Þjóðviljinn - 24.03.1985, Side 11

Þjóðviljinn - 24.03.1985, Side 11
Dönsk ungmenni taka auð hús traustataki - og lenda í útistöðum við lögreglu og kerfiskalla Gestur Guðmundsson skrifar frá Danmörku Ljósmyndir: Haraldur Örn Jónsson Ertu íhúsnœðisleit?Áttu eng- an hundraðþúsundkall að snara út í útborgun? Því síður efni á að kaupa svo mikið sem ósamþykkta kjallara- íbúð? Láttu ekki hugfallast, heldur leitaðu uppi slatta af fólki sem eins er ástatt fyrir. Röltið um bœinn þangað til þið finnið tómt húsnœði, kannski aflóga skrifstofu- eða verksmiðjuhúsnœði, og flýtið ykkur að flytja inn í það áður en einhver braskarinn hefur breytt þvf í rándýrar eignaríbúðir. Takið hús! Ger- ist hústakar! Hústaka er vitaskuld ekki svona einfalt mál. Að öllum lík- indum kemur brátt einhver eigandi í ljós og lætur lögregluna henda ykkur út. En haldið ótrauð áfram. Þið vekið athygli á vand- amálinu, takið þátt í að þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir og kann- ski verðið þið að lokum látin í friði í einhverjum húsum sem þið hafið tekið. Slíkera.m.k. reynsla hústaka í Vestur-Evrópu. Tökum hús ó Evrópu! Hústökur eru ekki nýtt fyrir- brigði. Á hippaárunum bar nokk- uð á þeim. Þá voru þær oft pólit- ískar aðgerðir, til að vekja athygli á því að verið var að tæma og rífa fullnýtanleg hús, til þess að hægt yrði að reisa arðvænlegri stórhýsi á sömu lóðum. Um 1980 fór svo faraldur um alla Vestur-Evrópu. f fjölmörgum stórborgum mynd- uðust hreyfingar hústaka, sem þróuðu ekki bara með sér ákveð- inn stíl við hústökur og lögreglu- bardaga, heldur urðu kjarninn í nýrri æskulýðsmenningu stór- borganna. Hústökur eru samof- nar sögu „no future” kynslóðar- innar, rétt eins og pönktónlist, atvinnuleysi, anarkí. vonleysi, dóp og villt málverk. I helstu ork- umiðstöð þessarar menningar, Vestur-Berlín,- varð framsókn hústakahreyfingarinnar mikil lyftistöng þeirri sköpunargleði, sem braust fram í villta málverk- inu, nýjum tónlistarstraumum og kraftmiklu lífi nýju sambýlanna og kaffihúsanna sem spruttu fram í „frelsuðum” húsum Kreuzberg-hverfisins. í Amster- dam fengu hústakar nafnið „Kra- aker”, þar sem líkt er eftir því hljóði sem kemur þegar kúbein spennir upp dyr sem negldar hafa verið aftur. Vegna framsækinnar húsnæðislöggjafar þar um slóðir, en hún bannar m.a. að láta hús standa tóm, hafa „kraaker”arnir getað setið um kyrrt og fengið leigusamninga í allmörgum hús- um, þeir eru nú orðnir ein helsta miðstöð æskulýðs- og utangarðs- menningar borgarinnar; ný kyn- slóð hefur tekið við af próvóum og hippum sem forystuafl skap- andi borgarmenningar. Hústökum í Vestur-Berlín tókst ekki jafn vel að festa sig í sessi (fyrir utan villtu málarana og einstaka tónlistarmenn sem fylla raðir alþjóðlegs þotu- gengis). Nýr hægri meirihluti borgarstjórnar gekk rösklega til verks að þýskum sið og lét lög- regluna tæma flest þau hús sem tekin höfðu verið. Örfáir fengu húsaleigusamning, en enn á ný ráfa pönkararnir um borgina eins og hrædd dýr á veiðitímanum. Svipaða sögu er að segja um flest- ar evrópskar stórborgir. í gósen- landi smáborgaralegra lifnaðar- hátta, Sviss, hafði það gerst fyrir hálfum áratug að skyndiiega spruttu fram þúsundir tötralegra ungmenna, tóku hús, korhu upp æskulýðshöllum og fóru í mót- mælahópum um götur. Slíkt varð vitaskuld ekki þolað, og hin hreinlætisóða yfirstétt Sviss sóp- aði þessu vandamáli undir gólf- teppið með öllum hinum. Með barsmíðum og niðurrifi þröngv- uðu yfirvöld tötrughypjunum aft- ur niður í jörðina. Danir fara á stjá Nýja hústakahreyfingin hófst í Danmörku 1981 með „frum- kvæðishópi um æskulýðshús”. „Ini’tivgruppen” settist