Þjóðviljinn - 24.03.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.03.1985, Blaðsíða 6
Kjartan Ólafsson, fyrn/erandi ritsfjóri Þjóðviljans ritaði fyrir skömmu grein í blað Alþýðubandalagsmanna ó Vestfjörðum, og vakti þar m.a. athygli ó því, að samkvœmttölulegum upplýsingum frö Seðlaþankanum hafi sjövarútvegurinn ö íslandi orðið fyrir 6000 miljón króna eignatapi ó síðustu tveimur órum. Fró þessu höfum við óður sagt hér í blaðinu, en nú í vikunni hittum við Kjartan að móli og spurðum hann nónar útíþessi efni og sitthvað fleira varðandi landsmólapólitíkina og þó sérstöku erfiðleika, sem stefna núverandi ríkisstjórnar hefur kallað yfir byggðarlögin úti um landið og fólkið sem þar býr. Viö skulum ekki gera ísland að eins konar Singapore eöa Hong Kong... (Ljósm.: eik). Á - Fyrsta spurning okkar var, hvert allt þetta fjármagn, sem flutt hefur verið frá sjávarútveg- inum hefði farið. - Pví er til að svara, að nær allir þessir gífurlegu fjármunir hafa verið færðir til fyrirtækja í viðskipta- og þjónustugeira þjóð- félagsins, en þau fyrirtæki eru langsamlega flest hér á suðvest- urhorni landsins. Það kom fram í svari fjármálaráðherra við fyrir- spurn á Alþingi á dögunum, að aðeins á árinu 1983 hafi opinber heildarhagnaðar verslunarinnar, banka og skipafélaga numið 2000 miljónum króna. Fjöldamörg önnur fyrirtæki í hvers kyns við- skiptum og þjónustu hafa einnig hirt drjúgan skerf af þessum fjár- munum, sem með stjórnvaldsað- gerðum hafa verið fluttir frá sjáv- arútveginum, og mörg krónan rúllar í neðanjarðarhagkerfinu. - Mér kemur í hug fegurðar- stjórinn, sem ég las um í Morgun- blaðinu á dögunum, að ætlaði að fara að reisa höll á túninu hérna vestan við Álfheimablokkirnar. Ég man nú ekki nákvæmlega hvað höllin átti að verða stór samkvæmt Morgunblaðsfrétt- inni, en a.m.k. ein allra mesta bygging í Reykjavík, svona álíka og Seðlabankinn. Þessi fegurðar- stjóri mun fyrst og fremst hafa hagnast á umsvifum í skemmtanaiðnaðinum hin allra síðustu ár, og nú ætlar hann sem sagt að reisa þessa höll og segist með því vilja tryggja að hér verði unnt að velja „Miss Europe”, fegurðardrottningu Evrópu, - fyrst Evrópu og síðar sjálfsagt alls heimsins! - Ég nefni þetta svona sem dæmi, vegna þess að það er ein- mitt í „þjónustugreinum” af þessu tagi sem auðæfin hlaðast upp meðan framleiðslugreinun- um, og þá einkum sjávarútvegi og Iandbúnaði, er haldið í svelti. - Eitt er víst að venjulegt launafólk hefur enga krónu feng- ið af öllum þeim gífurlegu fjár- munum, sem teknir hafa verið af sjávarútveginum þessi síðustu tvö ár. Þessi kjör hafa þvert á móti einnig verið stórlega skert svo sem alkunna er. Afli sjaldan meiri Ég vil líka gjarnan minna ræki- lega á, að nánast allir þeir fjár- munir, sem teknir hafa verið frá sjávarútveginum og frá launa- fólkinu í landinu, þeir hafa verið færðir til annarra aðila í þjóðfé- laginu. Þjóðfélagið í heild hefur ekki orðið neitt fátækara, a.m.k. ekki svo neinu nemi. Við skulum hafa í huga að árið 1984 var frá náttúrunnar hendi gott ár í okkar þjóðarbúskap og