ekki að hans skapi. Nota íslenskir kraftlyftingamenn ólögleg lyf? Nei! íslenskir kraftlyftingamenn þurfa ekki að sanna hreinleika sinn með lyfja- prófum. Þau hafa margoft verið tekin og jafnan reynst neikvæð. Þeir sanna mál sitt með góðri heilsu og afbragðs andlegu og líkamlegu heilbrigði. Hvers vegna neitaðir þú að boða Jón Pál Sigmarsson í lyfjapróf? Þar sem Jón Páll gekk við heimkomu sína erlendis frá inní nýstofnað kraft- iyftingasamband, sem stóð utan við ÍSÍ, taldi ég að besti þrýstingur á ÍSÍ um að stofnað yrði fyrir okkur sérsamband væri að hundsa lögsögu þeirra. Jón Páll var boðaður áður en hið nýja kraftlyftingasamband var stofnað. Heyrði hann þá ekki undir ISÍ á þeim tíma? Sú boðun fór í póstkassa Lyftingasam- bands íslands og barst Jóni Páli aldrei, hún tókst ekki. Jón Páll hefur sjálfur aldrei verið boðaður í lyfjapróf. ÍSI sam- þykkti forföll hans og þau voru þar með lögleg, og síðan var sent nýtt boð þegar hann kom heim. Ég skil ekki hvers vegna ÍSÍ ætlar að hanga á þessu fyrra boði sem aldrei barst. Hvers vegna rufu kraftlyftingamenn sig frá lyftingasambandinu einmitt á þessum tima, eftir að boðað hafði verið til lyfja- prófs? Það var langur aðdragandi að stofnun sérstaks kraftlyftingasambands. Ágrein- ingur hafði verið í gangi í allmörg ár og hann Ieiddi til þess að uppúr sauð á fundi LSÍ þann 28. febrúar. Lyftingamenn voru í meirihluta í stjórn LSÍ og ákváðu að hætta afskiptum af kraftlyftingum. ÍSÍ var strax tilkynnt um þessa ákvörðun okkar en viðbrögðin voru engin. Fyrirhugað íslandsmót þann 2. mars gerði það að verkum að nauðsynlegt var að stofna kraftlyftingasambandið strax, til bráða- birgða. Var klofningurinn ekki til kominn vegna lyfiaprófsins? Torfi Olafsson var búinn að skila inn sínu þvagsýni. Jón Páll var staddur í við- skiptaerindum erlendis. Áttum við að giska á að Jón Páll vildi eða vildi ekki láta taka af sér lyfjapróf og gátum við þá farið að grípa til aðgerða til að losa um hann? Alfreð Þoi steinsson segir að þið hafið frestað íslandsmóti 1982 þar sem þar átti að lyfjaprófa, þrír hefðu hætt við þátttöku í Sweden Cup þar sem þar átti að lyfja- prófa, og að nú séuð þið að reyna að losa ykkur útúr ÍSÍ til að losna við lyfjapróf. Er þetta rétt? Þetta er fullkomlega í stfl við Alfreð Þorsteinsson - hann er fullur grunsemda í okkar garð. íslandsmótinu 1982 var frest- að þar sem íþróttahúsið var tekið af okkur á síðustu stundu. Þá féll faðir formanns LSÍ frá og í heild hefur þetta mál verið skýrt fullkomlega af hálfu lyftingasam- bandsins. Þetta með Sweden Cup - ÍSÍ vildi tryggja að árangur lyftingamanna sem valdir yrðu fyrir Ólympíuleika næðist á lyfjaprófuðu móti. Nokkrum mánuðum fyrir mótið var tilkynnt um þrjá íslenska keppendur en í millitíðinni hættu tveir þeirra að æfa lyftingar og einn varð fyrir meiðslum og fór síðan yfir í kraftlyftingar. Við erum ekki að losa okkur útúr ÍSÍ til að losna við lyfjapróf. Okkar heitasta ósk hefur lengi verið að stofnað verði sérstakt samband fyrir okkur innan ÍSÍ og því grip- um við til þessa neyðarúrræðis. Við getum sannað alla okkar viðleitni í því sambandi. Hvernig? Hermann Guðmundsson framkvæmda- stjóri ÍSÍ og fleiri fara varla að neita því að við höfum margoft rætt við þá. Þeir vilja hins vegar hafa okkur innan LSÍ, það er ódýrara fyrir þá. Um hvað snýst þetta mál í raun og veru - um lyfjanotkun íslenskra íþróttamanna og þá kraftlyftingamanna, eða um laga- lega hlið við stofnun kraftlyftingasam- bandsins? Lyfjanotkun íslenskra íþróttamanna þekkist ekki nú á dögum - ég er sannfærður um það. Eina deilan sem er í gangi nú er um það hvort stjórnarskráin íslenska - borin saman við íþróttalög - veiti okkur rétt til að starfa óbundnir að árangri okkar íþróttar. Nú eruð þið komnir útúr ISI að ykkar mati. Eigið þið þangað afturkvæmt? Svona mál getur skilið eftir sig sár og tortryggni sem erfitt verður að græða. Næst á dagskrá hjá okkur er að halda veglegt íslandsmót - kraftlyftingasam- bandið mun halda það eitt og óstutt! Þú segir orðrétt í greinargerð sem barst okkur í hendur að Alfreð Þorsteinsson og hans hyski