Þjóðviljinn - 24.03.1985, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 24.03.1985, Blaðsíða 17
LEIÐARAOPNA spilavíti barnanna? Alfreð Eyjólfsson skólastjóri Vantar félagsmiðstöð í hverfið Alfreð Eyjólfsson, skólastjóri í Austurbæjarskóla: Hafið þiðorðið vör við að leiktækjasalirnir í ná- grenni skólans sköpuðu vanda- mál meðal nemenda hans? Já, við höfum orðið vör við það og dæmið sem þið sögðuð frá í blaðinu í vikunni er ekkert einsdæmi meðal okkar nemenda. Við höfum beitt okk- ur gegn þessum stöðum og bæði við og foreldrafélagið í skólanum erum mjög ósátt við að þessum leiktækjasölum skuli öllum vera komið fyrir hér á svæðinu í kringum skólann. Áráttan í spilakassana getur orðið að sjúkdómi og hann getur þurf að meðhöndla eins og hverja aðra fíkn. Þá er því ekki að neita að þeir nemendur sem helst hafa úr lestinni í skólanum eða eru félags- lega illa staddir hafa sótt í þessa staði eftir félagsskap. Við vitum iíka frá krökkunum að þeir sem selja vímuefni ganga um á þessum stöðum. Hér er því um flókið vandamál að ræða. Er tómstundaaðstöðu unglinga í miðborginni ekki ábótavant? Jú, það er engin félagsmiðstöð hér f austurbænum eða vesturbænum. Þetta gerir það að verkum að krakkarnir sækja meira í skólann og gerir um leið meiri kröfur til tómstundastarfs hjá okkur. Við höfum mætt skilningi á þessum vanda hjá Æskulýðsráði, og höfum jafnvel verið að renna hýru auga til kjallarans undir kórnum í Hallgrímskirkju í þessu skyni. En þeg- ar við heyrðum síðast frá borgarstjóra um þessi mál var ekki á honum að heyra að lausn væri í sjónmáli. Við fáum sérstaka fjárveitingu til þess að standa straum af félags- og tómstundastarfi eins og aðrir skólar, og höfum jafnframt fengið stuðning frá Æskulýðsráði vegna sérstöðu okk- ar, en þetta dugir ekki til. Kennarar leggja hér á sig ómælda vinnu í félags- og tómstundavinnu, oft fyrir litla eða enga greiðslu. Við höfum hér opið hús á kvöldin, þar sem krakkarnir koma saman og hlusta á tónlist, dansa, horfa á myndbönd, fara í borðtennis o.s.frv., en þessi starfsemi nær því ekki að vera einu sinni í viku fyrir hvern aldurshóp. Það má líka spyrja sjálfan sig að því hvað skólinn eigi að ganga langt í þess- um efnum, hvort hann eigi að vera fræðslumiðstöð eða gæslumiðstöð. Alfreð Eyjólfsson vildi að lokum benda á það algjöra úrræðaleysi sem væri í gerðverndarmálum barna og unglinga hér á landi. Barnageðdeildin væri svo lítil að þar væri ekki einu sinni hægt að koma inn bráðatilfellum og ekki væri til hér á landi nein geðdeild sem væri sérstaklega fyrir unglinga. Við íslendingar erum ekkert frá- brugðnir öðrum þjóðum um geð- heilbrigði og slíkar meðferðarstofnan- ir fyrir unglinga vantar tilfinnanlega hér á landi. 61g. Gísli Arni Eggertsson Að lifa frá degi til dags Gísli Árni Eggertsson fulltrúi Æskulýðsráös Reykjavíkur: Hvað gerirÆskulýðsráð Reykjavíkur fyrir félagslega illa stadda ung- lingaog börn? Hafa verður í huga að þegar litið er til Æskulýðsráðs Reykjavíkur í þessu tilliti að Æskulýðsráð er ekki meðferð- arstofnun, en eitt af markmiðum Æskulýðsráðs er að vinna fyrirbyggj- andi starf og sjá unglingum fyrir tóm- stundaiðju við sitt hæfi. Þá er það einnig markmið okkar að reyna að ná til þeirra unglinga sem af einhverjum orsökum sinna ekki heilbrigðum við- fangsefnum í sínum tómstundum. Þróunin í þessum málum undanfar- in ár hefur ótvírætt verið í þá átt að sá hópur sem við köllum „áhættuhóp" stækkar ört. Hér er m.a. átt við ung- linga sem hneigjast til andfélagslegrar hegðunar af ýmsum orsökum t.d. upp- lausnar í fjölskyldunni, brottfalls úr skóla, aukinnar vímuefnaneyslu o.fl. í mörgum tilfellum valda þessar aðstæð- ur almennu áhugaleysi unglingsins um eigin hag. Þegar þessi hópur safnast saman eins og við höfum dæmi um t.d. í tengslum við leiktækjasalina, skapar hann sinn eigin kúltúr sem dregur að sér fleiri ístöðulitla unglinga með þeim formerkjum að aðeins skuli lifa lífinu frá degi til dags. Þetta á að sjálfsögðu aðeins við hluta af þeim hópi sem sæk- ir afþreyingarstaði eins og leiktækja- sali en þetta er samt stórt vandamál. Þróun sem þessi kallar á sérhæfðar starfsaðferðir og aðrar en hefðbundið æskulýðsstarf byggir á. Æskulýðsráð hefur brugðist við með því að auka og efla þá starfsþætti