Þjóðviljinn - 24.03.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.03.1985, Blaðsíða 7
lamenn snúi vöm í sókn ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 lýðshreyfing getur náð. Árangur erfiðrar verkfallsbaráttu er ein- faldlega tekinn til baka næsta dag af stjórnvöldum, eins og dæmin sanna, - síðast B. S. R. B. verkf all- ið, og svo mun verða meðan full- trúar fjármálavaldsins, „frjáls- hyggjunnar” og hinna óheftu markaðslögmála hafa undirtökin í stjórnarráðinu og í miðstöðvum efnahagslífsins. -En hvers konar ríkisstjórn tel- ur þú þá, að helst gæti breytt þessu ástandi? -Það er nú kannski ekki mitt að segja til um það, því eins og þú veist, þá gegni ég ekki lengur neinu sérstöku hlutverki á hinu pólitíska leiksviði. Hitt er annað mál, að maður kemst samt ekki hj á því að sj á og heyra, og fyrst þú spyrð skal ég ekki skorast undan að svara, þó það svar sé aðeins persónulegt. Mér sýnist, að núverandi flokkakerfi endurspegli aðeins að mjög takmörkuðu leyti þær miklu hagsmunaandstæður, sem því miður hafa verið að magnast stórlega í okkar þjóðfélagi, og máske enn síður þær hugmynda- legu andstæður, sem fyrir hendi eru. Andstæðurnar milli verslun- arauðmagns og framleiðsluauð- magns koma t.d. hvergi skýrt fram í flokkakerfinu. Þeir sem snúast vilja til varnar og sóknar fyrir lífi byggðarlaganna vítt um landið eru dreifðir á ýmsa stjórnmálaflokka, svo sem út af fyrir sig er eðlilegt, - en flokka- kerfið kemur alloft í veg fyrir það, að þeir nái saman þegar mest á ríður, nái vopnum sínum. Ríkisstjórn landsbyggðarinnar og launafólksins Ég held, að eins og nú horfir verði hér engin ríkisstjóm mynd- uð, sem dugir, nema að henni standi þeir meginaðilar, sem nú- verandi stjórnarstefna hefur leikið verst. Við vitum hvaða að- ilar þetta eru. Það er launafólkið í landinu, og þá einkum láglauna- fólkið, sem ekkert hefur nema bera kauptaxtana, það eru fram- leiðsluatvinnuvegirnir, og þar er sjávarútvegurinn sterkasta aflið, og það eru framleiðslubyggðar- lögin um allt land, sem verið er að brjóta niður. - Þú spyrð, hvort ég sé að tala um samstjórn við Sjálfstæðis- flokkinn. Svo er ekki. Núverandi ráða- menn Sjálfstæðisflokksins hafa vitandi vits, ásamt Steingrími Hermannssyni, rekið þá leiftur- sóknarpólitík gegn lífskjörum al- mennings og gegn framleiðsluat- vinnuvegunum, sem við nú súp- um seyðið af. Ég sagði vitandi vits, en tek fram, að máske hafa þó einhverjir í valdahópnum ver- ið með bundið fyrir augun, - varla þó sjálfur forsætisráðherr- ann! - Hitt er svo annað mál að ýms- ir þeir sem gætu verið efni í góða pólitíska fulltrúa sjávarútvegsins og annarra framieiðsluatvinnu- vega eru enn tengdir Sjálfstæðis- flokknum, og sú liðssveit þarf auðvitað með einhverju móti að ná vopnum sínum áður en allt er um seinan. Eins og mál horfa má ekki einblína á flokkakerfið. Nauðsynlegt kann að reynast að víkja því að einhverju leyti til hliðar, a.m.k. um sinn. Ég get ekki trúað á það sem vænlegan möguleika, að núverandi stjórn- arandstöðuflokkar, fjórir að tölu, stefni á sameiginlega valda- töku í landinu, - og þá væntan- lega undir forsæti núverandi for- manns Alþýðuflokksins. Mér sýnist líka að nær allt sem heyrist frá flokki eins og Bandalagi jafn- aðarmanna sé í nákvæmlega sama dúr og boðskapur hinna ólmustu markaðshyggjupostula í Sjálfstæðisflokknum. Þetta er ekkert „félagshyggjufólk” eða jafnaðarmenn, og Jón minn Hannibalsson er það ekki heldur þótt gaman sé að sjá hann leika listir sínar í hinu pólitíska fjöl- leikahúsi, og ég hafi til hans góð- ar taugar frá