muni fara útúr þessu máli með öngulinn í rassinum. Ertu fullviss um það? Ekki í minnsta vafa - íþróttadómstóll ÍSÍ hlýtur að vera hlutlaus og skoðar þá væntanlega málið frá lögfræðilegu sjónar- miði, óháð vilja stjórnar ÍSÍ. Það er mikil skömm fyrir Álfreð Þorsteinsson að hafa staðið að málatilbúnaði sem skerðir æru Jóns Páls Sigmarssonar jafnmikið og orð- ið er. -VS Nota íslenskir kraftlyftingamenn ólögleg lyf? Um það get ég ekki fullyrt, það er erfitt að segja til um það með vissu nema að þeir mæti til lyfjaprófs. Grundvallaratriðið er að þeir gangist undir próf, það er eini mælikvarðinn sem hægt er að nota. Með- an þeir mæta ekki eru efasemdir uppi. Torfi Ólafsson kraftlyftingamaður var meðal þeirra sem gengust undir lyfjapróf- ið í síðasta mánuði. Er hann þá sá fyrsti? Ég er ekki alveg klár á hverjir eru í ólympískum lyftingum og hverjir í kraftlyftingum. En engir hafa komið fyrr til okkarsem kraftlyftingamenn, þeir hafa einhverjir komið meðan þeir voru í ólym- pískum lyftingum. Er Ólafur Sigurgeirsson að halda hlífi- skildi yfir Jóni Páli Sigmarssyni og neyslu ólöglegra lyfja hérlendis? Það vona ég svo sannarlega ekki. Ég vona að það sem Ólafur Sigurgeirsson er að gera séu mistök og að hann átti sig ekki á hversu alvarlegt mál er að neita að gang- ast undir lyfjapróf. Nær lögsaga ÍSÍ ótvírætt yfir Jóni Páli í þessu máli? Tvímælalaust. í fyrsta lagi þá var Jón Páll kallaður inn áður en kraftlyftingasambandið var stofnað, á því er enginn vafi. í öðru lagi er kraftlyftinga- sambandið sem slíkt ólöglegt að mati ÍSÍ. Lyftingasamband íslands er eini aðilinn sem fer með mál lyftingamanna hér á landi. ÍSÍ hefur lögsögu yfir LSÍ og þar með lögsögu yfir íslenskum kraftlyftinga- mönnum. En á ekki kraftiyftingasamband rétt á sér? Ég skal ekki leggja dóm á það, en rök eru fyrir því að greinarnar tvær séu að- skildar og ég er ekki á móti því, svo fram- arlega sem löglega er staðið að málum. Lyftingasambandið getur ekki afsalað sér afskiptum af kraftlyftingamönnum einn góðan veðurdag, lög þess banna það. Við vitum að innan LSI eru skiptar skoðanir og þar hefur verið viðhöfð ákveðin verka- skipting - Ólafur Sigurgeirsson hefur ver- ið formaður kraftlyftinganefndar LSÍ. Ég er ekki á móti nýju sambandi ef það er löglega stofnað - en þarna brýtur Ólafur Sigurgeirsson, sem er titlaður lögmaður, ölljög. Ólafur segir að kraftlyftingamennirnir Torfi og Jón Páll hafi verið vaidir sérstak- lega til lyfjaprófsins á mcðan útdráttur hafi verið látinn ráða um fulltrúa annarra íþróttagreina. Er þetta rétt? Þetta er alrangt. Sömu grundvallarat- riði voru lögð til hliðsjónar þegar íþrótta- mennirnir voru valdir. Ég get ekki upplýst nákvæmlega hvernig að þessu er staðið en það er á hreinu að sömu reglur giltu þarna um iyftingamenn og aðra íþróttamenn. Um hvað snýst þetta mál í raun og veru - um lyijanotkun íslenskra íþróttamanna, og þá kraftlyftingamanna, eða um laga- lega hlið stofnunar kraftlyftingasam- bands? Það er svo víðsfjarri að þetta mál snúist um stofnun kraftlyftingasambands - það kemur þessu máli ekkert við, nema þá á síðari stigum þess. Þegar íþróttamennirn- ir 13 voru valdir fyrir lyfjaprófið var ekk- ert kraftlyftingasamband til. Þeir voru boðaðir 19.-20. febrúar en sambandið varð til síðar. Var kraftlyftingasambandið stofnað til að hylma yfir Jón Pál Sigmarsson eða aðra kraftlyftingamenn? Ég vil ekki leggj a dóm á það. Ég veit að hugmyndir voru uppi um aðskilnað. Það er umræða um þetta í gangi, ég ætla ekki að segja til um það - en það hittist nú svona á.... Ólafur segir að þú munir fara með öngulinn í rassinum útúr þessu máli. Er hætta á því? Við skulum spyrja að leikslokum. Svona gífuryrði dæma sig sjálf og ég ætla ekki að fara niður á þetta plan. Ég vil taka fram að þetta er hvorki prívatmál mitt né lyfjanefndar ÍSÍ. Nefndin er að fram- kvæma ákveðna stefnu sem öll íþrótta- hreyfing á íslandi stendur á bakvið. Það er stefna ISÍ að berjast gegn því að ólögleg lyf séu notuð af íslenskum íþrótta- mönnum - og um það snýst þetta mál. -VS 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.