að í hverju tóma verksmiðjuhúsinu á fætur öðru, en var fleygt jafn- harðan út. Hópurinn stækkaði og efldist að samheldni, og þegar hann fékk frið í nokkurn tíma í gömlu nunnuklaustri, kom í ljós að þátttakendur vantaði ekki bara félagsmiðstöð, heldur jafn- framt húsnæði og ungmennin reyndu að koma sér fyrir í klefum nunnanna. Að lokum urðu hús- takarnir að hverfa þaðan og um skeið skiptist baráttan og hópur- inn á tvær vígstöðvar - íbúðar- húsnæði og félagsmiðstöð. Um þessar mundir voru heilu hverfin á Norðurbrú rifin niður og hús- takarnir settust að í heillegustu húsunum, sem rífa átti. Þar tókst þeim að vera í hálft ár, en einn morgun mættu nokkur hundruð lögregluþjóna á Norðurbrú, íbú- arnir flúðu í gegnum jarðgöng sem þeir höfðu grafið, og um kvöldið var búið að rífa þau þrjú hús, sem hústakarnir höfðu ráðið yfir. Þessi tími var hins vegar dýr- mæt reynsla fyrir hústakana. Þeir prófuðu sig áfram, hvernig þeir vildu búa, lærðu ótal hluti um standsetningu húsa - að ein- angra, tengja leiðslur, flytja veggi, smíða innréttingar o.s.frv. - og meðal þeirra myndaðist sterk samstaða. Vorið 1983 tókst þeim að herja aflóga félagshei- mili út úr borgaryfirvöldum, til að gera þar æskulýðsheimili sem lyti að öllu leyti stjórn þátttak- enda. Hústakarnir unnu mikið að því að gera húsið upp og um leið höfðu þeir eignast miðstöð, þar sem menning þeirra gat blóm- strað og þau gátu skipulagt nýjar hústökur. Hvað er Ungbo? Hústökum hefur aldrei linnt lengi í senn. Síðustu árin hafa hú- stakar æ oftar komist í tæri við fyrirtæki, sem ætlað er að leysa húsnæðisvanda æskufólks og heitir Ungbo. Þeir hertóku nokk- ur hús, sem Ungbo hafði keypt og kröfðust þess að unga fólkið fengi sjálft að innrétta þau. Þaðan var þeim hent út, en síðan gerðist það að Ungbo keypti tvö hús sem hústakarnir höfðu sest að í. Þeim hafði verið hent út úr öðru, Gyld- enlövesgade 12, en sátu, og sitja enn, sem fastast að Ryesgade 58. Ungbo er sjálfseignastofnun á vegum hins opinbera og hefur það verkefni að bjóða ungu fólki leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði, og rekur auk þess félags- miðstöðvar. Það húsnæði sem Ungbo býður upp á, eru lík stúd- entagörðum, þ.e. einstaklings- herbergi, með aðgangi að eldhúsi og baði. Herbergin eru jafnan lítil, 10—15 m2, leiga er allhá eða um 800 danskar krónur á mánuði (ca. 3 þús. ísl.), og tilviljun ræður, hverjir búa saman á gangi og deila eldhúsi og baði. Hústak- arnir eru orðnir vanir allt öðru sambýlisformi, þar sem heimilið er meira en skápur þar sem þú getur látið þér leiðast. Þeir eru vanir því að eiga líf sitt, bæði vinnu og hvíld, á heimilinu - búa með sambýlissniði, veljast sjálf saman og vinna sameiginlega að innréttingu húsnæðisins og öðr- 3» Til að komast inn þarf maður fyrst að fara á bakvið húsið... ... og síðan upp brattan járnstiga upp á aðra hæð. um verkefnum. Auk þess eru þau upp til hópa atvinnulaus og fjár- vana, svo að herbergi Ungbos eru þeim lítt fýsilegur kostur. Með því að taka hús Ungbos voru hústakarnir öðrum þræði að vekja athygli á því, að æskan var alls ekki með í ráðum við aðgerð- ir í húsnæðismálum sínum - og að niðurstaðan var eftir því. Ungbo brást heldur ekki betur við þess- um hústökum en hverjir aðrir braskarar; þeir létu lögregluna henda hústökum út um leið og til þeirra spurðist. Þetta sætti hins vegar gagnrýni margra og í árs- byrjun 1984 söðlaði fyrirtækið um - í orði kveðnu. Það keypti hús, sem hústakarnir höfðu tekið minnst 10 sinnum og misst jafnoft og hófu samningaumleitanir við þá um að gera húsið upp og reka það með þátttöku hústakanna. Ungbo setti það skilyrði að