sem kalla má fyrir- byggjandi starf. Við allar félagsmið- stöðvarnar er starfrækt klúbbastarf eða hópstarf sem hefur það markmið að gefa unglingunum tækifæri til að eyða sínum frístundum í því umhverfi og við þau Verkefni sem þeir sjálfir kjósa sér. Þannig er reynt að nálgast unglingana á þeirra eigin forsendum og hafa áhrif á þá félagslega og uppeld- islega. Að okkar mati hefur sýnt sig að hóp- starfið með hæfum leiðbeinendum er lang áhrifaríkast. I tengslum við hverja félagsmiðstöð er unnið að upp- byggingu svokallaðs leitarstarfs sem unnið er úti í hverfinu og á þeim stöð- um þar sem unglingarnir safnast sam- an. Markmiðið með þessu starfi er að virkja þá unglinga sem lítið eða ekkert sækja félagsmiðstöðina og fá gleggri mynd af ástandi unglingamála í hverf- inu. Af öðrum verkefnum sem æskulýðs- ráð vinnur að til að ná til þessa áhættu- hóps má til dæmis nefna vinnuhópa unglinga sem munu starfa við Felia- helli og Tónabæ næsta sumar, sérstakt átak í vímuefnafræðslu, skipulagða útivist og ferðalög með hópa, aukið samstarf við aðrar stofnanir og með- ferðaraðila og aukna fræðslu starfs- fólks. Að lokum vil ég segja að umræða um unglingamál almennt á ekki og má ekki einkennast af því að unglingarséu óargadýr, þeir eru fólk. í hópi þeirra eru mjög sterkir kraftar ekki síst í áhættuhópunum, sem við eigum að virkja og skapa unglingum skilyrði til að fá útrás fyrir á heilbrigðan hátt. Kristján Sigurðsson Sumum leiktœkjasölum œtti að loka Kristján Sigurðsson forstöðumað- ur Unglingaheimilis ríkisins í Kóp- avogi: Skapa leiktækjasalirnirfé- lagsleg vandamál meðal unglinga borgarinnar? Já, sumir leiktækjasalirnir eru að mínu áliti vandamál í félagslífi ung- linga í borginni. Það eru þó ekki leik- tækin út af fyrir sig sem skapa vand- ann, - þetta eru bara skemmtileg tæki sem unglingarnir geta haft gaman af. Vandinn er hins vegar sá að þarna er stofnað til samkoma unglinga án þess að eðlileg stjóm sé höfð á þessum stöðum og án þess að fyrir hendi sé það öryggi sem unglingarnir hafa þörf fyrir. Unglingar þurfa alltaf vissa stjórn eða eftirlit. Þessir staðir eru líka mismunandi vel upplýstir, þarna eru meira og minna dimm skot, og þarna hefur án efa verið um neyslu áfengis að ræða og annarra vímuefna að ég held. Annars eru leiktækjasalirnir mjög mismunandi, og það er vegna þess að þeim er mismunandi stjórnað. Ák- veðnir staðir eru þannig reknir að þeim ætti að loka að mínu áliti. Fá krakkarnir spilafíkn af því að sækja þessa staði? Já, ég býst við að sumir geti fengið hana, en krakkarnir sækja þó fyrst og fremst vegna félagsskaparins. Ég tel hins vegar að leiktækin sem slík séu ekkert höfuðvandamál, það er hins vegar félagaslífið sem skapast í kring- um þau, og það stafar fyrst og fremst af stjórnunarleysi. Hvað fínnst þér að ætti að gera í þessu máli? Ég veit að þeir sem til þekkja gera mikinn greinarmun á stöðunum og ég tel að það ætti einfaldlega að loka þeim stöðum þar sem ekki er um eðli- lega stjórnun að ræða. Spurningin er hins vegar hver eigi að bera ábyrgð á þessu, því það er eins og allir vilji skjóta sér undan henni. Það er enginn vafi á því að stöðum þar sem engin stjórn ríkir, magnast upp félagsleg vandamál, og slíkum stöðum væri bet- ur lokað en hafa þá opna. Auðvitað þyrfti þá eitthvað að koma í staðinn, en það er þó skárri kostur að loka en að láta þetta þróast áfram. Ætti borgin að standa fyrir þeirri starfsemi sem koma þarf í staðinn fyrir leiktækjasalina? Ekki endilega. Ég er ekki á móti einkarekstri á þessu sviði og tel reyndar að Æskulýðsráð valdi því ekki að sinna öllum þeim þörfum sem upp- fylla þarf í þessu sambandi. Ég held að borgin ætti að hjálpa einstaklingum í þessu. Vandinn er fólginn í því að hjálpa þeim krökkum félagslega sem ekki passa inn í jafnaldraflokkinn. Ég held að það séu tiltölulega fá börn sem lenda illa að þau einangrist eða detti úr félagsskapnum, en þau eru of mörg engu að síður. Önnur hlið vandans er svo sú að sú unglingamenning sem fær að þróast án stjórnunar og eftirlits verður ekki til góðs, því hún fer á skjön við fullorðinsmenningu og nær aldrei að aðlagast henni. ólg. Sunnudagur 24. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN - S(ÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.