Þjóðviljinn - 24.03.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.03.1985, Blaðsíða 5
Björk, Tryggur, Abdou Menn kvöldsins Hljómleikarnir Hvítur úlfur fóru fram án Frakkanna sem þeir voru skírðir í höfuðið á. Tromm- arinn var sagður hafa fengið taugaáfall á flugvellinum rétt áður en hann, ásamt félögum sín- um í Etron Fou Leloublanc, steig um borð í vélina sem flytja átti þá til íslands. Þrátt fyrir það voru hljómleikarnir góðir í heild, sér- staklega fyrsti þátturinn sem var hreint út sagt frábær. Þar leiddu þau saman hæfileika sína Björk Guðmundsdóttir og Sigtryggur Baldursson úr Kukli og nutu að- stoðar ásláttarmannsins Abdous. Þau Björk og Sigtryggur fóru á kostum. Sigtryggur barði bumb- ur ýmiss konar af sinni alkunnu snilld, auk þess sem hann notaði raddbönd sín og varir líflega. Björk hef ég aldrei séð njóta sín jafn vel í músik, og hefur hún þó margt vel gert. Meðfylgjandi mynd tókE.Ól. af Björk og Hildi móður hennar eftir hina glæsi- legu frammistöðu Bjarkar & Co. í Safarí á fimmtudagskvöld. A. Svefnleysi fylgir heimskautamyrkri Fólk sem býr fyrir norðan heimskautsbaug og lifir því tvo-þrjá sólarlausa mánuði á veturna, þjáist mjög oft af svefnleysi. Ástæðan er sú, að skortur á sólarbirtu truflar hormónakerfi líkamans. Svefnleysinu fylgir oft mikið þunglyndi og slappleiki á dag- inn. Læknar í Tromsö í Noregi hafa að undanförnu unnið að því að rannsaka þetta fyrirbæri, en Tromsö, sem hefur um 50 þús- undir íbúa, er einhver stærsta heimskautanæturbyggð í heimi. Sérfræðingarnir norsku telja, að svefnleysið stafi af skorti á horm- óna sem nefnist metatonin, en framleiðsla á honum í heilanum er háð því ljósi sem mannsaugað tekur við. Metatonin aðstoðar líkamann við að slaka á, hvíla sig og sofna. Nú er reynt að búa til markviss- ar aðferðir til að hjálpa mönnum yfir heimskautanóttina með ljós- gjöf, með því að hressa líkamann við með „gervisólaruppkomu“. Á svefnrannsóknastofunni í Tromsö: það vantar slökunarhormónann. Palme með boltann Þetta er Olof Palme forsætis- ráðherra Svíþjóðar að spila fót- bolta í fyrsta sinn á ævinni. And- stæðingar eru ekki fyrir hendi en samráðherrar og borgaryfirvöld í Sölvesborg horfa á. Tilefnið var það, að knattspyrnufélagið Mjállby átti afmæli og hafði not- að tækifærið til að biðja Palme um að þiggja nafnbót heiðursfé- laga. Sunnudagur 26. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA Þau eiga aö fermast íár 5 Þeirra bfður frekara nám og starf. Þetta er oft á tíðum löng leið og torsótt. Það skiptir þvf máli að þau séu vel búin til fararinnar. Eitt af þvf sem þeim er nauðsynlegt að hafa f fartesklnu er aöiufuð ensk-tslensk ordabók því enska er alþjóðlegt tungumál sem gegnlr mikilvægara hlutverki í samsklptum manna, menntun og störfum en nokkur önnur tunga samtfmans. Af þessu tilefni vil|um vlð draga athygli foreidra og forráðamanna unglinga að hinni nýju ensk-íslensku oröabók fyrirtækisins sem kom út fyrir sfðustu jól. Við þorum að mæla með henni sem nytsamlegri og skemmtilegri gjöf. Hún hefur hlotið meðmæli málsmetandi manna. Þannig kemst t.d. Heimir Pálsson að orði í Heigarpósti: „Sumar bækur eru þann oeg vaxnar að maður tárast af gleðl vlð aO handfjalla þær. Etn slikra bóka er Ensk-íslenska oröabókln þelrra Sörens, Jóhanns og Örlygs. AstæOur táranna eru þijár: í fyrsta lagl erbókln stórfenglega vónduö. í öðru lagl bætlr hún úr mjög alvarlegri þörf. Og í þriðja lagl er útgáfan svo séríslenskt fyrirbæri að mann skortlr ÖU orð tll að lýsa þvL" BÓKAÚTGÁFAN ÖRN St ÖRLYGUR Síðumúla 11, sími 84866 Qunnlaugur Astgeirsson segir f sama blaði þar sem hann Qallar ■l)m bókmenntir á því herrans ári 1984”: „Mest og merkust er hln mlkla enska orOabók Amar og Örlygs sem er eltt mesta stórvlrkl í bókaútgáfu síðan Quðbrandur sátugl lelð." Svavar Sigmundsson orðabókarritsUórl skrifar um bókina í tfmaritið Storð og kemst m.a. svo að orði: „ttún er auk þess að vera langstærsta orðabók um enska tungu sem vlð höfum etgnast, líka sú langbesta, og jafnframt höfum vlO elgnast mtkla fróðlelksnámu um alfræölleg efni." Qóð orðabók er gott veganesti lengri tíma er llttð. Ensk-fslenska orðabókin fæst f öllum bókabúðum og á forlagi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.