hús- takarnir héldu sér frá húsinu á meðan samningar stæðu yfir. Skömmu síðar keypti fyrirtækið svo annað hús, þar sem hústak- arnir voru búnir að koma sér fyrir og óskuðu enn eftir samstarfi. Að þessu sinni neituðu hústakarnir að hleypa stjórn Ungbo og arkit- ektum þeirra inn í húsið, fyrr en búið væri að semja um að íbúarn- ir réðu sjálfir hvernig húsið yrði innréttað og sæju sjálfir um að gera það. í þessari biðstöðu hafa málin verið í rúmt ár. Ólíkir heimar Þrátt fyrir ótal samningafundi í rúmt ár, hafa Ungbo og hústakar ekki færst nær hvort öðru. Öðr- um megin við samningaborðið sitja gamalreyndir sósíaldemó- kratískir kerfískallar. Þeir eru vanir því að fara með miðstýrt vald, kunna vel skil á þeim frum- skógi laga og reglna sem gilda um húsnæðismál, og hafa ekki hug- myndaflug til að víkja frá laga- bókstafnum. Þeir hafa rokháar tekjur, búa í stórum einbýlishús- um og verja deginum á stjórna- og nefndafundum, sífellt að taka ákvarðanir um það, hvað öðrum er fyrir bestu. Hinum megin sítur hópur ungs fólks, sem ber næsta litla virðingu fyrir skrifræði og valdi en hefur einfaldar kröfur til lífsins: þau vilja ráða sínu nánasta umhverfi sjálf; veljast saman í hópa sem innrétta niðurnídd hús- in með sambýlissniði og síðan vilja þau ráða rekstri húsanna sjálf með beinu lýðræði. Þau eru flest atvinnulaus og lifa á félags- legri aðstoð, sem jafngildir ca. hálfum Iðjutaxta; en þrátt fyrir kröpp kjör, er frami á vinnu- markaði þeim lítt fýsilegur kost- ur. „Hvers vegna ætti ég að fara í langt nám, þegar ég veit að ég verð atvlnnulaus að því loknu? Ég get alveg eins byrjað strax á því að læra að vera atvinnulaus.” Það er erfitt að fá þessa tvo heima til að mætast, hvað þá að læra hvor af öðrum eða verða sammála um eitt eða neitt. Ég var svo heppinn að komast inn á einn samningafund. Að þessu sinni voru ekki bara mættir fulltrúar hústaka, heldur nokkrir tugir þeirra og það var lær- dómsríkt að verða vitni að á- rekstri tveggja heima. Kratísku kerfiskallarnir töluðu tungu valda og laga, í eins konar krat- ískum kansellístfl: „Jeg má kon- statere at forholdene i huset má lovliggöres og bringes i overens- stemmelse med normal-' vedtægten, fpr der kan blive tale om regulære fremskridt hvad angár arbejdet omkring istand- sættelse af huset.” Á hinn bóginn stóð hópur ungs fólks sem talaði beint frá hjartanu og af algeru virðingarleysi fyrir öllum yfir- völdum: „I okkar augum snýst málið ekki bara um að fá þak yfir höfuðið. í gegnum baráttu und- anfarinna ára höfum við komist að því hvernig við viljum lifa. Við viljum vera saman. Við viljum fá að ráða fram úr málum okkar í sameiningu og án íhlutunar ein- hverra valdhafa. Við viljum að það sé samhengi í lífi okkar - h var og hvernig við vinnum, búum og njótum frístunda, og við getum fengið slíkt samhengi með því að fá þetta hús til umráða.” Hústak- arnir höfðu mjög sterkt tromp á hendi, þar sem Ungbo hafði feng- ið fjárveitingu til endurbóta á umræddu húsi frá þróunarstofn- un byggingariðnaðarins, með því skilyrði að gerðar yrðu tilraunir með að láta íbúana bæði ráða og framkvæma endurbætur og rekstur húsanna. Krafa Ungbos um að farið sé í einu og öllu að lögum og reglum, brýtur í bága við skilyrði fjárveitingarinnar, sem kveða á um að gera skuli undantekningu frá lögum, regl- um og venjum. Á þessum fundi mættust tveir ólíkir reynsluheimar. Hústakarn- ir töluðu tæpitungulaust og köll- uðu viðmælendur sína valdasjúka kerfiskalla, sem ekki vissu hvern- ig það er að vera ungur nú á dögum. Kerfiskallarnir voru kurteisir á yfirborðinu, en héldu fast í valdsmannslegt tungutak og settu óbeint fram grófar