einnig voru utanríkisviðskipti okkar heldur hagstæð í heild. Samkvæmt nýj- ustu tölum Þjóðhagsstofnunar, þá lækkuðu þjóðartekjur okkar að vísu um 3,7% á árinu 1983, en hækkuðu aftur um 2,8% á árinu 1984. Það er því með öllu fráleitt, að skýringanna á kjaraskerðingu launafólks og stórkostlegu eigna- hruni í sjávarútveginum sé þarna að leita. - Menn hafa væntanlega líka tekið eftir þeim nýju fréttum frá Þjóðhagsstofnun nú í vikunni, að sjávarvöruframleiðslan hafi á síðasta ári aukist um hvorki meira né minna en 11%, og er þá miðað við heildarverðmæti og mælt á föstu verðlagi. Heildar- verðmæti sjávarafurðafram- leiðslunnar féll að vísu um 6,6% á árinu 1983, en hækkaði sem áður sagði um 11% árið 1984. Þetta þýðir að í allri sögunni eru aðeins fínnanleg tvö ár, þar sem heildar- verðmæti sjávarafurðafram- leiðslunnar var meira en á síðasta ári. Ef við leyfum okkur að gera ráð fyrir, að aflabrögð verði álíka nú í ár og þau voru í fyrra, og heildarframleiðsluverðmæti sjáv- arafurðanna hið sama, þá kemur dæmið þannig út, að verðmæti sjávarvöruframleiðslunnar verð- ur að jafnaði aðeins um 3% minna á ári á árunum 1983 til 1985, heidur en það var í góðær- inu 1978 til 1982, og er þá miðað við opinberar tölur frá Þjóð- hagsstofnun. Þrátt fyrir kvótann er þetta svona. - Ég benti á í grein minni í Vestfirðingi, að tölur frá Seðla- bankanum sýndu að á árunum 1983 og 1984 hafi skuldlausar eignir sjávarútvegsins minnkað um 6000 miljónir króna, að á þessum tveimur árum hafi eigið fé fyrirtækja í íslenskum sjávarút- vegi hrunið úr því að vera um helmingur þeirra heildareigna, sem fyrirtækin í veiðum og vinnslu teljast eigendur að, niður Rœttvið Kjartan Ólafsson um landspólitík í það að vera aöeíns um einn þriðji þessara eigna. Skuldirnar hækkuðu hins vegar að sama skapi á þessum tveimur árum og eru nú orðnar tveir þriðju heildareignanna, en voru aðeins um helmingur þeirra í árslok 1982. Ég benti einnig á þá augljósu staðreynd, að haldi þessi þróun áfram í eitt kjörtíma- bil enn - fjögur ár - þá verður alls ekki neitt eigið fé eftir í íslensk- um sjávarútvegi, engin einasta króna, heldur aðeins skuldir á skuldir ofan! - Það sér auðvitað hver heilvita maður, að ástæðurnar fyrir þess- ari geigvænlegu þróun eru hvorki aflabrestur né minnkandi þjóð- artekjur. Tölurnar sem ég nefndi hér áðan sýna það best. Þetta er fyrst og fremst af mannavöldum, það er stjórnarstefnan, sem flytur fjármagnið með þessum hætti frá framleiðslunni, frá landsbyggð- inni og yfir í eyðslugreinarnar. Haliar á landsbyggðina - Þú spyrð um afleiðingarnar fyrir byggðarlögin úti um landið. Þær eru auðvitað hrikalegar, þar sem fólkið á víðast hvar allt sitt undir sjávarútveginum. Um þess- ar afleiðingar væri auðvitað hægt að fjalla í miklu lengra máli held- ur en gerlegt er í stuttu blaðavið- tali. Það er um líf eða dauða byggðarlaganna að tefla og fólkið sem eldurinn brennur heitast á veit það mæta vel. -Ég skal nefna þér tvö lítil dæmi. Hugsaðu þér ungan mann sem hefur ráðist í að koma sér upp þaki yfir höfuðið í sinni heimabyggð