Þjóðviljinn - 24.03.1985, Blaðsíða 20
Danskir
snúa heim
eftir hólfa
fjórðu öld
21 Dani er nú á leið til
Kaupmannahafnar eftir að hafa
dvalið fjarri ættlandinu í 350 ár.
Hér er um að ræða hvalveiði-
menn sem verið hafa í frosinni
jörð á Svalbarða frá því um 1600.
Á árunum 1619 til 1660 stunduðu
Danir hvalveiðar á þessum slóð-
um. Ýmiss klæðnaður þeirra hef-
ur varðveist furðu vel og er þessi
fundur fornleifafræðingum mikill
happafengur.
Fíll til sölu
Nú er hægt að kaupa fíl. Stykk-
ið kostar 25 þúsund dali og það
eru Indónesar sem vilja selja.
Ástæða þess er sú, að talið er að
of margir fflar séu í landinu, og
þeir eyðileggja mjög fyrir bænd-
um búandi gróður jarðar.
Vitamin-E-Kapsetn
iL hochdosiert ff
Swwt-iw
■ ■ ' ■ .
íaliá
aktiver
Zell-Schutz
Bætiefnatrúin:
Er gagnslaust
að éta E-vítamfn?
Mannfólkið er jafnan ó þönum
effir einhverju nýju undralyfi eða
hollefnum sem verði sem flestra
meina bót. E-vítamín hefur um
tíma verið mjög f tfsku - það hefur
verið auglýst bœði sem kynlífs-
bœtandi og aflstyrkjandi heilsu-
bót. En líkur benda reyndartil þess,
að þótt nauðsynlegt sé að hafa
E-vitamín í kroppnum þó komi
mikil neysla þess aðeins lyfsölun-
um sjólfum að haldi.
Til dæmis um vaxandi vinsældir vít-
amínsins má nefna að í Vestur-
Þýskalandi voru árið 1981 seld hylki og
pillur með E-vítamíni fyrir fjórar milj-
ónir marka en í fyrra var veltan í þessu
eina vítamíni orðin 160 miljónir marka
og var á hraðri uppleið.
Nú er vitað mál, að enginn sem nærist
með eðlilegum hætti þarf að óttast skort
á þessu vítamíni. Slíkur skortur kemur
hinsvegar upp ef veikindi af ýmsu tagi
trufla meltingu fitu.
Sölumenn og áróðursmenn aðrir sem
halda á lofti E-vítamíni mæla svo með
heljarmiklum skömmtum af því, kann-
ski 300, 600 eða 100 mgr. á dag. Slíkur
skammtur á að hressa upp á starfsgetuna
svo um munar - ein auglýsingin sýnir
einmitt svona fimmtugan karl snara sér
galvöskum yfir hindrun. Því er og lofað
að aukaverkanir séu engar. Nú þykja
þeim sem hafa lagt stund á rannsóknir á
þessu vítamíni í langan tíma sem mörgu
sé logið um jákvæð áhrif þess. Og benda
á það, að það hafi orðið að hætta tilraun-
um með að gefa mönnum 800 mgr. dag-
skammt af því, vegna þess að til ákveð-
innar vítamíneitrunar kom með höfuð-
verkjum og slappleika. (byggt , Spiegel)
Höfum opnað nýja skóverslun.
15% afsláttur af öllum skóm
ATH. AÐEINS TIL ÞRIÐJUDAGS!
2
>
AUSTURSTRÆTIÍO
SIMI 27211