hótanir: ef hústakarnir mökkuðu ekki rétt, yrði þeim líka hent út úr hinu húsinu. Húsið sem rætt var um á þess- Sambýli er á hverri hæð, og í flestum þeirra hafa verið innréttuð stór og vistleg eldhús. Upp eftir öllum stigagöngum eru hin margvíslegustu listaverk máluð beint á vegginn. um fundi, Gyldenlövesgade 12, stendur enn tómt og lítið hefur verið gert til að endurbæta það. I hinu húsinu, Ryesgade 58, sitja um 70 hústakar hins vegar sem fastast og vinna reyndar stöðugt að því að betrumbæta það, án þess að hafa fengið nokkurn styrk eða lán til þess arna. Hvernig búa hústakar? Að utan líkist Ryesgade 58 rammgerðu virki. Aðaldyrnar eru negldar rammlega aftur, svo og allir gluggar í kjallara og á 1. hæð. Til að komast inn þarf mað- ur fyrst að fara á bak við húsið og síðan upp brattan járnstiga upp á aðra hæð, þ.e. ef sá hústaki sem er á vakt, vill hleypa manni inn. Þegar inn er komið, blasa við langir gangar, en að þeim lá áður fjöldi smáíbúða. Nú hefur þeim verið slegið saman, svo að sam- býli er á hverri hæð og í flestum þeirra hafa verið innréttuð stór og vistleg eldhús. Hústakarnir eru stoltir þegar þeir sýna gestum snyrtilegt baðherbergi, en það hafa þeir innréttað sjálfir eins og annað í húsinu og má það teljast gott af ungmennum, sem fæst þekkja launavinnu mikið meira en af afspurn. Þegar mig og ljós- myndarann bar að garði, sat stór hópur í einu eldhúsinu. Hópur nýrra hústaka frá Hróarskeldu var að þiggja morgunkaffi, góð ráð og verkfæri frá nokkrum reyndum hústökum. Okkur var boðið upp á kaffi, en bannað að mynda hópinn, því að talið er víst að Kaupmannahafnarlögreglan athugi slfkar myndir vandlega, jafnvel þótt þær birtist í íslensku dagblaði. Hér og þar um húsið var fólk að störfum við að smíða, einangra eða mála, en aðrir sátu yfir te- bolla eða sinntu eldhússtörfum. Ca. helmingur íbúanna var utan- húss, einstaka menn í skóla eða vinnu, en flestir annað hvort á félagsmálastofnunum eða að leita að nothæfu timbri þar sem verið er að rífa hús. Herbergín eru sosum ekki frá- brugðin því sem gerist meðal jafnaldra í „löglegum” húsum í Kaupmannahöfn, en gangarnir eru hins vegar öllu litskrúðugri og upp eftir öllum stigagöngum eru hin margvíslegustu listaverk, oft tengd sögu hústakahreyfingar- innar, máluð beint á vegginn. Annað aðalheimili hústakanna er æskulýðshúsið, sem áður er nefnt. Þar er opið kaffihús alla daga, á kvöldin eru sýndar kvik- myndir eða hljómsveitir troða upp (Kukl spilaði þar í haust). Leikhópur er starfandi og sitt- hvað fleira brallað. Þátttakendur sjálfir sjá um rekstur hússins að öllu leyti og hafa gert miklar endurbætur á því. Virðist það allt ganga vel og reynslan bæði þaðan og af Ryesgade 58 ætti að vera sú, að þessu unga fólki er treystandi til að sjá um mál sín sjálft, án föðurlegrar umsjónar kerfiskall- anna. Reyndar hafa hústakarnir sett upp nokkur reikningsdæmi, þar sem sýnt er fram á að þeir geta gert húsin upp jafn vel og mun ódýrar en verktakar. Auk þess fylgir sá sparnaður, að á meðan sleppa yfirvöld við að veita þátt- takendum félagslega aðstoð og kosta rándýra atvinnubótavinnu eða „vinnuþjálfun”. Þó verður það vart metið til fjár, hversu haldbetri sú verkþjálfun er, sem hústakarnir fá við að innrétta húsnæði handa sjálfum sér, en sú kleppsvinna sem hið opinbera býður að jafnaði upp á. Hústak- arnir eru því í raun ekki að krefj- ast peninga, heldur að bjóðast til að spara opinberum aðilum stór- fé. Hins vegar vilja þeir að kerfis- kallarnir afsali sér ofurlitlu af völdum sínum og þar stendur hnífurinn í kúnni. Kaupmannahöfn í mars 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.