fyrir vestan, norðan eða austan, á Suðurnesjum eða hér fyrir austan fjall. Hann hefur tekið þessi venjulegu lán, sem all- ir þekkja og greiðslubyrðin magnast stöðugt meðan kaupið lækkar. En það er ekki bara það. Eignin sem lánsfénu var varið til að koma upp lækkar einnig stöðugt í verði og ríkjandi ótti um að hún geti jafnvel orðið nánast verðlaus af því þetta er framleiðslubyggðarlag, sem sett er í skammarkrók þjóðfélagsins og ekki von á að „Miss Europe” láti sjá sig þar. Annað dæmi, sem segir ótrú- lega mikla sögu vilji menn nota heilasellurnar. -Fyrir nokkrum árum var fólki gefinn kostur á því - í fyrsta skipti í langan tíma - að geta ávaxtað peninga í banka og fengið af þeim nokkra raunvexti í stað þess að þeir yrðu að engu í bankakerfinu. Síðan þessi breyting varð hafa innstæður í bankakerfinu aukist verulega, svo sem vænta mátti. En það eru aðeins sumir, sem hafa efni á að ávaxta fé sitt með þessum hætti, - aðrir hafa ekkert fé til að ávaxta. - Landsbankinn er banki allra landsmanna. Við skulum líta á hann. í árslok 1982 voru 62,5% af heildarinnlánum hjá Landsbank- anum í Reykjavík, en 37,5% utan Reykjavíkur. Sé mælt á verðlagi í árslok 1984, þá voru heildarinn- stæður í Landsbankanum 7574 miljónir króna í árslok 1982 en hækkuðu að raunvirði um 1665 miljónir króna á árunum 1983 og 1984, og komust því upp í 9239 miljónir í árslok 1984. Og nú spyr ég þig, Óskar, heldurðu að lands- byggðin hafi haldið sínum gamla hlut upp á 37,5% í þessari innlánsaukningu á stjórnarárum Steingríms Hermannssonar? Þú heldur varla. Og það er rétt, - í þessu nýja innlánsfé hjá Lands- bankanum frá árunum 1983 og 1984, þá er hlutur landsbyggðar- innar ekki 37,5% eins og áður var, heldur 14,1% - taktu eftir því - og hlutur höfuðborgarinnar ekki „bara” 62,5% eins og áður var, heldur 85,9%!! Um þetta þarf ég ekki að orðlengja við þig frekar. Þó er rétt að taka fram, að væri litið á bankakerfið í heild, þá yrði hlutur landsbyggðarinnar trúlega enn óhagstæðar fyrir landsbyggðina, - a.m.k. var Verslunarbankinn með mesta innlánsaukningu allra bankanna á síðasta ári og það fé er að heita má allt af höfuðborgarsvæðinu. Og svo skuldabréfin maður, sem bera hærri vexti en nokkur bank- ainnstæða, - hverjir heldurðu að kaupi þau? Hinar hörðu hagsmuna- andstœður - Þú spyrð hvernig eigi að snú- ast til varaar, hvort verkalýðs- hreyfingin verði ekki að rísa upp. Láttu mig ekki halda yfir þér langa ræðu um það. Vissulega er verkalýðshreyfingin mikið afl, eða gæti að minnsta kosti verið það, ef þar ríkti samstaða, pólit- ískur skilningur og einbeittur pól- itískur vilji. I þeim efnum er hins vegar ærið miklu ábótavant, eins og víðar. Og ég vil vara við oftrú á getu verkalýðshreyfingarinnar, þótt þar séu margir dugandi menn í forystusveit. Meðan hinn pólitíski kompás vísar algerlega öfugt í stjórnar- ráðinu og háttvirtir kjósendur meira og minna ráðvilltir, margir leiknir grátt af fjölmiðlafárinu, þá eru þröng takmörk fyrir þeim árangri, sem hin faglega verka- 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.