æskuárum. Tveir kostir -Við eigum að halda okkur við jörðina og raunveruleikann. Sé litið fram á veg, þá tel ég fyrst og fremst að fólk hafi um tvo kosti að velja varðandi nýja ríkis- stjórn. Annar kosturinn er auðvitað sá, að kjósendur kalli yfir sig samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins, nýja „viðreisn- arstjórn”, sem hér kynni þá að sitja býsna lengi, því ágreinings- efnin eru ekki mörg milli Þor- steins Pálssonar og Jóns B. Hannibalssonar. Þó ekki sé tóm til þess hér væri auðvelt að leiða fram mörg rök fyrir því, að ein- mitt slík ríkisstjórn yrði verri fyrir framleiðsluatvinnuvegina, held- ur en sú sem nú situr, verri fyrir landsbyggðina og síst betri fyrir allt almennt launafólk í landinu. Hinn valkosturinn, og sá sem þarf að tryggja, er svo auðvitað sá að þeir pólitísku fulltrúar, sem sterkust tengsl hafa við verka- lýðshreyfinguna, við framleiðslu- atvinnuvegina og ætla sér að berj- ast fyrir lífi og tilveru byggðarlag- anna hringinn í kringum landið taki höndum saman, - innan eða utan núverandi flokkakerfis, og snúi hjólunum við, snúi veikri vörn í sterka sókn. - Það er þennan valkost sem þarf að skapa og tryggja honum nægilegt fylgi fyrir þær alþingis- kosningar, sem fram munu fara áður en langt um líður. Þetta er langsamlega brýnasta pólitíska verkefnið. Að því ættu menn að snúa sér. En hér þarf líka að muna vel, að enginn árangur mun nást, nema menn séu reiðubúnir til að snúa sér að verslunarauð- valdinu í landinu með álíka hörku og núverandi rikisstjórn hefur beitt í fjármagnsflutningum sín- um frá launafólkinu, landsbyggð- inni og framleiðsluatvinnuvegun- um og til peningafurstanna í braskinu. Það þarf að snúa fjármagnsstraumnum við, og fá skýrt umboð hjá þjóðinni til þess. Borgríki kaupahéðna, eða byggð í íslensku þjóðríki Við sem á undanförnum árum höfum starfað í Alþýðubandalag- inu höfum flest gert það vegna þess, að við höfum viljað auka jöfnuð og jafnrétti í þjóðfélaginu og við höfum viljað sjá blómstr- andi efnahagslegt og pólitískt sjálfstæði þjóðarinnar. - Myndun næstu ríkisstjórnar mun skera úr um allar þróunar- línur okkar íslenska þjóðfélags á komandi árum, - ekkí ólíklega um langa framtíð. Ef draumur hinna „frelsuðu” postula mark- aðshyggjunnar um varanleg undirtök í Sjálfstæðisflokknum og síðan samstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins nær að rætast, þá verður kátt í höllum verslunarauðmagnsins. Þá mun enn vaxa hættan á þeirri geigvæn- legu þróun að ísland breytist í borgríki þar sem útvalin sveit nokkurra eiginhagsmunaseggja og kaupahéðna fer í raun með öll efnahagsleg og pólitísk völd í bandalagi við erlent auðmagn og með velþóknun þess erlenda her- veldis, sem hér heldur uppi eftir- liti. Við þessar aðstæður er þörfin brýn fyrir annan sæmilega raun- hæfan pólitískan valkost og það bandalag launafólks og fram- leiðsluaflanna, sem ég hef leyft mér að benda á. Við skulum ekki gera ísland að eins konar Singapore eða Hong Kong, því á siíkum stöðum verða spurningar um jafnrétti eða sjálf- stæði aðeins fáránlegar. Þar ríkir auðmagnið eitt. -6g • * Ford Fiesta er vandaður og rúmgóður bíll með nýtiskulegt útlit. Hann er framdrifinn og býður upp á góða aksturseiginleika. Góð þjónusta og lítill rekstrarkostnaður hafa haldið Ford Fiesta í hærra endursöluverði en þekkist um sambærilega bíla hér á landi. Nú bjóðum við hinn sívinsæla Ford Fiesta á verði sem erfitt er að líta framnjá. Aðeins kr. 289.000.- SVEINN EGILSSON HF. Skeifan 17 Sími: 685100

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.